Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
@CliffordMovie
CliffordMovie.com
#CliffordMovie
ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ ELSKAR HANN
ÞVÍ STÆRRI VERÐUR HANN.
KEMUR Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU TALI
10. DESEMBER
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
SÝNDMEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI
JÓLAMYND
Í dalverpinu í miðju Seljahverfi og
við hlið Ölduselsskóla er reisuleg
vinnustofa og heimili Hallsteins Sig-
urðssonar myndhöggvara. Um-
hverfis vinnustofuna, sem er við
enda Ystasels, sitja margir skúlptúr-
ar hans á stöplum og setja mikinn
svip á umhverfið.
Hallsteini fellur sjaldan verk úr
hendi og áhugavert er að heimsækja
hann á vinustofuna og fræðast um
myndverkin sem hann vinnur að.
Þótt hann hafi undanfarið glímt við
vanheilsu og búi nú í Seljahlíð,
skammt þar frá, þá er Hallsteinn á
vinnustofunni alla daga og þegar
blaðamaður lítur inn er hann að
leggja lokahönd á afsteypur nokk-
urra sinna helstu verka.
„Þetta er Ægir,“ segir Hallsteinn
og klappar á koll eins verksins. „Og
hér er Óðinn,“ bætir hann við og
snýr einu steypta verkinu svo guð-
inn eineygði sjái komumann.
Hallsteinn segist síðan hafa lengi
smíðað skúlptúra úr járni og sýnir
nokkur nýjustu járnverkin sem eru
þar á gólfinu. Eitt þeirra byggist á
tékkneskri dráttarvél sem Hall-
steinn kynntist þegar hann var
strákur í sveit hjá föðurbræðrum
sínum í Borgarfirði en þeir og faðir
Hallsteins voru bræður Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara. „Þeir
gáfu þessum traktor nú ekki háa ein-
kunn,“ segir Hallsteinn og hlær.
„Þessi verk hér,“ segir hann svo
og rennir hendi eftir bogamynduðu
formi járnskúlptúra þar við hliðina,
„byggjast á formum þekkts óperu-
húss sem ég hef sjálfur bara séð á
ljósmynd.“ Og ekki fer á milli mála
að þar á hann við Óperuhúsið í
Sydney sem Jørn Utzon teiknaði.
Þegar við ræðum svo fjölbreytileg
verkin sem sitja hátt á vegg bendir
hann á eitt og segir það hafa verið
tillögu að altaristöflu fyrir Kópa-
vogskirkju en hafi ekki verið valin.
„Þó að mér hafi nú verið bannað
að gera ýmislegt vegna heilsuleysis,
eins og að keyra bíl, þá held ég alltaf
áfram að vinna hér,“ segir Hall-
steinn svo. „Og ég hef sannreynt
það, eins og ég vissi vel áður, að
járnsmiðir eru afskaplega greiðvikn-
ir menn og ég hef fengið góða aðstoð
nokkurra þeirra við þessi nýju verk.
En galvaniseringin kostar sitt.“ Og
til að ná endum saman við þann
verkþátt hefur Hallsteinn ákveðið að
reyna að selja nýju afsteypurnar,
sem hann hefur raðað á langt borð.
Allir sem áhuga hafa á eru velkomn-
ir að skoða en Hallsteinn er alltaf á
vinnustofunni eftir hádegi.
„Þessi þarna er til dæmis á
Keldnaholti, fjögurra metra há, og
annað eintak er á svæðinu mínu í
Gufunesi,“ segir hann og bendir á
eina afsteypuna. „Og þessi er
þriggja metra há í Gufunesi. Þetta
eru afsteypur af upphaflegu verk-
unum sem ég gerði áður en ég gerði
stóru útgáfurnar.“ efi@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Myndhöggvarinn Hallsteinn Sigurðsson sýnir gestum nýjar afsteypur verka sinna á vinnustofunni.
„Járnsmiðir eru afskap-
lega greiðviknir menn“
- Nýjar afsteypur Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara
Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir
hlaut hin virtu Ivors-tónskálda-
verðlaun fyrir viðamikið tónverk
en tilkynnt var um val dómnefndar
þessara árlegu verðlauna við at-
höfn í British Museum í London í
gær.
Verðlaunin hlýtur Anna fyrir
tónverkið Catamorphosis. Það var
frumflutt í janúar síðastliðnum af
Berlínarfílharmóníunni undir
stjórn Kirills Petrenkos en verkið
var pantað í sameiningu af Berl-
ínarsveitinni, Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, Fílharmóníuhljómsveit New
York-borgar og Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Birmingham. Þetta verk
Önnu hefur hlotið mikið lof, meðal
annars í dagblaðinu The Guardian
þar sem sagt er að í því sé skapaður
„algjörlega sannfærandi tónlistar-
heimur“. Eva Ollikainen stjórnaði
frumflutningi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands á tónverkinu í júní.
Morgunblaðið/Hari
Tónskáldið Verk Önnu Þorvaldsdóttur vekja athygli víða um lönd.
Anna hreppti hin virtu
Ivors-tónskáldaverðlaun
Hinn áhrifamikli reggíbassaleikari frá Jamaíku, Robbie
Shakespeare – helmingur hryndúettsins Sly & Robbie –
er látinn, 68 ára gamall. Ferill Shakespeares spannaði
nær hálfa öld en hann sló í gegn í samstarfi við trymbil-
inn Sly Dunbar og léku þeir saman á fjölda upptaka með
ólíkum tónlistarmönnum í mörgum löndum. Í nýlegri
samantekt Rolling Stone-tímaritsins er Shakespeare í
17. sæti yfir bestu rafbassaleikarana. Meðal listamanna
sem Shakespeare vann með má nefna Madonnu, Bob
Dylan, No Doubt, Peter Tosh, Rolling Stones og Grace
Jones. Þá var hann einnig eftirsóttur upptökustjóri.
Bassaleikarinn Robbie Shakespeare allur
Robbie
Shakespeare
Frumsýningu Þjóðleikhússins á Framúrskarandi vin-
konu í leikstjórn Yael Farber, sem vera átti jólasýning
leikhússins, hefur verið frestað fram í miðjan janúar. Í
tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir Magnúsi Geir
Þórðarsyni leikhússtjóra að frumsýningunni sé frestað
vegna gildandi sóttvarnareglna. „Gerð verða tvö hlé á
sýningunni og við höfum orðið vör við mikinn áhuga
leikhúsgesta á að gera enn meira úr leikhúsheimsókn-
inni með því að njóta ljúffengra ítalskra veitinga í
hléum, en slíkt er ekki heimilt nú. Við viljum gera gest-
um okkar kleift að njóta þessarar einstöku leikhúsveislu
til fulls, og höfum því ákveðið að fresta frumsýningu í þeirri von og trú að
sóttvarnareglur verði ekki jafn íþyngjandi í upphafi nýs árs.“
Framúrskarandi vinkonu frestað
Magnús Geir
Þórðarson