Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Ástandið í raforkumálum landsins er augljóslega orðið graf- alvarlegt. Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkrum dögum að fiski- mjölsverksmiðjur, sem hafa rafvæðst til að nýta innlenda orku, hefðu orðið fyrir skerðingu raf- magns. Síðan hefur það gerst að Lands- virkjun sendir frá sér tilkynningu um enn frekari skerðingar og að þær taki þegar gildi. Fyrir þessu eru nefndar þær ástæður að ekki sé til næg orka, auk þess sem flutningskerfi raf- orkunnar sé flösku- háls. - - - Eins og fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins bendir á kemur þetta sér afar illa fyr- ir efnahag landsins, sérstaklega á tíma þegar hrávöruverð er hátt. - - - Að þetta skuli gerast á Íslandi, þar sem nóg er til af virkjanlegu fallvatni og jarðvarma, er með mikl- um ólíkindum. - - - Árum saman hefur verið reynt að nýta þær virkjanir sem þó teljast í nýtingarflokki rammaáætlunar en það hefur ekki tekist. Eina ályktunin sem hægt er að draga er að sú laga- umgjörð sem sett hefur verið um slík- ar framkvæmdir gangi ekki upp og að brýnt sé að gera breytingar þar á. - - - Þetta á raunar ekki aðeins við um virkjanaframkvæmdir, því að forstjóri Landsnets upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að fram- kvæmdaleyfakerfið vegna flutnings- lína rafmagns gæti tekið allt að tíu ár. - - - Allir hljóta að sjá að það er óvið- unandi. Sigurður Hannesson Raforkumál í ólestri en næg orka STAKSTEINAR Guðmundur Ingi Ásmundsson Umferðin jókst mikið bæði á Hring- veginum og á höfuðborgarsvæðinu í seinasta mánuði eða um 23% á höf- uðborgarsvæðinu samanborið við sama mánuð í fyrra og um tæplega 24% á Hringveginum samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar. Nú er talið útlit fyrir að umferðin á Hringveginum yfir allt árið muni aukast um heil 13 prósent frá árinu á undan og að umferðin á höfuðborg- arsvæðinu aukist um níu prósent en sú aukning mun þó ekki slá metið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á heilu ári. Bent er á í umfjöllun Vegagerðar- innar að þrátt fyrir þessa miklu aukningu umferðarinnar á höfuð- borgarsvæðinu í nóvember miðað við sama mánuð fyrir ári var um- ferðin samt um 1,6% undir því sem hún var árið 2019 og 1,4% undir um- ferðinni árið 2018, í umræddum mánuði. „Mest jókst umferðin í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi eða um tæpt 31% en minnst um mælisnið á Reykja- nesbraut eða um rúmlega 19%,“ seg- ir í umfjöllun á vef Vegagerðarinnar. Á Hringveginum jókst umferðin mest um Norðurland eða um tæp 44% en af einstaka talningarstöðum varð mesta aukningin um teljarasnið á Mýrdalssandi, eða 230% aukning. Mikil aukning umferðarinnar - Umferð á Norðurlandi jókst um 44% og um 230% á teljara á Mýrdalssandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á ferð Umferðin á Hringveginum í nóvember jókst um tæp 24 prósent. Í tilraunaeldisstöð Hafrannsókna- stofnunar í Grindavík hefur nú í fyrsta sinn á heimsvísu tekist að ala loðnu í eldisstöð. Loðnuseiðin sem þar hafa verið alin eru nú að meðaltali tíu sentimetrar á lengd og búist er við því að þau hrygni í stöðinni næsta sumar, rúmlega ársgömul. Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flytur á morgun, fimmtudag, erindi um þess- ar eldistilraunir með loðnu. Málstofan verður haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og hefst klukkan kl. 12.30. Náðu að vaxa og dafna Í kynningu á verkefninu kemur fram að í vor náðu starfsmenn Hafró, í góðri samvinnu við loðnusjómenn, að frjóvga og klekja út loðnuhrognum og hefja tilraunaeldi á loðnulirfum. Frá þessu var greint í Morgunblað- inu 22. maí undir fyrirsögninni „Tvö þúsund líflegar eldisloðnur“. Fóðrað var með örsmáu lifandi dýrasvifi og fljótlega kom í ljós að lirf- urnar náðu að vaxa og dafna í stöð- inni. Rúmum þremur mánuðum síðar var búið að venja tvö þúsund seiði á þurrfóður. Loðnan er lykiltegund Í erindinu verða sýndar myndir og myndskeið af þroskunarferli seið- anna og skýrt frá niðurstöðum mæl- inga. Greint verður frá nýjum rann- sóknaklefa stöðvarinnar og fyrir- huguðum rannsóknum á áhrifum súrnunar á vöxt og afkomu loðnulirfa. Þá verður fjallað um mögulegar eld- isrannsóknir á loðnu á komandi árum. „Loðna er lykiltegund í fæðuvistkerf- inu í hafinu í kringum Ísland og mik- ilvægt er að skilja hvaða áhrif lofts- lagsbreytingar gætu haft á vöxt, fjölgun og útbreiðslu tegundarinnar á næstu áratugum,“ segir í kynning- unni. aij@mbl.is Eldisloðnur gætu hrygnt næsta sumar - Loðna alin í eldis- stöð í fyrsta skipti Ljósmynd/Agnar Steinarsson Loðnueldi Lirfur skoðaðar í smásjá í eldisstöðinni í Grindavík í vor. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.