Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Augnlæknastöðin í
Kringlunni hættir starfsemi
Frá 1. desember 2021 mun Augnlæknastöðin
Kringlunni hætta starfsemi.
Brynhildur Ingvarsdóttir augnlæknir hættir störfum.
Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir hættir störfum.
Kristján Þórðarson augnlæknir hættir störfum.
Elínborg Guðmundsdóttir augnlæknir flytur sína starfsemi til
Augnlækna Reykjavíkur, Hamrahlíð 17, sími 551 8181. Bókanir
sem gerðar hafa verið flytjast þangað.
Harpa Hauksdóttir augnlæknir mun starfa hjá Sjónlagi í Glæsibæ
5. hæð, sími 577 1001, frá janúar 2022. Bókanir sem gerðar hafa
verið flytjast þangað.
Með kveðju og þökk til skjólstæðinga
sem leitað hafa til okkar gegnum árin.
Íslenskmyndlist ramma@simnet.is
Innrömmun
Íslenskmyndlist
Málverk og eftirprenanir
eftir Tolla
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hernaðaruppbygging Rússa við
landamæri Úkraínu var til umræðu á
reglulegum tveggja daga fundi utan-
ríkisráðherra NATO-landanna í Riga,
höfuðborg Lettlands, í gær. Stjórn-
völd í Úkraínu óttast að Rússar séu að
undirbúa innrás í landið og geti hún
jafnvel orðið á hverri stundu vegna
þess hve rússneska herliðið er orðið
fjölmennt og vel vígbúið. Hafa þau
óskað eftir að NATO-ríkin grípi til
viðeigandi ráðstafana til að sýna
Rússum fram á að innrás í Úkraínu
verði ekki liðin.
Rússar hafna með öllu ásökunum
um að þeir séu að undirbúa innrás.
Þeir hafa hins vegar ekki rökstutt
hvers vegna um hundrað þúsund her-
menn hafa verið fluttir að landamær-
unum. Menn minnast þess einnig að
þeir neituðu harðlega slíkum áform-
um í aðdraganda innrásarinnar 2014
þegar þeir innlimuðu Krímskaga,
sem er hluti Úkraínu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði
fyrr í vikunni að hann ætlaði að ræða
við Vladimír Pútín Rússlandsforseta
og Volodymyr Zelenskí, forseta
Úkraínu, um helgina um spennuna á
landamærum ríkjanna.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO, sagði í gær að óljóst væri
hvað vekti fyrir Rússum með fjölgun í
heraflanum við landamæri Úkraínu.
„En það liggur fyrir að þeir eru í ann-
að sinn á þessu ári að safna saman
miklum herafla á þessu svæði,“ sagði
hann. Stoltenberg er í Lettlandi vegna
ráðherrafundarins og kynnti sér í gær
fastahersveitir NATO í landinu.
„Við veitum því athygli að Rússar
eru með þungavopn, dróna, raftækja-
búnað til hernaðar og tugi þúsunda
hermanna við landamærin,“ sagði
hann.
Ljóst er að NATO þarf með ein-
hverjum hætti að senda Rússum skýr
skilaboð þess efnis að hernemi þeir
Úkraínu verði það þeim dýrkeypt. En
stjórnmálaskýrendur segja að jafn-
framt þurfi ráðamenn NATO-ríkj-
anna að gæta þess að espa ekki Rússa
upp með stóryrtum yfirlýsingum svo
þær skapi þeim ekki réttlætingu til
aðgerða.
Meðal þess sem er á borðum utan-
ríkisráðherranna á fundinum í Riga
er umræða um að efla herstyrk
NATO á austurlandamærunum og
aukinn hernaðarstuðningur við Úkra-
ínu sem af mikum ákafa sækist eftir
aðild að bandalaginu. Utanríkisráð-
herra landsins var á fundinum, en þar
sem landið stendur utan bandalagsins
nýtur það ekki þeirrar verndar að
árás á það sé túlkuð sem árás á öll að-
ildarríkin.
„Málið snýst um að koma réttu
skilaboðunum á framfæri og fæla
Rússa frá árás í stað þess að auka
hættuna á henni,“ sagði háttsettur yf-
irmaður í Bandaríkjaher við AFP-
fréttastofuna í gær.
Utanríkisráðherrarnir munu einn-
ig ræða stöðuna á landamærunum við
Hvíta-Rússland þar sem þúsundir
flóttamanna frá Mið-Austurlöndum
hafa safnast saman með stuðningi
stjórnvalda í Minsk og freista þess að
komst til Vestur-Evrópuríkja á ólög-
legan hátt. Pólverjar segja að Hvít-
rússar hafi tekið þátt í að flytja flótta-
mennina að landamærunum og telja
að um sé að ræða ígildi árásar.
Titringur vegna Úkraínu
- Rússar á ný með mikinn herafla við landamæri Úkraínu - Stjórnvöld í Kænu-
garði óttast innrás - NATO undirbýr viðbrögð til að halda aftur af Rússum
AFP
Vígbúnaður Kanadískir NATO-hermenn stilltu sér upp fyrir fréttamenn í Adazi-herstöðinni í Lettlandi í gær.
Fastaherlið frá nokkrum aðildarríkjum NATO er til varnar í landinu en hernaðarumsvif Rússa valda áhyggjum.
Bóluefni, að-
löguð að nýja
kórónuveiruaf-
brigðinu Ómík-
ron, gætu verið
tilbúin eftir þrjá
til fjóra mánuði
ef þörf krefur, að
sögn Emer
Cooke, forstjóra
Lyfjastofnunar
Evrópu. For-
stjóri bandaríska lyfjafyrirtækisins
Moderna sagði í gær að hugsanlega
veittu núverandi bóluefni ekki eins
mikla vernd gegn því miðað við
önnur afbrigði. Grunur vaknaði í
gær um að afbrigðið hefði greinst í
Færeyjum.
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Breytt bóluefni
eftir 3-4 mánuði
Bóluefni gegn
kórónuveirunni.
Richard Moore,
yfirmaður bresku
leyniþjónust-
unnar MI6, hvatti
til þess í ræðu í
gær að leyniþjón-
ustustofnanir
Breta og tækni-
fyrirtæki lands-
ins tækju höndum
saman og deildu
tækniþekkingu sinni í viðureign
Breta við óvinveitt erlend ríki,
hryðjuverkamenn og glæpagengi.
Sá tími væri liðinn að leyniþjónustu-
stofnanir hefðu einar og sér þá
tækni á valdi sínu sem dygði gegn
margvíslegum hættum samtímans.
BRETLAND
MI6 vill samstarf
við tæknifyrirtækin
Richard Moore
Fögnuður ríkti þegar lýð-
veldi var stofnað með form-
legum hætti á eyjunni
Barbados vestast í Atlants-
hafi í gærmorgun en Barba-
dos var áður hluti af breska
samveldinu.
Forseti nýja lýðveldisins
er Sandra Mason og for-
sætisráðherra Mia Amor
Mottley. Karl Bretaprins
var viðstaddur athöfnina og
meðal annarra gesta var
tónlistarkonan Rihanna
sem er fædd og uppalin á
eyjunni og hún var form-
lega útnefnd þjóðhetja við
athöfnina.
Nærri 300 þúsund manns
búa á Barbados. AFP
Lýðveldi
stofnað á
Barbados