Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 1

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 296. tölublað . 109. árgangur . jolamjolk.is Hurðaskellir kemur í kvöld dagar til jóla 7 FAGURT GALAÐI FUGLINN SÁ! SÁTU FYRIR SVÖLU ÞRJÚ LÖNG FERÐALÖG Á NÆSTA ÁRI ÆTLA AÐ SJÁ JÓLAGESTI BJÖRGVINS 11 KARLALANDSLIÐIÐ 2022 35TEXTI, TEIKNINGAR OG HLJÓÐ 37 Varðskipið Freyja og dráttarbát- urinn Hamar voru kölluð út í gær- kvöldi vegna grænlensks fiskiskips sem strandaði við Gerðistanga und- an Vatnsleysuströnd um sjöleytið, hálfum kílómetra frá landi. Engin hætta var talin steðja að skipinu né áhöfn þess en 19 manns voru um borð. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í loftið til að kanna aðstæður á strandstað og varð ekki vör við olíu. Eftir að áhöfnin ráðfærði sig við vettvangsstjórn á staðnum var sveit- in send aftur inn á flugvöll þar sem hún var í viðbragðsstöðu. Þá voru björgunarsveitir slysavarnafélags- ins Landsbjargar einnig til taks á svæðinu. Í samtali við blaðamann í gær sagði Ásgeir Erlendsson upplýs- fimm, og hugðist Landhelgisgæslan taka fiskiskipið í tog um það leyti. Freyja var nýkomin úr verkefni þegar útkallið barst og var því á hár- réttum stað, að sögn Ásgeirs. Gat áhöfnin því brugðist skjótt við og hafið björgunaraðgerðir strax. ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar að aðstæður á strandstað væru ágætar, aflandsvindur og ekki mikill sjógangur. Þá átti vind að lægja eftir því sem leið á nóttina. Gert var ráð fyrir flóði um miðja nóttina, eða í kringum klukkan Morgunblaðið/Eggert Nítján um borð í strönduðu skipi - Grænlenskt fiskiskip strandaði 500 metra frá landi - Varðskipið Freyja var sent á vettvang 430 milljón króna aukið fjárframlag til Ríkisútvarpsins hafði ekki áhrif á skerðingu styrkja til einkarekinna fjölmiðla að sögn Lilju Daggar Al- freðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hún segir styrkina ekki tengda og að innbyggt tekjumódel Rúv. hafi vald- ið þessari þróun. Rekstraraðilar einkarekinna fjöl- miðla voru margir síður en svo sátt- ir þegar að fjárlagafrumvarp til næsta árs var kynnt. Þar kemur fram að styrkir til fjölmiðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta millj- ónir. Krafan um aðhald náði þó ekki til allra fjölmiðla en framlög úr rík- issjóði voru stóraukin til Rúv. Nam aukningin 8% eða um 420 milljónum króna. Telur því heildar framlagið til miðilsins ríflega fimm milljarða króna. Ekki sátt við þróunina Þess ber að geta að aukningin til Ríkisútvarpsins nemur meira fjár- magni en upphæðin sem allir einka- reknir miðlar fá í sinn hlut sem er um 384 milljónum króna samtals. „Þetta er auðvitað ekki tengt. Rúv hækkar vegna þess að það eru fleiri sem greiða afnotagjöldin en þeir voru færri á síðasta ári,“ segir Lilja spurð út í fjárlagafrumvarpið, og bætir við lækkun styrkja til einkarekinna miðla megi rekja til aðhaldskröfu sem lögð var á mál- efnasvið 18 og 19 sem miðlarnir heyra undir. Lilja kveðst þó ekki sátt við þessa þróun og segir hana ástæðu til að rýna betur í hvernig ríkisfjármálin séu hugsuð með hliðsjón af fjár- framlögum til fjölmiðla. hmr@mbl.is Aukin framlög til Rúv. tengist ekki öðrum miðlum - Styrkir til einkarekinna fjölmiðla lækka um 2% í fjárlögum Eyþór Arnalds hafnar því að hann standi að baki tillögu um leiðtogaprófkjör og uppstillingar í önnur sæti fram- boðslista fyrir borgarstjórn- arkosningar. „Aðferðin við val á lista er á valdi fulltrúaráðsins og óviðeigandi að ég tjái mig um hana,“ segir Eyþór í samtali við Morgunblaðið. „Við sjálfstæðis- menn erum óhræddir við lýðræðið og alltaf tilbúnir í kosningar. Sjálf- ur tel ég rétt að halda prófkjör og vil fá skýrt umboð sjálfstæðis- manna í Reykjavík til þess að leiða listann, alveg burtséð frá því hvaða háttur er hafður á.“ »16 Eyþór vill skýrt umboð í prófkjöri Eyþór Arnalds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.