Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsmenn framkvæmdadeildar Reykjavíkurborgar hafa á síðustu dögum tekið niður fjölda hraðaskilta við íbúðagötur í austurborginni. Þetta er gert í kjölfar þeirrar ákvörðunar borgarráðs og undir- stofnana þess að lækka umferðar- hraða í íbúðagötum úr 50 km í 30 km á klukkustund. Einnig hafa skilti verið færð til; sett nær stofn- brautum og eru þar til auðkenningar þegar ekið er inn í íbúðagöturnar. „Sennilega eru þetta um 90 skilti sem við höfum fært til. Svo er svip- aður fjöldi af skiltum sem við höfum tekið niður og eru komin í geymslu, segir Stefán Gíslason, rekstrarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði. Mest hefur verið um breytingar þessar í Langholtshverfi og í Grafar- vogi, hvar er fjöldi íbúðagatna sem í sumum tilvikum eru botnlangar. Síðasta vor samþykkti skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur áætl- un um hámarkshraða. Með henni verða flestar götur í Reykjavík með 40 km hámarkshraða eða minni. Engin gata verður lengur með 60 km hraða og götur með 50 km hraða fáar. Annað gildir um þjóðvegi í þéttbýli sem Vegagerðin sinnir. Viðmið er að í húsa- og safngötum gildir að hámarkshraði er 30 km/ klst. Á öðrum safngötum og í iðn- aðarhverfum er hámarkið 40 km/ klst., en á stöku köflum þar, svo sem í grennd við skóla, íþróttahús og fleira slíkt, getur viðmiðið verið lægra. Sama er uppi á teningnum á götum þar sem hámarkið er 50 km/ klst., en það eru stofngötur sem eru tengingar milli hverfa og aðalbrauta. Skilti og merkingar skv. þessari stefnu verða sett upp á nokkrum ár- um og í völdum tilvikum fylgja frek- ari ráðstafanir. Allt er þetta tekið skref fyrir skref og borgin öll er undir. Hraðinn lækkaður og skiltin fjarlægð Morgunblaðið/Unnur Karen Umferðarskilti Hámarkshraðinn 50 km/klst. verður sjaldséður í borginni. - Breytingar í borginni - 90 skilti færð og önnur tekin niður - Hægfara í íbúðagötum - Langholts- hverfi og Grafarvogurinn - Hraðar farið á þjóðvegum í þéttbýli - Verkefnið unnið á nokkrum árum Framkvæmdafélagið Arnarhvoll átti hæsta tilboð í allar lóðir á nýju bygg- ingasvæði í Vetrarmýri í Garðabæ og bauð tæplega 3,3 milljarða í lóð- irnar. Í þessum fyrsta áfanga byggð- ar í Vetrarmýri var boðinn út bygg- ingarréttur á um 26 þúsund fer- metum af fjölbýli og 26 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum. Tilboð frá 13 fyrirtækjum Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær gerðu fulltrúar fyrirtækja- ráðgjafar Íslandsbanka grein fyrir tilboðum sem bárust. Alls gerðu 13 fyrirtæki tilboð í allar lóðirnar eða einstaka áfanga. Bæjarráð sam- þykkti að fela bæjarstjóra og fyrir- tækjaráðgjöf Íslandsbanka að hefja viðræður og leita samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvol sem er hæstbjóðandi samtals í alla reiti. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir mánuði að reiknað er með að fram- kvæmdir í þessum áfanga hefjist á næsta ári og lóðir verði afhentar næsta haust. Vetrarmýri er eitt af þremur fyrirhuguðum uppbygging- arsvæðum á Vífilsstaðalandi. Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. hóf starfsemi um mitt ár 2017, að því er fram kemur á heimasíðu fé- lagsins, og byggir m.a. Grósku í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri félagsins er Karl Þráinsson og fjár- málastjóri Hrefna Björk Ólafsdóttir. Félagið er í eigu Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Karls Þráinsson- ar. aij@mbl.is Vetrarmýri Fyrirhugað byggingarsvæði og fjölnota íþróttahús, sem senn verður tekið í notkun. Fjærst eru áfangarnir fimm sem boðnir hafa verið út. 3,3 milljarðar fyrir lóðir í Vetrarmýri - Framkvæmdafélagið Arnarhvoll bauð best enda eðli samninga ólíkt. Nefnir að notkun gagnaveranna sé jöfn allt árið á meðan fiskimjölsverksmiðj- urnar kaupi mest rafmagn að vetr- inum þegar eftirspurnin er hvað mest. Landsvirkjun tilkynnti jafnframt að öllum óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmynta hefði verið hafnað. Tinna segir að mikil eftirspurn hafi verið eftir orku fyrir þessa starfsemi frá því Kínverjar lokuðu á rafmyntagröft um mitt ár. Eftirspurnin hafi verið tíföld sú starfsemi sem hér er nú. Tinna segir að viðskiptasjón- armið ráði ákvörðuninni. Viðskipta- líkan Landsvirkjunar gangi út á að gera raforkusamninga til langs tíma, til þess að nýta raforkukerfið sem best, en skammtímasjónarmið ráði vissulega för í rafmyntagreftri. Segir hún að gagnaverin geti séð tækifæri til að nýta rafmyntagröft á meðan þau eru að byggja upp sín al- þjóðlegu viðskipti. Því hafi verið gerðir skammtímasamningar um rafmyntagröft. Þeir verði allir út- runnir eftir eitt til tvö ár. Stjórnendur fiskimjölsverk- smiðja gagnrýna hversu skammur tími er gefinn til aðlögunar verk- smiðjanna. Slökkt hafi verið á raf- magninu nokkrum klukkustundum eftir að skerðingin var tilkynnt. Tinna segir að Landsvirkjun sé háð duttlunum náttúrunnar en reyni eftir bestu getu að halda viðskipta- vinum sínum upplýstum um stöð- una. Tekur raunar fram að salan til verksmiðjanna fari í gegnum sölu- fyrirtæki. Rafmyntagröftur víkjandi Spurð að því hvernig það sam- ræmist yfirlýsingum Landsvirkj- unar um samfélagslega ábyrgð að selja raforku til rafmyntagraftrar en takmarka að miklu leyti afhend- ingu til fiskimjölsverksmiðja, sem taldar eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, segir Tinna Traustadótt- ir, framkvæmdastjóri sölu og þjón- ustu hjá Landsvirkjun, að erfitt sé að bera saman þessi viðskipti. „Það getur verið erfitt að sjá fyrir hversu stór loðnukvóti er gefinn út fyrir hverja vertíð. Það er flókið að gera langtímaáætlanir í kringum starf- semi sem slík óvissa ríkir um og það á eflaust sinn þátt í að bræðslurnar hafa ekki fest sér forgangsorku, sem er vissulega dýrari. Við viljum gjarnan styðja við starfsemina og höfum gert það með þessum hætti, að bjóða upp á samninga á lægra verði þar sem hægt er að takmarka afhendingu þegar aðstæður krefj- ast.“ Hún segir að verðið sem fiski- mjölsverksmiðjum og gagnaverum standi til boða sé ekki það sama Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Drjúgur hluti af takmörkun afhend- ingar á raforku sem Landsvirkjun hefur ákveðið er vegna fiskimjöls- verksmiðja, um 30-40 megavött næstu daga en 75 MW í janúar þeg- ar verksmiðjurnar þurfa 100 MW. Álverin eru skert um 30 MW sem er um 2,5% af sölu til álvera. Þá eru gagnaverin skert um 14 MW sem er um 14% af sölunni. Sala til gagna- vera sem hefur að stórum hluta ver- ið notuð til rafmyntagraftrar er um 100 MW sem er sama afl og fiski- mjölsverksmiðjurnar þurfa á að halda á loðnuvertíð. „Þetta er stórfurðuleg ákvörðun. Allar fiskimjölsverksmiðjurnar eru búnar að rafvæða sig, hafa fjárfest í því fyrir um eða yfir hálfan milljarð hver verksmiðja. Svo er skrúfað fyrir rafmagnið þegar við þurfum á því að halda,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar. Binni segir að vissulega séu bræðslurnar með olíukatla sem varaafl. Hann telur þó að þar sem áherslan hafi verið á rafvæðinguna verði ekki hægt að keyra verksmiðj- urnar á fullu afli á vertíðinni með ol- íu. Það eigi alla vega við verksmiðju Vinnslustöðvarinnar. „Það þýðir að við munum ekki ná kvótanum og þjóðin verður af útflutningstekjum. Það mun hafa áhrif víða þar sem um helmingur fer til ríkis og sveitarfé- laga, auk lífeyrissjóða, og yfir þriðj- ungur í laun.“ Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Umsvif Frá athafnasvæði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Þar er oft handagangur í öskjunni. Svipað selt til gagna- vera og bræðslna - Sumar bræðslur ná ekki fullum afköstum með olíu Tinna Traustadóttir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.