Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 18

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 18
» Við ættum að hugsa fallega til allra fátækari þjóða heims. Ég vil óska lands- mönnum að mega hug- hreystast, og reyna að halda úti jólagleði sinni, þótt blikur virðist nú vera á lofti í hern- aðarmálum, á milli Rússlands og Nató, svo sem vegna Úkraínu. Enda virðist vitað mál, að hagvöxturinn og lífskjörin muni halda áfram á uppleið sinni, líkt og sýndi sig líka á kaldastríðs- áratugunum, vegna þess að það byggist á áframhaldandi tækniþróun! Og þó að ekki sé algerlega hægt að útiloka kjarnorkustríð milli kjarn- orkustórvelda, þá sýnir sagan að þau hafi samt getað haldið hagsmunaró sinni varðandi stórfellda beitingu þeirra, og því sé ólíklegt að slíkt muni alfarið skipta sköpun fyrir Ísland! Við ættum því nú að hugsa fallega til allra fátækari þjóða heims, sem og kjarnorkuvopnavelda þeirra, því eðli- legt er að þau, líkt og Rússland nú, gjaldi varhug við Nató-þrýstingi Vesturlanda hinna ríku. Við skulum því minnast góðu hlið- anna á mislyndum þjóðarleiðtogum sem og annarra nú, svo sem: Rúss- lands, Bandaríkjanna, Hvíta- Rússlands, Úkraínu, Kína, Indlands, Pakist- ans, N-Kóreu, Frakk- lands og Bretlands, og vona að þau lönd sjái öll áfram að sér! Jafnvel getur verið, að þótt við séum nú aftur að hljóta martraðar-minningar af kaldastríðs- toga, þá gæti það á endanum orðið já- kvæð áminning um að hægja ekki á okkur í öllum mannúðarmálunum! Um leið skulum við vera tilbúin að kveðja undanhaldandi blessaðan Co- vid-púkann með vonarbrosi. En í hans tíma orti ég þó gleðiljóð sem hét Hamingjan í kófinu og var það svona: Eftir langvinnan faraldur kórónu-drepsóttarinnar hér tek ég aftur gleði mína, og finnst nú, í viku, að ég hafi þó aldrei verið sælli! Ég sem hef þó haft að leiðarljósi að gera alla daga jafn sæla! Þá hlýtur þetta að vera hamingja! Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur. Jólafriðurinn ríki sem lengst! 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is L Opið til 22 til jóla, til 23 á þorláksmessu Vandaðir brennipennar og fræsarar frá PG mini og Pebaro Brennipenni PG Verð 8.880 Brennipenni 30w stiglaus Verð 27.500 Brennipenni 20w Verð 16.790 Fræsari 350st Verð 19.490 Fræsari gler Verð 10.490 Brennipenni 20 aukahlutir Verð 6.450 Brennipenni Pebaro Verð 5.490 Árið 2012 komst sitkagrenitré á Sel- tjarnarnesi í hámæli þegar það tók að skarta rauðum könglum sem voru svo skærir að lit að það var engu líkara en að tréð hefði verið skreytt. Margir furðuðu sig á þessu. Það var hins vegar ósköp eðlileg skýring sem lá að baki. Tréð var að blómstra. Það sem mér þótti áhugaverðast við þetta allt var þó ekki skærrauði liturinn á könglunum heldur sú stað- reynd að það eru einungis kvenkyns sitkagreni sem blómstra svona fal- lega og þá aðeins ef þau hafa náð fimmtugsaldri. Eftir það blómstra þau með reglulegu millibili. Með öðr- um orðum þurftu þessi mögnuðu kventré sinn tíma til að vaxa og þroskast áður en þeim tókst að blómstra í allri sinni dýrð. Allt er fimm- tugum fært! Þessi gamla frétt kom upp í huga minn á dögunum þegar ég fór að velta fyrir mér við hvaða aðstæður það er sem ég blómstra helst og hvað fælist yfirhöfuð í því að blómstra í leik og starfi. Hvenær erum við lík- legust til að detta í flæði, finnast stað- ur og stund renna saman í eitt, vera full innblásturs og orku og skila af okkur bestu vinnunni? Svarið er lík- lega misjafnt fyrir okkur öll en senni- lega er það þegar við erum að vinna á styrkleikunum okkar við eitthvað sem við höfum brennandi áhuga á. Fyrir mig er það m.a. þegar ég er að setja fram og miðla upplýsingum, þekkingu og reynslu í formi kynn- inga, fyrirlestra og námskeiða. Mér finnst fátt skemmtilegra. En við getum ekki alltaf verið í ess- inu okkar. Öll verkefni, hversu skemmtileg sem þau eru, hafa sínar leiðinlegu hliðar. Það má vera að gerð og miðlun þekkingar og upplýsinga sé minn ofurkraftur en reikningagerð og bókhald vegna þeirra námskeiða og fyrirlestra sem ég held er það sann- arlega ekki. Þegar ég vinn í slíkum verkefnum byrja fallegu blómin mín fölna. Og kannski er það ekkert svo slæmt. Blómgun er nefnilega mjög orkufrekt ástand. Meira að segja sitkagrenið blómstrar ekki á hverju ári heldur tekur sér oft hlé í eitt til tvö ár til að byggja sig upp fyrir næsta stórátak. Í náttúrunni er það að blómstra ekki stöðugt ástand heldur hringrásarferðalag. Fræin byrja að spíra þar til vöxturinn kemst á flug. Þá byrjar blómgunin, fyrst hægt en svo af fullum krafti þar til allt iðar af lífi og kallast á við um- hverfið. Því næst byrja ný fræ að myndast og allt útheimtir þetta svo mikla orku að blómin fara að fölna sem endar með því að fræin falla til jarðar. Og eftir að hafa tekið því ró- lega eftir öll átökin og legið í dvala um stund hefst ferlið á ný og áður en langt um líður er allt komið í blúss- andi blóma á ný. Þetta kennir okkur kannski að það er ekki endilega hollt að vera í blómsturham alla daga, allt- af. En hvers vegna gerum við þá svona ríka kröfu á okkur sjálf (og aðra?) að vera alltaf blómstrandi? Að vera alltaf í stuði og með hámarksafköst? Ég hef að minnsta kosti rekið mig á það oftar en einu sinni að ef ég er ekki „móti- veruð“ í drasl eða bara eitthvað illa stemmd, þá fer ég gjarna í niðurrifs- gírinn og fer að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég geti ekki bara verið hress og í dúndurstuði. Hvaða helvítis aumingjaskapur þetta sé eig- inlega. Hættu þessu væli stelpa og rífðu þig upp! (huglægt svipuhögg). Ég hef lúmskan grun um að ein- hverjir séu að tengja. En með þessari nýju opinberun um hringrásarferðalag blómstrunar er ég að átta mig á því að kannski, þegar ég er ekki alveg í húrrandi stuði, er ég bara að sá fræjum, spíra og byggja mig upp fyrir næsta vaxt- ar- og blómgunartímabil, fyrir næsta stórátak. Bara svona eins og sitka- grenisstelpurnar. Eftir Ragnhildi Ágústsdóttur » Með þessari nýju opinberun um hringrásarferðalag blómstrunar er ég að átta mig á því að kannski, þegar ég er ekki alveg í húrrandi stuði, er ég bara að sá fræjum, spíra og byggja mig upp fyrir næsta vaxtar- og blómgunartímabil. Ragnhildur Ágústsdóttir Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi og félagskona í FKA. Að blómstra í leik og starfi Ekki er laust við að upp í hugann komi orð- ið „sýndarmennska“ þegar hlustað er á um- ræðurnar um loftslags- mál hér á landi. Trúa menn því í raun að við Íslendingar höfum ein- hver áhrif á lofthjúp jarðar? Íslenskir ráðamenn héldu til Parísar á 25. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna árið 2015. Í framhaldinu skuld- bundu þeir þjóðina til þess að draga úr mengandi útblæstri um 44% fyrir árið 2030. Reyndar bætti Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra um betur og jók magnið í 55%, sennilega til þess að fylgja ESB. Eitthvað skolaðist jafnræði ríkjanna til. Við eigum að hafa náð markmiði okkar fyrir árið 2030, en þá ætla þær þjóðir, sem mest menga í heild, að hefja niðurskurðinn. Á Ind- landi og Kína búa 2.800.000.000, tvö þúsund og átta hundruð milljónir. Hvað haldið þið að þær þjóðir hefðu verið búnar að draga mikið úr út- blæstri = mengun ef þær hefðu byrjað við sama rásmark og við árið 2015? Ég er nærri því viss um að þá hefðu mælingar á mengun sýnt jákvæðari niðurstöður. Ég á erfitt með að skilja hvernig ráðamenn okkar hugsa. Hvaða til- gangi þjónar það að okk- ar litla samfélag, með 0,4 milljónir íbúa, sé að rembast við að draga úr mengandi útblæstri allt síðan 2015 til þess að „bjarga“ jörðinni á meðan 7.000.000.000, sjö þúsund millj- ónir, manna virðast lítið sem ekkert vera að vinna að niðurskurði á út- blæstri og þær þjóðir nota enn 93% af jarðefnum til orkuvinnslu? Millj- ónaþjóðum hentar best að reikna mengun á einstakling en náttúrunni hentar það ekki. Hún verður varla vör við mengun frá 0,4 milljónum manna en alveg örugglega þegar fjöldinn er orðinn átta þúsund milljónir. Dæmið er því miður ekki rétt sett upp. Hvernig væri að reikna t.d. hve mörgum sinn- um meira súrefni 8.000.000.000 menn taka úr sameiginlega lofthjúpnum til öndunar og menga svo með útöndun en 0,4 milljónir manna? Við erum lán- söm þjóð, búum við nægt vatn og vist- væna orku. En það réttlætir ekki að okkur sé refsað fyrir það, því við erum ekki vandamál jarðarinnar, svo fá sem við erum. Misskiljið mig ekki, ég hvet auðvitað til þess að við höldum áfram að byggja upp vistvænan lífsstíl en ég er ósáttur við að einhver loftslags- sjóður ætli að sekta okkur ef við náum ekki umræddum árangri. En það munar um mengun frá – hvað eigum við að segja – 7.000.000.000 manns. Nýlega er lokið 26. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Frá okkur mættu 50 fulltrúar með um- hverfisráðherra í fararbroddi. Ekki heyrðist mér annað en þeir væru sátt- ir við samkomuna. Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg gaf ráðstefnunni ein- kunnina blablabla og skyldi engan undra. Þar upplýstist að ekkert hefði dregið úr mengandi útblæstri frá lok- um Parísarráðstefnunnar árið 2015 og að Indverjum og Kínverjum hefði tekist að bjarga kolaiðnaði sínum frá banni og olíuríkin náð sama árangri. Í Evrópu búa 750 milljónir manna, sem flestir eru upplýstir um meng- andi orkunotkun. Vandamálið er að þar eru aðeins fimm lönd sem hafa vistvæna orku svo nokkru nemi. Það eru Ísland, Noregur, Svíþjóð, Aust- urríki og Sviss. Íbúar þeirra landa eru hins vegar aðeins um 30 milljónir þannig að lóð þeirra vega ekki þungt til lausnar málinu. Ekki má gleyma heimsálfunum As- íu, Ástralíu, Afríku og N- og S-Ameríku, sem flestar eru meira og minna óskrifað blað, eins og loft- gæðamælingar frá ráðstefnunni 2015 bera vott um. Í þessum álfum búa um 90% jarðarbúa eða um 7.000 milljónir manna. Hinn manngerði hagvöxtur krefst aukinnar neyslu til vaxtar, annars hrynja samfélög manna, og það geng- ur ekki, enda þótt það kalli á aukna neyslu, sem aftur kallar á meiri fram- leiðslu, sem skapar meiri mengun. Svo er það hlýnun jarðar, sem þvert á móti vill minni framleiðslu og minni mengun. Já, það er erfitt tveim herrum að þjóna. Við Íslendingar erum aðeins peð á taflborði heimsins og kannski væri okkur hollt að horfast í augu við þá staðreynd. Sem dæmi má nefna að Kanada tók á móti 24.000 flótta- mönnum frá Afganistan. Ef miðað væri við fólksfjölda ættum við að taka við tveimur. Mikil umræða fer nú fram um orkubreytingu fiskveiðiflota okkar, með ærnum tilkostnaði. Af hverju spyrjum við ekki hvenær ESB ætli að orkubreyta í flota sínum, sem telur bæði veiðiskip, flutninga- og farþegaskip auk her- skipa, og verðum samferða þeim? Og hvað með allan herskipaflota heims- ins og ekki má gleyma flugflotanum, sem enginn veit hvað menga mikið og stórveldin passa að nefna ekki, því sú umræða hentar þeim ekki. Finnst ykkur ekki annars orðið „sýndarmennska“ eiga nokkuð vel við? Eftir Werner Ívan Rasmusson Werner Rasmusson » Segjum að 1.500 milljóna manna þjóð mengi X mikið á einu ári. Það tæki okkur, 0,4 milljónir Íslendinga, 3.750 ár að menga X mikið. Höfundur er eldri borgari. Verndun lofthjúpsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.