Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
Sprellað Skautasvell njóta vinsælda á aðventunni. Nova-svellið á Ingólfstorgi laðar til sín landann og líka ferðamenn í miðbænum, sem spreyta sig hér á skautunum og hafa gaman af.
Kristinn Magnússon
Svo bar til um síð-
ustu mánaðamót að
Bandaríkjaforseti bauð
til ráðstefnu um lýð-
ræði. Mætti ætla að
forsetinn hefði fundið
nýja útflutningsvöru.
Reyndar er það ekki
svo að lýðræði hafi ver-
ið fundið upp í Banda-
ríkjunum. Flestir telja
að Forn-Grikkir hafi
orðað lýðræðishugmyndir fyrstir
manna. Aðrir telja að með stofnun
allsherjarþings á Þingvöllum árið
930 sé hægt að rekja samfellda sögu
lýðræðis í einu landi.
Ein tilraun til þess að skilgreina
hugtakið lýðræði kann að hljóða svo:
- Lýðræði er fyrirkomulag sem
felst í því að valdið er hjá þjóð-
inni með beinni aðkomu þjóðar
eða fulltrúum þjóðar, fulltrúum
sem kosnir eru með reglulegum
og samræmdum hætti.
Kosning fulltrúa til lífstíðarsetu á
löggjafarþingi getur ekki talist lýð-
ræðislegar kosningar.
Þrískipting ríkisvalds í löggjaf-
arvald, framkvæmdavald og dóms-
vald þar sem sjálfstæði hverrar
greinar ríkisvaldsins er tryggð.
Jafnframt er jafnræði þegnanna
grundvallaratriði í framkvæmd lýð-
ræðis.
Sjálfstæð og fyrirsjáanleg úrlausn
dómstóla er forsenda réttarríkisins.
Dómsvaldið má ekki undir nokkr-
um kringumstæðum víkja til ákvæð-
um stjórnskipunarlaga eða sérlaga
til að sjá í gegnum fingur við mis-
vitra valdhafa, jafnvel þótt tíma-
bundið sé. Til þess þarf neyð-
arréttur að vera mjög sterkur.
Þá er það einnig hluti af lýðræðis-
fyrirkomulagi að síðari
valdhafar virði skuldir
og skuldbindingar sem
fyrri valdhafar hafa
stofnað til.
Stjórnskipunarlög
Stjórnskipunarlög,
sem nefnd eru stjórn-
arskrá, eiga sér mun
skemmri sögu en full-
trúalýðræði. Við laus-
lega athugun virðist
mér að bandaríska
stjórnarskráin, samin
árið 1787, staðfest 1788 og virkjuð
1789, hafi verið með fyrstu stjórn-
arskrám. Þrátt fyrir mörg og ítarleg
ákvæði í bandarísku stjórnarskránni
er í raun ekki samræmt kosn-
ingakerfi i landinu. Við það bætist að
forseti ætlaði að ógilda forsetakosn-
ingar með forsetatilskipun.
Slíkt lýðræði er vart til útflutn-
ings.
Í þjóðernishugmyndum 19. aldar
setja þjóðríki sér stjórnskipunarlög,
sem almennt eru kölluð stjórnar-
skrá. Konungur setti Íslandi stjórn-
arskrá árið 1874, einvaldskonungur
var stjórnarskrárgjafinn, og hið
endurreista alþingi fær hlutverk
löggjafarþings eftir að hafa verið
ráðgjafarþing í 29 ár frá endurreisn
Alþingis árið 1945. Nú er þjóðin
stjórnarskrárgjafinn. Í fulltrúa-
lýðræði má vissulega skjóta nýrri
stjórnarskrá undir dóm kjósenda.
Það reyndi fyrst á íslensku stjórn-
arskrána í dómsmáli í deilu um
prentfrelsi árið 1943. Það er ekki oft
sem dæmt er um hvort sett lög sam-
rýmist stjórnarskránni.
Efnahagslegt frelsi þjóðríkja
og einstaklinga
Innocentius páfi taldi að inn-
heimta tíundar samkvæmt tíund-
arlögum Ísleifs biskups hefði ekki
valdið nokkrum manni sálutjóni.
Sama taldi hæstiréttur í dómi frá
2014 í máli um auðlegðarskatt:
- „Sökum þess að löggjafanum
hefur verið játað verulegu svig-
rúmi til ákveða þau sjónarmið
sem búa að baki skattlagningu
og að teknu tilliti til þess að
auðlegðarskattur er tímabund-
inn er ekki næg ástæða að líta
svo á að með þeim mun á skatt-
leysismörkum, sem gerður er í
ákvæðum til bráðabirgða
XXXIII og XLVII, sé brotið
gegn 65. gr., sbr. 1. mgr. 72. gr.,
stjórnarskrárinnar.“ Hér er
Hæstiréttur kominn nokkuð
nærri dómi Innocentiusar páfa
um tíund og sálutjón, níu öldum
fyrr.
Það er álitamál hvort og þá hve-
nær Hæstiréttur getur vikið grund-
vallarkröfum til hliðar, þótt tíma-
bundið sé, og hafnað öllu jafnræði
þegna og horfið frá fordæmi í öðrum
dómum. Slíkt er ekki fyrirsjáanleiki,
miklu fremur skapandi lagatúlkun.
Með því er átt við að andlag til
auðlegðarskatts var hlutdeild í eigin
fé hlutafélaga, þar sem skattþegn
var hluthafi, enda þótt sami dómstóll
hafi í dómi frá 2010 fullyrt að hlut-
hafinn eigi aðeins hlutabréfið en eigi
enga hlutdeild í óskiptri sameign
hlutafélags.
Frjálst sparifé og
óstjórnlegar ríkisskuldir
Einstaklingar eru sviptir efna-
hagslegu frelsi með því að gera þeim
ekki kleift að eignast frjálst sparifé.
Einstaklingar geta notfært sér verð-
bólguástand með því að stofna til
skipulegra skulda og aukið velsæld
sína. Þjóðríki sem rekið er með
stjórnlausum fjárlagahalla sviptir
sig efnahagslegu frelsi. Þjóðríki
geta einnig rýrt skuldabyrði sína
með því að hafa skipulega verð-
bólgu.
Alþýðulýðveldið Kína er stærsti
eigandi bandarískra ríkisskulda-
bréfa, sem hafa orðið til við óstjórn-
legan fjárlagahalla vegna styrjaldar-
reksturs. Alþýðulýðveldinu var ekki
boðið til framangreinds fundar um
lýðræði, enda nærri því að svipta
Bandaríkin efnahagslegu frelsi.
Verðbólga til að svipta
efnahagslegu frelsi
Langvarandi verðbólga sviptir
einstaklinga efnahagslegu frelsi.
Hér hefur sú lenska verið við lýði að
verðleiðréttingar á mælieiningunni
krónu eru metnar til tekna og skatt-
lagðar. Ekki er gerð nokkur tilraun
til að meta raunskattlagningu þegar
verðbætur eru skattlagðar sem
vextir. Vextir eru eignaaukning en
það eru verðbætur ekki.
Er lýðræði gallað?
Sá galli kann að vera á lýðræðinu,
hvort heldur beinu lýðræði eða full-
trúalýðræði, að 51% þegna getur
lagt verulegar kvaðir á 49% þegna.
Þannig getur 51% stofnað til
skulda sem 49% er ætlað að greiða.
Með sama hætti geta valdhafar
stofnað til skulda sem síðari kyn-
slóðum er ætlað að greiða og svipt
þannig komandi kynslóðir efnahags-
legu frelsi.
Nú geta 45% alþingismanna, með
34% kjósenda að baki sér, með
litlum stuðningi landsbyggðarfólks
sem er nýflutt á mölina, skuldbundið
66% kjósenda með 55% hlutdeild á
Alþingi. Vægi atkvæða er alls ekki
jafnt í lýðveldinu Íslandi. Slíkt lýð-
ræði er ekki til útflutnings.
Hvenær er lýðræði
til útflutnings?
Lýðræði er því aðeins tækt til út-
flutnings að grundvallaratriði lýð-
ræðisskipunar séu virt í heimalandi.
Lýðræðisveisla Sjálfstæðisflokksins,
sem kallast prófkjör, þar sem aðeins
þóknanleg úrslit eru virt, er ekki til
útflutnings. Kosningaeftirlit þing-
manna slíkra flokka utanlands verð-
ur hlægilegt.
Frjáls maður
„Að vera aungum háður í lífinu, að
þurfa aldrei að sækja neitt til ann-
arra, það er hið sama og að hafa
hlotið manndyggðir í vöggugjöf“:
Það er efnahagslegt frelsi. „Ekkert
er eins dásamlegt á jörðinni og að
hafa verið í dýflissu og frelsast“: Það
er að losna við stjórnlausar skuldir
þjóðar.
Efnahagslegt frelsi einstaklings
með frjálsu sparifé er forsenda lýð-
ræðis. Sú þjóð ein getur flutt út lýð-
ræði, sem tryggir þegnum sínum
frjálst sparifé. Þjóð sem hefur stjórn
á skuldum sínum getur flutt út lýð-
ræði. Lýðræði er mælanleg stærð.
Gleðileg hátíð
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Ég
óska þess að ljós og friður ríki í hug
ykkar og hjarta.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
»Efnahagslegt frelsi
einstaklings með
frjálsu sparifé er for-
senda lýðræðis. Sú þjóð
ein getur flutt út lýð-
ræði sem tryggir þegn-
um sínum frjálst
sparifé.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Lýðræði og efnahagslegt frelsi