Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
✝
Ingvar Daníel
Eiríksson
(Denni) fæddist 13.
ágúst 1938. Hann
lést 21. nóvember
2021 á Dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Guð-
mundsson, f. 17.7.
1909, d. 2.8. 2008 og
Gunnbjörg Sesselja
Sigurðardóttir, f.
9.5. 1913, d. 11.4. 1984. Fóst-
urmóðir Denna var Margrét
Benediktsdóttir, f. 10.10. 1921, d.
30.4. 2011. Denni var elstur sjö
systkina. Alsystkini Denna eru
Agnes Kristín, fædd 1940, Þor-
björg Henný, f. 1942, Sigurður, f.
1947. Hálfbræður Denna sam-
feðra eru Guðmundur, f. 1954 og
Benedikt, f. 1962. Fóstursystir
Denna er Guðrún Halldórsdóttir,
f. 1947.
Denni kynntist Eygló Jónu
Gunnarsdóttur, eftirlifandi eig-
inkonu sinni, árið 1955 og þau
giftu sig 21. ágúst 1960.
Denni og Eygló eignuðust
fjögur börn: 1) Stúlka, f. 22.12.
1957, d. 23.12. 1957. 2) Eiríkur
Ágúst Ingvarsson, f. 6.1. 1959,
maki Ásthildur Óskarsdóttir, f.
eldrum sínum og síðar fóstur-
móður. Denni gekk í grunnskóla
á Selfossi. Hann dvaldi mikið í
sveit hjá föðurömmu sinni og afa
á Egilsstöðum í Villingaholts-
hreppi og gekk þar í skóla einn
vetur.
Hann vann lengst af hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna og hóf störf
þar 14 ára sem brúsastrákur.
Eftir að Denni tók meiraprófið
hóf hann svo að keyra mjólkurbíl
árið 1958. Samanlagt starfaði
hann í Mjólkurbúi Flóamanna í
yfir 30 ár. Hann starfaði einnig
sem landpóstur í 10 ár og þekkti
því sveitir Árnessýslu mjög vel.
Denni hafði mörg áhugamál
og eitt af því var að ferðast um
Ísland. Hann hafði gaman af
stangveiði og veiddi bæði í vötn-
um og ám í fjölda ára. Denni og
Eygló ferðuðust töluvert bæði
innan lands og utan og fóru með-
al annars í siglingu um Miðjarð-
arhafið. Denni greindist með
parkinsonsjúkdóminn árið 2007
og síðustu árin dvaldi hann á
Hjúkrunarheimilinu Lundi á
Hellu.
Útför Denna fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 1. desember
2021, kl. 14. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu geta einungis nán-
ustu aðstandendur verið við-
staddir.
Streymt verður frá útförinni
á:
https://selfosskirkja.is/
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
29.9. 1967, barn
þeirra er Brynjar, f.
6.9. 1995. Börn Ei-
ríks áður eru Arn-
dís Ey, f.
15.10.1983, Ingvar
Örn, f. 30.10. 1988
og Daníel Hjálmar,
f. 20.5. 1993. 3) Jón
Helgi Ingvarsson, f.
27.3. 1963, maki
Ásthildur Berg-
mann Sigþórs-
dóttir, f. 11.11. 1964, börn þeirra
eru Daði Már, f. 25.9. 1984, Atli
Þór, f. 5.9. 1986, Jón Steinar, f.
15.5. 1988 og Bylgja Sif, f. 20.6.
1993. 4) Lísa Björg Ingv-
arsdóttir, fædd 26.6. 1969, maki
Sveinn Valtýr Sveinsson, f. 4.12.
1971. Börn Lísu: Ívar, f. 2.3.
1988, Björgvin Franz, f. 23.1.
2004, Pétur Steinn, f. 5.10. 2005,
börn Sveins Valtýs eru Sveinn
Andri, f. 25.2. 1999 og Sara Rós,
f. 5.5. 2003. Langafastrákar
Denna, synir Ingvars Arnar, eru
Eiríkur Ingi, f. 13.2. 2014 og
Kristján Daníel, f. 16.2. 2016.
Denni fæddist í Keflavík og
flutti á Selfoss árið 1943. Hann
bjó alla tíð eftir það á Selfossi og
ólst upp í húsinu Hólmavík, sem
síðar varð Árvegur 2, ásamt for-
Lítil stúlka með ljósa kinn, ljúf
og prúð við pabba sinn. Já, þetta
sagði pabbi oft við mig og okkur
systkinin þegar við vorum yngri,
svo strauk hann okkur um kinn-
ina. Pabbi var blíður og góður
maður, með skemmtilegan húm-
or. Hann var líka viðkvæm sál og
tók nærri sér hvers konar órétt-
læti og fann til samkenndar með
þeim sem áttu erfitt og um sárt
að binda.
Hann sjálfur átti ekki auð-
velda æsku, þar sem móðir hans
veiktist þegar hann var um átta
ára gamall og dvaldi á heilbrigð-
isstofnun það sem eftir var. Þetta
markaði hann alla ævi og hans
fallega hjartalag var bljúgt og
fagurt. Pabbi og mamma voru
sterk saman, en þau kynntust
þegar hún var 14 ára og pabbi 17
ára. Þau gengu því saman í gegn-
um súrt og sætt. Pabbi var mjög
myndarlegur maður, hann var
með ljúft viðmót og skemmtileg-
an húmor sem féll hvarvetna í
góðan jarðveg. Hann var líka
rómantískur og var sífellt að
kaupa eitthvað sniðugt, litlar
gjafir sem glöddu mömmu og
aðra í fjölskyldunni. Hann hafði
gaman af antikbúðum, forngrip-
um og verkfærum og safnaði alls
konar skrýtnum og mismerkileg-
um hlutum og elskaði að kíkja í
Kolaportið og í Fornbókabúð
Braga og finna einhverjar ger-
semar.
Pabbi átti alltaf til brandara,
vísu eða fyndna fyrirsögn og end-
aði öll símtöl á brandara eða ein-
hverju bulli. Til dæmis var ég
lengi með vísu á ísskápnum frá
honum sem hljómaði svona:
Góða brauðið, góða mín, gaman er að
smakka.
Mikið betra en brennivín, nei, það held
ég varla.
Við pabbi skrifuðumst á þau
átta ár sem ég bjó í Danmörku.
Það er ómetanlegt að eiga þessi
bréf núna, þau eru hvert öðru
skemmtilegra. Alls konar get-
raunir, grín og úrklippur úr blöð-
um sem gaman er að fara yfir í
dag. Hann tók fram í bréfunum
að úrklippurnar endurspegluðu
ekki endilega hans skoðun og bað
mig reglulega að eyða öllu bulli
úr bréfunum. Hann tók líka upp
ýmislegt sem honum fannst
merkilegt í sjónvarpinu þessi ár
og sendi mér vídeóspólur reglu-
lega með sniðugum klippum.
Pabbi hafði gaman af því að
stríða vinkonum mínum þegar ég
var yngri og spurði þær með glott
á vör hvort þær vissu að búið
væri að fresta jólunum og fleira í
þeim dúr.
Pabbi var alltaf með allt á
hreinu hvað varðaði fréttir og
veðurfréttir, enda vandist ég því
að hringja í hann til að vita hvern-
ig veðrið og færðin væru. Hann
elskaði Chaplin, Steina og Olla og
Benný Hill og við systkinin ásamt
barnabörnum horfðum öll á þess-
ar myndir með honum fram og til
baka. Hann hafði líka mjög mik-
inn áhuga á bílum og ungur að ár-
um ákvað hann að verða atvinnu-
bílstjóri og tók meiraprófið árið
1958. Hann kenndi mér mikið í
sambandi við öryggi bíla, hafa
bremsurnar, dekkin og rúðu-
þurrkurnar í lagi og skafa al-
mennilega af bílnum svo skyggni
væri ágætt.
Pabbi greindist með parkin-
sonsjúkdóminn árið 2008. Það er
erfitt hlutskipti að takast á við
þennan sjúkdóm, en síðustu árin
á Lundi fórum við yfir lífið saman
og hann var þakklátur fyrir sitt
lífshlaup og þá umönnun sem
hann fékk þar.
Takk fyrir alla þína ást og um-
hyggju, elsku góði pabbi – við
sjáumst síðar.
Lísa Björg Ingvarsdóttir.
„Farðu varlega, en djarflega.“
Þetta sagði Denni afi við mig
eitt kvöldið og blikkaði mig þegar
ég var á leiðinni yfir heiðina í
miklum snjó. Mér finnst það eiga
við um svo margt, og ég hugsa oft
til þess þegar ég er að fara yfir
krossgötur í lífinu. Afi átti marga
gullmola eins og þessa.
Ég átti mörg góð sumur og
margar góðar stundir með afa,
hvort sem við sátum að horfa á
Chaplin, gömlu teiknimyndirnar,
skoða gamla peninga, gefa –hest-
unum ópal eða spila ólsen-ólsen.
Afi átti alltaf eitthvað við hæfi
fyrir öll barnabörnin, hann var
einkar barngóður og þolinmóður.
Mér þykir svo vænt um allar
þær stundir sem við áttum saman
og þær minningar lifa áfram með
mér.
Elska þig, afi minn, farðu nú
varlega en djarflega.
Ívar Österby Ævarsson.
Elsku Denni afi okkar var
ótrúlegur maður. Fyrir okkur
var hann fyndnasti og skemmti-
legasti maður í heimi enda var
hann alltaf svo ánægður að hafa
barnabörnin sín hjá sér. Á Selja-
veginn vorum við ávallt velkomin
til ömmu og afa og þar fannst
okkur svo gott að vera. Hjartað
fyllist hlýju við það að rifja upp
andrúmsloftið, lyktina, fé-
lagsskapinn, öryggið, gleðina og
rólegheitin sem einkenndu afa.
Það er erfitt að lýsa því í orðum
hvernig tilfinningin var að vera
hjá Eygló ömmu og Denna afa en
ef ætti að lýsa því með einu orði
væri það „heima“.
Elsku afi var einstaklega barn-
góður. Hann kom okkur til að
hlæja en tók líka utan um okkur
með sínum trausta faðmi. Hann
lumaði alltaf á bröndurum, sög-
um eða góðlátlegri stríðni okkur
til handa. Svo margt sem við er-
um í dag eigum við honum Denna
afa okkar að þakka.
Á Seljaveginum spiluðum við
Olsen við afa, lærðum ýmis trikk
sem hægt var að hlæja að, við
horfðum á Chaplin, Ómar Ragn-
arsson og Steina og Olla og feng-
um oft fótanudd á meðan. Við
lærðum líka margt á lífið því afi
var ekki eingöngu grínari, hann
kenndi okkur líka margt. Auk
þess var hann með fallega, þó
raunsæja sýn á lífið, var hjarta-
hlýr og vildi öllum vel. Við vissum
líka að afi var mikill gæi, var fróð-
ur um bíla og landafræði, flottur í
tauinu og hafði aldrei rangt fyrir
sér fannst okkur. Allt sem hann
sagði var heilagur sannleikur, en
stundum varð maður samt stein-
hissa yfir því sem hann sagði, oft-
ar en ekki fylgdi því ákveðinn
sposkur svipur og þá vissum við
að hann væri að stríða og þá var
mikið hlegið.
Hann gat alltaf haldið okkur
uppteknum við það að ráða gátur
eða setja fyrir okkur leiki sem
voru skemmtilegir. Hann naut
samverunnar við okkur og þess
að sjá hvað við nutum okkur í leik
og gleði og við fundum það svo
vel, við vorum kannski þess
vegna ekki óþæg við afa. Við bár-
um gríðarlega virðingu fyrir hon-
um sem börn og engu minni sem
unglingar og svo fullorðið fólk.
Langafadrengir Denna bera með
prýði nöfn hans í sínum, Kristján
Daníel og Eiríkur Ingi. Hann var
þeim líka mjög góður og gladdist
alltaf þegar hann fékk þá í heim-
sókn til sín, ást hans á börnum
skein í gegn í hvert skiptið sem
hann naut samvista við barna-
barnabörnin sín tvö.
Þegar afi veiktist var okkur
brugðið. Það gerðist hægt og ein-
hvern veginn fannst manni lengi
vel að hann myndi harka af sér
því hann var bara þannig. Úr-
ræðagóður, sterkur og stoltur.
En sum veikindi er ekki hægt að
hrista af sér jafnvel þó maður sé
Denni afi og það tók okkur sáran.
Denni afi á stað í hjarta og
manngerð okkar systkinanna
sem enginn annar. Við gætum
ekki verið þakklátari með afa og
mun minning hans og karakter
lifa í okkur og sögurnar um hann
munu erfast til næstu kynslóða.
Svíf ég af sæ
mót suðrænum blæ
upp gljúfranna göng
gegn flúðanna söng.
Þar færir hver foss
fegurðarhnoss
og ljúfasta ljóð
um land mitt og þjóð.
…
Því Guð okkur gaf
gnægð sinni af
í sérhverri sveit
sælunnar reit.
(Ómar Ragnarsson)
Takk fyrir allt elsku afi og
langafi.
Arndís Ey, Ingvar Örn
Eiríksson og fjölskylda.
Ingvar Daníel
Eiríksson
Við kveðjum
kæra bekkjarsyst-
ur, Valgerði Ólafs-
dóttur, með sökn-
uði. Fráfall Völu, eins og hún var
ætíð kölluð í okkar hópI, er
óvænt, ótímabært og sorglegt.
Áfallið er enn meira vegna þess
að önnur bekkjarsystir lést fyrir
aðeins rúmu ári, einnig óvænt og
án fyrirvara, Halldóra Kristín
Thoroddsen, Dóra Thór, sem var
okkur líka afar kær.
Kynni okkar flestra af Völu
Valgerður
Ólafsdóttir
✝
Valgerður
Ólafsdóttir
fæddist 4. október
1951. Hún lést 11.
nóvember 2021.
Valgerður var
jarðsungin 18. nóv-
ember 2021.
hófust í MR. Við
komum þangað
fyrsta skóladaginn
full eftirvæntingar
en líka óvissu um
hvaða áhrif þessi
hátimbraða
menntastofnun,
sem átti sögu langt
aftur í aldir, myndi
hafa á líf okkar.
Eitt vorum við
þó sannfærð um, að
í skólanum ættum við von á
spennandi ævintýrum. Nem-
endahópurinn var sannarlega lit-
skrúðugur og allir gátu fundið
sér félaga í hópnum, sumir til
lífstíðar.
Sumt gekk eftir og annað ekki
eins og gengur og gerist með
vonir og þrár.
Þær voru heillandi andstæð-
urnar milli formfasts og íhalds-
sams skólastarfsins í MR og
blómabyltingar ungs fólks á
Vesturlöndum á þessum árum.
Við fetuðum okkur áfram inn að
miðju hringiðunnar, misjafnlega
ákveðnum skrefum, efuðumst
um gildi gamalgróinna lífsvenja
og að okkur fannst gamaldags
kennsluhátta og fundum fyrir
frelsisþrá í takti við hrífandi
rokktónlist. Til varð heillandi
blanda aga og agaleysis.
Í þessu andrúmslofti kynnt-
umst við Völu, urðum bekkjar-
systkini í 5. og 6. bekk A. Strax
myndaðist mikil samstaða í
hópnum, sem átti eftir að hald-
ast lengur en okkur kom til hug-
ar þá. Vala vakti strax athygli
okkar bekkjarfélaganna fyrir
fallega framkomu, fegurð og við-
kvæmnislegt yfirbragð.
Já, árin í MR voru viðburða-
rík. Ástin blómstraði í öllu þessu
litrófi og þar kynntust Vala og
Kári. Þau byrjuðu lífið saman
ung. Ari fæddist þeim haustið
1971. Barnauppeldi, meina-
tækninám og vinna tók strax við
hjá Völu. Kári stefndi hátt í
námi og starfi. Stefnan var tekin
á Bandaríkin þar sem þau Vala
bjuggu um árabil. Hann átti sér
stóra drauma og það átti Vala
sér líka. Hún lauk háskólanámi í
þroskasálfræði ytra og naut
hæfileika sinna sem aldrei fyrr.
Börnin uxu úr grasi og barna-
börn bættust í hópinn. Sem sál-
fræðingur starfaði Vala með
börnum og velferð þeirra varð
hennar hjartans mál.
Árið 2000 stóð hún að stofnun
Velferðarsjóðs barna á Íslandi
með fulltingi Kára og fyrirtækis
hans, Íslenskrar erfðagreining-
ar. Hún var framkvæmdastjóri
sjóðsins frá stofnun hans til ævi-
loka.
Sú hugmynd kom upp fyrir
mörgum árum að við bekkjar-
systkinin hittumst reglulega í
laugardagshádegi annan hvern
mánuð og gekk það eftir. Þótt
misjafnt sé hve margir mæta í
hvert sinn hefur þetta orðið til
að viðhalda vináttu okkar og
veita okkur mikla ánægju. Síðast
hittumst við fyrir nokkrum mán-
uðum á Nauthóli til að ræða 50
ára stúdentsafmælið fram und-
an. Vala var unglegust og falleg-
ust að vanda, þótt öll séum við
falleg í augum hvert annars vita-
skuld. Ekkert okkar hefði órað
fyrir því þá, að þetta væri síð-
asta samvera okkar með henni.
Það er okkur huggun nú að
minnast þessarar stundar með
Völu geislandi fallegri og glaðri.
Þannig lifir hún í hugum okkar
og mun gera alla tíð.
Fyrir hönd bekkjarsystkina í
6.A MR ’71,
Kristín Magnúsdóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir,
JÓHANNA BJÖRG HJALTADÓTTIR,
áður til heimilis í Hæðargarði 24,
lést að morgni 27. nóvember á
hjúkrunarheimilinu Grund.
Sálumessa verður sungin í Landakotskirkju
föstudaginn 3. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna eru
kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt Covid-hraðpróf eða
PCR-próf sem ekki eru eldri en 48 klst. við komu til kirkju.
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Margrét Ólöf Björnsdóttir Kristján Haraldsson
Helgi Björnsson Christina Wendt
Haukur Björnsson Annemarieke Gerlofs
Ásta Björg Björnsdóttir Andrés Þórarinsson
Sambýliskona
föður míns, Unnur
Ragnarsdóttir, var
jarðsett sl. föstudag
og mig langar að minnast þessar
yndislegu konu sem fyrir 26 árum
kom inn í líf mitt og fjölskyldu
minnar. Þá lágu leiðir hennar og
föður míns saman og ég leyfi mér
að segja að það hafi verið mikið
gæfuspor fyrir þau bæði og upp-
haf mikilla ævintýra og ferðalaga.
Unnur
Ragnarsdóttir
✝
Unnur fæddist
18. ágúst 1940.
Hún lést 13. októ-
ber 2021.
Útför Unnar
Ragnarsdóttur fór
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Bæði bjuggu þau yfir
óvenjumiklum lífs-
krafti og áhuga fyrir
lífinu. Þau voru eins
og tvær hliðar á sama
peningi. Það sem ann-
að skorti bætti hitt
upp. Segja má að
meira samstíga par
væri sjaldséð og það
fór ekki fram hjá nein-
um að mikil væntum-
þykja og virðing var
þeirra á milli. Þótt oftast væri líf
og fjör á heimili þeirra Unnar og
Ragnars og gestagangur mikill,
því þau voru vinamörg, þá var lífið
ekki alltaf leikur og þeim mættu
hindranir og áföll sem þau tókust
á við af miklu æðruleysi, tókust á
við þau saman og gerðu það besta
úr hlutunum. Á þessum stundum
sagði Unnur gjarnan: „Við ráðum
þessu ekki. Svona er þetta bara
krakkar mínir.“
Unnur fylgdist vel með fólkinu
sínu eða eins og hún hafði tök á, en
stór hluti barna og barnabarna bjó
úti á landi og sum systkini hennar í
öðrum löndum eða landshlutum.
Hún gladdist þegar vel gekk en
það tók líka á hana ef hún vissi að
einhverjum leið ekki vel. Að öðr-
um ólöstuðum held ég að synirnir
Jón Ágúst og Níels ásamt fjöl-
skyldum þeirra hafi stutt hvað
mest við bakið á móður sinni í
gegnum tíðina og ávallt verið
henni til mikillar gleði. Ég var ein-
staka sinnum stödd hjá Unni þeg-
ar annar hvor sonurinn hringdi og
þá lyftist hún öll upp, ljómaði eins
og sól og gleði færðist yfir andlitið.
Lífið verður aldrei samt eftir
missi nákominna. Sérstaklega er
erfitt að kveðja gleðigjafa eins og
Unni sem hefur auðgað líf okkar
allra í svo langan tíma. Aðeins
nokkrum dögum áður en hún dó
sat hún í sófanum í stofunni heima
hjá sér og benti á stjörnur sem
pabbi hafði hengt upp á vegginn á
móti. „Sjáðu Ellý,“ sagði hún,
„þær eru svo fallegar stjörnurnar.
Ljósið fellur svo skemmtilega á
þær og kastar frá sér birtu og
skugga á víxl.“ Unnur hafði nefni-
lega sérstakt lag á því að sjá feg-
urðina í hinu smáa og gleðjast yfir
litlu hlutunum. Það er svo margt
sem ég hef lært af Unni og þetta
er eitt af því sem ég hef reynt að
tileinka mér.
Mér finnst við hæfi að enda
þessar línur á orðum Eleanor
Roosevelt: “Many people will walk
in and out of your life, but only
true friends will leave footprints in
your heart.“ Sem útleggst ein-
hvern veginn svona: Við hittum og
erum samferða alls konar fólki á
lífsleiðinni en aðeins góðir vinir
eru til staðar þegar þú þarft á
þeim að halda og þykir vænt um
þig hvað sem á gengur. Þannig
vinur var Unnur.
Elínborg Ragnarsdóttir.