Morgunblaðið - 10.12.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
Tveggja daga alþjóðlegum netfundi
Bandaríkjastjórnar um lýðræði lýk-
ur í dag. Til fundarins er boðið um
eitt hundrað ríkjum víðs vegar um
heim, en mesta athygli hefur vakið
að Kína og Rússland eru ekki í þeim
hópi. Telur Joe Biden forseti, sem á
frumkvæði að fundinum, að stjórn-
arfar í ríkjunum tveimur dæmi þau
úr leik. Hugmyndin að fundinum er
talin vera sú að marka Bandaríkj-
unum stöðu sem forysturíki lýðræð-
isþjóða á tímum þegar sótt er að lýð-
ræði og mannréttindum um allan
heim.
Leiðtogar Kína og Rússlands hafa
fordæmt að ríki þeirra séu sniðgeng-
in og eru Kínverjar sérstaklega reið-
ir yfir því að Taívan sé boðið til fund-
arins. Þá hefur vakið athygli að
hvorki Ungverjum né Tyrkjum er
boðið og er þó Ungverjaland í ESB
og Tyrkir í NATO. Hins vegar er
Pakistan, Fillipseyjum og Brasilíu
boðið þótt lýðræði þyki standa mjög
höllum fæti í þessum löndum. Er
ljóst að pólitískir hagsmunir Banda-
ríkjanna hafa ráðið valinu.
Sjálfir glíma Bandaríkjamenn við
alvarlegar lýðræðisdeilur heima við
þar sem Trump, fyrrum forseti
landsins, neitar enn að viðurkenna
úrslit forsetakosninganna á síðasta
ári og hefur uppi stöðug ósannindi
um kosningarnar. Þá eru hörð átök í
einstökum ríkjum um kosninga-
tilhögun og kosningarétt stórra
þjóðfélagshópa og ásakanir uppi um
að verið sé að gera tilraunir til að
svipta fólk lýðræðislegum rétt-
indum. Þykir þetta ekki styrkja um-
boð Bandaríkjamanna til að kalla sig
forystuþjóð lýðræðis í heiminum.
AFP
Lýðræði Joe Biden forseti stendur
fyrir fundi um eitt hundrað ríkja.
Tyrkjum og Ung-
verjum ekki boðið
- Hundrað ríki funda um lýðræði
Stjórnvöld á
Nýja-Sjálandi
hyggast setja lög
sem smám saman
eiga að útrýma
með öllu tóbaks-
notkun í landinu.
Í dag eru kaup á
tóbaki bundin við
18 ára aldur en
takmarkanirnar
sem settar verða
í áföngum miða að því að þeir sem
nú eru 14 ára og yngri muni aldrei
geta keypt tóbak.
Heilbrigðisráðherra landsins
sagði í gær að í lögunum yrðu einn-
ig takmarkanir á því hvar hægt
verður að nálgast tóbak meðan það
er enn löglegt. Þá verður aðeins
leyft að selja tóbak með litlu níkót-
íninnihaldi til að draga úr hættu á
að fólk ánetjist því.
Nýsjálendingar hafa lengi verið í
fararbroddi í baráttu gegn tóbaki.
Árið 1990 bönnuðu þeir tóbaks-
framleiðendum að styrkja íþrótta-
starf og frá árinu 2004 hefur verið
bannað að reykja á veitingastöðum
í landinu. „Þetta er sögulegur dag-
ur í baráttunni við tóbakið,“ sagði
heilbrigðisráðherrann þegar
ákvörðunin var tilkynnt í gær.
NÝJA-SJÁLAND
Vilja skapa tóbaks-
laust samfélag
Skaðsemi tóbaks
er óumdeild.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kínversk stjórnvöld vöruðu í gær
vestræn ríki við því að þau myndi
„gjalda þess dýru verði“, ef þau fet-
uðu í fótspor Bandaríkjastjórnar,
sem hyggst sniðganga Vetrarólymp-
íuleikana í Peking á næsta ári að
hluta til.
Bandaríkjastjórn tilkynnti fyrr í
vikunni að hún myndi ekki senda op-
inbera sendinefnd til leikanna, og var
ástæða sniðgöngunnar sögð vera víð-
tæk mannréttindabrot kínverskra
stjórnvalda, þar á meðal gegn úíg-
úrum í Xinjiang-héraði, en Banda-
ríkjastjórn hefur skilgreint meðferð-
ina á þeim sem „þjóðarmorð“.
Ástralía, Bretland og Kanada hafa
þegar lýst því yfir að þau hyggist
feta í fótspor Bandaríkjamanna í
þessum efnum, en Antonio Guterres,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, lýsti því yfir í gær að hann
hygðist sækja leikana. Ákvörðun
enskumælandi ríkjanna fjögurra um
sniðgöngu nær ekki til íþróttamanna
þeirra sem áfram mega keppa á leik-
unum.
Frakkar ekki með
Wang Wenbin, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins, sagði
í gær að ákvörðun Bandaríkjanna,
Ástralíu, Bretlands og Kanada um að
blanda saman íþróttum og stjórn-
málum væri bæði „óvinsæl og ein-
angrandi“ fyrir ríkin, og að þau
myndu á endanum þurfa að gjalda
fyrir misgjörðir sínar.
Síðar um daginn tilkynnti Jean-
Michel Blanquer, íþrótta- og
menntamálaráðherra Frakklands,
að Frakkar myndu ekki taka þátt í
sniðgöngunni. Bætti Blanquer við að
Frakkar myndu áfram fordæma
mannréttindabrot í Kína þrátt fyrir
það. Heimildir AFP-fréttastofunnar
hermdu þó að enn væri verið að ræða
afstöðu Frakka til sniðgöngu, og að
endanleg ákvörðun hefði ekki verið
tekin.
Rússar hafa hins vegar gagnrýnt
ákvörðun Bandaríkjanna, og sögðu
þeir að Ólympíuleikarnir ættu að
vera „lausir við stjórnmál“. Hefur
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
þegar þekkst boð Xi Jinpings um að
mæta til leikanna.
Öll ríkin fjögur, sem þegar hafa
ákveðið að sniðganga Ólympíuleik-
ana, hafa átt í stirðum samskiptum
við Kínverja síðustu misseri. Bretar
hafa gagnrýnt framferði kínverskra
stjórnvalda í Hong Kong og Kanada-
menn lentu upp á kant við Kínverja
vegna framsalsmáls Meng Wanzhou,
stjórnarmanns í Huawei, sem hand-
tekin var í Kanada og beið framsals
til Bandaríkjanna. Þá kölluðu Ástr-
alar eftir rannsókn á upphafi heims-
faraldursins og uppskáru reiði Kín-
verja.
Vara við sniðgöngunni
- Kínverjar segja að þau ríki sem sniðgangi Ólympíuleikana í Peking muni þurfa
að gjalda þess - Frakkar ætla að senda opinbera sendinefnd á leikana í febrúar
AFP
Sniðganga Undirbúningur Vetrarólympíuleikanna er í fullum gangi.
Þú finnur jólagjöfina hjá okkur
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is
Vefverslun | aprilskor.is
Audley
37.990 kr.
Sam Edelman
27.990 kr.
Ten Points
34.990 kr.
Ten Points
28.990 kr.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kom
í gær fyrir sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til að
svara spurningum um minkamálið svonefnda sem
valdið hefur henni miklum pólitískum óþægindum á
undanförnum mánuðum. Málið snýst um ákvörðun rík-
isstjórnarinnar fyrir ári að fyrirskipa að allir minkar í
landinu skyldu aflífaðir vegna hættu á að stökkbreytt
kórónuveira bærist úr þeim í menn. Í ljós kom að eng-
in lagaheimild var fyrir ákvörðuninni sem olli minka-
bændum gífurlegu fjárhagstjóni. Þingnefndin reynir
að varpa ljósi á ábyrgð forsætisráðherrans í málinu
og bað m.a. um aðgang að öllum SMS-skilaboðum í
síma hennar frá þessum tíma, en þeim hafði þá verið
eytt.
Minkamálið heldur áfram að valda forsætisráðherra Dana óþægindum
Mette yfirheyrð af þingnefnd
AFP