Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
08.05 Rita og krókódíll
08.10 Regnbogasögur
08.12 Ég er fiskur
08.15 Litli Malabar
08.17 Risastóra næpan
08.20 Blíða og Blær
08.45 Monsurnar
08.55 Tappi mús
09.00 Adda klóka
09.25 Angelo ræður
09.30 Angry Birds Toons
09.35 It’s Pony
09.55 K3
10.10 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
10.30 Ævintýri Tinna
10.55 Top 20 Funniest
11.35 Friends
12.05 Nágrannar
14.00 Ireland’s Got Talent
15.30 Kviss
16.20 Um land allt
16.50 Supernanny US
17.35 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.45 Sportpakkinn
18.55 Ísland í dag
19.10 Framkoma
19.40 Ummerki
20.10 Professor T
21.00 The Sinner
21.50 La Brea
22.35 Moonshine
23.20 Succession
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Veiðihugur – Þáttur 1
20.30 Tónlist á N4
Endurt. allan sólarhr.
14.00 Omega
15.00 Joel Osteen
15.30 Charles Stanley
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
18.30 Mannamál (e)
19.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
19.30 Bókahornið
20.00 Undir yfirborðið
Endurt. allan sólarhr.10.35 Dr. Phil
12.50 The Bachelorette
14.20 Top Chef
15.05 Það er komin Helgi
16.35 The King of Queens
16.55 Everybody Loves
Raymond
17.20 Tveir mánar
18.20 Vinátta
18.45 Ástríða
19.20 Heil og sæl?
19.55 Extreme Makeover:
Home Edition
20.45 The Equalizer
21.35 Heiða Reed: Stella
Blómkvist and FBI int-
ernational
21.55 Stella Blómkvist
22.35 Yellowstone
23.20 The Handmaid’s Tale
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Sankti María, sestu á
stein.
09.00 Fréttir.
09.05 Svona er þetta.
10.00 Fréttir og veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Lauf-
áskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Reyk-
holtshátíð 2021 – II.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Kventónskáld í karla-
veldi.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Á ferð um landið: Frá
Hólmavík til Skaga-
fjarðar.
20.30 Kynstrin öll.
21.20 Nóvember ’21.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Þögnin rofin – Ethel
Smyth.
23.10 Frjálsar hendur.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Rán – Rún
07.21 Kúlugúbbarnir
07.44 Poppý kisukló
07.55 Kátur
08.07 Stuðboltarnir
08.18 Konráð og Baldur
08.31 Hvolpasveitin – Hvolpar
bjarga melónuhátíð/
Hvolpar bjarga kú
08.54 Skotti og Fló
09.01 Unnar og vinur
09.24 Múmínálfarnir
09.46 Eldhugar – Phoolan
Devi – ræningjadrottn-
ingin
09.50 Sammi brunavörður
10.00 Attenborough: Furðudýr
í náttúrunni
10.25 Íslensku mennta-
verðlaunin
11.00 Silfrið
12.10 Menningin – samantekt
12.35 Truffaut rýnir í Hitch-
cock
13.55 Eitt stykki hönnun, takk
14.20 Emilíana Torrini og
Sinfó
16.10 Sætt og gott
16.30 HM stofan
16.50 N-Makedónía – Ísland
18.50 HM stofan
19.15 Fréttir
19.40 Íþróttir
19.50 Veður
20.00 Landinn
20.30 Dagur í lífi
21.15 Ófærð
22.05 Snilligáfa Picassos
22.55 Hertoginn af Búrgúnd
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista
Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
Búningurinn sem
Will Ferrell klæddist
í kvikmyndinni Elf,
árið 2003, hefur
verið seldur á upp-
boði á um 300.000
dollara. Samkvæmt
TMZ fór uppboðið
fram hjá Prob Store
í London, og fór
þessi goðsagna-
kenndi búningur á nákvæmlega 296.702 dollara.
„Ekki var gefið upp hver það var sem keypti búning-
inn, en ég velti því alltaf fyrir mér af hverju einhver
kaupir svona á uppboði. Og á þessa upphæð, sem er
39 milljónir íslenskra króna,“ segir Eva Ruza sem
greindi frá þessu í stjörnufréttum fyrir helgi en nánar
er fjallað um málið á K100 og K100.is.
Elf-búningurinn seldur
á morð fjár
Houston. AFP. | Enn berst einn
drengur fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi
eftir harmleikinn á tónleikum söngv-
arans Travis Scott í Houston á föstu-
dag fyrir viku. Níu manns létu lífið í
troðningnum, mörg hundruð manns
slösuðust og málshöfðunum fer fjölg-
andi.
Lögmaðurinn Ben Crump, sem
þekktur er fyrir að reka mannrétt-
indamál, tilkynnti málshöfðun á
hendur hipp-hopp-stjörnunni, skipu-
leggjendum viðburðarins og stjórn
tónleikastaðarins fyrir hönd fjöl-
skyldu Ezra Blounts, níu ára drengs,
sem er í dái eftir að hann tróðst undir
á Astroworld-hátíð Scotts.
„Litli drengurinn berst nú fyrir lífi
sínu,“ sagði Crump í yfirlýsingu á
þriðjudag.
„Tónleikar og tónlistarhátíðir á
borð við þessa eiga að vera öruggir
staðir fyrir fólk á öllum aldri til að
njóta tónlistar í umhverfi undir eft-
irliti. Ekkert af því átti við á Astro-
world-hátíðinni,“ sagði hann.
Bharti Shahani var á tónleikunum
ásamt systur sinni og frænda. Hún
lést á fimmtudag eftir að hafa legið
meðvitundarlaus í öndunarvél. Shah-
ani var 22 ára háskólanemi.
„Ég held að hún hafi verið án súr-
efnis í tíu mínútur í eitt skipti og sjö
mínútur í annað,“ sagði frændinn,
Mohit Bellani, við sjónvarpsstöðina
ABC13 í Houston.
„Ég vil fá barnið mitt aftur,“ sagði
Karhisma Shahani, móðir hennar við
blaðamenn á föstudag. „Ég mun ekki
geta lifað án hennar.“
„Stórfelld vanræksla“
Þegar hefur verið tilkynnt um að
minnsta kosti 60 málshöfðanir, sem
sérstaklega beinast að Scott og söngv-
aranum Drake, sem steig á svið síð-
ustu 15 mínúturnar af tónleikunum,
nokkru eftir að yfirvöld höfðu lýst yfir
neyðarástandi. Þær beinast einnig að
Live Nation, sem skipuleggur viða-
mikla viðburði, Scoremore, tónleika-
höldurum í Texas, og fleirum.
Um 50 þúsund manns voru við
þröngar aðstæður á tónleikastaðnum,
sem er undir berum himni, og sungu
og dönsuðu við tónlist Scotts. Eftir
því sem leið á jukust þrengslin, sér-
staklega við sviðið, fólk þrýstist upp
að tálmum og gatt hvorki hreyft sig
né andað þegar mannfjöldinn reyndi
að finna sér leið upp að sviðinu.
Sumir féllu við og aðrir hrösuðu of-
an á þá og krömdu þá. Slík var mann-
þröngin upp við sviðið samkvæmt lýs-
ingum að erfitt var að ná til þeirra,
sem höfðu orðið undir, og flytja þá á
braut.
„Það var kös af líkömum á jörðinni,
tvö lög af fólki. Við vorum að berjast
við að komast ofan á til að ná and-
anum og halda lífi,“ sagði Bellani.
Í stefnunum er skipuleggjendum
borið á brýn að hafa vanrækt örygg-
isgæslu, sem skylt er að hafa á slíkum
viðburði, og í einhverjum tilvikum að
hafa hvatt til háskalegs framferðis.
Harmleikurinn var „fyrirsjáan-
legur og fyrirbyggjanlegur“ og má
rekja til „stórfelldrar vanrækslu“,
sagði í stefnu, sem Manuel Souza
lagði fram. Hann sagði að hann hefði
hlotið „alvarleg sár á líkama“ þegar
honum var hrint til jarðar og traðkað
ofan á honum. Souza kenndi gróða-
sjónarmiðum stefndu á kostnað ör-
yggis og heilsu tónleikagesta um að
níu manns hefðu látið lífið og fjöldi
slasast á tónleikunum.
Í einni stefnunni segir að fyrr um
daginn hafi myndast hætta við að fólk
þyrptist inn er tónleikastaðurinn var
opnaður. Þá hefði harmleikurinn ver-
ið nánast endurtekning á Astroworld-
hátíð Scotts 2019 þegar „múgur ýtti
gestum niður á jörðina og þeir festust
undir hlaupandi fólki og gátu ekki
staðið upp,“ sagði í stefnu Zoey og
Bruce Ferguson. „Fyrir vikið slösuð-
ust margir alvarlega og sködduðust.“
„Stöðvið tónleikana“
Í málaferlum gæti kastljósið beinst
að óviðunandi undirbúningi, en einnig
að gerðum Scotts og Drakes meðan á
tónleikunum stóð.
Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í
Houston, sagði að lýst hefði verið yfir
neyðarástandi skömmu eftir klukkan
hálftíu þegar fyrstu neyðarköllin bár-
ust.
Fólk í röðum áhorfenda hefði ítrek-
að hrópað „stöðvið tónleikana“ og á
upptökum mætti sjá mannfjöldann
reyna að hjálpa fólki, sem hafði hnigið
niður, og koma því undan.
Scott stóð upp á sviði og tók til þess
að vandi hafði skapast og verið væri
að reyna að koma sjúkrabíl í gegnum
mannfjöldann.
Síðan hefðu hins vegar hann og
Drake, sem steig á svið klukkan tíu,
haldið áfram að hvetja fólk þar til tón-
leikunum lauk kortér yfir tíu.
Þegar Pena var spurður í þætt-
inum Today Show á sjónvarpsstöð-
inni NBC hvort Scott hefði átt að
stöðva tónleikana sagði hann að það
væri engin spurning. Hann sagði að
lögreglan í Houston hefði tekið for-
ystu um að rannsaka harmleikinn.
„Við erum að skoða allt,“ sagði Pena.
„Við verðum að tryggja að þetta ger-
ist ekki aftur.“
Maður stendur við girðingu fyrir utan tónleikastaðinn í Hou-
ston í Texas þar sem átta létu lífið á tónleikum Travis Scott.
AFP
YFIR 60 STEFNUR VEGNA TÓNLEIKA SCOTTS
Níu látnir og einn
við dauðans dyr
LJÓMA FRÁ OG MEÐ
Jóla RETRÓ
Hér á
JÓLALÖGIN MUNU
H