Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Finndu happatöluna í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins og þú gætir unnið Galaxy Chromebook Go og Galaxy Z Flip3 frá Samsung. Verður næsti fimmtudagur þinn happadagur? Létta borgarlínan er kerfi fyrir almenn- ingssamgöngur með sama þjónustustigi og hin upphaflega þunga borgarlína, en kostar aðeins brot af henni. Munurinn er að sér- stakar akreinar fyrir vagnana eru hægra megin en ekki í miðri götu. Í þessu liggur gríðarlegar sparnaður (um 1,2 ma.kr./km) án þess að neinu sé fórnað, en skipulagslegur ávinn- ingur er mikill. Létta línan gefur möguleika á að byggja kerfið upp í áföngum og úti- lokar ekki að miðjubrautirnar séu gerðar seinna, ef þörf verður fyrir þær og möguleiki finnst á að koma þeim fyrir. Því má líta á léttu borg- arlínuna sem fyrsta áfanga af þeirri þungu. Að óbreyttum far- þegafjölda verður ekki þörf fyrir miklar brautarlagnir strax; aðrar aðgerðir, sérstaklega þær sem varða nýtingu á nýrri tækni, og loftslagsmálin eru meira aðkall- andi. Þá gerir létta línan ráð fyrir vissum hagræðingum í leiðar- kerfinu svo heildarkerfi 45 manna þjónustuvagna styttist úr 60 km í 40. Í staðinn verður komið á pant- þjónustu (on demand service). Núverandi staða er sú að þrátt fyrir 50 ma.kr. á samgönguáætlun og 23 ma.kr. á loftslagsáætlun er þunga borgarlínan vanfjármögnuð. Létta borgarlínan kostar eitthvað undir 20 ma.kr. svo innan núver- andi fjárhagsramma er gott svig- rúm fyrir nýja hreinorkuvagna fyr- ir Strætó bs. og verulegar endurbætur á biðskýlum og af- greiðslukerfi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsáhrif borgarlínu var upp- haflega áætluð út frá því að hún fengi 12% hlutdeild í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í stað 4% eins og nú er. Þarna er einhver rökvilla á ferðinni, engin sýnileg ástæða er fyrir því að farþegum strætó fjölgi þrefalt frá því sem nú er í einu vet- fangi með tilkomu borgarlínu. En hvað léttu línuna varðar skiptir þetta ekki öllu máli, hana má stækka í hlut- falli við þörf. Það sem máli skiptir er að gert er ráð fyrir að ferða- fjöldi í léttu línunni geti orðið sá sami og gert er ráð fyrir í áætl- unum fyrir þungu borgarlínuna. Tími milli ferða styttist í 10 mínútur á álagstíma á aðalleiðum. Til viðbótar aukinni ferðatíðni verður ferðahraði aukinn lítillega svo samkeppnisstaða strætó gagnvart einkabílnum batn- ar verulega. Farþegafjöldi mun eitthvað aukast við þetta, þótt 12% hlutur almenningssamgangna sé enn fjarlægt markmið. Bílaeign er það mikil á Íslandi að slíkt mark- mið næst væntanlega ekki nema með þvingunum eins og ráðgjafar Reykjavíkur, Cowi Consult í Dan- mörku, hafa þegar bent á. Áhrif þungu og léttu borgarlín- unnar á umhverfis- og loftslagsmál eru algerlega hliðstæð, þó með þeirri breytingu að með léttu lín- unni ætti að skapast fjárhagslegt svigrúm til að hreinorkuvæða vagnaflotann. Sú hreinorkuvæðing er að vísu ekki háð því að eitthvað verði af borgarlínuáformum yfir- leitt. Orkuskiptin eru óháð borg- arlínu í raun. ÁS (samgongurfyriralla.com) mun birta áætlun fyrir létta borg- arlínu á málstofu sem haldin verð- ur í HÍ, stofu 101 í Lögbergi, 9. desember kl. 13.00-16.30. Þar verð- ur áætlunin skýrð og nánar fjallað um skyld skipulags- og umhverf- ismál. Létta borgarlínan Eftir Jónas Elíasson Jónas Elíasson » Létta borgarlínan gerir sama gagn og sú þunga, útilokar hana ekki, kostar aðeins brot af henni og veitir sömu grunnþjónustu við meira álag en nú er. Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Vart þarf að fara mörgum orðum um heimsfaraldurinn Covid-19, sem nú hef- ur valdið dauða millj- óna um heim allan og geisað hefur hér á landi í bráðum tvö ár. Okkur hefur þó til- tölulega vel farnast í baráttunni við vágest- inn, sem líklega helg- ast mest af því að heilbrigðisyfir- völd hafa blessunarlega borið gæfu til að fylgja fyrirmælum sóttvarna- læknis og annarra sérfræðinga í öllum ákvörðunum sínum. Allt hefur miðað að því að vernda líf og heilsu landsmanna, svo sem kostur er, fjöldatakmark- anir á mannamótum, aðgerðir á landamærum, og almenn grímu- skylda. Á liðnu hausti virtist sem faraldurinn væri í rénun og smitum fækkaði, og var þá brugðið á það ráð að slaka verulega á aðgerðum og afnema grímuskyldu. Afleiðingin varð sú, sem margir óttuðust, að faraldurinn gaus upp að nýju, svo nú er talað um fjórðu bylgjuna. Fjöldatakmarkanir hafa verið hertar á nýjan leik og grímuskylda innleidd á ný. Landsmenn munu því enn um sinn þurfa að búa við nokkuð skert frelsi til athafna, sem enginn veit raunar á þessari stundu hversu lengi mun vara. Vel hefur miðað við bólusetningar, en reynsl- an hefur sýnt að bólusetning skipt- ir sköpum í baráttunni við veiruna, því þótt bólusett fólk geti smitast verður það ekki eins illa veikt. Von okkar eins og annarra þjóða er því bundin áframhaldandi bólusetning- um ásamt tilheyrandi sóttvarnaað- gerðum. En nú þegar herða þarf sótt- varnaaðgerðir á nýjan leik, þá bregður svo við að raddir heyrast frá ólíklegustu afkimum þjóðfélags- ins, þar sem aðgerðir heilbrigðisyf- irvalda eru gagnrýndar á þeim for- sendum að ekki megi skerða athafnafrelsi einstaklinganna um of eða þrengja að frelsi þeirra yfir- leitt. Maður nokkur var í viðtali í fréttaskýringarþætti Rásar 1 24. nóv. og var mikið niðri fyrir, talaði fjálglega um að ekki mætti ganga of nærri persónufrelsi þegnanna til að ráða sínum málum sjálfir án íhlutunar embættis- manna og stjórnvalda. Honum varð tíðrætt um frelsið, taldi að treysta ætti dóm- greind fólks og virða frelsi þess, m.a. til að þiggja bólusetningu, enda væri Covid-19 ekki eins hættulegt og af væri látið, 99% þeirra sem smit- uðust næðu bata, kvaðst að vísu hafa samúð með öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, sem ættu á hættu að veikjast, en helst var að skilja að sá hópur skipti ekki meginmáli í stóra samhenginu. En frelsi hverra, þeirra sem eru að græða peninga, eða hinna, sem eiga jafnvel líf sitt og heilsu undir öðrum komið og hafa takmarkað athafnafrelsi? Þegar öllu er á botninn hvolft, snýst þá ekki spurningin um það, hvort við teljum mikilvægara að vernda, lífið eða peningana? Gróðinn eða lífið, það er spurn- ingin. Skal þó engan veginn gert lítið úr þeim afleiðingum, sem far- aldurinn hefur haft fyrir fjárhag einstaklinga og fyrirtækja í land- inu. En að vernda lífið hlýtur alltaf að njóta vafans þegar ráðist er í aðgerðir sem koma illa við fólk. Þetta hefur ríkisstjórnin, sem nú er að láta af störfum, gert sér ljóst og miðað aðgerðir við það. Vonandi heldur ný ríkisstjórn áfram á sömu braut. Nú reynir á samstöðu okkar sem þjóðar og úthald. Þolgæði og samheldni, ásamt því að hlíta ráðum færustu sérfræðinga á hverjum tíma og í trausti til Guðs föðurforsjónar, mun skila okkur út úr heimsfaraldrinum að lokum. Eftir Ólaf Hallgrímsson » Þolgæði og sam- heldni, ásamt því að hlíta ráðum færustu sér- fræðinga á hverjum tíma og í trausti til Guðs föðurforsjónar, mun skila okkur út úr heims- faraldrinum. Ólafur Hallgrímsson Höfundur er pastor emiritus á Mælifelli. Lífið eða gróðinn Fyrsta íbúð okkar var í blokk í Breið- holti. Þá var hægt að sækja um lóð hjá borginni, sem því miður annaði ekki eftirspurn. Seinna keypti ég illa fokhelt hús í sama hverfi og vann mikið í því sjálf- ur, eins og þá var al- gengt, en nú er búið að loka fyrir það að mestu. Með komu Davíðs voru heilu íbúðahverfin skipulögð og við tók tímabil með nógu af lóðum fyrir alla við malbikaðar götur með öll- um lögnum, gangstígum og götu- lýsingu. Fljótlega eftir að Ingibjörg tók við skorti fjármagn til gatnagerð- ar. Hún sá ráð við því og rukkaði sérstaklega fyrir frárennslið. Sá skattur var fljótlega nefndur skíta- skatturinn hennar Ingibjargar, en hann dugði skammt og bauð hún þá út lóðir og seldi hæstbjóðanda. Lóð fyrir einbýlishús gat farið hátt í 20 milljónir króna áður en fyrsta skóflustungan var tekin. Ekki lagaðist framboð lóða með Degi, en hann gat verið fundvís á svæði þar sem allir innviðir voru fyrir hendi og hægt að bjóða út lóðir án mikils kostnaðar. Verktakar buðu hátt verð, sem svo lagðist á íbúðaverðið. Nú er svo komið að yngra fólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu íbúð og flytur úr borginni. Við það fækkar þeim sem standa undir sameiginlegum kostnaði og fjöldi þeirra sem ekki standa undir neinni framleiðslu eykst. Allt styður þetta við leigufélög, sem hækka leiguna um leið og rík- ið hækkar húsnæðisbætur. Þannig hefur græðgin ungað út hverju leigufélaginu á eftir öðru. Sum hafa verið seld úr landi með veiði- leyfi líkt og hrægammasjóðirnir sem hirtu íbúðir af fólki eftir hrun- ið. Seðlabankinn seldi íbúðir til leigufélaga. Nú eru heilu íbúðablokkirnar á þéttingarsvæðum fyrirframseldar. Kæmi ekki á óvart að kaupendur væru leigufélög. Allt þrýstir þetta íbúða- verðinu upp. Sérstak- lega þétting byggðar. Þrátt fyrir allan hagnaðinn af sölu þessara lóða er borgin skuldsettari en nokkru sinni fyrr og getur ekki boðið lóðir nema á þéttingarsvæðum, sem fer fækkandi. Það kemur fram í því að leitað er logandi ljósi að lóðum í Smáíbúða- hverfi og að blokkum í Háaleitis- hverfi sem hægt væri að byggja hæð ofan á. Nýjasta framlag borgarstjórans til „Nýju Reykjavíkur“ eru blokk- irnar við Miklubraut og Bústaða- veg, sem flestum finnst svo fárán- legt að það nái aldrei í gegn og ekkert sé að óttast. En er það svo? Út um gluggann hefi ég fylgst með umferðinni kvölds og morgna. Ég spyr: Hvert getur umferðin farið þegar Bústaðavegurinn er orðinn íbúðagata með fjölgun íbúa og bíla? Helsta röksemdin fyrir íbúða- götu er að á íbúafundi hafi íbúar bent á að hættulegt væri fyrir börn að fara yfir Bústaðaveginn. Það er alveg rétt, en alveg nýtt að borgaryfirvöld hlusti á íbúana. Ég spyr: Hvenær var þessi íbúafundur og af hverju er ekki löngu búið að byggja brýr yfir Bústaðaveg, t.d. við kirkjuna? Þar fyrir utan eiga heildarhags- munir að ráða og ótækt að nokkrir íbúar ráði því hvenær Breiðhylt- ingar, Kópavogsbúar o.fl. komast heim frá vinnu. Íbúðaþróun í Reykjavík Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson »Nýjasta framlag borgarstjórans eru blokkir á Miklubraut og Bústaðavegi. Flestum finnst það svo fáránlegt að ekkert sé að óttast, en er það svo? Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.