Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Titillinn vísar í sköpunarsögu, per- sónulega sköpunarsögu,“ segir Soffía Bjarnadóttir um fimmta skáldverk sitt, ljóðabókina Verði ljós, elskan. „Ég er svolítið að fást við það hvort maður geti skapað sjálfan sig aftur og aftur, endursköpun sem ég held við þráum öll á einhverjum tímapunkti eða jafnvel reglulega. Að finna okkur upp aftur og einhvern veginn losa okkur undan þeim viðj- um og álögum sem við erum föst í, kannski arfi kynslóða, og undan ein- hverri sjálfseyðingu og meðvirkni. Ég er líka að fjalla um leiðina úr álögum og sjálfum sér og inn í ný- fundna fegurð, af því ég held að eina leiðin til að lifa sé að finna fegurðina í hinu smáa og hinu stóra. Það er kannski svona grunnþemað.“ Í gegnum verkið liggur leiðarstef, þótt í því leynist margar litlar sögur. „Þetta er saga af elskendum sem splundrast og um leiðina aftur heim og inn í fyrirgefningu,“ segir Soffía. „Þegar ég var að byrja að skrifa þetta var ég að hugsa um sannleika í skáldskap. Ég ætlaði ekki að vera með neinn tilbúning. Ég ætlaði að segja satt. Og hvernig segir maður satt? Þetta tengist líka hugmyndinni um skömm og hvernig maður talar um hana. Skömmin lifir í þögninni og skugganum og ef maður ætlar að uppræta hana, hvort sem hún er aldagömul eða glæný, þarf maður að tala um hana. Maður þarf að horfast í augu við hana og segja frá. Maður þarf að skilja hana og kannski taka eitthvað í sátt. Þetta er einhvers konar sáttaferli.“ Ljós að leita ljóss Verkið fjallar líka á ýmsan hátt um leitina að ljósinu, en Soffía vill meina að það búi meðal annars innra með okkur. „Í einu ljóði í bókinni segir: við erum öll ljós að leita ljóss.“ „Verði ljós“ er auðvitað vísun í Biblíuna en með því að bæta við „elskan“ í titlinum gerir Soffía setn- inguna persónulegri. „Það er ein- hver þrá eftir hinu æðra, eftir ljós- inu og trú á að ljósið geti sigrað allt þetta myrkur.“ Innra líf og andleg leit urðu Soffíu að yrkisefni. Henni er tengingin við æðri öfl hugleikin og hún segist velta því fyrir sér „hvernig maður magnar upp kraft í eigin lífi“. Í verkinu sé mikill sársauki og sorg en líka ást, hlýja og fegurð. „Ég hef ótrúlega mikla trú á mildi og fegurð í heim- inum.“ Innblásturinn kemur til Soffíu úr ýmsum áttum. „Náttúran veitir inn- blástur. Hún færir okkur inn í ákveðið ástand, ég fer mikið í sjó- sund og það fær mig til að vera í núinu. Og svo held ég að list og skáldskapur sé stærsti innblást- urinn.“ Hún finnur líka innblástur í lífi fólks, í manneskjunni sjálfri, samskiptum hennar og tengslum. „Það er brunnur sem maður getur leitað í endalaust, reynsla mín og annarra. Skáldskapur er skilning- arvit og kannski spádómur.“ Kraftur og töframeðal „Innblástur og sköpunarferlið er mér mjög hugleikið. Ég hef velt mik- ið fyrir mér hvernig listaverk verða til, hvaðan þau spretta, því þau eru svo stórkostleg gjöf,“ segir hún. „Allt lífið mitt hefur verið skáld- skapur, það er mín kirkja, mín trú. Ég er mikið að fjalla um skáldskap- inn sem einhvern magnaðan kraft, eitthvað töframeðal.“ Í verkinu blandast saman prósa- ljóð og texti sem er á hefðbundnara ljóðaformi, auk þess sem texti á leik- ritaformi kemur fyrir. „Ég er voða mikil ljóðastelpa og hef alla tíð verið, ég hef mikið lesið ljóð og kannski lif- að í ljóði í einhverjum skilningi. Það er mjög nálægt andardrættinum að vinna með ljóð og þá er alveg sama hvort það er prósi eða ljóðaformið sjálft.“ Soffía hefur gaman af prósa- ljóðum og segir þau vera eins og litl- ar sögur. „Ef það tekst vel til þá get- ur maður fangað svo sterkt ástand. Prósaljóðið skapar sögu en á sama tíma sýnir maður rétt svo inn í eitt- hvert augnablik, svo ertu farin út aftur. Svo elska ég líka hefðbundin ljóð,“ segir skáldið og bætir við að þessi ólíku form hafi ólík áhrif á lest- ur. „Ég hef oft rekið mig á að fólk er svolítið hrætt við ljóð og óvant að lesa þau. Svo er algengt að þegar ljóðinu er gefinn séns þá opnast nýr gluggi. Ljóð neyða mann til að hægja á. Mér finnst ljóðið dásamlegt í þessu hraða samfélagi. Ég les alltaf ljóð, ég hef alltaf tíma fyrir þau.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Skáldið „Ég er líka að fjalla um leiðina úr álögum og sjálfum sér og inn í nýfundna fegurð, af því ég held að eina leiðin til að lifa sé að finna fegurðina í hinu smáa og hinu stóra,“ segir Soffía um ljóðabók sína Verði ljós, elskan. Skáldskapur er mín kirkja - Skáldið Soffía Bjarnadóttir gefur frá sér nýja ljóðabók, Verði ljós, elskan - Skrifar um persónulega endursköpun og leitina að ljósinu, í ljóði og prósa Árlegir jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir í kvöld, miðvikudag, klukkan 20. Stjórnandi kórsins er Friðrik Vign- ir Stefánsson, organisti Seltjarnar- neskirkju. Á efnisskránni eru fjölbreytt tón- listaratriði frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar og þar með talin jóladægurlög, meðal annars fjörug og falleg jólalög eins og fram kem- ur í tilkynningu. Kórfélagar munu leika á hljóðfæri og syngja einir eða með öðrum. Allir er velkomnir og ókeypis inn. Grímuskylda er á tón- leikunum og kirkjunni skipt í tvö hólf. Glaðbeitt Kammerkór Seltjarnarneskirkju kemur fram á árlegum jólatónleikum. Jólatónleikar kammerkórs Myndlistarmað- urinn Birgir Rafn Friðriksson stendur um þess- ar mundir fyrir sýningar- verkefninu Dú- ettar á Garða- torgi 1 í Garðabæ. Sýn- ingin er í 5 þátt- um, eins og um leiksýningu væri að ræða. Teflt er saman einungis tveimur verkum í senn og er 2. þáttur nú hafinn. „Verkin eru ólík að gerð en eiga það sameiginlegt að varða sama málefni […] Með því að stilla fram aðeins tveimur verkum tengjast verkin saman sjónrænt, eins og raddir í tví- söng og mynda dúett fyrir fólk að upplifa,“ segir í tilkynningu. Dúettar BRF á Garðatorgi Hluti úr einu verka BRF á sýningunni. Söngkonurnar Marína Ósk og Stína Ágústsdóttir koma fram ásamt hljómsveit á tónleikum Jazzklúbbs- ins Múlans í Flóa í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20. Söngkonurnar hófu samstarf sitt árið 2018, þá báðar búsettar í Stokkhólmi. Í tilkynningu segir að lítil hugmynd að jólatónleikum á ís- lensku hafi undið upp á sig „og ári seinna fæddist heil hljómplata sem fékk nafnið Hjörtun okkar jóla. Platan kom út í desember 2019 og hlaut lof gagnrýnenda“. Tónlistin er samsett úr norrænum jólalögum, lítt sem vel þekktum, og hafa þær Stína og Marína samið íslenska texta við þau flest. Tónlistin er sögð hlustendavæn, hugljúf og hlý og einstaklega passandi fyrir desem- berrökkrið. Auk laga af fyrr- nefndri plötu munu þær stöllur flytja vel valin jólalög í djössuðum útsetningum, en gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson hefur yfirumsjón með þeirri deild og er einnig rafgítarleikari verkefnisins. Andri Ólafsson bassaleikari og bak- raddasöngvari veitir þríeykinu lið. Marína Ósk og Stína djassa jólalögin Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Jólatónleikar Marína Ósk, sem hér er, syngur með Stínu Ágústsdóttur. Hver er saga íslensku kart- öflunnar? Það er spurningin sem meðlimir sviðslistahóps- ins CGFC spyrja sig í fyrirlestri sín- um í sagna- kaffi í nýju Borgar- bókasafni í Úlfarsárdal í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst dag- skráin klukkan 20. Sviðslistahópurinn CGFC lagðist „í gríðarlega rannsóknarvinnu fyr- ir heimildarverk um kartöfluna en í ár eru 280 ár liðin frá því að fyrstu kartöflunni var stungið nið- ur í íslenska mold“, segir í tilkynn- ingu frá Borgarbókasafni. „Í ferl- inu fékk frumkvöðullinn Helga Gísladóttir frá Unnarholtskoti loks sína tilskildu viðurkenningu en hún ræktaði upp nýtt yrki af kart- öflum (Helgan) sem hlaut við- urkenningu sem úrvalskartafla, ein af aðeins þremur tegundum á Íslandi.“ Hver er saga íslensku kartöflunnar? CGFC hugsa um kartöflurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.