Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Hörður Harðarson og María Guðný Guðnadóttir stofnuðu árið 1978 svínabúið í Laxárdal skammt frá Selfossi, sem nú heitir Korngrís, og byrjuðu með eina gyltu. Björgvin Þór, sonur þeirra, sér um reksturinn ásamt foreldrum sínum og eru þau með tæplega 200 gyltur. Þau hafa stundað kornrækt fyrir svínin frá aldamótum, bætt við sig kjötvinnslu og Pizzavagninum, sem Petrína Þór- unn Jónsdóttir, eiginkona Björgvins Þórs, sér að mestu um reksturinn á. Pizzavagninn, „staðurinn sem kem- ur til þín“, eins og þau auglýsa, er á völdum stöðum í nágrannasveitum um helgar og þar eru seldar pítsur úr eigin afurðum. „Það er alltaf nóg að gera og ekki síst núna í jólasteik- unum,“ segir Björgvin Þór. Á ferðinni um helgar Fyrir ríflega 40 árum stóð valið um að fara út í eggjaframleiðslu, kjúklingaframleiðslu eða svínarækt í Laxárdal. „Jarðnæðið býður ekki upp á mjólkurframleiðslu vegna skorts á túnum og svínarækt varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum,“ segir Björgvin Þór. Til að byrja með hafi kornræktunin verið á um fimm hektara landi auk þess sem korn hafi verið keypt af öðrum bændum, en nú fari hún öll fram á nær 300 hektur- um í Gunnarsholti, sem er í um 75 km fjarlægð. „Við fórum í samstarf við Land- græðsluna, byrjuðum að kaupa af henni korn og fórum svo út í að leigja af henni land og húsnæði fyrir eigin ræktun.“ Björgvin Þór bætir við að kornræktuninni fylgi mikil yfirlega í sex vikur á vorin og aðrar sex vikur á haustin auk þess sem fylgjast þurfi reglulega með vexti kornsins á sumrin. Pizzavagninn hafi verið tekinn í notkun fyrir 18 ár- um og kjötvinnsla og -sala í Árnesi bæst við 2018. „Þróunin hefur átt sér stað hægt og rólega í fjöl- skyldubússtíl.“ Sláturfélag Suðurlands kaupir megnið af kjötinu en svo vinna þau og selja sjálf það sem út af stendur. „Kjötið er ekki bara beint frá býli heldur beint frá akri og ofan í maga,“ útskýrir Björgvin Þór. Þau séu með Pizzavagninn í Brautar- holti, á Flúðum, í Árnesi, Reykholti, á Borg og Laugarvatni á ákveðnum tímum á föstudags- og laugardags- kvöldum, ýmist hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega. „Ætli þetta sé ekki elsti íslenski matarvagninn sem fer á milli staða. Fólk hringir og pantar og kemur svo og sækir, en ég hef reyndar ekki náð að komast á Laugarvatn í haust.“ Björgvin Þór segir ekki algengt að svínaræktendur rækti líka fóðrið og sjái jafnframt um kjötvinnsluna að hluta. „Við byrjuðum að þreifa fyrir okkur með kornræktina hérna í Laxárdal um 2000, hún fór almenni- lega af stað 2007 og við höfum verið sjálfbær síðan 2012.“ Til nánari skýringar segir hann að heimsmarkaðsverð á hrávöru hafi hækkað gríðarlega mikið upp úr aldamótum eftir að hafa verið frekar lágt og nær staðið í stað í áratugi. Eftir að hafa tvöfaldast í verði hafi það haldið áfram að hækka og við því hafi þurft að bregðast. „Þá fór ég að skoða alvarlega að fara út í ræktun, ekki síst með sparnað, sjálfbærni og umhverf- isvernd í huga. Landið sem við not- um bindur kolefni en losar það ekki.“ Frá akri og ofan í maga - Kornrækt, svínarækt, kjötvinnsla og sala á sömu hendi - Byrjuðu með eina gyltu á svínabúinu í Laxárdal Í Pizzavagninum Björgvin Þór, Petrína Þórunn Jónsdóttir, Arnþór Elí Sindrason og Sindri Snær Björgvinsson. Í Laxárdal Björgvin Þór Harðarson með grís á svínabúi fjölskyldunnar. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík stolpigamar@stolpigamar.is 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND G á m a le ig a ER GÁMUR LAUSNIN FYRIR ÞIG? g Búslóðageymsla g Árstíðabundinn lager g Lager g Sumar-/vetrarvörur g Frystigeymsla g Kæligeymsla g Leiga til skemmri eða lengri tíma MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Craig Pedersen þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfu- knattleik kveðst vera afar ánægður með að ná að vinna annan tveggja leikja liðsins í undankeppni heimsmeist- aramótsins þrátt fyrir stórt tap gegn Rússum í þeim síðari. „Leikur hollenska liðsins hefur verið í háum gæðaflokki síðustu árin,“ segir Pedersen en Ísland vann leik þjóðanna í Almere. »23 Afar ánægður með einn sigur ÍÞRÓTTIR MENNING Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haust- dagskrá sína í kvöld, 1. des- ember, kl. 20 í Flóa í Hörpu. Þá kemur fram tríó söng- konunnar Kristjönu Stef- ánsdóttur en auk hennar skipa það gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og bassa- leikarinn Þorgrímur Jóns- son. Á efnisskránni verða ferskar spunaútsetningar á lögum sem þekkt eru í flutningi Bubba Morthens, Björgvins Halldórssonar, KK, Ragga Bjarna, Stuðmanna o.fl. og segir í tilkynningu að fátt sé skemmtilegra og meira ögrandi en að endurskapa og finna nýjar leiðir til að flytja lög sem allir þekki og elski. „Markmiðið er að kynna fólki fegurð dægurlagsins og í raun sanna að ef lagið er gott og/eða vel samið þá er hægt að flytja það í nánast hvaða útsetningu sem er,“ segir þar. Dægurlög í spunaútsetningum tríós Kristjönu Stefáns í Múlanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.