Morgunblaðið - 03.11.2021, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 11VIÐTAL
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Calia Pier
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
Stakir sófar:
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Tungusófi
með rafmagni í sæti
615.000 kr.
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000
Sterkari
saman
í sátt við
umhverfið
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Eydís Rós er með marga bolta á
lofti. Nýlega settist hún í stjórn
FKA og sinnir félagsstörfunum
samhliða því að reka Vélsmiðju
Ingvars Guðna og Kjúklingabúið
Vor með manni sínum Ingvari
Guðna Ingimundarsyni.
Vélsmiðjan fagnar 20 ára af-
mæli á þessu ári og í sumar voru
tvö ný eldishús tekin í notkun á
kjúklingabúinu, hvort um sig
tæplega 900 fermetrar að stærð.
Hverjar eru helstu áskor-
anirnar í rekstrinum
þessi misserin?
Í járninu er það fyrst og
fremst gífurlega hátt verð á hrá-
efni sem lætur á sér kræla núna
og svo hefur einnig borið á hrá-
efnisskorti hérlendis sem má að
einhverju leyti rekja til
kórónuveirufaraldursins.
Verð á galvanhúðun hérlendis
er einnig hátt sem hefur auðvitað
áhrif á samkeppnismöguleika
okkar við innflutta vörur af svip-
uðum toga. Við höfum heyrt að
þetta sé farið að valda því að
smíðaverkefni séu nú þegar farin
að færast úr landi, þá bæði smíð-
in og galvanhúðunin.
Í kjúklingabúskapnum hefur
reglugerð um velferð alifugla
verið til endurskoðunar í ráðu-
neyti í nokkur ár sem er haml-
andi fyrir nýjustu húsin okkar
sem við tókum í notkun í sumar.
Núgildandi reglugerð kveður á
um að í nýjum húsum megi vera
með mun minni framleiðslu á
hvern fermetra en í eldri og lak-
ari húsum. Reglugerðin sem við
vinnum nú eftir er mun strangari
og kostnaðarsamari heldur en
kollegar okkar í Evrópu vinna
eftir. Í ljósi þess má öllum vera
ljóst hvað samkeppnisstaða okk-
ar er erfið við innflutning á kjúk-
lingakjöti en sá innflutningur er
orðinn mjög mikill.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Síðasta ráðstefna sem ég sótti
var 14. október sl. en það var
Jafnvægisvogin sem haldin var í
RÚV. Jafnvægisvogin er hreyfi-
aflsverkefni unnið í samstarfi
með forsætisráðuneytinu, Sjóvá,
Deloitte, RÚV og Pipar\TBWA.
Mjög fróðleg erindi sem voru
flutt þar úr mismunandi áttum úr
atvinnulífinu. VIG ehf. var einnig
í hópi viðurkenningahafa þetta
árið og erum við mjög stolt að
því að leggja okkar af mörkum í
verkefnið.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég reyni að fara þrisvar í viku
í ræktina á Selfossi. Það er allur
gangur á því hvernig gengur að
standa við það loforð. Þá fer ég í
hópatíma í Kraftbrennslunni og
æfingin er blanda af lyftingum,
þoli og liðleika. Það gefur mér
aukna orku að stunda líkams-
rækt svo ég reyni mitt besta að
sinna því vel. Við hjónin höfum
líka verið að hjóla svolítið saman
bæði á malbikinu og svo utan
vegar – það er hrikalega
skemmtilegt.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég er dugleg að lesa greinar
héðan og þaðan sem tengjast bú-
skapnum. Svo er ég að fara til
Noregs á norræna ráðstefnu um
málefni alifugla í næstu viku.
Norðurlöndin hafa átt í mark-
vissu samstarfi til þó nokkuð
margra ára og skiptast á að
halda þessa ráðstefnu og skipu-
leggja fróðleg og fjölbreytt er-
indi.
Einnig hefur starf FKA fært
mér alls konar tækifæri sem hafa
klárlega bætt þekkingu mína.
Þegar maður er í eigin rekstri er
svo mikilvægt að eiga samtal við
aðila sem fást við sambærileg
verkefni þó þau geti kannski ver-
ið á allt öðru sviði.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráð í einn dag?
Ég hugsa að ég myndi kíkja á
lög um gjaldmiðil Íslands – það
þarf eitthvað endurskoða þau
mál. Eins og hugmyndin um sér-
íslenska krónu er falleg þá er
það því miður staðan að með til-
komu allrar þeirrar tækni og
framfara sem hafa orðið í heim-
inum þarf að endurskoða gjald-
miðilinn okkar og hvað hann er í
raun að kosta okkur. Því til rök-
stuðnings má benda á að all-
nokkur stór fyrirtæki hér á landi
kjósa að gera upp í erlendum
gjaldmiðli.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég held að það væri innan
tölvu- og tæknigeirans í einhvers
konar forritun. Ég hef alltaf ver-
ið smá tölvu- og tækninörd í mér
og almennt pínu „tækjasjúk“.
Held að það sé alveg ljóst að
framtíðin mun fela í sér gífur-
legar breytingar og þróun í þess-
um geira og það væri gaman að
vera með í ævintýrinu.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég hugsa að ég myndi láta
verða af því að skella mér í
MBA-nám í Háskólanum í
Reykjavík. Ég hafði alltaf séð
það fyrir mér að kýla á það eftir
viðskiptafræðina. Námið er mjög
praktískt fyrir fyrirtækja-
eigendur og stjórnendur. Ég tel
að það myndi færa mér ný tæki-
færi í reksturinn og mögulega
frekari vöxt.
SVIPMYND Eydís Rós Eyglóardóttir, kjúklingabóndi og vélsmiðjustjórnandi
Með ströngustu kröfum í Evrópu
NÁM: Menntaskólinn í Kópavogi 2011; nám til viðurkenningar
bókara hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 2014; BS í við-
skiptafræði frá Háskólanum á Akureyri 2018; förðunarfræðingur
frá Reykjavík Makeup School 2019; hóf árið 2020 fjarnám í
skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskólann.
STÖRF: Fjármálastjóri VIG ehf. frá 2005; skrifstofustjóri Netparta
ehf. 2010 til 2017; fjármála- og framkvæmdastjóri Kjúklingabús-
ins Vor frá 2016.
ÁHUGAMÁL: Öll útivist, hjólreiðar, garðyrkja, förðun svo eitt-
hvað sé nefnt. En tíminn til að sinna áhugamálunum mætti vera
meiri og skipulagðari.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Ingvari Guðna Ingimundarsyni, vél-
virkjameistara og bónda. Saman eigum við þrjú börn: Þórunni
Evu, Eyþór Bergmann og Gretu Sóleyju.
HIN HLIÐIN
Atvinna
Eydís Rós myndi
vilja taka lög um
gjaldmiðil Íslands
til endurskoð-
unar, m.a. í ljósi
tæknibreytinga.
Ljósmynd/Hákon Davíð