Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 4

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Innan við vika er í að núverandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir inn- anlands renni út, eða þann 22. des- ember. Ekki er ljóst hvað tekur við, en þegar Willum Þór Þórsson, ný- skipaður heilbrigðisráðherra, fram- lengdi síðast sóttvarnaaðgerðirnar kvaðst hann binda vonir við að hægt yrði að slaka á takmörkunum fyrr. 171 innan- landssmit greind- ist þarsíðasta sól- arhring af þeim fjögur þúsund sýnum sem voru tekin en slíkur fjöldi hefur ekki greinst frá því 22. nóvember. 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa stóð í gær í 468,8. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir hefur nýlega lýst yfir áhyggjum af því að yfirstandandi bylgja sé aftur á uppleið og þykir því ólíklegt að slakað verði á takmörk- unum áður en núverandi reglugerð rennur sitt skeið. Fólk á ferð og flugi fyrir jól Að sögn Þórólfs hafa mörg hóp- smit komið upp þessa dagana sam- hliða auknum samkomum og hefur hann áhyggjur af því að sóttvarnir séu ekki í hávegum hafðar. „Það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun, sér- staklega ef við horfum til þess hvernig þetta hefur þróast á hinum Norðurlöndunum þar sem þetta er að rjúka upp í miklum veldisvexti,“ sagði Þórólfur við blaðamann í gær. Hann telur núverandi aðgerðir innanlands ekki hafa borið tilskildan árangur enda sé mikið rót og blönd- un á fólki á þessum tíma árs. Er jafnframt hátt hlutfall þeirra sem greinast börn en mikið er að gerast í kringum skólana í aðdraganda jólanna. Segir Þórólfur um helming þeirra smita sem hafa greinst und- anfarna daga vera hjá fólki utan sóttkvíar. Enn að skoða áhrif Ómíkron Samhliða þessu hefur nýtt af- brigði kórónuveirunnar, Ómíkron, greinst í auknum mæli hérlendis og erlendis, en heilbrigðisyfirvöld víða um heim eru enn að meta hvernig bregðast eigi við afbrigðinu. Þótt þekking á Ómíkron hafi auk- ist talsvert undanfarna daga er enn margt óljóst varðandi hegðun og eig- inleika þess. Fyrstu niðurstöður rannsókna frá Suður-Afríku vísa til að afbrigðið valdi vægari einkennum en Delta- afbrigðið og að bóluefni veiti góða vörn gegn því. Þá hafa mun færri verið lagðir inn á gjörgæslu vegna veikinda af völdum Ómíkron, sam- anborið við Delta. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, telur varasamt að yfir- færa rannsókn sem framkvæmd var í Suður-Afríku á lönd þar sem aðrar faraldursfræðilegar aðstæður hafi skapast. Hafi til að mynda ónæmi vegna fyrri smita verið nokkuð mik- ið í Suður-Afríku þar sem geisað hafa miklar smitbylgjur. Auk þess hafi Beta-afbrigði veirunnar verið útbreitt þar í landi sem hafi sameig- inlega eiginleika með Ómíkron og eru því margir með náttúrulegt mót- efni eftir fyrri smit þar. „Þess vegna held ég að það sé ekki hægt að gefa sér það, alla vega á þessum tímapunkti, að reynslan frá Suður-Afríku sé fullkomlega yfir- færanleg á Evrópu og Norður- Ameríku,“ segir Magnús. Telur hann því áhyggjur af þróun faraldursins, meðal annars á Norð- urlöndunum þar sem aðgerðir hafa verið hertar verulega rétt fyrir jól, réttmætar og að jafnvel hafi verið gripið of seint í taumana. Óljóst með takmarkanir yfir jól - Þórólfur segir síðustu takmarkanir ekki hafa borið tilskildan árangur - Ómíkron veldur mögu- lega vægari einkennum en erfitt að yfirfæra rannsókn í Suður-Afríku hingað til lands og á Evrópu 175 150 125 100 75 50 25 0 187 ný innanlands- smit greindust sl. sólarhring Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí 1.478 erumeð virkt smit og í einangrun2.252 einstaklingar eru í sóttkví 13 einstaklingar eruásjúkrahúsi, þaraftveirágjörgæslu 36hafa látist, þar af einn einstaklingur sl. föstudag Staðfest smit 7 daga meðaltal Fjöldi innlagðra á LSH með Covid-19 smit 154 32 13 Heimild: covid.is júlí ágúst september október nóvember des. 133 187 Þórólfur Guðnason Mikil aðsókn hefur verið í hraðpróf í aðdraganda jólanna í takt við aukin viðburðarhöld og fleiri samkomur. Þegar mest lét voru um sex þúsund sýni tekin á einum sólarhring og gerðist það fyrr í mánuðinum. Samhliða aukinni aðsókn hafa langar raðir myndast fyrir utan sýna- tökustaði en uppbókað er á ýmsum hraðprófsstöðvum í dag og á morg- un. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þó nóg eftir af plássum í hraðpróf á Suður- landsbrautinni í dag og á morgun. „Við höfum líka alltaf aukið við en þá þarf fólk að bíða lengur. Við fylgj- umst með því og bætum bara í en það eru takmörk fyrir öllu. Við erum ekki með endalaust af starfsfólki eða pláss hér fyrir utan fyrir bíla. En við höfum reynt okkar besta til að láta alla komast að,“ sagði Ingibjörg Sal- óme við blaðamann í gær. Aðsókn í hraðpróf aukist samhliða fleiri viðburðum NÓG EFTIR AF PLÁSSUM Í HRAÐPRÓF Á SUÐURLANDSBRAUT Ljósmynd/Guðrún Selma Sigurjónsdóttir Hraðpróf Langar raðir hafa myndast fyrir utan sýnatökustaði á höfuðborgarsvæðinu. Víða er uppbókað í dag og á morgun í hraðpróf en lausir tímar standa þó enn til boða. Ákveðið var að efna til prófkjörs laugardaginn 26. febrúar 2022 fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Framboðsfrestur er til 17. janúar 2022. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er útlit fyrir töluverða uppstokkun á lista flokksins á Sel- tjarnarnesi. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri hefur gefið út að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri og verður oddvitasætið því laust. Í gær gaf Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræð- ingur, forseti bæjarstjórnar og formaður bæj- arráðs, út að hann ætli að bjóða sig fram í oddvitasætið í prófkjöri flokks- ins en hann skipaði annað sæti í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum. Magnús starfar sem forstöðumaður hjá sjóðastýringarfélaginu Stefni hf. Í tilkynningunni segir Magnús að hann leggi áherslu á lága skatta, hagkvæman rekstur, skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig og forgangsröðun framkvæmda. Segir hann að Seltjarnarnesbær hafi notið þeirrar gæfu í gegnum árin að gera hlutina skynsamlega og vel í stað þess að framkvæma um efni fram. Aðrir hafa ekki tilkynnt um fram- boð sitt í oddvitasætið. Magnús vill leiða Seltjarnarnes - Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi halda prófkjör í febrúar Magnús Örn Guðmundsson Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Bjarna Torfa Álfþórsson- ar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, að styðja hækkun á útsvari. Fé- lagið segir Bjarna svíkja loforð sem bæjarbúum voru gefin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi. „Grunnatriðið í áætlun meirihlut- ans fyrir árið 2022 var að sýna að- hald í fjármálum á öllum sviðum án þess að leggja þyngri byrðar á bæj- arbúa í formi hærra útsvars. Mikil vinna hefur verið lögð í að ná þessum markmiðum og virtust allir bæjar- fulltrúar flokksins samstíga. Bæjar- fulltrúinn gengur þar með beint gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins og þeim loforðum sem bæjarbúum hafa verið gefin,“ segir í yfirlýsingunni. Þau vinnubrögð sem hér um ræðir eiga ekkert erindi í hóp sem á að vera samstíga og er kosinn til ábyrgðarstarfa á þeim forsendum af stórum hluta bæjarbúa,“ segir í yf- irlýsingunni. Vinnubrögð Bjarna óviðeigandi - Segja Bjarna svíkja loforð - Lýsa yfir miklum vonbrigðum Átök Félagið segir Bjarna ganga beint gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.