Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Hér er myrkur nánast allan sólar- hringinn, aðeins skíma í 2-3 tíma fyrir hádegi,“ segir Óli Grétar Skarphéðinsson, skipstjóri á frysti- skipinu Sólborgu RE 27, skipi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Skipið var þá að veiðum vestan við Novaya Semlja í Barentshafi þar sem 15 rússnesk skip voru einnig að veið- um. Blængur NK hefur einnig verið að veiðum í rússneskri lögsögu und- anfarið, en var á leið út úr lögsög- unni í gær. Allt svipað nema myrkrið Spjallað var við Óla Grétar í há- deginu í gær, en þá var klukkan að verða fjögur síðdegis að rússnesk- um tíma „og hér er löngu komið svartamyrkur,“ sagði Óli. Hann sagði veður ágætt og minnti á það sem oft væri á miðunum við Ísland, hitastig um frostmark og vindur 10- 15 metrar á sekúndu. Allt svipað nema myrkrið. Í gærkvöldi var hins vegar spáð brælu, sem þó átti að ganga fljótt yfir. Óli Grétar segir að fiskiríið mætti vera betra. „Við byrjuðum á norð- austurhorninu á Gæsabanka, sem er sunnar og vestar, og þar var sæmi- legur kraftur í veiðinni framan af. Eftir fimm daga var það farið að róast svo við færðum okkur og er- um núna á 73°N og 50°A. Núna er- um við að skrapa í rúmt tonn á tím- ann með tveimur trollum og í skipið eru komin um 150 tonn á sex veiði- dögum, sem eru fryst og að fullu frágengin. Við megum veiða tæp 500 tonn af þorski og eitthvað af ýsu. Vonandi fer þetta að hressast.“ 26 manns í áhöfn Sólborgin hélt úr höfn 24. nóv- ember og rúmlega viku sigling er á miðin við Novaya Semlja. Heim á að koma ekki seinna en á Þorláks- messu og samkvæmt því þarf að draga trollin og halda heim á leið á miðvikudag í næstu viku. „Vonandi verður einhver kraftur í þessu næstu daga, ekki veitir af,“ segir,“ Óli Grétar. Hann sagði ekki útilokað að þeir héldu aftur suðvestur á Gæsabanka þar sem fimm færeysk skip voru að veiðum í gær. 26 manns eru í áhöfn Sólborgar hverju sinni, en skipið bættist í flota Útgerðarfélags Reykjavíkur í sum- ar. Það er smíðað 1988 og er 76 metrar á lengd og rúmir 13 metrar á breidd. Skipið bar áður nafnið Ta- sermiut og var í eigu Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Dimmt og dauf veiði í Barentshafinu - Sólborgin að veiðum við Novaya Semlja - Vikustím á miðin - Heim ekki seinna en á Þorláksmessu Ljósmynd/Gunnar Finnur Gunnarsson Sólborg RE Óli Grétar við stjórntækin í Barentshafinu síðdegis í gær. Staðsetning Sólborgar RE við Novaja Semlja Ísland Rússland Heildarlaun starfsmanna í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum eru að meðaltali 922 þúsund á mánuði samkvæmt niðurstöðum launakönn- unar meðal félagsmanna í Samtök- um starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), sem fram fór í október sl. Alls svöruðu 2.459 félagsmenn í könnun- inni og var þátttakan 79% og er hún talin gefa mjög ábyggilega mynd af kaupi og kjörum félagsmanna SSF að því er fram kemur í umfjöllun um niðurstöðurnar á vefsíðu SSF. 13,7% voru með heildarlaun undir 600 þúsund á mánuði, 15,9% voru með laun á bilinu 600-699 þúsund en um 32% voru með milljón eða hærri heildarlaun á mánuði. Fram kemur að rúm 20% sögðust hafa óskað eftir launaviðtali hjá nú- verandi vinnuveitanda á síðustu tólf mánuðum og um 71% þeirra sagði að breytingar hefðu orðið til hins betra í kjölfar launaviðtalsins. 35% ánægð með launin Um 35% svarenda segjast vera mjög eða frekar ánægð með launin sín en rúmt 31% er óánægt. Ánægja með launin er minnst meðal þeirra sem eru með lægri mánaðarlaun en 700 þúsund, en rúm 46% þeirra segj- ast vera frekar eða mjög óánægð með launin. Þegar félagsmenn voru spurðir hvort þeir hefðu miklar eða litlar áhyggjur af því að verkefnum þeirra eða starfi myndi verða breytt til hins verra á núverandi vinnustað sagðist rúmur fjórðungur svarenda hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af því en um 37% hafa mjög eða frekar litlar áhyggjur af því. Einnig kom fram að ríflega einn af hverjum fimm hefur áhyggjur af því að hann missi starf sitt en 39% hafa mjög eða frek- ar litlar áhyggjur af því. Tæplega helmingur starfsmanna segist finna frekar eða mjög oft fyrir streitu í starfi og 35% segja oft koma fyrir eftir að vinnudegi lýkur að þau eigi erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna, sem hafi neikvæð áhrif á frítímann eða einkalíf. Heildarlaun félaga í SSF að meðaltali 922 þúsund kr. - Tæpur helmingur segist oft finna fyrir streitu í starfi Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að móta stefnu í friðlýsingum en þá þurfi umræðan að vera upplýst og menn að tala út frá staðreynd- um. Guðmundur Ingi Guðbrands- son, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráð- herra, friðlýsti landsvæðið Dranga á Ströndum föstudaginn 26. nóvem- ber að tillögu Umhverfisstofnunar, tveimur dögum áður en ný rík- isstjórn var kynnt á Kjarvalsstöð- um. Umhverfisstofnun vísaði tillögu um friðlýsingu jarðarinnar til ráðu- neytisins sama dag og hún var undirrituð. Langur aðdragandi Guðlaugur Þór segir í samtali við Morgunblaðið að þessi ákvörðun hafi átt sér langan aðdraganda en fagnar umræðunni og áhuganum á málaflokknum. „Það liggur fyrir að málið sem þarna var um að ræða er eitthvað sem var í ferli í langan tíma þó svo að endanleg ákvörðun hafi verið tekin þarna á lokametrunum,“ segir Guðlaugur sem kveðst þó ekki hafa haft tíma til að ræða málið sér- staklega við Guðmund Inga. Bergþór Ólason vakti athygli á málinu í óundirbúnum fyrirspurn- um á þinginu í gær þar sem hann kallaði eftir því að Guðlaugur myndi vinda ofan af málinu eða leysa það með einhverjum hætti. Guðlaugur segir enga ástæðu til þess að vera með slíkar yfirlýsingar nú, hvorki til né frá. „Það er auðvitað í stjórnarsátt- málanum að skoða þessi friðlýstu svæði alveg sérstaklega. Við mun- um skoða málið ásamt því að kalla eftir upplýsingum um það. Að sjálf- sögðu verðum við við því. Eftir því sem ég skil málið er ekki hægt að ganga frá friðlýsingarferli á ein- hverjum dagparti. Þetta er langur aðdragandi og margir sem koma þar að en ég mun skoða þetta betur eins og önnur mál. Nú hefur bæði verið kallað eftir upplýsingum um þetta mál, sem sjálfsagt er að bregðast við, og svo líka um friðlýst svæði yfirhöfuð.“ Virkjanakostir í spilinu Þingmenn höfðu orð á því að frið- lýsing svæðisins gæti haft veruleg áhrif á virkjunarkosti á svæðinu til framtíðar og vísa þar til Hvalár- virkjunar. Guðlaugur gerir ráð fyrir því að sá hluti málsins verði skoð- aður gaumgæfilega í upplýsingaöfl- uninni. „Við þurfum að ræða þessi mál. Ekki bara á þinginu heldur líka á meðal þjóðarinnar,“ segir Guðlaug- ur Þór sem fagnar áhuganum og umræðunni um málaflokkinn. „Ég tel það bara vera mjög gott. Þó ég eigi mér ekki þann draum að fólk verði einhvern tímann sammála um alla hluti, og hvað þá stóru mál- in, þá tel ég að samtalið muni aldrei skaða. Það getur bara bætt hlut- ina,“ segir Guðlaugur Þór. Gagnrýni úr fleiri áttum Fjöldi þingmanna úr stjórnar- andstöðunni gagnrýndi vinnubrögð Guðmundar Inga, þar á meðal Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar. „Alveg burtséð frá því hvað manni finnst um þessa friðlýsingu þá verð ég að taka undir að þetta eru alveg ótrúlega undar- leg vinnubrögð.“ Flokkssystir Loga, Helga Vala Helgadóttir, tók í sama streng og formaðurinn og gagnrýndi ráð- herrahópinn allan: „Það verður að vera eitthvert aðhald með ráðherr- um, framkvæmdarvaldinu, þegar ráðherrar taka þá ákvörðun einir síns liðs að hafa ekkert þing hér að störfum í fjölda mánaða til að geta eftir eigin hentugleika dreift fjár- munum almennings,“ sagði Helga Vala en Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, svaraði því til að Alþingi færi með fjárveit- ingarvaldið. Munu skoða friðlýstu svæðin nánar - Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð Guðmundar Inga - Guðlaugur Þór fagnar aukinni um- ræðu - Segir enga ástæðu til að vera með yfirlýsingar um ákvörðunina- Kanna áhrif á virkjanakosti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ákvörðun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá umhverfisráðherra, sam- þykkti tillögu um að friðlýsa Dranga á síðasta virka vinnudegi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.