Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 12
Advania hefur fest kaup á breska
upplýsingatæknifyrirtækinu Con-
tent+Cloud. Fyrirtækið býr yfir
mikilli sérþekkingu á skýjaþjónust-
um Microsoft og er stærsti sjálf-
stæði þjónustuaðili Microsoft í
Bretlandi.
Sameinað fyrirtæki mun velta yf-
ir 150 milljörðum íslenskra króna á
ári. Þá verða starfsmenn þess 3.500
talsins.
Segir í tilkynningu frá Advania í
tengslum við kaupin, sem vonast er
að gangi endanlega í gegn um ára-
mótin, að ætlunin sé að sameinað
félag verði eftirsóknarverðasti þjón-
ustuaðili fyrirtækja í Norður--
Evrópu á leið til stafræns veru-
leika.
Goldman Sachs Bank Europe
SE, Sweden Bankfilial og Stephens
Europe Limited voru ráðgjafar Ad-
vania við kaupin á fyrirtækinu.
Arma Partners veittu Con-
tent+Cloud ráðgjöf í ferlinu. Gold-
man Sachs Asset Management-
sjóðurinn er meirihlutaeigandi í
Advania. Forstjóri Advania er
Mikael Noaksson.
Morgunblaðið/Ómar
Við Sæbraut Advania er með um-
fangsmikla starfsemi hér á landi.
Gerir strandhögg
í Bretlandi
- Advania kaupir
tæknifyrirtækið
Content+Cloud
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Mér sýnist sem teflt sé á tæpasta
vað í ríkisfjármálum,“ segir Ragnar
Árnason, prófessor emeritus í hag-
fræði við Háskóla Íslands, spurður
um nýja fjárlagafrumvarpið.
Samkvæmt kynningu fjármála-
ráðherra er áætlað að 288 milljarða
króna halli verði
af ríkissjóði 2021
og 169 milljarða
króna halli á
næsta ári. Vaxta-
kostnaður ríkis-
sjóðs á næsta ári
er áætlaður 140
milljarðar sem
verður þá fjórði
hæsti útgjaldalið-
ur ríkissjóðs.
Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur
ríkissjóðs verði 66 milljörðum króna
hærri árið 2022 en gert var ráð fyrir í
fjármálaáætlun síðastliðið vor.
Óvissan er sögð mikil
Tekið er fram í frumvarpinu að
efnahagsframvindan sé mikilli
óvissu háð. Meðal annars er vakin at-
hygli á því að sú spá Hagstofunnar
að hingað komi 1.430 þúsund erlend-
ir ferðamenn á næsta ári megi teljast
bjartsýn, í ljósi óvissu um faraldur-
inn.
Þar við bætist að samkvæmt fjár-
málaáætlun 2022-26 er gert ráð fyrir
áframhaldandi miklum halla í opin-
berum rekstri, ríki og sveitarfélaga,
á hverju ári fram til ársins 2026.
Ragnar segir þennan hallarekstur
munu þýða að hreinar skuldir ríkis-
sjóðs aukist, jafnvel þótt vera kunni
að þær hækki ekki sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu, gangi
fremur bjartsýnar forsendur fjár-
laga og fjármálaáætlunar um hag-
vöxt á komandi árum eftir.
Vaxtastigið á uppleið
Þessi aukna skuldabyrði sé
áhyggjuefni. Þá ekki síst með hlið-
sjón af því að vextir hafi verið sögu-
lega lágir um heim allan en fari nú
hækkandi. Ef vextir hækki muni
vaxtagreiðslur ríkissjóðs aukast að
sama skapi. Þær fjárhæðir sé þá
ekki unnt að nota til að reka hið
opinbera.
Samkvæmt kynningu fjármála-
ráðherra á fjárlagafrumvarpinu hafa
efnahagsaðgerðir og hjöðnun heims-
faraldursins leitt til meiri hagvaxtar
en búist var við fyrir ári. Þá sé lands-
framleiðsla jafnvel meiri en í bjart-
sýnni sviðsmynd úr fjármálaáætlun
2021-2025. Nú sé gert ráð fyrir að
hagkerfið vaxi um alls 20% á árunum
2021 til 2026.
Líkur á niðursveiflu
Ragnar segir ekki hægt að ræða
um efnahagshorfur á Íslandi án sam-
hengis við þróunina á alþjóðamörk-
uðum. Blikur séu á lofti í heims-
hagkerfinu og þó nokkrar líkur á
niðursveiflu á næstu árum, sem aftur
geti haft áhrif á hagvaxtarhorfur á
Íslandi. Með það í huga séu vænt-
ingar um hagvöxt á Íslandi á næstu
árum nokkuð bjartsýnar.
Í fjárlagafrumvarpinu er boðuð
sala á eignarhlut ríkisins í Íslands-
banka (65%) og í Landsbankanum
umfram 70% eignarhlut í þeim síð-
arnefnda. Jafnframt á að selja fast-
eignir og aðrar ríkiseignir.
Fjallað var um nokkrar þessara
fasteigna í Morgunblaðinu fyrr í
þessari viku. Meðal annars stendur
til að selja lögreglustöðina við
Hverfisgötu, byggingar Héraðs-
dóms Reykjavíkur og Landsréttar,
hús Ríkisskattstjóra á Laugavegi
166 og Tollhúsið á Tryggvagötu.
Lagi útgjöld að tekjum
Spurður hvort slík eignasala geti
mildað höggið af kreppunni segir
Ragnar þetta skammgóðan vermi.
Þessu megi líkja við að fjölskylda
selji heimilisbílinn til að fjármagna
aðra neyslu. Hún skuldi þá vissulega
minna en sé bílnum fátækari.
„Skynsamlegast væri auðvitað að
laga eyðslu að tekjum og lækka
ríkisútgjöldin jafn snarlega og þau
voru hækkuð í upphafi kórónuveiru-
faraldursins í fyrra,“ segir Ragnar.
Í fjárlagafrumvarpinu er einnig
fjallað um vaxtarmöguleika í ein-
staka atvinnugreinum, ekki síst í út-
flutningi lyfja og fiskeldi, sem aukið
geti gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Spurður hvort vöxtur í umrædd-
um greinum muni milda höggið af
kórónukreppunni segir Ragnar var-
hugavert að binda slíkar væntingar
við einstaka atvinnugreinar. Hag-
vöxtur sé ekki aðeins til kominn
vegna tækifæra í einstaka greinum
heldur vegna almennrar samkeppn-
ishæfni hagkerfisins. Samkeppnis-
staða Íslands hafi gefið eftir, m.a.
með hækkun launa hér á landi um-
fram launaþróun í helstu viðskipta-
löndum, en einnig með æ
þungbærara regluverki sem væri í
veigamiklum atriðum vanhugsað.
Prófessor telur teflt á tæp-
asta vað í ríkisfjármálum
- Ragnar Árnason segir eignasölu til að lækka ríkisskuldir skammgóðan vermi
Ragnar
Árnason
Afkoma ríkissjóðs og hins opinbera
Áætlun um heildarafkomu hins opinbera 2022-2026, ma.kr.*
Afkoma ríkissjóðs 2019-2022 sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu
Afkoma
2019
Afkoma
2020
Fjárlög
2021
Áætlun
2021
Frumvarp
2022
-1,4%
-7,9%
-10,6%
-8,9%
-4,7%
+0,3%
-6,2%
-8,8%
-7,0%
-3,1%
2022 2023 2024 2025 2026
Heimild: Fjármála-
áætlun 2022-2026
-251
-168
-104
-62 -63
*A-hluti ríkis og A-hluti sveitarfélaga,með
ráðstöfunum að teknu tilliti til lækkunar
vaxtagjalda vegna minni lántöku.
Frumjöfnuður
Heildarjöfnuður
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
10. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.45
Sterlingspund 172.19
Kanadadalur 103.21
Dönsk króna 19.822
Norsk króna 14.6
Sænsk króna 14.379
Svissn. franki 141.3
Japanskt jen 1.1465
SDR 182.34
Evra 147.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.1158
Sveinn Sölvason hefur verið ráðinn
forstjóri stoðtækjarisans Össurar.
Tekur hann við starfinu af Jóni Sig-
urðssyni sem gegnt hefur því frá
árinu 1996 eða í aldarfjórðung.
Sveinn hefur starfað hjá Össuri frá
árinu 2009 og frá árinu 2013 sem
framkvæmdastjóri fjármálasviðs.
Sveinn mun taka við stöðunni þann
1. apríl á næsta ári en fyrirtækið
hefur nú þegar hafið leit að eft-
irmanni hans í starfi fram-
kvæmdastjóra.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
þakkar Niels Jacobsen, stjórn-
arformaður Össurar, Jóni fyrir
langt og gjöfult samstarf. Er það
gert fyrir hönd 4.000 starfsmanna
fyrirtækisins.
„Undir hans stjórn hafa tekjur
Össurar vaxið úr 5 milljónum
bandaríkjadala í 700 milljónir og
starfsmannafjöldinn hefur hundr-
aðfaldast,“ segir Niels og þakkar
um leið Sveini fyrir að taka að sér
að leiða fyrirtækið við þessi tíma-
mót.
„Ég þakka traustið sem mér hef-
ur verið sýnt og hlakka til að takast
á við nýtt hlutverk innan Össurar,“
segir Sveinn í sömu tilkynningu.
Hann er með meistaragráðu í fjár-
málum fyrirtækja frá Copenhagen
Business School og starfaði áður
hjá Marel og Kaupþingi. Sveinn er
kvæntur Birtu Björnsdóttur frétta-
manni á Ríkisútvarpinu.
Sveinn
tekur við
Össuri
Sveinn
Sölvason
Jón
Sigurðsson