Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 11

Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta eru gríðarlega góð viðbrögð og ánægjuleg,“ segir Fannar Jón- asson, bæjarstjóri í Grindavík. Mikil ásókn var í lóðir í nýju hverfi í Grindavík, Hlíð- arhverfi, en í gær var úthlutað lóð- um í fyrsta hluta uppbyggingar hverfisins. Alls bárust 389 um- sóknir um lóðir í fyrsta áfanga en úthlutanir voru 33 talsins. Um var að ræða ein- býlishús á einni hæð, raðhús bæði á einni og tveimur hæðum, parhús og fjölbýli. Mest ásókn var í raðhúsin en 43 umsóknir bárust um eina raðhúsalengju. Vegna þessarar miklu ásóknar var dregið spil um hverja einustu lóð. Leikskóli og verslun í hverfinu „Við erum mjög ánægð með að fá meira en tífaldan fjölda umsókna sem nam lóðum til úthlutunar. Lag- er okkar af lóðum var uppurinn og þetta sýnir að við máttum ekki vera seinna á ferðinni með að koma þessu nýja hverfi í auglýsingu,“ segir Fannar bæjarstjóri. Gatnagerð er að ljúka í Hlíðar- hverfinu og stefnt er að afhendingu lóða 15. janúar næstkomandi. Á svæðinu er að mestu gert ráð fyrir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði, en auk þess er gert ráð fyrir sex deilda leik- skóla og verslun. Íbúðabyggðin verður lágreist, einnar og tveggja hæða sérbýlishús og tveggja til þriggja hæða lítil fjölbýlishús. „Deiliskipulagssvæðinu má skipta í tvennt út frá legu landsins sem hækkar tiltölulega hratt til norð- austurs, því má segja að um sé að ræða tvö hverfi eða íbúðarhúsa- svæði, efra og neðra,“ segir í kynn- ingu á heimasíðu bæjarins. „Gert er ráð fyrir því að hverfið byggist fyrst upp í framhaldi af nú- verandi gatnakerfi og nálægri byggð. Horft var til þess að byggð rísi fyrst þar sem landið er flatara og síðar uppi á hæðinni. Uppbygging mun þó verða háð eftirspurn og að- stæðum í samfélaginu,“ segir þar enn fremur. Geta rúmað 1.400 manns „Í hverfinu verður fjölbreytt flóra af íbúðarhúsnæði og þetta er um það bil þriðjungur af því sem nú er að verða tilbúinn. Fullbyggt geta verið þarna 404 íbúðir sem munu rúma 1.200 til 1.400 manns og við eigum tilbúna hönnun til að stækka hverfið enn frekar síðar,“ segir Fannar bæjarstjóri að endingu. Drógu spil um 33 nýjar lóðir í Grindavík - Hlíðarhverfi byggist upp á nýju ári - Bæjarstjóri ánægður með viðtökur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grindavík Mikil uppbygging er fyr- irhuguð á næsta ári í Hlíðarhverfi. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Svala Björgvins hitti óvænt þýska aðdáendur um liðna helgi. Parið kom til Íslands til að fara á tónlist- arviðburðinn „Jólagesti Björgvins“, sem verða í Laugardalshöll á morg- un, þefaði söngkonuna uppi, þar sem hún var að borða á veit- ingastaðnum Duck & Rose í Austurstræti og færðu henni gjöf. „Þetta var óvænt en skemmti- legt,“ segir Svala. „Allt í einu var bankað á rúðuna og þá sá ég par með viðarplatta með mynd af okkur pabba og nöfnunum okkar. Handa- hreyfingar þeirra bentu til þess að þau vildu að ég kæmi út og skrifaði á plattann. Ég var í miðjum máls- verði, kinkaði kolli og hélt áfram að borða. Þegar ég leit upp aftur sá ég þau ekki og hugsaði með mér að þau væru farin. Því hélt ég mínu striki, borgaði fyrir mig um 40 mín- útum síðar og fór út. Mér til mik- illar furðu hímdu þau í kuldanum upp við vegginn og voru mjög glöð að sjá mig. Þau sögðust vera komin frá Þýskalandi til að fara á „Jóla- gesti Björgvins“, hefðu séð á In- stagram að ég væri á leiðinni niður í miðbæ að fá mér að borða og hefðu ákveðið að láta á það reyna hvort þau fyndu mig.“ Svala áritaði mynd af sér að syngja í Júróvisjón í Úkraínu og platta fyrir parið en þáði annan eins að gjöf. „Þau sögðust vera miklir aðdáendur okkar pabba og ég sagði þeim að þau yrðu að koma baksviðs eftir tónleikana, hitta pabba og fá hjá honun áritun á plattann.“ Stefanie Brehm og Sebastian Schröder eru miklir Júróvisjón- aðdáendur og dýrka Svölu og Björgvin. „„Jólagestir Björgvins“ eru bestu jólatónleikar sem ég hef séð,“ segir Sebastian, sem hefur fylgst með tónleikunum á YouTube og í beinu streymi síðan 2017. „Lagið „Þú komst með jólin til mín“ er uppáhaldslagið okkar og við för- um örugglega að gráta þegar við sjáum Björgvin og Svölu syngja það.“ Sebastian segist hafa gert platta með myndum af Svölu, Björgvini, Eyþóri Inga og Jóhönnu Guðrúnu og komið með þá í þeirri von að fá þá áritaða hjá goðunum. „Reykja- vík er lítill bær og mér fannst lík- legt að ég rækist á þau.“ Hann hafi fyrst fylgst með Júróvisjón þegar hann hafi verið 11 ára 1995 og tengst íslenskri tónlist í keppninni 2003. „Þá byrjaði ég að hlusta á ís- lenska tónlist á netinu og við hlökk- um mikið til tónleikanna, að sjá listafólkið.“ Svala hlakkar til að hitta parið frá Rostock aftur. Þau hafi sýnt sér mikla væntumþykju. „Þetta er ynd- islegt fólk og það verður gaman að syngja aftur fyrir áhorfendur.“ Í miðbænum Svala Björgvins með gjöfina frá Stefanie Brehm og Sebastian Schröder frá Rostock í Þýskalandi. Fundu Svölu í bænum - Þýskt par til landsins vegna „Jólagesta Björgvins“ María Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræð- ingur og leikkona, lést á Landspítalanum 14. desember, 86 ára að aldri. Hún fæddist á Ak- ureyri 9. nóvember 1935 og var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur, píanókenn- ara og húsfreyju, og Guðmundar Guð- mundssonar skip- stjóra. María nam hjúkrun við Hjúkrunarskóla Ís- lands. Að námi loknu starfaði hún um tíma í Bandaríkjunum við hjúkr- un. Hún sneri síðan aftur heim og vann á Kleppsspítala og síðan á Reykjalundi við hjúkrun. María giftist Hauki D. Þórðar- syni, yfirlækni á Reykjalundi, þann 9. nóvember 1977. Dóttir Maríu er Dóra Guðrún Wild og á hún þrjú börn. Haukur átti fjögur börn; Pét- ur, Þórð, Magnús og Gerði Sif. Leiklist var eitt helsta áhugamál Maríu og starfaði hún mikið með Leikfélagi Mosfellssveitar og var lengi í stjórn þess. Leiklistarferill hennar hófst þó fyrir alvöru þegar hún fór á eftirlaun og hætti störfum við hjúkrun. María lék fjölda hlut- verka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum síð- asta aldarfjórðunginn. Hún þótti fara á kost- um sem gamanleik- kona í hinum ýmsu hlutverkum. María var líklega þekktust fyrir hlutverk sín í Steindanum okkar og Steypustöðinni. Ferilskrá hennar í ís- lenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum ber vott um það, eins og kemur fram á Wiki- pedia. Þar eru skráð hlutverk hennar frá 1997-2019. Þau eru:. Perlur og svín (1997), Ungfrúin góða og húsið (1999), Fóstbræður (2001), Stella í framboði (2002), Stelpurnar (2005), Bræðrabylta og Næturvaktin (2007), Heiðin (2008), Steindinn okkar (2010-2012), Heims- endir (2011), A Stunning Perform- ance (2012), Død snø 2 (2014), Ghetto betur (2016), Steypustöðin (2017- 2018) og Áramótaskaup (2019). Einnig lék hún í Áramótaskaupinu 2020 og í stuttmyndinni Órækt sem var frumsýnd á RIFF 2020. Auk þess léði hún fyrirtækinu Steypu- stöðinni rödd sína og las inn á aug- lýsingar þess um árabil. Andlát María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Fannar Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.