Morgunblaðið - 10.12.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
JAPANSK IR
GÆÐA HNÍFAR
EINHVERJIR BEITTUSTU
HNÍFAR SEM VÖL ER Á
www.bakoisberg.is
E L DHÚS A L L RA L ANDSMANNA
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Rekstraraðilar í grennd við fram-
kvæmdareit á Vatnsstíg í miðbæ
Reykjavíkur eru allt annað en
sáttir við hávaða sem kemur það-
an, sér í lagi vegna stórvirks högg-
bors sem notaður er til að grafa
fyrir bílakjallara á lóðinni.
Framkvæmdir með höggbornum
áttu upphaflega að taka 8-10 daga
en síðan hafa þrír mánuðir liðið og
enn er borað. Heimild er til þess
að bora frá því snemma á morgn-
ana og þar til rétt fyrir kvöldmat-
arleyti.
„Þetta er bara ömurlegt,“ segir
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Bíós Paradísar, þar við hlið-
ina.
Borgin leyfir truflun á
sýningum borgarinnar
Í Bíó Paradís hefur vegna þessa
þurft að aflýsa sýningum í sam-
starfi við Reykjavíkurborg fyrir
grunnskólanemendur í Reykjavík.
„Við höfum þurft að fresta
skólasýningunum og af því okkur
var alltaf sagt að þetta yrði búið
bara í lok vikunnar, þá ætluðum
við að halda uppbótarsýningar sem
síðan þurfti líka að fresta. Ótrú-
lega gaman að gera börnum það,“
segir Hrönn í kaldhæðnistón.
Hún segir verktakann á svæð-
inu, Leiguíbúðir ehf., þó hafa
reynt að koma til móts við rekstr-
araðila í nágrenninu með því að
bora aðeins á fyrirframákveðnum
tímum. Það breyti ekki því að
nokkurra daga verkefni hafi teygst
upp í marga mánuði.
Óvíst um tekjutapsbætur
Hrönn segir að Bíó Paradís hafi
orðið fyrir tekjutapi vegna hávað-
ans, en alls óvíst hvort það verði
bætt. Sú hafi ekki verið raunin
vegna tekjutaps á meðan fram-
kvæmdir á vegum Reykjavíkur-
borgar á Hverfisgötu stóðu yfir.
„Þetta er heilmikið tekjutap og
það virðist enginn bera ábyrgð.
Byggingafulltrúi segir bara að
þetta sé leyfilegt og að það sé ekk-
ert sem hægt sé að gera,“ segir
Hrönn.
Áhrifa framkvæmdanna og há-
vaðans gætir víðar, eins og gler-
augnasalar á horni Vatnsstígs og
Hverfisgötu geta vitnað um.
„Þú getur rétt ímyndað þér
hvernig það er að taka sjónpróf,
sem verða að vera 100% nákvæm, í
þessu ástandi,“ segir Anna Þóra
Björnsdóttir í gleraugnaverslun-
inni Sjáðu.
Hún segist ekki skilja hver geti
gefið leyfi fyrir því að starfsemi
raskist með þessum hætti og það
mun lengur en lofað var í upphafi.
„Það er svo ömurlegt að það sé
hægt að ráðast svona á lífsvið-
urværi manns aftur og aftur. Hver
gefur leyfi fyrir því að bisnessnum
hjá manni sé rústað svona?“ spyr
Anna.
Morgunblaðið/sisi
Niðurrif Rekstraraðilar segja miklar truflanir fylgja framkvæmdunum.
Rekstraraðilar æfir vegna
niðurrifs við Vatnsstíg
- Höggbor veldur truflun og tekjutapi - Óvíst um verklok
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gervihnettir hafa mælt varmaút-
streymi í Geldingadölum eftir að
sýnilegt hraunrennsli hætti 18. sept-
ember. Dagamunur hefur verið á
hve mikið varmaútstreymið er, að
sögn Ármanns Höskuldssonar, eld-
fjallafræðings og rannsóknarpró-
fessors við Háskóla Íslands. Fjórir
gervihnettir fóru hér yfir á nær
hverri nóttu frá því í maí og mældu
m.a. hitaútstreymið.
„Við sjáum að hitaútslagið í Geld-
ingadölum er misjafnlega mikið. Síð-
ast var það áberandi mikið 4. desem-
ber og þá sást rauð glóð úti um allt,“
sagði Ármann. Sama dag var áber-
andi mökkur yfir eldstöðinni. Slíkur
mökkur kemur ekki nema eitthvað
sé að gerast. Venjulega verða 70-
80% afgösunar nýrrar kviku í sjálf-
um gígnum. Því eru 20-30% gassins
eftir þegar hún rennur út í hraunið.
„Ef þetta væri bara hraun sem er
að kólna ætti varmaútstreymið að
minnka jafnt og þétt en ekki vera
svona breytilegt,“ sagði Ármann.
Varmaútstreymið var mjög mikið á
meðan hraun sást í gígnum og allt
hraunið var meira og minna rauðgló-
andi. Síðan hefur það minnkað og
stundum næstum horfið. „Svo koma
dagar þegar varmaútstreymið bloss-
ar upp. Það er svolítið sérkennilegt.
Annaðhvort er það vegna þess að
hraunbingurinn rennur til eða kvika
dælist inn.“
Ármann sagði að eldgosið í Geld-
ingadölum hafi aldrei verið kraft-
mikið og hraunstreymið verið 5-10
m3/sek. Sé kvika enn að koma upp
geti hún farið beint inn í hraun-
dyngjuna. Til að ganga úr skugga
um hvort svo er þyrfti að bora í
hraunið og mæla hitastigið.
Hann kvaðst hafa bent á það, líkt
og Þorvaldur Þórðarson prófessor
hefur einnig gert, að óeðlilega mikil
afgösun hafi verið í eldstöðinni eftir
að sýnilegri eldvirkni lauk. Sumir
hafa bent á Holuhraun í því sam-
bandi.„Gosin í Geldingadölum og
Holuhrauni eru ekki sambærileg.
Þegar krafturinn var mestur í Holu-
hrauni komu upp um 600 m3/sek. af
kviku. Við fórum niður í gíginn í
Holuhrauni þremur dögum eftir að
gosinu lauk, en það fer enginn niður í
gíginn í Geldingadölum því þar er
svo mikið gas.“
Ármann benti á að Geldingadala-
gosið sé dyngjugos og menn hafi
aldrei áður orðið vitni að slíkum eld-
gosum á Íslandi. Síðasta dyngjugos
varð hér fyrir um 2.500 árum.
„Við vitum að sum dyngjugosanna
stóðu í allt að 150 ár. En við vitum
ekki hvort það gaus stöðugt eða með
hléum. Gosóróinn er horfinn í Geld-
ingadölum en hann tengist afgösun-
inni. Ef lítil kvika er að dælast neðst
inn í hraunbinginn þá verður ekki af-
gösun eins og þegar gaus í gígunum.
Svo er að bætast við brennisteininn
og ýmislegt fleira bendir til þess að
eitthvað sé í gangi,“ sagði Ármann.
Stundum glæðist glóð-
in í Geldingadölum
- Gervihnettir hafa greint sveiflukennt varmaútstreymi
Varmaútstreymi í
Geldingadölum
23.maí 2021 14. nóvember
26. nóvember 4. desember 6. desember
Skv.mælingummeð
gervihnöttum frá 23.maí
til 6. desember 2021
Heimild: Ármann Höskuldsson
Ljósmynd/Ásmundur Friðriksson
Gosið Myndarlegur mökkur steig
upp að morgni 4. desember sl.
Olíuflutningaskipið Keilir, skip
Olíudreifingar, verður væntanlega
tíður gestur næstu vikur á höfnum
þar sem eru fiskimjölsverksmiðjur.
Hörður Gunnarsson framkvæmda-
stjóri Olíudreifingar segir að
starfsmenn fyrirtækisins búi sig
undir aukna eftirspurn eftir elds-
neyti á stórri loðnuvertíð samhliða
skerðingu á rafmagni til fiskimjöls-
verksmiðjanna. Keilir eigi að ráða
við þau verkefni sem fram undan
eru, nema umfangið verði enn
meira en nú sé miðað við.
Olíufélög sem Olíudreifing þjón-
ar eru meðal annars með viðskipti
við útgerðir í Vestmannaeyjum,
Höfn, Neskaupstað, Seyðisfirði,
Vopnafirði og Þórshöfn. Keilir
muni flytja eldsneyti á þessa staði,
að Neskaupstað undanskildum, en
þar dælir millilandaskip á vegum
Olíudreifingar olíu beint í tanka.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Vertíð Olíuflutningaskipið Keilir við bryggju á Þórshöfn í gærmorgun, í
baksýn er verið að landa loðnu úr skipi Ísfélagsins, Sigurði VE.
Annir fram undan
í olíuflutningum
- Keilir á að anna verkefnunum