Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
mér fór að finnast samtalið sem átti sér
stað í kringum ástandið miklu áhugaverð-
ara. Þá kemst ég í þessa gullkistu af blaða-
greinum og margar af þeim eru í rauninni
svo fáránlegar í dag að það má eiginlega
hlæja að þeim. Mér finnst gott þegar mað-
ur getur talað um alvarlega hluti með smá
húmor.“
Greinarnar sýna að mörgu leyti tíðaranda
stríðsáranna. „Ég trúi því að fólkið sem var
að skrifa þessar greinar hafi alls ekki verið
neinir vitleysingar heldur hafi verið ein-
hvers konar blinda í samfélaginu fyrir því
hvað það var nákvæmlega að segja.
Greinarnar fjalla um samskipti kvenna
við hermennina, en í rauninni sýna þær líka
skýrt stöðu kvenna í íslensku samfélagi á
hernámsárunum og skoðanir fólks á því al-
mennt hvernig þær ættu að haga sínu ást-
arlífi, bæði í samhengi við hermennina og
bara almennt.
Það gerist einhver svona atburður eins
og hernámið og það einhvern veginn opnar
á samtal sem afhjúpar svo miklu meira.“
Hún vill vekja athygli á að samtalið um
samskipti kvenna við erlendu hermennina
byrjaði daginn sem þeir gengu í land.
„Þetta byrjaði löngu áður en þeim tókst að
barna nokkra konu.“ Umræðan sýni því
ekki síst hvaða skoðanir fólk hafði á stöðu
konunnar í samfélaginu burtséð frá aðkomu
hermannanna.
Ingibjörg leggur áherslu á að verkið
fjallar ekki síður um samtímann og þá orð-
ræðu sem finnst í samfélaginu í dag. „Ég er
að nota þessar setningar til þess að spyrja
hvernig samtal samtímans muni líta út eftir
áttatíu ár. Það er hugmyndin, að blanda
saman þessari fortíð, núinu og síðan fram-
tíðinni. Ég er í rauninni að nýta þetta til
þess að ýta af stað einhvers konar samtali
núna um það hvernig við tölum um konur í
dag og hvernig við viljum stjórna þeirra
einkalífi.“
Upptökur í gamalli herstöð
Í upphafi bókarinnar er viðtal við Vigdísi
Finnbogadóttur þar sem Ingibjörg segist
útskýra hvernig tónlistin tengist þessu bók-
verki og hvernig hún nýtti sama efnivið til
þess skapa tónlistina. „Ég fór með þessar
sömu setningar til tónlistarkvennanna og
við lásum yfir setningarnar og síðan fórum
við inn í stúdíóið til þess að taka upp. Þann-
ig átti ég líka samtöl við tónlistarkonurnar
um þeirra upplifanir. Þær voru því allar að
koma út úr sama samtali þegar við byrj-
uðum upptökurnar. Í raun byrjar tónlistin á
svolítið svipaðan hátt og bókin. Hún byrjar
á örfáum línum sem síðan magnast upp.
Þannig að það er einhvers konar samsvörun
þar á milli. Ég held að það sé ágætt að lesa
fyrst viðtalið við Vigdísi og setja svo á tón-
listina og fara svo að lesa setningarnar. Það
held ég að væri ágætis upplifun en svo má
hver og einn hafa þetta eins og hann vill,“
segir hún.
„Tónsmíðaferlið og upptökurnar hófust í
gamalli herstöð í Bandaríkjunum sem nú
hefur verið breytt í listaresidensíu, The
Headlands Center of the Arts. Á plötunni
leika átta tónlistarkonur, en ég sá sjálf um
upptökur og hljóðblöndun með aðstoð
Kjartans Kjartanssonar.“
Ingibjörg segir að það hafi skipt gríðar-
lega miklu máli að hún fékk listamannalaun
í tólf mánuði árið 2020 svo hún fékk þann
tíma sem hún þurfti til þess að vinna þetta
umfangsmikla verk. „Þetta var alveg gríð-
arlega mikil vinna. Fyrir mér er bókin
listaverk þannig að hvert einasta atriði
skiptir mig miklu máli. Ég ofsótti prent-
arann í einhverja mánuði með mismunandi
ákvarðanir. Ég eyddi til dæmis löngum
tíma í að velta því fyrir mér hvaða pappír
skyldi fara í bókina. Svo er skriftin hönnuð
af Rakel Tómasdóttur.“ Það var ekki til-
viljun að skrift íslenskrar konu varð fyrir
valinu.
„Það að nota hennar skrift í bókina var
enn ein leiðin til þess að vefa saman sam-
talið. Alveg eins og allir tónlistarmennirnir
á plötunni eru kvenkyns. Brotakenndar
upplifanir kvenna – fyrr og nú – að mynda
eina heild.
Þetta snýst líka um hvernig ég meðtek
hlutina. Ég held að mínum skoðunum hafi
oftar verið breytt með afslöppuðu samtali
milli vina frekar en með stórum mótmælum
niðri á Austurvelli. Það er bara þannig sem
ég virka, ég er hinsvegar alls ekki að gagn-
rýna mótmæli.
Ég vildi því skapa verk sem gæti verið
einhverskonar upphafspunktur fyrir um-
ræður, en það varð í formi „coffee table
book“ sem getur verið hvar sem er. Í von
um að verkið verði einhvers konar undir-
alda sem ýtir samtali af stað. Svo má hver
og einn bara ákveða fyrir sig hvað það
verður.“
Sýndarveruleiki bókar og plötu
Bókverkið má nálgast á vefsíðu hljóðlista-
konunnar, inkimusic.com, og tónverkið má
til dæmis nálgast á Spotify, Quite the Si-
tuation eftir Inki. Í bókverkinu er sýnd-
arveruleiki. Ef síma er haldið yfir fyrstu
síðu bókverksins má sjá setningarnar
hreyfast yfir blaðsíðu bókarinnar. Einnig er
í bókverkinu svokölluð „NFC chip“, en ef
síma er haldið yfir henni opnast Spotify-
aðgangur Inki og beintengir þannig bók-
verkið við tónlistina. Plötuumslagið, eins og
bókverkið, var með sýndarveruleika. Ef
síma er haldið yfir plötuumslaginu birtast
líka setningarnar úr blaðagreinunum sem
voru innblástur verksins og renna yfir um-
slagið. Vínilplatan var aðeins framleidd í 30
eintökum og seldist upp á örfáum dögum.
Ingibjörg hefur í nógu að snúast þessa
dagana og er meðal annars þátttakandi í
verkefninu Platform GÁTT sem tengist
aðkomu hennar að Listahátíð. Það er
samvinnuverkefni nokkurra listahátíða á
Norðurlöndunum þar sem listamenn undir
35 ára, sem þykja efnilegir í sínum
heimalöndum, taka þátt. Markmið þessa
verkefnis er að hátíðirnar geti komið saman
og skapað vettvang þar sem ungt listafólk
fær tækifæri til þess að kynnast hvað öðru
og listahátíðunum. Inki er nýkomin frá
Færeyjum þar sem hún sýndi Meira
ástandið í Norðurlandahúsinu þar. Platform
GÁTT kemur síðan til Íslands í næstu viku
og þá verða einhverjar uppákomur tengdar
því.
Þótt Airwaves hafi ekki verið haldið að
öllu leyti eins og fyrirhugað var spilaði Inki
á tónleikum í tengslum við hátíðina síðasta
föstudag. Tónleikarnir voru skipulagðir af
plötuútgáfunni Inni music í nýju rými sem
ber heitið STAK og er staðsett undir plötu-
búðinni Smekkleysu. Rýmið er samvinnu-
verkefni Mengis og útgáfunnar Inni Music.
Auk þess sem Ingibjörg sinnir samvinnu-
verkefninu Platform GÁTT og tónleikahaldi
er hún þessa dagana að undirbúa nýja plötu
sem hún vonast til að gefa út árið 2022.
Í bókverkinu er sýndarveruleiki. Ef síma er haldið yfir fyrstu síðu bók-
verksins má sjá setningarnar hreyfast yfir blaðsíðu bókarinnar.
„Þetta var alveg gríðarlega mikil vinna. Fyrir mér er bókin listaverk
þannig að hvert einasta atriði skiptir mig miklu máli.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Ég er að nota þessar setn-
ingar til þess að spyrja
hvernig samtal samtímans muni
líta út eftir áttatíu ár. Það er
hugmyndin, að blanda saman
þessari fortíð, núinu og síðan
framtíðinni. Ég er í rauninni að
nýta þetta til þess að ýta af stað
einhvers konar samtali.
„Ég er í rauninni að nýta þetta til
þess að ýta af stað einhvers kon-
ar samtali núna um það hvernig
við tölum um konur í dag.“