Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 32
DURANCE JÓLAILMUR 2021 MODULAX HÆGINDA- STÓLAR RAFSTILLANLEGIR HLEÐSLUSTÓLAR – FALLEG HÖNNUN OG ÞÆGINDI STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI FULLKOMIN ÞÆGINDI um jólin Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Menningarhópurinn Druslubækur og doðrantar býður til aðventukvölds með upplestrum og tónlist í sam- komusal kvennaheimilisins Hallveigarstaða á Túngötu 14 í kvöld kl. 20. Hópurinn hefur áður skipulagt bók- menntaupplestra í aðdraganda jóla en að þessu sinni verður sjónum eingöngu beint að verkum kvenna. Fram koma höfundarnir Arndís Þórarinsdóttir, Erla E. Völu- dóttir, Eva Rún Snorradóttir, Fríða Ísberg, Hildur Knúts- dóttir, Kamilla Einarsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Sigrún Pálsdóttir. Auk þess leika tónlistarkonurnar Stína Ágústsdóttir og Sunna Gunnlaugs nokkur lög. Menningarhópurinn Druslubækur og doðrantar með aðventukvöld FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. ÍR-ingar lyftu sér af fallsvæðinu í Subway-deild karla í körfuknattleik með sigri á Grindvíkingum, 79:72, í Selja- skóla. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur ÍR unnið tvo leiki á heimavelli að undanförnu og er nú í 9. sæti. Ís- landsmeistararnir í Þór Þorlákshöfn fóru upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar með 14 stig með örugg- um sigri á KR, 101:85. Keflavík á leik til góða. Grindavík gat einnig jafnað með Keflavík en tókst ekki. »26 ÍR lyfti sér af fallsvæðinu og Þór fór upp að hlið Keflavíkur á toppnum ÍÞRÓTTIR MENNING mér finnst ég alltaf þurfa að koma góðum hlutum á framfæri.“ Sannleikurinn er sagna bestur er ekki aðeins orðatiltæki heldur skiptir þetta alla alltaf miklu máli. „Unglingurinn vinnur virðingu og traust foreldranna ef hann segir alltaf sannleikann og þeir meta það þegar mistök eiga sér stað,“ segir Þorgrímur. Hann hefur nú gefið út 44 bækur og haldið fyrirlestra fyrir um 62.000 unglinga í 10. bekk auk fjölda krakka í 5.-7. bekk. Hann segist alltaf ná vel til nemenda, því hann sé ekki aðeins nýr gestur í skólanum hverju sinni heldur kunni nemendur að meta uppbrot annað slagið. „Ungmenni á þessum aldri skynja heiðarleika og ég lít á mig sem jafningja þeirra. Ekkert fals er í gangi og þess vegna meðtaka þau það sem ég hef fram að færa.“ Fyrirlestrarnir hafa verið skólum að kostnaðarlausu. Þorgrímur seg- ist halda áfram að boða fagnaðar- erindið á meðan fyrirtæki styrki framtakið, en N1 og Brim hafi styrkt sig um árabil og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð. „Það er gott að blanda fyrirlestrum og bóka- skrifum saman með það að leiðar- ljósi að þú skapar þína eigin vel- gengni með því að lifa lífinu núna og vanda þig.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífið getur verið dásamlegt og í fyr- irlestrum sínum fyrir grunnskóla- krakka um allt land hefur Þor- grímur Þráinsson lagt áherslu á mikilvægi þess að þeir efli sjálfs- traustið til þess að njóta lífsins sem best og að hver sé sinnar gæfu smiður. „Þú færð ekki sjálfstraust í jólagjöf heldur byggir það upp á litlu hlutunum dags daglega,“ segir hann. „Litlu hlutirnir og að koma fallega fram við alla eru lykilatriði.“ Jákvæði boðskapurinn er aldrei fjarri þegar Þorgrímur er annars vegar og nýlega sendi hann frá sér tvær bækur um málefnið sem er honum svo kært. Tunglið, tunglið taktu mig er hugsuð fyrir 12 ára og yngri og lífsleikni- og sjálfstyrking- arbókin Verum ástfangin af lífinu er byggð á fyrirlestrum sem höfundur hefur haldið fyrir 10. bekkinga um allt land undanfarin 13 ár, höfðar til þeirra og ekki síður til þeirra sem eldri eru, því góð vísa er aldrei of oft kveðin. Endurtekningin mikilvæg „Ég endurnýja mig stöðugt sem fyrirlesara og því er ekki allt í bók- inni sem ég hef fjallað um, en þar er líka annað mikilvægt sem ég tala ekki lengur um,“ segir Þorgrímur. Sömu heilræðin komi samt fyrir aft- ur og aftur og það sé meðvitað. „Endurtekningin skapar meist- arann,“ útskýrir Þorgrímur í for- mála og áréttar í spjalli. „Litlir hlut- ir skapa stóra sigra.“ Undir það falli til dæmis að vakna fyrr á morgn- ana, búa um rúmið, vaska upp, fara út með ruslið, fara á æfingu, lesa tíu blaðsíður í bók, sýna náungakær- leik. „Þegar þessu er sinnt líður manni betur, sjálfstraustið eykst og gengið verður betra,“ leggur hann enn og aftur áherslu á. „Þemað í fyrrnefndu bókinni er svipað og það sem ég hef verið að tala um við yngri nemendur,“ segir Þorgrímur og vísar til mikilvægis vináttunnar, að taka tillit til ann- arra, hjálpa minnimáttar, njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir eldri kynslóðum. „Það er mjög ríkt í mér að fjalla um þessi málefni og Lífið og sjálfstraustið - Þorgrímur sendir frá sér tvær jákvæðar og hvetjandi bækur - Sannleikurinn eflir traust og virðingu Morgunblaðið/Eggert Afkastamikill Þorgrímur Þráinsson hefur gefið út 44 bækur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.