Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
✝
Hulda Hatle-
mark fæddist í
Sykkylven í Noregi
8. janúar 1938. Hún
lést á heimili sínu,
Sóltúni, 14. nóv-
ember 2021.
Foreldrar Huldu
voru Konrad Hilm-
ar Hatlemark hús-
gagnasmiður, f.
1904, d. 1991, og
Margrét Guð-
mundsdóttir saumakona, f.
1907, d. 1999. Systur Huldu eru
Anna Hatlemark, f. 1935, d.
2007, Lyndís Gunnhild Hatle-
mark, f. 1939, og Erla Kristín
Hatlemark, f. 1942, d. 2013.
Fjölskyldan flutti frá Noregi
1945 og bjó sér heimili í Reykja-
vík þar sem Hulda kynntist síðar
verðandi eiginmanni sínum,
Olav Öyahals, f. 1938 í Indre
Næröy, Noregi, d. 2015. For-
Þór Marsý Hild, f. 1988. 4) Guð-
rún Øyahals, f. 1964, sonur
hennar er Osvald, f. 1979. 5)
Konráð Hatlemark Olavsson, f.
1968, börn hans eru Kristófer, f.
1998, Karolína Ásta, f. 2006, og
Konráð Snær, f. 2008. 6) Haukur
Hatlemark Olavsson, f. 1970,
kvæntur Láru Ómarsdóttur, f.
1971. Börn þeirra eru Lilja Sól-
ey, f. 1990, Iðunn Hulda, f. 1994,
Helga Rut, f. 1996, Hekla Sól, f.
1999, og Haukur Lár, f. 2004.
Barnabarnabörnin eru sex.
Hulda starfaði sem húsmóðir
og síðan við ýmis störf í umönn-
un og hússtjórn. Hún var list-
hneigð og stundaði nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík, í
módelteikningu, málun og
höggmyndalist, og liggja eftir
hana mörg verk þótt ekki hafi
hátt farið. Hún söng með Kór
Trésmiðafélags Reykjavíkur og
fleiri kórum um árabil.
Útför Huldu fer fram frá
Kirkju Óháða safnaðarins, Há-
teigsvegi 56, í dag, 10. desember
2021, klukkan 15.
eldrar Olavs voru
Osvald Öiahals, f.
1904, d. 1974, og
Magnhild Elise Öia-
hals, f. 1916, d.
2000, bændur í
Noregi.
Hulda og Olav
gengu í hjónaband
árið 1962. Börn
þeirra eru: 1) Hörð-
ur Grétar, f. 1958,
kvæntur Kristínu
Björnsdóttur, f. 1957. Börn
þeirra eru Björn Óli, f. 1989, Há-
kon, f. 1992, Hulda Elísabet, f.
1994, og Elísabet Sesselja, f.
1998. 2) Gunnhild Hatlemark
Øyahals, f. 1961, Börn hennar
eru Rubin, f. 1990, og Ólafur
Jarl, f. 1994. 3) Þór Rúnar Øya-
hals, f. 1962, kvæntur Jakobínu
Sigurgeirsdóttur, f. 1968. Börn
þeirra eru Þinur Geir, f. 1997,
og Íris Þöll, f. 1999. Fyrir átti
Með nokkrum góðum minning-
um langar mig að kveðja móður
mína.
Mamma fæddist í Noregi rétt
fyrir seinna stríð og flutti til
Reykjavíkur 1945. Það voru erfiðir
tímar fyrir marga og dvölin fyrstu
árin í bragganum á Fort Knox hef-
ur ekki verið dans á rósum. Þessi
tími hefur eflaust litað framtíð
mömmu því hún hugsaði ávallt vel
um börnin sín sex og aðalatriðin
voru að þau fengju alltaf nóg að
borða og föt utan á sig þótt efnin
væru takmörkuð.
Við bjuggum við mikið frelsi í
uppeldinu en hún hikaði ekki við
að grípa inn í ef óréttlæti knúði
dyra einhvers staðar og blés okkur
byr í brjóst að berjast fyrir rétt-
lætinu.
Oft var kátt í höllinni þegar sex
grislingar bjuggu í lítilli þriggja
herbergja íbúð með foreldrum sín-
um og ótrúlegt hvað mamma gat
haldið ró sinni og einangrað sig frá
hávaðanum þótt allt ætlaði um koll
að keyra. Þá var oft flett í dönsku
blaði eða lesið í bók.
Mamma elskaði náttúruna, ber-
jatínslu og gönguferðir og miklaði
aldrei fyrir sér að drífa sig af stað,
jafnvel með fullan bíl af börnum.
Ég á því óteljandi góðar minning-
ar af útilegum þar sem við fórum
átta saman á fimm manna Peugeot
með tjald og annan farangur.
Seinna, þegar mömmu tæmdist
örlítill arfur, keypti hún sér tjald-
vagn fyrir „sína peninga“ og ferð-
aðist með hann vítt og breitt um
landið. Pabbi kallaði hann „Gull-
vagninn“ og ferðaðist auðvitað
með. Ég smitaðist svo sannarlega
af þessari ástríðu mömmu því
hvergi líður mér betur en úti í
náttúrunni.
Mamma smitaði mig af áhuga á
myndlist og við fórum saman á
námskeið í módelteikningu í
Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Hún hélt síðan áfram og nam mál-
aralist og höggmyndalist og skap-
aði mörg verk sér til mikillar
ánægju. Mamma hafði einnig mik-
inn áhuga á tónlist, sérstaklega
söng, og nokkur barnabörnin hafa
erft þann áhuga og lagt stund á
tónlist.
Mig langaði að vita hvað Krist-
ín mín og börnin myndu eftir varð-
andi mömmu og það fyrsta sem
Kristín sagði var: „Það er morg-
unmaturinn. Ég hafði aldrei feng-
ið svona flottan morgunmat nema
á norska hótelinu sem ég vann á.
Hlaðborð með brauði og kexi, alls
konar álegg og auðvitað stór
kanna af tei.“
Björn Óli sagði að þægilegt og
létt andrúmsloft hefði verið í
kringum ömmu: „Manni leið vel
og gat verið maður sjálfur. Heima
hjá henni sem barn var maður
frjáls til að grúska og vera, engin
hræðsla við skammir eða fuss,
þótt það kæmi fyrir. Hún var góð-
hjörtuð alvöruamma.“
Það fyrsta sem Hákon sagði
var: „Það er fiskurinn, það var svo
góður fiskur hjá ömmu.“
Hulda Beta man að það var allt-
af svo gaman og yndislegt að vera
með ömmu úti í garði í Mosó:
„Amma að dytta að í garðinum og
við krakkarnir að leika úti í sól-
inni.“ Þá bætti Ella Setta við: „Og
við að hjálpa ömmu að gróðursetja
og að vaða í læknum sem rann við
lóðamörkin.“
Já, við eigum margar ljúfar
minningar um mömmu, minningar
sem munu lifa áfram með okkur og
eru okkur gott veganesti.
Fyrir hönd okkar allra kveð ég
þig móðir mín og þakka allar góðu
samverustundirnar.
Hörður Grétar Olavson.
Að kveðja einhvern í hinsta sinn
verður líklega aldrei eðlileg upp-
lifun þó svo öll munum við standa í
þeim sporum einn daginn að
kveðja þessa jarðvist og því í raun
ekkert eðlilegra en að kveðja þá
sem hafa verið svo lánsamir að fá
að verða gamlir. Ég er búin að
vera lengi að kveðja mína mömmu,
en hún lifði síðustu árin með alz-
heimer sem er óvæginn sjúkdóm-
ur þar sem fólk smátt og smátt
hverfur inn í eigin heim, hættir að
þekkja fólkið sitt og sameiginlegar
minningar virðast flestar hverfa.
Enginn veit hvað er að finna í
þessum heimi, en ég held í vonina
að hann hafi sinn sjarma. Alla vega
sagði mamma oft sögur af því sem
hún upplifði í þessum heimi og
voru þær oft ævintýralegar og
margar stórskemmtilegar. Líklegt
er að sögurnar hafi orðið til í
draumi en voru ekki síðri fyrir það
og hver segir að upplifun í vöku-
ástandi sé betri eða merkilegri en í
svefnrofunum. Síðustu árin bjó
mamma á Sóltúni þar sem vel var
hugsað um hana af frábærum
starfsmönnum sem eiga miklar
þakkir skilið.
Mamma var að mörgu leyti
göldrótt og virtist geta allt, saum-
aði, prjónaði, bakaði, súrsaði, sult-
aði, saftaði og eldaði margar mál-
tíðir á dag sem byrjaði með
hlaðborði á morgnana og lauk með
kvöldkaffi fyrir svefninn. Það
skyldi enginn fara svangur út í
daginn eða í bólið á hennar heimili.
Hún galdraði fram veislur á engum
tíma með fallega skreyttum borð-
um þar sem allt passaði saman og
maturinn meira að segja í réttum
litasetteringum. Nú þegar jólahá-
tíðin nálgast eru mér ofarlega í
huga jólin sem barn sem mömmu
tókst ætíð að gera hátíðleg og fal-
leg. Hún lagði sig fram við und-
irbúninginn með föndri með okkur
börnum sínum, saumaði falleg föt á
allan hópinn, meira að segja nátt-
fötin voru heimasaumuð með
hnappagötum og líningum eins og
þau gerðust í fínustu verslunum.
Sagði hún sögur og hræddi nánast
úr okkur líftóruna er hún klæddi
sig upp sem grýla eða einhver jóla-
sveinanna sem í þá daga voru
hvorki rauðir né nokkur ljúfmenni.
Mamma var ákveðin kona og
skapmikil. Hún var hæfileikarík,
listræn og gat á stundum verið
dásamlega dramatísk. Hún hafði
gaman af því að segja sögur og
minntu tilþrifin stundum á bestu
leiksýningu. Hafði hún mikinn
húmor fyrir sjálfri sér og átti auð-
velt með að setja sig í spor annarra
og hló innilega þegar henni voru
sagðar sögur af hverslags vand-
ræðagangi, var líklega með því
skemmtilegra sem hún gerði, að
hlusta á, segja sögur og hlæja sín-
um innilega og smitandi hlátri. Að
hlæja með mömmu var alltaf gam-
an og líklega það sem ég mun
sakna mest.
Gæti ég skrifað heila bók um
konuna sem ég var svo lánsöm að
fá að kalla mömmu en stafafjöldi í
minningargrein leyfir ekki meira.
Verð ég ævinlega þakklát þeirri
gæfu að hafa fengið að vera við hlið
móður minnar hennar síðustu
sundir í þessu lífi, fengið að halda í
hönd hennar, hlýju öruggu hönd-
ina sem leiddi mig lítið barn, hönd-
ina sem var orðin svo lítil og grönn,
en þó svo sterk. Sterk eins og móð-
ir mín var og þannig mun ég minn-
ast hennar. Takk fyrir allt elsku
mamma.
Þín dóttir,
Gunnhild.
Tengdamamma. Konan sem
kenndi mér svo margt, konan sem
kom inn í líf mitt og breytti því og
mér til hins betra, konan sem vann
verk sín hljóð. Nú er hún fallin frá.
Hulda Hatlemark var ótrúleg
kona. Hún lifði tímana tvenna,
þurfti að takast á við alls konar
áföll og áskoranir í lífinu sem við
flest könnumst ekki við. Hún upp-
lifði fátækt, hungur og niðurlæg-
ingu sem barn í hernumdum Nor-
egi. Þá gat eitt epli verið dýrmæt
máltíð. Síðar, þegar hún flutti til Ís-
lands, þá var eina húsnæðið sem
móður hennar bauðst braggi í
Kamp Knox. Hún upplifði fordóma,
það var litið niður á fólkið í Kamp
Knox.
Þetta mótaði Huldu, sem var
einstaklega lagin við að nýta hluti.
Hún sagði sem dæmi eitt sinn við
mig: „Ef þú átt kartöflur, egg og
lauk þá er nóg til að borða.“ Svo
sönn voru þau orð sem gögnuðust
mér mikið þegar fjölskyldan mín
glímdi við fátækt.
Hjá Huldu borðaði ég brauð-
súpu fyrst. Hélt það væri grín að
súpan væri búin til úr brauði en það
var þannig. Hjá Huldu tók ég líka
slátur í fyrsta sinn og saumaði
keppi. Hjá Huldu setti ég eitt álegg
á brauðið. Hjá Huldu var stoppað í
sokka og gert við slitnar buxur.
En Hulda var örlát. Þetta var
ekki níska heldur meira arfleifð frá
gömlum tíma. Hún var alltaf boðin
og búin að hjálpa. Hvort sem var
með peninga, passa börnin eða
vera til staðar í kjaftagang og kaffi.
Það var gaman að sitja með Huldu
við eldhúsborðið og ræða um allt
milli himins og jarðar.
Hún átti erfitt með ójöfnuð,
skildi hann ekki. Sagði oft: „Fólk
getur aðeins setið í einum stól í
einu, sofið í einu rúmi í einu.“ Hún
vildi að öll hefðu jöfn tækifæri og
öll hefðu nóg að bíta og brenna.
Við hlógum líka oft saman. Að
alls konar. Hulda gat hlegið svo
mikið að það lá við að hún missti í
buxurnar.
Hulda var ekki bara tengda-
mamma mín. Hulda var vinkona
mín. Við gátum setið tímunum
saman og spjallað. Hún kenndi mér
svo ótal margt. Hún kenndi mér að
við erum öll merkileg og við skipt-
um öll máli. Hún kenndi mér að
baka. Hún kenndi mér að þvo þvott
og stoppa í sokka. Hún kenndi með
þolinmæði og æðruleysi. Og hún
kenndi mér að bamba börnin mín
og vera þakklát fyrir líf mitt.
Hún kenndi mér að hugsa um
blóm og hún kenndi mér að rækta
garðinn. Ekki bara garðinn úti fyr-
ir heimilinu heldur líka garðinn
heima fyrir. Hulda kenndi mér að
biturð gagnast engum. Ég var svo
einstaklega heppin með tengda-
mömmu.
Fyrir utan allt sem Hulda gerði
fyrir mig þá var hún enn meira fyr-
ir börnin mín, ömmubörnin sín.
Þeim var hún einstök. Hún vildi
verja tíma sínum með þeim, fara
með þeim í fjallgöngu eða berjamó,
gefa þeim sultubrauð eða prjóna
fyrir þau sokka. Hún var amma
eins og þær gerast bestar.
Lífið verður ekki samt án Huldu.
Ég á eftir að sakna hennar óheyri-
lega. Ég á eftir að sakna þess að
drekka með henni kaffi og slúðra.
Ég á eftir að sakna að sitja með
henni úti í garði og tala um blómin.
Og ég á eftir að sakna þess að
knúsa hana og segja henni að ég
elski hana. Kyssa hana á ennið.
Hvíl í friði, elsku Hulda, ég get
aldrei þakkað þér nógsamlega það
sem þú gafst mér.
Lára Ómarsdóttir.
Minningarorð frá fimm barna-
börnum:
Hún elsku besta amma mín, ég
veit hreinlega ekki hvar ég á að
byrja. Amma Hulda var alveg
svona ekta amma, amma sem gaf
manni alltaf að borða, amma sem
spurði hvort manni væri nú ekki
kalt, amma sem laumaði að manni
pening, amma sem bakaði góðar
kökur og bjó til sultur, amma sem
litaði alla staka sokka bláa svo þeir
urðu að pari, amma sem kvartaði
undan því að maður gekk á hæl-
unum á buxunum, amma sem
bambaði mann í svefn, amma sem
stoppaði í götin á fötunum manns,
þó svo þau ættu nú að vera þar.
Mér fannst alltaf gaman hjá
ömmu minni, fór sjálf oft ein í heim-
sókn til hennar, hjólaði til dæmis úr
Grafarvoginum alla leið upp í Mosó
bara til þess að fá mér brauð með
osti eða mysuosti með rifflaða osta-
skeranum og te með sykurmola og/
eða vatnsblandað diet-kók.
Það var líka alltaf gaman í garð-
inum hjá ömmu, hvort sem það var
á Skeggjagötunni eða Furubyggð-
inni. Hún var með mjög græna
fingur og moltaði sem dæmi löngu
áður en fólk byrjaði að flokka rusl.
Hún var alltaf að brasa eitthvað,
brasa í blómabeðunum á meðan við
lékum okkur í garðinum, klifruðum
í trénu á Skeggjagötu eða sulluð-
um í læknum í Furubyggðinni.
Hún var líka með rabarbara og
rifsber sem við börnin máttum
borða að vild. Já og graslauk.
Þegar ég rifja upp gamla tíma
með henni stendur mest upp úr
maturinn sem ég borðaði hjá henni
en það var margt sem ég borðaði
aðeins heima hjá henni. Hjá henni
fengum við ætíð hrísmjölsgraut,
frosin ber með rjóma og sykri,
diet-kók sem geymt var í eldhús-
glugganum (helst vatnsblandað),
ribena-þykkni, ávaxtagraut úr
fernu og að sjálfsögðu soðinn fisk
með kartöflum og gulrótum en
soðnar gulrætur voru aðeins góðar
ef hún eldaði þær.
Amma átti líka listaverk sem
hún hafði gert sjálf. Hún málaði.
Hún bjó til styttur og við máttum
leika okkur á stóru styttunni af
manninum sem var í stofunni.
Amma litaði líka með okkur og
kenndi okkur að teikna rétt.
Einnig þótti henni ömmu af-
skaplega gaman að fara í göngu-
túra og tók hún okkur oft með út
að labba hvort sem það var bara í
hverfinu eða einhvers staðar út
fyrir bæjarmörkin. Voru þá oft
tínd ber og blóm í leiðinni.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað og við erum viss um að
hvar sem þú ert þá ertu einhvers
staðar úti í góðu veðri að rölta um,
tína ber og róta í görðum eins og
þér einni var lagið.
Lilja Sóley, Iðunn Hulda,
Helga Rut, Hekla Sól og
Haukur Lár Hauksbörn.
Við Hulda hittumst fyrst fyrir
72 árum og höfum verið vinkonur
síðan. Við bjuggum báðar í Kamp
Knox, braggahverfinu í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hulda var 11 ára og
ég 9. Við brölluðum margt eins og
börn gerðu í þann tíð. Eitt það
skemmtilegasta var að leika með
dúkkulísur og teikna, lita og klippa
út föt á þær. Þá kom vel í ljós list-
fengi Huldu, sem braust út í ýmiss
konar list og handverki það sem
eftir var ævinnar. Það hefur margt
verið rætt og ritað um aðstæður í
braggahverfunum. Víst er að þar
höfðu það ekki allir gott. En við ól-
umst upp við kærleika og ham-
ingju. Húsakostur í Kamp Knox
var vissulega ekki sérlega glæsi-
legur, frekar en í braggahverfun-
um almennt. En hinn norski Kon-
rad, faðir Huldu, var listasmiður
og bragginn þeirra bar af öðrum.
Við Hulda urðum fljótt sammála
um og staðráðnar í að skapa okkur
eigin framtíð. Við ákváðum ungar
stúlkur að fara til Noregs og upp-
lifa ævintýri. Við fórum til Sykkyl-
ven, smábæjar suður af Álasundi,
þar bjó föðurfólk Huldu. Þetta var
gaman og lærdómsríkt. Hulda fór
þó heim nokkru fyrr en til stóð,
Hörður reyndist vera á leiðinni.
Við tókumst síðan báðar á við móð-
urhlutverkið, mín börn urðu 4 og
Huldu urðu 6. Eftir að hún flutti á
Flateyri dvaldi ég hjá henni þar
með eldri börnin mín, lengst sum-
arlangt. Við prjónuðum og saum-
uðum á börnin allt sumarið. Þegar
hún kom aftur suður með 6 börn
urðu tengslin sterk sem aldrei fyrr.
Það sannaðist á okkur Huldu að
það tekur andartak að verða vinur,
en alla ævina að vera vinur. Við
varðveittum og ræktuðum vinátt-
una allan daginn og veginn. Ég
sakna vinkonu minnar, en minnist
hennar með gleði. Sterku,
ákveðnu, hreinskiptnu vinkonu
minnar sem sló öllum við, þegar
rétt þurfti að vera rétt; var
skemmtileg og hláturmild, hrein-
skilin, skorinort og skýr, falleg og
heillandi. Afkomendum og ástvin-
um Huldu Hatlemark votta ég
dýpstu samúð mína og minna. Far
vel, elsku vina mín, takk fyrir allt
og allt.
Greta Bjarnadóttir.
Hulda Hatlemark
✝
Jónas Sigurður
Steinþórsson
fæddist á Breiðabóls-
stað í Vatnsdal 21.
desember 1928. Hann
lést á Hlévangi
Hrafnistu 1. desem-
ber 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingibjörg
Jónasdóttir, f, 1899,
d. 1978, og Steinþór
Björn Björnsson, f.
1900, d. 1986.
Jónas ólst upp á Breiðabólsstað
hesta alveg þar til fyrir þremur
árum.
Um 1970 flutti hann til Reykja-
víkur. Hann hóf fljótlega störf
sem málari og starfaði sjálfstætt
sem slíkur langt fram á áttræð-
isaldur.
Árið 1975 kynntist hann Jó-
hönnu Rósu Guðmundsdóttur úr
Sandgerði, f. 1925, d. 2000.
Börn Jóhönnu eru Guðmundur,
f. 1947, næstur er Sigurður, f.
1948, þriðji er Sæmundur, f. 1949,
þá Einar Kristinn, f. 1951, d. 2008,
fimmti er Erlendur, f. 1953, sjötta
er Guðlaug, f. 1958, og yngst er
Hafdís Hulda, f. 1962.
Jónas flutti til Sandgerðis árið
2000 og bjó þar síðustu æviárin.
Útförin fer fram frá Sandgerð-
iskirkju í dag, 10. desember 2021,
klukkan 15.
við hefðbundin
sveitastörf. Hann
var næstyngstur
fjögurra systkina.
Hin eru í aldursröð
Ingibjörg Helga, f.
1926, Jóhanna, f.
1927, og Sigurlaug
Jósefína, f, 1931.
Þær eru allar látn-
ar.
Fram til 1970 bjó
hann á Breiðabóls-
stað með foreldrum sínum. Jónas
lagði stund á hrossarækt og átti
Jónas á Breiðabólstað var
fæddur þar í svartasta skamm-
deginu 21. desember 1928. Hann
var snemma duglegur til vinnu
og eftirsóttur í heyskap strax á
unglingsaldri. Þá var hestatíma-
bilið á blómaskeiðinu.
Jónas eignaðist kindur, tölu-
vert margar, upp úr 1950. Hafði
þær í húsum á Breiðabólstað en
heyjaði fram á engjum á Hjalla-
landi. Heyið flutti hann heim á
hestasleða þegar Flóðið og
kvíslarnar voru komnar á ís.
Þetta var mikil elja hjá ungum
manni rúmlega 20 ára. Aldrei að
kvarta eða gefast upp. Það var
eins og hann vissi ekki hvað það
var.
Upp úr búskaparsögunni fór
hann að stunda málningarvinnu,
mest í Reykjavík. Var hann eft-
irsóttur í slíka vinnu. Nálega 80
ára var hann að mála fyrir mig
þök hér í Miðhúsum, hreint eins
og hrafninn í klifrinu.
Jónas hafði mikið yndi af hest-
um, tamdi hesta og ól þá upp hér
fyrir norðan og seldi svo þessa
vini sína tamda til brúkunar. Ég
veit að stundum fann þessi duli
maður tilfinningu sem ekki var
borin á torg þegar góður foli var
seldur.
Jónas var einhleypur fram um
fimmtíu ára aldur. Þá hóf hann
sambúð með Jóhönnu Rósu Guð-
mundsdóttur. Sú sambúð var
með ágætum enda bæði fullorðið
fólk. Hann reyndist konu sinni
afburðavel, annaðist hana síðustu
ár hennar. Jóhanna Rósa lést ár-
ið 2000. Oft kom ég til þeirra á
Jörfabakkann til gistingar, eða
bara í heimsókn. Þar var mér æv-
inlega tekið vel og velgjörðir eins
og hjá foreldrum Jónasar á
Breiðabólstað í gamla daga.
Á fullorðinsárum þegar hann
var hættur að temja hesta
hleypti hann upp þónokkuð
mörgu stóði á Breiðabólstað, sem
hann var þá búinn að eignast
ásamt systrum sínum eftir for-
eldra þeirra gengna. Hrossin
veittu honum marga ánægju-
stund. Sat hann í miðjum hópn-
um talaði við þau og gaf þeim
brauð. Þetta var annars styggt
stóð og margar erfiðar hryssur í
smölun og þessháttar.
Með Jónasi Steinþórssyni er
genginn sérstæður og sérstakur
maður, sem alinn er upp á fyrri
hluta tuttugustu aldar í takmörk-
uðum efnum en nægjusemi og
umvafinn mikilli móðurhlýju.
Hafðu mitt þakklæti fyrir ára-
tuga samfylgd.
Magnús Pétursson,
Miðhúsum.
Jónas Sigurður
Steinþórsson