Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 MANNDÝRIÐ EINAR ÞORGRÍMSSON MANN DÝRIÐ liggur í hryllingssögu ævintýra Fæst í Eymundsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðgerðir á miðbrúnni yfir Öxará á Þingvöllum eru langt komnar, en síð- asta vor grófu vatnavextir undan eystri enda göngubrúar yfir í Öxarár- hólma, sem varð fyrir vikið verulega óstöðug og féll að endingu niður í ána. Burðarbitar og brúargólf hafa nú ver- ið lengd og brúarstólpa var fundinn staður á landi sem enn er talið tryggt. Síðustu ár hefur Öxará nagað í bakka sína á þessum slóðum þannig að haft- ið yfir í næsta ál er nú aðeins nokkrir metrar. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir að í aldaraðir hafi farvegur Öxarár oft breyst. Það hafi haft áhrif á þing- störfin og meðal annars hafi Lögrétta flust af austurbakkanum og út á hólma í Öxará og síðar yfir á vest- urbakkann undir Lögberg. Þar var lítið hús reist fyrir störf Lögréttu árið 1594. Bólgnar og ólmast Síðustu ár hafi Öxará minnt á sig í þinghelginni neðan Öxarárfoss, bólgnað að vetrum og ólmast í leys- ingum á vorin. Í vor hafi tekið undan brúarstólpa á miðbrúnni, en brýrnar eru þrjár, settar niður 1994, og tengja leiðina milli Lögbergs og Flosagjár. Gert hafi verið við brúna til bráða- birgða með sliskju, en einnig hafi ver- ið reynt að takmarka umferð gang- andi vegfarenda. Síðustu vikur hafi verktaki unnið við lagfæringar og er reiknað með að þeim ljúki fyrir jól. Einar segir að farvegir Öxarár hafi breyst á síðustu árum og nú sé þung- ur straumur í miðálnum. Þessar breytingar geti haft áhrif á stíga og brýr yfir álana. Einnig sé ljóst að rof árinnar til lengri tíma geti haft óafturkræf áhrif á fornleifar sem margar eru fram á bakka Öxarár. Ekki hafi komið fram að við þetta rof séu fornleifar í hættu en vel hefur verið fylgst með. Þetta sé þó hluti af náttúrulegu ferli þar sem úrkoma og landsig hafa áhrif. Ljósmynd/Andri Þór Gestsson Við Öxará Friðrik Einarsson vinnur að viðgerð á göngubrúnni yfir miðálinn, en farvegir árinnar hafa breyst. Öxará minnir á sig og hefur nagað í bakkana - Gert við göngubrú sem féll í vatnavöxtum síðasta vor Alvarleg bilun kom í ljós við reglu- bundið viðhald og prófanir á vél 2 í Nesjavallavirkjun. Í framhaldinu kom upp bilun í strengmúffu á sömu vél. Hefur vélin ekki verið í rekstri að neinu gagni frá 5. ágúst en stefnt er að því að ljúka viðgerð fyrir jól. Gangi það eftir hefur vélin ekki verið í rekstri í hálfan fimmta mánuð en áætlað viðhaldsstopp var tæpir tveir mánuðir. Til að bæta upp þá framleiðslu sem vantað hefur upp á vegna vélar 2 á Nesjavöllum ákvað Orka náttúr- unnar að færa áður skipulagt við- hald, sem átti að taka þrjár vikur, yfir á næsta ár. Vegna þessa hefur orkuvinnsla á Nesjavöllum verið lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum og vantar rúm 5% upp á, samkvæmt upplýsingum frá Orku náttúrunnar. Orkuvinnsla á Hellisheiði hefur hins vegar verið á áætlun og vel það. Tekið er fram í skriflegu svari fyrirtækisins við fyr- irspurn Morgunblaðsins um bilunina að nú í sumar var ástandið þannig að umframgeta var boðin á heildsölu- markaði en sú orka hafi ekki selst. Vél 2 í lamasessi í rúma fjóra mánuði - Vél á Nesjavöllum bilaði tvisvar Morgunblaðið/RAX Nesjavellir Unnið hefur verið að viðhaldi og viðgerðum vélar 2. Nýjar tölur benda til þess að aðstæð- ur ungs fólks hér á landi séu að batna hratt og færast í það horf sem var fyrir heimsfaraldur kórónuveirunn- ar. Þetta kemur fram í greiningu Karls Sigurðs- sonar, sérfræð- ings hjá BSRB, á upplýsingum um stöðu ungs fólks á vinnumarkaði. Karl bendir á í grein sem birt er á vefsíðu BSRB að heimsfaraldur- inn hafi haft nei- kvæð áhrif á ýmsa þætti í lífi ungs fólks og rannsóknir sýni að fleiri flosnuðu upp úr námi, atvinnu- tækifærum fækkaði og atvinnuleysi jókst. Bendir hann á að vísbendingar um virkni ungs fólks hér á landi megi fá í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar um aldurshópinn 16 til 24 ára. „Þeim fækkaði milli áranna 2019 og 2020 sem voru í fullu starfi og hlutfastarfi, en fjölgað bæði hópi atvinnulausra og þeirra sem eru í hlutastarfi en vilja vinna meira. Einnig þeim sem eru tilbúnir til vinnu ef þeir teldu vinnu að fá og þeim sem eru utan vinnumarkaðar og ekki í atvinnuleit, en þar getur bæði verið um að ræða skólafólk og fólk sem ekki telst í neinni virkni,“ segir í grein Karls. Ráða megi af mánaðarlegum töl- um um atvinnuástandið að staða ungs fólks á vinnumarkaði hélt áfram að versna fram í maí á þessu ári. Þegar horft er hins vegar á næstu fimm mánuði frá júní og fram í október megi sjá að mikill viðsnún- ingur hefur orðið á aðstæðum ungs fólks á vinnumarkaði. „Staðan á sumar- og haustmánuðum í ár er svipuð og hún var sömu mánuði 2019 og mun betri en sömu mánuði árið 2020 hvað þessa þætti varðar, það er fjölda starfandi, atvinnulausa og fjölda utan vinnumarkaðar,“ segir enn fremur í greininni. Aðstæður ungs fólks virðast því vera að færast í það horf sem var fyr- ir faraldurinn, ,,verði ekki bakslag í glímunni við faraldurinn á komandi mánuðum“. Staða ungs fólks virðist batna hratt - Viðsnúningur á vinnumarkaðinum Morgunblaðið/Eggert Ungt fólk Veruleg fjölgun varð á vinnumarkaði í júní til október. Karl Sigurðsson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sínum á mánudaginn viljayfirlýsingu Há- skóla Íslands og Reykjavíkurborgar um að lóðinni að Sturlugötu 9 verði ráðstafað til húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, en þar á að rísa framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, öðru nafni Arctic Circle, en það hefur fengið heitið Norðurslóð. Í bókun meirihlutaflokkanna í Borgarráði kemur fram að úthlut- unin sé í samræmi við niðurstöðu undirbúningsnefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skip- aði, en í henni sátu fulltrúar frá for- sætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkis- ráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskól- anum í Reykjavík og Hringborði norðurslóða. Lóðinni var úthlutað til Listahá- skóla Íslands árið 2007, en ljóst er að hann hefur ekki þörf fyrir hana, og á því að úthluta lóðinni til Há- skóla Íslands. Er í viljayfirlýsing- unni samþykkt að þegar lóðinni Sturlugötu 9 verði úthlutað til HÍ sé háskólanum heimilt að ráðstafa lóð- inni til byggingar norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar. 10 milljónir í undirbúning Greint var frá því í maí síðast- liðnum að ríkisstjórnin hefði sam- þykkt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um stuðning við að setja á fót sjálfseignarstofnun Ólafs Ragnars Grímssonar um málefni norðurslóða í Reykjavík. Sagði í tilkynningu Stjórnarráðs- ins að Hringborði norðurslóða yrðu lagðar til 10 milljónir króna af sam- eiginlegu ráðstöfunarfé ríkisstjórn- arinnar til að standa straum af frek- ari undirbúningi verkefnisins. Sagði þar einnig að markmiðið með stofnuninni sé að tryggja Ís- landi til langframa þá sterku stöðu sem það hefur áunnið sér sem þungamiðja í alþjóðlegri umræðu um norðurslóðir, en gert er ráð fyrir því að fjáröflun fyrir bygginguna verði á höndum Hringborðs norð- urslóða og stjórnar hinnar nýju stofnunar. Sturlugötu 9 ráðstafað til stofnunar Ólafs Ragnars - Norðurslóð verði framtíðarheimili Arctic Circle Morgunblaðið/Eggert Arctic Circle Fjöldi gesta sótti ráðstefnu Arctic Circle í Hörpu í haust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.