Morgunblaðið - 10.12.2021, Page 14

Morgunblaðið - 10.12.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýr kanslari hefur tekið við í Þýskalandi og fyr- irrennarinn er far- inn á brott eftir 16 ára samfellda setu í embætti og margra mánaða kveðjuhóf, jafnt heima og í fjarlægum löndum. Fyrstu kanslarar Þýskalands eftir stríðslok, þeir Konrad Ade- nauer (1949-’63)Ludwig Erhard (1963-’66) og Kurt Kiesinger (1966 -’69) komu allir úr röðum Kristilegu flokkanna tveggja og má segja að þeir hafi vissulega tryggt stöðugleika í landinu og hreint ótrúlega hraða uppbygg- ingu. Bretland, einn af helstu sigurvegurum stríðsins, og sá þeirra sem hélt á kyndlinum í mestu þrengingunum, á meðan aðrir sátu hjá, horfðu hvekktir á þegar Þýskalandi voru gefnar upp skuldir og skaðabætur á meðan þeir sjálfir bjuggu við þröngan kost og skömmtun á flestum sviðum mannlífsins fram á áttunda áratug síðustu aldar. Sovétríki Stalíns tryggðu herjum Hitlers á sínum tíma eldsneyti og það allt þar til sá síðarnefndi hafði haldið þung- vopnaður inn fyrir landamæri þess fyrrnefnda. Stalín vonaðist til í lengstu lög að með ótrúleg- um undirlægjuhætti og vin- arhótum myndi hann komast hjá innrás úr vestri, sem hann óttaðist mjög. En um leið tor- tryggði hann eigin njósnara sem vöruðu við að öxulveldin væru í stórbrotnum hern- aðarlegum undirbúningi sem gat aðeins átt einn endi. En ótti einræðisherrans og óskhyggja í bland við hefðbundna tor- tryggni hans áttu sér ekki síst þær ástæður að Rauði herinn hans var illa búinn fyrir stórá- tök enda hafði Stalín sjálfur snarveikt hann með fjöldaaftök- um á millistjórnendum og liðs- foringjum. Hergögn hans voru úrelt og aðeins gríðarlegur stuðningur frá vesturveldunum, og þá iðnaðarveldi Bandaríkj- anna sérstaklega, gat breytt því dæmi. Sagan sýnir hins vegar einnig að Franklin Roosevelt forseti Bandaríkjanna hvatti Cham- berlain forsætisráðherra „til dáða“ þegar hann neitaði að horfast í augu við voðann og veruleikann í Berlín og tryggði „frið um vora daga“ með eigin undirlægjuhætti við Hitler við mikið hrós frá forseta Banda- ríkjanna. En hvað sem því líður öllu komst heimurinn frá þessum hildarleik með lýðræðisríkin sem sigurvegara, ef Sovétríkin eru frátalin. Þau þurftu 45 ár til viðbótar í sína kollsteypu. Eftir samfellda setu kristilegu leið- toganna í tvo ára- tugi komust jafn- aðarforingjarnir Willy Brandt og svo Helmut Schmidt að í samanlagt 13 ár. Þá tóku hægrimenn við á ný, undir forystu Helmut Kohl, sem sat í 16 ár samfellt og ríkti seinni helming þess tíma yfir sameinuðu Þýskalandi, eftir hrun Sovétríkjanna. Þá tók Gerhard Schröder við, og var við völd í rétt sjö ár. Og þá hófst hið langa valdaskeið fyrstu konunnar á þessum virðulega valdastóli. Ekki verður annað sagt en að efnahagsleg uppbygging og stöðugleiki hafi einkennt stjórnarfarið í (Vestur-) Þýskalandi og hinu sameinaða ríki. En það þarf meira til en samfellda setu valdamanna til þess að fá slíka einkunn. Að því leyti var „stöðugleikinn“ auðvit- að enn meiri í Austur-Þýska- landi, þar sem Walter Ulbricht réð ríkjum (undir stalínískum aga, austan frá) frá 1950 til ’71 og Erich Honecker svo næstu tæpa tvo áratugina allt þar til tilveran brast endanlega undir fótum þeirra. Það stefndi lengst af í að flokkur Merkel kanslara myndi léttilega taka við kefli hennar, þótt fylgi flokksins hefði dalað verulega síðustu misseri og ár valdaskeiðs hennar. Ástæða þess að Kristilegir demókratar virtust horfa á áframhaldandi valdaskeið var að samstarfsflokkurinn, Sósíal- demókratar, hafði misst sitt fylgi hraðar og meira en þeir. Það voru svo aðallega einhver undarlegheit sem urðu til þess að þessi veruleiki snerist við á seinustu pólitísku metrum Mer- kel. Krónprins hennar náðist á mynd flissandi þegar hann átti ekki að vera flissandi og í fram- haldinu var grafið upp að sá hefði á yngri árum notað ann- arra manna verk of frjálslega við að koma sjálfum sér upp góðum gráðum, en slíkar upp- götvanir eru orðnar kækur í Þýskalandi. Eftir að tölvurnar komu til varð mjög aðgengilegt að bera saman texta og færa hann til faðernis, eiginlega með sama hætti og ættingjum kunni að fjölga eða fækka með erfða- greiningum (DNA) sem menn höfðu um aldir verið óhultir fyr- ir. Þriggja flokka stjórninni í Þýskalandi er á þessum tíma- mótum óskað heilla í störfum. En vissulega sjást merki þess að þar innanborðs séu þegar veikleikar sem benda síður til stjórnmálalegs langlífis en til hins. Þýsk stjórnmál eftirstríðsára hafa ekki verið þrungin spennu, en það kann að breytast} Í landi stöðugleikans getur nú allt gerst Í gær mælti undirritaður fyrir þings- ályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ferðamála-, viðskipta- og menning- armálaráðherra í samráði við fjár- mála- og efnahagsráðherra að leggja fram frumvarp þess efnis að lögum um ráð- stöfun útvarpsgjalds skuli breytt. Breytingin lúti að því að hverjum og einum greiðanda út- varpsgjalds skuli heimilt að ráðstafa allt að þriðjungi gjaldsins til annarra fjölmiðla en Rík- isútvarpsins eins og hann kýs. Hér er um að ræða nefskatt sem enginn skattskyldur aðili kemst undan að greiða. Skiptir þá engu hvort hann getur notað fjöl- miðlaþjónustu Ríkisútvarpsins, hvort hann sættir sig við hana eða hvort hann skilur hana yfirleitt. Lagt er til að landsmenn hafi valfrelsi um ráðstöfun hluta þessa gjalds. Þannig geti þeir með fram- lagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning sem og dag- skrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hug- myndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoð- ana. Til að Ríkisútvarpið get rækt skyldur sínar og markmið þarf að vera rými fyrir aðra öfluga fjölmiðla á mark- aðinum. Hér er átt við fjölmiðla sem geti veitt Rík- isútvarpinu aðhald og um leið aukið fjölbreyti- leika þjóðfélagsumræðunnar og eflt frekar skilning almennings á henni. Áhrif fjölmiðla á samfélagið eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi neytenda er ein af grundvallarforsendum þess að þeir geti talist fullgildir og virkir borgarar í lýðræðisríki. Að veita einum ríkisreknum miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum hins op- inbera vinnur gegn þessum markmiðum. Nefskattur á borð við útvarpsgjald þekkist nú þegar í lögum um sóknargjöld. Þar er kveð- ið á um að þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trú- félög og lífsskoðunarfélög samkvæmt lögum um þau skuli eiga ákveðna hlutdeild í tekju- skatti. Er það val skattgreiðenda til hvaða safnaðar gjaldið rennur. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að útfæra útvarpsgjaldið á svipaðan hátt, t.d. þannig að skattskyldur aðili tilgreini á skattframtali hverju sinni hvert hann vill beina hluta útvarpsgjaldsins. Um árabil hefur verið rætt um að takmarka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og renna þannig styrkari stoðum undir frjálsa fjölmiðla. Slík útfærsla hef- ur ekki hlotið brautargengi. Teljum við þingmenn Mið- flokksins því rétt að fara þessa leið með farsæld frjálsrar fjölmiðlunar fyrir augum og tryggja þannig heilbrigðari og fjölbreyttari þjóðmálaumræðu í landinu. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Frjáls ráðstöfun útvarpsgjalds Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is V eislan á fimmtugsafmæli Per Vålnes, hundarækt- anda í Balsfjord í Troms- fylki í Noregi, er síðasta til- felli þar sem vitað er með vissu að til hans hafi sést á lífi. Þetta var að kvöldi 26. nóvember 2011. Veislan var afmælisbarninu óvænt uppákoma er sambýliskona þess skipulagði og bauð gestum til. Af einhverjum ástæðum voru þó engir nánustu vina Vålnes á gestalistanum og enginn hefur enn gefið sig fram sem kveðst hafa heyrt hann eða séð eftir kvöldið örlagaríka – nema sambýliskonan. Hvarf Per Vålnes varð kveikjan að umfangsmestu rannsókn, sem lög- reglan í hinu strjálbýla og norðlæga Troms-fylki hefur nokkru sinni tekist á hendur, og sýndi norska ríkis- útvarpið NRK síðustu vikur fimm þátta röð um Vålnes-málið, sem síð- asta áratuginn hefur orðið eitt umtal- aðasta mannshvarfsmál Noregs, lands þar sem lögreglu berast ár hvert 1.800 tilkynningar um horfnar manneskjur. Sumar finnast, aðrar ekki. Síðasta lífsmark kl. 23:21 Sambýliskona Vålnes tilkynnti lögreglu hvarf hans 1. desember, fimm dögum eftir veisluna. Þá hafði enginn náð í hann í síma síðan 26. nóvember auk þess sem hann hafði ekki opnað tölvu sína með aðgangs- orði jafnlengi þrátt fyrir daglega notkun fram að því. Síðustu teikn um Vålnes á lífi er símtal hans við vin, sem ekki var í teitinni, klukkan 23:21 það kvöld. Sambýliskonan var hand- tekin árið 2012 auk tveggja manna og sátu þau í gæsluvarðhaldi í rúmt ár þar til þeim var sleppt vegna sönn- unarþurrðar. Þegar lögregla mat öll sund lokuð hætti hún rannsókn máls- ins í júlí 2015. Í kjölfar sýningar þátta NRK hefur lögreglu hins vegar borist fjöldi vísbendinga í tengslum við mál hundaræktandans horfna og ákvað í nóvember að opna rannsóknina á nýj- an leik. Þetta staðfesti Katrine Grim- nes, yfirlögregluþjónn við lögreglu- embættið í Troms, við norska fjölmiðla þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um efnislegt innihald vísbending- anna. Lögregla meti stöðuna hins vegar svo, að ástæða sé til að hefja rannsókn á ný til að fylgja ein- hverjum vísbendinganna eftir. Ein lífseigasta kenning fyrri rannsóknarinnar var einmitt byggð á vísbendingu. Í mars 2012 barst lög- reglu orð um, að sambýliskona Vål- nes hefði rætt við mann, sem þau þekktu gegnum hundaræktunina, og leitað liðsinnis hans við að koma Vål- nes fyrir kattarnef. Þetta var, sam- kvæmt vísbendingunni, ári fyrir hvarf hans. Umræddur maður staðfesti sög- una í yfirheyrslu og kvaðst hafa haft milligöngu um að útvega sambýlis- konunni eitt gramm af heróíni, sem hún hefði sagst ætla að byrla Vålnes að hluta með því að setja það í mat hans til að sljóvga hann. Því, sem eftir stæði, hygðist hún svo sprauta hann með og láta dauðsfall hans líta svo út, sem hann hefði sjálfur tekið of stóran skammt af efninu. Önnur hugmynd hefði verið að setja á svið rán á heim- ili þeirra, ráða Vålnes af dögum og segja hann hafa fallið í átökum við óþekktan ránsmann. Öllu gamni fylgir … Svaraði sambýliskonan spurningum lögreglu á þann veg, að hún hefði rætt við manninn, en það sem þeim fór á milli verið gamanmál ein og engin alvara þar að baki. Án líks er erfitt að sanna hið gagnstæða. Ekki er þó loku fyrir það skotið, að hulunni verði svipt af örlögum Per Vålnes árið 2011 í krafti nýrra vísbendinga í kjölfar heim- ildaþátta norska ríkisútvarpsins ára- tug eftir voveiflegt hvarf hans. Rannsókn hafin á ný í kjölfar þátta NRK Ljósmynd/Úr einkasafni Per Vålnes Ekkert er vitað um afdrif hundaræktandans í Balsfjord eftir klukkan 23:21 kvöldið sem sambýliskona hans hélt honum afmælisveisluna. Þrátt fyrir að fjöldi manns gerði tilraun til að ná síma- sambandi við Per Vålnes dag- ana eftir afmælisveisluna, vinir sem ættingjar, hafði þar eng- inn erindi sem erfiði. Alltaf var slökkt á farsíma hans. Frá þessu var þó ein undantekning, SMS-skilaboð, sem bárust úr síma hins horfna. Þau fékk kona í Ålesund, sem beið eftir hvolpi frá hundarækt Vålnes. Var kaup- andann tekið að lengja eftir dýrinu og margreyndi að ná tali af Vålnes símleiðis. Eftir langa þögn er kveikt á farsíma Vålnes 29. nóvember, þremur dögum eftir að síðast var vitað af honum á lífi. Kaup- andinn fær þar svar SMS-leiðis og er svo slökkt á símanum á ný. Hann reyndist svo horfinn þegar rann- sókn hófst. Hver sendi SMS-skila- boðin? LAUSIR ENDAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.