Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 30 ÁRA Svanhvít ólst upp að mestu í Hafnar- firði en býr í Búðardal. Hún er með B.Sc.-gráðu í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri og er í fæðingar- orlofi. Svanhvít er formaður Slysavarnadeildar Dalasýslu. „Áhugamálin eru náttúran, útivist og börnin. Svo er ég í námi til kennsluréttinda.“ FJÖLSKYLDA Kristján Ingi Arnarsson, f. 1988, byggingatæknifræðingur og umsjónar- maður framkvæmda hjá Dalabyggð. Börn þeirra eru Viðar Örn, f. 2015, Katla Dís, f. 2018, og Óðinn Sær, f. 2021. Foreldrar Svanhvítar eru Viðar Karlsson, f. 1968, rekstrarhagfræðingur og vinnur hjá Eimskipafélaginu, bús. í Reykja- vík, og Bryndís Jóna Jónsdóttir, f. 1971, lektor við HÍ og núvitundarkennari hjá Núvitundar- setrinu, bús. í Hafnarfirði. Svanhvít Lilja Viðarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Flas er ekki til fagnaðar og það á svo sannarlega við um þá aðstöðu sem þú ert í núna. Brostu og ekki hlusta á neinn sem reynir að draga þig niður. 20. apríl - 20. maí + Naut Það hefur verið mikið álag á þér að undanförnu svo þú hefðir gott af því að komast út úr bænum um helgina. Trúin flytur fjöll. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér sárna ummæli sem falla í samtali innan fjölskyldunnar. Þú ert á leið á stefnumót næstu daga. Það á eftir að hafa meiri áhrif á líf þitt en þig grun- ar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þetta er ekki rétti tíminn til að efast um eigið ágæti. Einn dagur úti í náttúrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Láttu ekki neikvæðan samstarfs- félaga draga þig niður. Taktu þátt í ein- hvers konar hópstarfi um helgina. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Sýndu sjálfsöryggi og þá munu aðrir sjá þig í jákvæðu ljósi. Þú getur ekki breytt fortíðinni. Þú færð mörg prik fyrir hjálpsemi þína við nágrannann. 23. sept. - 22. okt. k Vog Notaðu daginn til þess að vera með vinum þínum. Þú þarft líklega að brjóta odd af oflæti þínu í dag. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ferðalög og frekara nám er ekki ólíklegt á næstu mánuðum. Þú þarft ekki alltaf að eiga síðasta orðið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Næg hreyfing heldur andlegu hliðinni í jafnvægi. Flestir þurfa að byrja smátt, og það á einnig við um þig. Ekki vinna myrkranna á milli. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hlutir hverfa oft fyrirvaralaust svo þú skalt hafa auga á þeim sem þér er sárt um. Það er alger óþarfi að verða mosavaxinn á einum stað. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er mikil kúnst að bregð- ast rétt við óvæntum tíðindum. Það lifir enginn á loftinu, þú ættir kannski að fara að líta í kringum þig. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Metnaður þinn er mikill og það sér fólk. Passaðu þig að springa ekki á limminu. Það rennur upp fyrir þér ljós varðandi gamalt leyndarmál. Fyrst var ég mikið í að vinna í ný- sköpunarumhverfinu og bæta það. Svo kom CRI-tíminn og þá var ég að vinna innan sprotafyrirtækis og byggja það upp. Núna er ég síðan að vinna fjárfestamegin, eða eigenda- megin, þar sem við erum að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Ég er mjög hefur ætíð verið verðmætasköpun hvort sem er á sviði vöruþróunar, fjármögnunar, sölu, tækni, sjálf- bærni eða stjórnarhátta til hagsbóta fyrir umhverfið, atvinnulíf og starfs- fólk til jafns. Frá því að ég kom í sprotageirann árið 2011 hef ég unnið að þrenns konar meginþemum. M argrét Ormslev Ás- geirsdóttir fæddist 10. desember 1981 í Reykjavík. „Ég fæddist í Vestur- bænum og bjó fyrstu árin á Kvist- haga 5, sem var byggt af Páli afa mínum og Björgu ömmu, og var nokkurs konar fjölskylduhús en þar bjuggu nokkur systkina pabba. Mamma og pabbi byggðu hús í Beykihlíð 11 og var frábær sam- gangur milli granna. Við lékum okk- ur í körfubolta, einni krónu, vorum með sumargrill og svo var „lakkrís- tré“ í garði nágrannans. Það var mik- ið leikið í Nauthólsvík og Öskjuhlíð löngu áður en Perlan eða sund- aðstaða varð til.“ Margrét æfði hand- bolta með Val og dans. Margrét, sem er nú oftast kölluð einfaldlega Magga, gekk í Hlíðaskóla þar sem hún varð dúx og lauk stúd- entsprófi frá náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík 2001 þar sem hún hlaut ágætiseinkunn og ýmsar viðurkenningar. „Í MR kynnt- ist ég manninum mínum. Svo fór ég til Vestmannaeyja, en hann er þaðan, að vinna í Vinnslustöðinni það sum- arið og eignaðist þar góða vini. Mér hefur alla tíð síðan þótt einkar vænt um Eyjar og farið á nokkrar Þjóð- hátíðir áður en við eignuðumst börn- in og síðan einnig farið með börnin á Þjóðhátíð þar sem þau skemmtu sér konunglega.“ Margrét er með B.Sc.- gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2005, M.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 2011 og M.Sc.- gráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá School of Renewable Energy Science 2010 þar sem hún fékk full skólagjöld í styrk og styrk úr orku- sjóði Landsvirkjunar. Margrét vann á leikskólanum Sól- borg 2000-2002, Verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns (nú Mannviti) 2003-2007, Landsbankanum 2007- 2014, var fjármálastjóri og síðan framkvæmdastjóri fjármála, rekst- urs og mannauðs hjá Carbon Recycl- ing International (CRI) frá 2015, síð- an aðstoðarforstjóri þar frá 2019. Frá 2021 hefur Margrét verið fjár- festingastjóri hjá Brunni Ventures. „Rauður þráður í mínu námi og starfi þakklát og stolt yfir öllum þessum verkefnum og samstarfsfólki mínu gegnum árin.“ Margrét hefur komið fram víða til að tala um nýsköpun og grænar lausnir. „Mér er í mun að vel sé að umhverfinu staðið og finnst fátt skemmtilegra en að vinna að því að þoka málum áfram og vinna með sprotafyrirtækjum. Mér finnst sér- staklega frábært hversu mikla at- hygli grænar lausnir eru loks að fá eftir margra ára baráttu fyrir mis- daufum eyrum: Má segja að ég sé einstaklega lánsöm að fá að vinna við nýsköpun sem mér þykir skemmtileg og er í raun einnig eins konar áhuga- mál mitt. Meðfram starfi í fyrirtækjum hef ég lagt mitt af mörkum í samtökum, nefndastarfi, viðburðum og verk- efnum í atvinnulífinu til að breyta rekstrarumhverfi fyrirtækja til að þau geti vaxið og dafnað frá Íslandi.“ Margrét sat í fjárfestingaráði Frum- taks 2011-2014, var stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja á vegum Samtaka iðnaðarins (SI) 2015-2020, hún hefur setið í framleiðsluráði SI frá 2017, sat í stjórn SI 2020 og há- skólaráði HR 2020, hefur setið í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna frá 2020 og verið stjórnarformaður Tækniseturs frá 2021. Hún situr Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir fjárfestingastjóri – 40 ára Fjölskyldan „Við erum þarna á Siglufirði, en þaðan er tengdapabbi ættaður og hluti fjölskyldu hans býr þar enn. Reynum að fara reglulega þangað.“ Bæði ævistarf og áhugamál Afmælisbarnið Margrét á Iðnþingi 2020.Hjónin Stödd á Þjóðhátíð árið 2019. Til hamingju með daginn Búðardalur Óðinn Sær Krist- jánsson fæddist 18. apríl 2021 kl. 02.07 á Landspítalanum. Hann vó 4.260 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Svanhvít Lilja Viðarsdóttir og Kristján Ingi Arnarsson. Nýr borgari Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-16 TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN Vanilla sett teg: 3721 Stærðir S-4XL Verð 13.990kr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.