Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
Þ
að spurðist út um liðna helgi
að formenn stjórnarflokk-
anna væru farnir að berja
saman texta í stjórnarsáttmála, en
hins vegar bar þingmönnum flokk-
anna ekki vel saman um hversu vel
hefði miðað. Mikið hafði víst verið
skrifað, en litlu minna útstrikað aft-
ur og þrástrikað.
Ekki gekk betur að fá botn í störf
undirbúningskjörbréfanefndar,
sem reynt hefur að komast að því
hvað fór úrskeiðis við framkvæmd
alþingiskosninga í Norðvestur-
kjördæmi og hvort sleifarlagið þar
hafi haft áhrif á niðurstöðuna.
Fullyrðingum Dags B. Eggerts-
sonar borgarstjóra og fleiri um að
viðskiptabankarnir hefðu skrúfað
fyrir lánsfé til uppbyggingar íbúðar-
húsnæði var hafnað í grein hagfræð-
ingja hjá Seðlabanka. Við tók löng
þögn borgarstjóra.
Freyja, hið nýja strandgæsluskip
Landhelgisgæslunnar, kom til
landsins um liðna helgi. Skipið var
keypt notað en seljandinn virðist
hafa kastað til höndum við málningu
skipsins í nýjum litum, því hún var
bæði í röngum litum og svo flagnaði
málningin að miklu leyti af á leið til
landsins.
Sama dag kom hollensk freigáta til
hafnar í Reykjavík, stífmáluð eins og
allir hollensku meistararnir hefðu
þar haldið á pensli og ekkert að
flagna.
Heimsþing kvenleiðtoga fór fram í
Hörpu, en það er í fjórða sinn sem
slíkt þing er haldið.
Gert er ráð fyrir tæplega milljarðs
halla á rekstri Reykjanesbæjar á
komandi ári, en hins vegar er vonast
til þess að jafnvægi náist í rekstr-
inum 2023.
. . .
Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í
úrslitakeppni Skrekks, hæfileika-
keppni grunnskóla í Reykjavík.
Krakkarnir þar sýndu mikið hug-
rekki með því að setja á svið fjörugt
og skemmtilegt dans- og söngatriði
án allra heimsósómaumvandana.
Gagnaöflun undirbúningskjörbréfa-
nefndar lauk að mestu, en Birgir
Ármannsson formaður hennar taldi
þörf á enn einni vettvangsrannsókn-
inni í Borgarnesi og áfram komu
fram nýir vankantar á kosninga-
framkvæmdinni.
Starf í leikskólum landsins hefur
gengið þunglega í haust, en þeir eru
flestir hrjáðir af manneklu, sem
megi rekja til margra ástæðna, þar á
meðal veikinda en einnig styttingar
vinnutíma.
Forsvarsmenn flugfélagsins Play
gera ráð fyrir því að fyrirtækið skili
hagnaði einhvern tímann á næsta ári.
Samtök atvinnulífsins telja að hvorki
séu ástæður né forsendur til skyldu-
bólusetningar á vinnustöðum, líkt
og hefur gerst sums staðar erlendis.
Hafist var handa við að senda út boð
um örvunarbólusetningu, þriðju
sprautu bóluefna við kórónuveirunni.
Guðný Bjarnadóttir læknir greindi
frá því að Kristinn E. Andrésson,
fv. þingmaður og ritstjóri TMM,
hefði misnotað hana kynferðislega
þegar hún var telpa fyrir 60 árum.
. . .
Skortur á hjúkrunarfræðingum
hamlar fjölgun sjúkrarýma á Land-
spítalanum. Um 3.600 hjúkrunar-
fræðingar eru að störfum í landinu,
en tæplega 2.000 hjúkrunarfræð-
ingar hafa fundið sér starfa utan
greinarinnar.
Enn er óljóst hvenær Alþingi verður
kallað saman eftir kosningar, en
hins vegar virðist ljóst að þetta ár er
með allra stystu þingárum. Aðeins
65 þingfundardagar hafa verið frá
áramótum og þingtíminn í heild inn-
an við fimm mánuðir það sem af er.
Kópavogsbær kynnti rekstrar-
afgang hjá sér og boðaði bæjarstjór-
inn Ármann Kr. Ólafsson lækkun
fasteignaskatta á næsta ári og ekki
seinna vænna, enda sveitarstjórnar-
kosningar af tilviljun haldnar það
sama ár.
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, tekur undir orð um orku-
skipti í samgöngum í landinu og tel-
ur vel mögulegt að koma þeim í
kring á næstu árum og áratugum
svo jarðefnaeldsneyti verði ekki not-
að hér á landi nema í mjög litlum og
afmörkuðum mæli.
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri
Ríkisútvarpsins, sagði starfi sínu
lausu upp úr þurru.
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
Seljaskóla, var kjörinn formaður
Kennarasambands Íslands.
Fjórtán sóttu um forstjórastarf
Landspítalans, þar af sex núverandi
stjórnendur innan spítalans, sem
virðast telja að þetta hafi gengið
ljómandi vel hjá sér.
. . .
Forstjóri Öskju, Jón Trausti Ólafs-
son, telur skynsamlegt að hafist
verði handa við rafvæðingu leigu-
bíla og þannig stíga stór og trúverð-
ug skref í átt til orkuskipta í sam-
göngum. Leigubílar séu um 400
talsins en aki á við 2.000 fjöl-
skyldubíla, en auk þess væri það
kjörið til að treysta alþjóðlega
ímynd landsins.
Samdægurs kom fram að ESA, eftir-
litsstofnun EFTA, gagnrýndi leyfis-
kerfi til leigubílaaksturs hér á landi,
sem letji samkeppni, leiði til hærra
verðs en ella og brjóti í bága við
EES-samninginn. Bregðist íslensk
stjórnvöld ekki við innan tveggja
mánaða áskilur ESA sér rétt til
málshöfðunar gegn íslenska ríkinu
fyrir EFTA-dómstólnum.
ESA lét ekki þar við sitja, heldur
hefur hún krafið samgöngu- og
sveitarstjórnaráðuneytið skýringa á
því hvers vegna það hafi unað
breyttri reikningsskilavenju hjá
Reykjavíkurborg vegna fasteigna í
eigu borgarinnar og dóttur-
fyrirtækja hennar, sem gangi í ber-
högg við Evrópustaðla.
Í öðrum fréttum úr Ráðhúsinu sagð-
ist Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri standa við fyrri orð um lán-
veitingar banka til uppbyggingar
íbúðarhúsnæði, en svaraði þó ekki
rökstuðningi hagfræðings hjá Seðla-
bankanum um annað, heldur sendi
hagsmunasamtökum í atvinnulífi
tóninn.
Fallþungi dilka hefur aldrei verið
meiri eða 17,4 kg að meðaltali. Það
er rakið til langtímaárangurs rækt-
unarstarfs og góðrar tíðar um land
allt.
Hjúkrunarfræðinám á Íslandi er
lengra en annars staðar á Norður-
löndunum, en það er m.a. rakið til
þess að klínískur hluti námsins sæk-
ist hægar en þar. Þar kann að vera
hluti skýringar manneklu í hjúkrun
hér á landi.
Banaslys varð á reiðhjólastíg við
Sæbraut þegar rafmagnshlaupahjól
og létt bifhjól rákust á. Sá á hlaupa-
hjólinu lést af áverkum sínum, en
hinn slasaðist alvarlega.
. . .
Metfjöldi smita greindist við skimun
í vikunni og kom ríkisstjórnin saman
til þess að ræða hertar aðgerðir. Það
varð úr að ný sóttvarnareglugerð
tók gildi á miðnætti á föstudag. Þá
máttu einungis 50 safnast saman í
stað 500 áður og var afgreiðslutími
veitingahúsa og skemmtistaða stytt-
ur um eina klukkustund, en þeim
þarf þá að loka klukkan tíu að kvöldi.
Ný stjórn Eflingar hélt fund, en
hvorki formaður né aðrir stjórnar-
menn utan Guðmundar Baldurs-
sonar vildu ræða við fjölmiðla.
Á fundi trúnaðarráðs Eflingar, sem
einnig fór fram á fimmtudag, var
ekki heimilt að ræða um Sólveigu
Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi for-
mann félagsins, eða Viðar Þor-
steinsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra. Þess í stað var
nokkuð rætt um útsýnið og að snjór-
inn væri kominn langt niður Esjuna.
5,2 stiga jarðskjálfti varð skammt
suður af Heklu á fimmtudag, þótt
jarðfræðingar telji ástæðulaust að
tengja hann við mögulega eldvirkni í
því dormandi eldfjalli.
Jólaverslun hefur hafist fyrr í ár en
yfirleitt. Þar ráða nýir siðir líkt og
tilboðsdagar einhverju um, en einnig
kann að vera að almenningur sé að
búa í haginn vegna fregna um bresti
í aðfangakeðjum.
Í Hafnarfirði er áætlaður mynd-
arlegur rekstrarafgangur á næsta
ári, en um leið fer skuldaviðmið nið-
ur í 97% og hefur ekki verið lægra í
áratugi. Rósa Guðbjartsdóttir bæj-
arstjóri telur að varnarviðbrögð við
faraldrinum hafi reynst vel, ekkert
hafi verið tekið að láni á árinu, út-
svarið verði óbreytt og fasteigna-
skattar lækka um 5%.
Hvorki er flagning
né Efling til fagnaðar
Enginn er verri þótt hann vökni, hafa þeir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, kannski hugsað á hafnarbakkanum á Siglufirði. Freyja virtist hins vegar ekki hafa mátt við því að blotna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
7.11.-12.11.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
510 7900 / Bæjarlind 4 / www.FASTLIND.is
BOGI MOLBY
PÉTURSSON
löggiltur fasteignasali
699 3444
molby@fastlind.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Skúlagata 40
– Fyrir 60 ára og eldri
Endurbætt 2ja herbergja íbúð á
5. hæð í lyftuhúsi, vestursvalir
og stæði í bílskýli. Íbúðina má
aðeins selja félagsmönnum í
félagi eldri borgara. Borgarar
sem eru 60 ára eða eldri.
Verð 43,9 m.
Sléttuvegur 11-13 - Bílskúr
Til sölu 23,8 fm bílskúr. Hann er með heitu og köldu vatni, rafmagni og
nýmálaður. Verð 5,4 m.
ATH. Einungis fyrir eigendur íbúða hússins.