Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
LISTIR
AFP
Uppblásinn skúlptúr eftir Bandaríkjamanninn Brian Donnelly, sem notar listamannsnafnið Kaws, liggur makindalega á
flotprammanum stóra við bátahöfnina í Singapúr og setur svip sinn á umhverfið.
„Ég sá blómvönd ástar í alheiminum,“ nefnist þetta verk
eftir japanska listamanninn Yayoi Kusama, sem ber fyrir
augu á yfirlitssýningu á verkum hennar í Tel Aviv í Ísrael.
Fagrar listir
og ljósadýrð
Þótt veiran sé enn á sveimi láta listirnar ekki
halda sér niðri. Í Hong Kong var verið að
opna safnið M+, í Singapúr var blásinn upp
feiknlegur skúlptúr og rómverskar konur
settar á stall í Frakklandi.
Myndastytta með heitið „Portrett af Sabínu“ er meðal
muna á sýningunni „Portrett og leyndarmál rómverskra
kvenna“ sem haldin er í Nimes í suðurhluta Frakklands.
„Ljósalandslag“ nefnist
þetta ljósaverk, sem sett
var upp í Trjá- og jurtagarð-
inum í Los Angeles. Þar nær
nú sjónarspil ljósa, lita og
hljóðs yfir gönguleið sem
er einn og hálfur kílómetri.
„1/30 úr sekúndu á kafi“ nefnist þetta verk eftir Wang Wei, sem var meðal
verka til sýnis á opnun nýs listasafns í Hong Kong. Verkin á myndinni fyrir ofan
eru á sömu sýningu. Þau eru eftir Li Shan og nefnast „Roði 1992“.
Á sýningunni „Jafnvægi“ í Japanska húsinu í Sao Paulo í
Brasilíu er innsetning úr 9.000 blöðrum eftir listamanns-
tvíeykið Daisy Balloon.