Morgunblaðið - 10.12.2021, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 290. tölublað . 109. árgangur .
14
dagar til jóla
Jólasveinalitabókin er á
jolamjolk.is
EKKI HORFINN
AF SJÓNAR-
SVIÐINU
STYRMIR
ÖRN Í Y
GALLERÍI
MINKAMÁLIÐ
HELDUR ÁFRAM AÐ
HRELLA METTE
MENNING 28 ERLENT 13TIGER WOODS 27
Tvö ný skautasvell verða opnuð næstu daga.
Bæði eru með gervisvelli, það er að segja lögð
sérhönnuðum ísplötum sem hafa sömu eiginleika
til skautaiðkana og venjulegur ís. Unnið er að
því í Hafnarfirði að útbúa Hjartasvellið, 200 fer-
metra stórt skautasvell, á bak við Bæjarbíó, og
verður það opnað við athöfn á morgun. Plöt-
unum var raðað saman í gær. Byrjað er að selja
aðgöngumiða á tix.is. Svellið verður opið fram í
janúar og eftir það verður því pakkað saman aft-
ur og sett í geymslu til næsta árs.
Verið er að undirbúa uppsetningu sams konar
skautasvells í Reykjanesbæ. Það verður í skrúð-
garðinum í Keflavík og áætlað er að hefja rekst-
ur þess um næstu helgi. Bæði þessi svell eru sett
upp til að auka afþreyingu á aðventu, í tengslum
við jólamarkaði og jólaþorp, eins og vel er þekkt
í nágrannlöndunum.
Skautasvellið á Ingólfstorgi í Reykjavík hefur
verið starfrækt fyrir jólin í allmörg ár. Það er
með vélfrystum ís og mun minna en nýju svellin í
Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þá var útbúið
skautasvell á Dalvík á síðasta ári og Flateyr-
ingar hafa steypt plötu til að geta búið til svell
með náttúrulegum aðferðum þegar aðstæður
eru réttar. Öll eru þessi skautasvell vinsæl af-
þreying í svartasta skammdeginu. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hafnfirðingar útbúa Hjartasvell í miðbæ
_ Ragnar Árna-
son, prófessor
emeritus í hag-
fræði við Há-
skóla Íslands, tel-
ur teflt á tæpasta
vað í nýju fjár-
lagafrumvarpi.
Hann bendir á að
skuldir ríkissjóðs
muni aukast,
þrátt fyrir að
þær hækki ekki sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu.
Skuldabyrðin sé áhyggjuefni,
ekki síst með hliðsjón af því að
vextir fari nú hækkandi. Með hærri
vöxtum aukist vaxtagreiðslur ríkis-
sjóðs en þá fjármuni sé þá ekki
hægt að nota til að reka hið opin-
bera. Gert er ráð fyrir miklum
hallarekstri næstu ár og óvissa
sögð um þróun efnahagsmála. »12
Teflt á tæpasta vað
í ríkisfjármálum
Ragnar
Árnason
_ Samkvæmt samantekt Sjúkra-
trygginga Íslands dagsett 10. nóv-
ember sl. er gert ráð fyrir að kostn-
aður vegna almennra lyfja stefni í
14.676 milljónir króna fyrir árið
2021 og mun það vera í samræmi
við áætlun stofnunarinnar. Fjárlög
þessa árs gerðu aftur á móti ráð
fyrir aðeins 11.926 milljónum og
stefnir því hallinn í um 2.750 m.kr.
Frummat SÍ fyrir næsta ár gerir
ráð fyrir að þörf næsta árs vegna
almennra lyfja sé 15.024 m.kr en
fjárlögin gera ráð fyrir aðeins
12.694 m.kr. árið 2022 og stefnir
því í svipaðan halla á næsta ári.
Í umsögn Félags atvinnurekenda,
Frumtaka og Samtaka verslunar og
þjónustu um fjárlagafrumvarpið
segir að samtökin þrjú telji einkar
varasamt að vanáætla útgjöld til
lyfja í fjármálaáætlun og fjár-
lögum. Samtökin telja því að auka
þurfi framlög vegna almennra lyfja
til samræmis við mat Sjúkratrygg-
inga Íslands, annars sé fyrir-
sjáanlegt að kostnaður muni fara
langt fram úr fjárframlögum með
óæskilegum afleiðingum.
Hallinn stefni í tæpa
þrjá milljarða
Isavia hefur fengið níu tilkynningar
á undanförnum tveimur árum um að
drónum hafi verið flogið innan skil-
greindra bannsvæða í nálægð við
flugvelli, flugvélar eða í stjórnuðu
loftrými. Samgöngustofa hefur vakið
athygli á þessu og minnir á að við al-
þjóðaflugvelli er tveggja kílómetra
nálægðartakmörkun en 1,5 km við
aðra áætlunarflugvelli. Það er gert
vegna mikillar slysahættu.
Samgöngustofa segir að almennt
séu drónaflugmenn til fyrirmyndar
en þrátt fyrir það komu fyrrgreind
tilvik upp. Drónaflugmenn eru
hvattir til að uppfæra hugbúnað
drónans fyrir hvert flug og upplýs-
ingar um takmarkanir á flugi.
Skapa hættu fyrir flugvélar
„Ég hef orðið fyrir því að sjá
dróna á Keflavíkurflugvelli og við
höfum fengið skýrslur um að drónar
hafi flogið í veg fyrir flugvélar á
Reykjavíkurflugvelli, Keflavíkur-
flugvelli, Selfossflugvelli og víðar,“
sagði Óskar Pétur Sævarsson, flug-
kennari og öryggisstjóri hjá Flug-
akademíu Íslands. Hann sagði að
ekki sé tilkynnt um öll drónatilvik.
En hvers vegna veldur dróni hættu
fyrir flugvél?
„Það er vegna hættu á að fljúga á
þá. Það er erfitt að sjá dróna og forð-
ast þá. En ef flugvél flýgur á dróna
þá getur hann farið t.d. inn í væng-
enda og mögulega spillt flughæfni
vélarinnar,“ sagði Óskar. Hann sagði
að ef flugvél flygi á þriggja kílóa
þungan fugl splundrist fuglinn en
jafn þungur dróni fari inn í vænginn.
Fari dróni í mótor getur það valdið
hættu. „Drónar eru ekki mjög hollir
fyrir flugvélar. Þess vegna viljum við
ekki að drónum sé flogið í kringum
flugvelli. Við viljum ekki fljúga á
hluti og öryggið er alltaf númer 1, 2
og 3,“ sagði Óskar. gudni@mbl.is
Drónar hættulegir flugvélum
- Isavia hefur fengið níu tilkynningar um dróna nærri flugvöllum á tveimur árum
- Flugmaður segir að flughæfni flugvélar geti skerst lendi hún í árekstri við dróna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dróni Ekki má fljúga drónum við
flugvelli vegna hættu á árekstrum.