Morgunblaðið - 17.12.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 17.12.2021, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 ✝ Guðjón Ingvi Stefánsson fæddist 3. mars 1939 í Hveragerði. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 4. desember 2021. Foreldrar hans voru Elín Guðjóns- dóttir, f. 1898, d. 1995, og Stefán Jó- hann Guðmundsson, f. 1899, d. 1988. Þau eignuðust fimm börn auk Guð- jóns: Árni Geir, f. 1932, d. 2006, Unnar, f. 1934, stúlka sem lést á fyrsta ári 1936, Guðmundur, f. 1937, d. 2021, og Atli Þorsteinn, f. 1942. Guðjón ólst upp í Hveragerði og hafði sterkar taugar til bæj- arins alla tíð. Á sumrin fór hann í sveit og vann í byggingarvinnu hjá föður sínum. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Laug- arvatni 1959 og verkfræðingur frá DTH í Kaupmannahöfn 1968. Guðjón kvæntist 1963 Guðrúnu Broddadóttur, f. 1941. Foreldrar hennar voru Broddi Jóhann- esson, f. 1916, d. 1994, og Guðrún Þorbjarnardóttir, f. 1915, d. 1959. Börn þeirra eru: 1) Elín, f. 1964, gift Stefáni Arnarsyni, f. 1962, og urlandskjördæmi. Í rúman ald- arfjórðung vann Guðjón að sam- starfi sveitarfélaga um ýmis hagsmunamál. Framan af voru samgöngumál fyrirferðarmikil en síðar fjarskiptamál, mennta- mál, umhverfismál og ferðaþjón- usta. Árið 2000 flutti Guðjón til Reykjavíkur. Hann lauk námi til kennsluréttinda og kenndi stærð- fræði, fyrst við Menntaskólann í Kópavogi og síðar Iðnskólann/ Tækniskólann, til 2008. Guðjón sem var heyrnardaufur frá barnsaldri starfaði ötullega að hagsmunamálum heyrnardaufra. Hann var þrívegis formaður Heyrnarhjálpar og sat um árabil í stjórn Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands, svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vesturlandi og stjórn Verndaðs vinnustaðar á Vesturlandi. Hann sat í stjórnum Sementsverksmiðju ríkisins og Eðalfisks, stjórn Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála og yf- irkjörstjórn Vesturlands. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og gegndi trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hann var félagi í Rot- ary og Oddfellow, og öflugur briddsspilari ásamt því sem skákáhuginn fylgdi honum alla tíð. Útför Guðjóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 17. desember 2021, kl. 13. Hlekkir á streymi: https://streyma.is/ https://www.mbl.is/andlat eru börn þeirra Stefanía Bergljót, f. 1994, og Friðrik Þjálfi, f. 1996. 2) Þorbjörn, f. 1965, kvæntur Þórdísi Bragadóttur, f. 1964, og eru börn þeirra Heba Björk, f. 1992, og Tómas, f. 1994, í sambúð með Þórunni Örnu Óm- arsdóttur, f. 1993. 3) Stefán Broddi, f. 1971, kvæntur Þuríði Önnu Guðnadóttur, f. 1972, og eru börn þeirra Guðni Snær, f. 2000, Ingvi Freyr, f. 2002, og Óskar Máni, f. 2006. Eftir heimkomu starfaði Guð- jón hjá verktakafyrirtækinu Hochtief við hafnargerð í Straumsvík og hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins. Guðjón sat í stjórn Skáksam- bands Íslands 1969 – 1973 og var framkvæmdastjóri er heims- meistaraeinvígið milli Fischers og Spasskís var haldið hér á landi árið 1972. Árið 1973 flutti Guðjón ásamt fjölskyldu í Borgarnes er hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vest- Þegar lífshlaup manns er skoð- að er gott að horfa á ævina alla, fremur en einblína á einstök atriði eða tímabil, t.d. elliárin. Foreldrar Guðjóns voru félags- málafrömuðir og prímus mótorar í Hveragerði. Guðjón átti góða æsku í skáldabænum, góða foreldra og systkini. En eitt skyggði á. Hann var heyrnardaufur frá barnsaldri og eyrun voru viðkvæm. Heyrnin versnaði og í kringum fermingar- aldur fór hann í erfiða aðgerð á öðru eyra sem tókst illa. Menntaskólaárin voru góð og þar komst Guðjón upp á lagið með að lesa varir kennara þegar hann heyrði ekki í þeim. Heyrnarskerð- ing aftraði Guðjóni ekki. Hann tók þátt í öllu sem börn og unglingar gera og stóð sig vel í námi og vinnu. Heyrnartæki þessa tíma voru ófullkomin, það var þreytandi að nota þau og þau mögnuðu einn- ig upp óþægileg hljóð. En það gat líka verið gott að slökkva á þeim og um leið að hvíla sig á skarkala dagsins. Á háskólaárum sínum heillaði hann konu. Þau giftu sig þegar hann var 24 ára. Fjölskyldan stækkaði, hélt til Kaupmannahafn- ar og átti þar ógleymanleg ár. Eft- ir námið vann hann hjá þýska fyrirtækinu Hochtief við gerð hafnarinnar í Straumsvík. Þjóð- verjunum líkaði vel við Guðjón og vildu fá hann til áframhaldandi starfa í Afríku en fjölskyldan ákvað að vera kyrr á Íslandi. Því má velta fyrir sér hvernig líf þeirra hefði orðið ef Guðjón hefði starfað áfram fyrir Hochtief. Guðjón var framkvæmdastjóri skáksambandsins þegar einvígi aldarinnar fór fram árið 1972. Ein- vígið heppnaðist vel og skilaði hagnaði. Segja má að einvígið hafi verið fjölskylduverkefni. Stjórnar- menn, fjölskyldur þeirra og skák- fjölskyldan á Íslandi lögðust á eitt til að allt gengi vel. Þeir voru ansi margir þræðirnir sem Guðjón hélt um þessa sumardaga 1972. Fjöl- skyldan á margar skemmtilegar sögur um einvígið og eru þær oft rifjaðar upp. Eftir einvígið flutti fjölskyldan í Borgarnes og í nær 30 ár stýrði Guðjón Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi. Hann var alinn upp í þorpi og honum var um- hugað um að landsbyggðin yrði ekki eftirbátur höfuðborgarsvæð- isins. Um aldamótin stóð Guðjón á tímamótum, flutti til borgarinnar, fór í nám og tók upp nýjan lífsstíl. Hann fór að kenna stærðfræði og gerði það vel. Hann var eftirsótt „fallhlíf“, þ.e. hann tók nemendur í aukatíma til að verja þá falli. Guðjón var greindur, vel að sér og orðheppinn. Hann var einlægur tónlistarunnandi og áhugamaður um þjóðfélagsmál, skák, bridds, frjálsar og aðrar íþróttir. Árið 2021 var erfitt fyrir Guð- jón. Samt sem áður gerði hann margt og var duglegur. Í upphafi árs missti hann ökuprófið vegna veikinda. Það var áfall því hann vildi keyra um borg og bý í sínum bíl. Síðan fór heilsa hans að bila. Þótt Guðjón hafi lifað viðburð- arríku lífi og afrekað margt var hann stoltastur af börnum sínum og konu. Hann kvaddi þennan heim með sína nánustu hjá sér, sáttur við lífshlaup sitt. Stefán A. Á tíðum ferðum mínum um Vesturlandskjördæmi á tíunda áratugnum kom ég nær undan- tekningarlaust við hjá Guðjóni Ingva á skrifstofu Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi þar sem hann réði ríkjum um langt árabil. Þessar heimsóknir höfðu tvöfalt gildi. Annars vegar að fræðast um stöðu sveitarfélaganna í kjördæm- inu og hins vegar að spjalla um það sem efst var á baugi en mest þó um pólitíkina. Guðjón Ingvi var bráð- skemmtilegur viðmælandi og vel heima í öllu því sem máli skipti. Fyrir þingkosningarnar 1991 kepptum við ásamt fleirum um sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins þar sem Sturla Böðvars- son hlaut fyrsta sæti og ég annað. Guðjón Ingvi tók þeirri niðurstöðu af karlmennsku og studdi okkur Sturlu Böðvarsson af heilum hug. Á áttunda og níunda áratugnum kepptum við árlega um Vestur- landsmeistaratitil í bridge. Á þeim vettvangi var nafni minn mikill keppnismaður. Ég og spilafélagi minn Ólafur Grétar Ólafsson studdumst við gamla Vínar-sagn- kerfið en þeir félagar Guðjón Ingvi og hans félagi voru lengra komnir á þroskabrautinni og notuðu hið flotta sagnkerfi Precision. Ein- hverju sinni er við Óli höfðum bet- ur sagði nafni og lagði áherslu á orð sín: „Ég þoli ekki að tapa fyrir þessum Vínarkerfisgutlurum!“ og svo var hlegið að öllu saman. Eftir að Guðjón Ingvi flutti úr Borgarnesi minnkuðu samskiptin en á síðustu árum höfum við hist á vikulegum hádegisfundum sam- taka eldri sjálfstæðismanna í Val- höll. Þegar fundum lauk kom Guð- jón Ingvi undantekningarlaust og spurði okkur nokkra félaga sína hvort það væri ekki framhalds- fundur. Sátum við svo oft hálfan til einn klukkutíma og ræddum mál- in. Þar var nú ekki töluð vitleysan! Ég sakna þessa góða félaga míns og sendi fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Sumarið 1972 gerðist ævintýri á Íslandi, Einvígi aldarinnar. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur kom- ist jafn rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sem Bobby Fisc- her og Boris Spassky tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák. Heimsbyggðin vissi að þetta var miklu meira en bara at tveggja ein- staklinga. Þetta var orrusta í kalda stríðinu. Þarna mættust stórveld- in, austrið og vestrið. Guðjón Ingvi Stefánsson, föður- bróðir minn, átti stóran þátt í æv- intýrinu. Hann var framkvæmda- stjóri Skáksambands Íslands samhliða aðalstarfi sem verkfræð- ingur og núna bættist Einvígið við. Guðjón sjálfur öflugur skákmaður en líka glúrinn briddsmaður. Hann var það sem kallað var reiknings- haus. Tólf ára sláni gerðist svo frakk- ur að spyrja frænda hvort Einvígið vantaði ekki sendil. Eftir jáyrði, en upp á þau kjör að ekki mætti búast við neinum launum, var strákur mættur á reiðhjólinu á skrifstofuna í Nóatúni. Snúningspilturinn svo sendur um bæinn út og suður að rukka inn styrktarauglýsingar auk annarra viðvika. Skáksambandskontór Guðjóns varð auðvitað mest spennandi staður Íslands í dramatískum að- draganda einvígisins. Stjórnar- mennirnir undir forystu Guð- mundar G. héldu þar til, einnig Friðrik Ólafsson, skákgoðið sjálft, Freysteinn blaðafulltrúi - og er- lendir blaðamenn streymdu inn og út að leita frétta af dyntum Fisc- hers. Verkefnið varð risavaxið og djarft teflt. Gríðarleg skipulags- vinna og afla þurfti fjár upp í lang- hæsta verðlaunafé skáksögunnar. Það ótrúlega gerðist að endar náðu saman og mótshaldið varð þjóðinni til mikils sóma. Stjórn Skáksam- bandsins hafði unnið afrek með Guðjón sem framkvæmdastjóra; útsjónarsaman, ósérhlífinn og ráðagóðan. Meira að segja sendill- inn fékk óvæntan tékka. Minningabrot frá heimili afa og ömmu í Hveragerði rifjast upp. Þar var miðstöð stórfjölskyldunn- ar, athvarf okkar barnabarnanna og æskuheimili Guðjóns. Hann mættur sem oftar með eiginkon- una Guðrúnu Broddadóttur og stækkandi fjölskyldu - fyrst kom Elín, svo Þorbjörn og loks Stefán Broddi – þótt Guðjón teldist orðinn ráðsettur fjölskyldufaðir sleppti hann ekki stráknum í sjálfum sér; skellti sér í fótbolta með knatt- spyrnuköppum Hvergerðinga á gamla vellinum við barnaskólann. Eftir skákeinvígið tók við nýr starfsvettvangur. Fjölskyldan flutti í Borgarnes. Guðjón gerðist framkvæmdastjóri Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi. Við hjónin ornum okkur við minningar úr okkar ungbarnastússi þegar við gerðum heimili þeirra að bleiu- skiptistöð í tíðum ferðum okkar vestur á Snæfellsnes. Hann gegndi erilsömu starfi fram yfir sextugt en söðlaði þá um; sýndi aðdáunarverða aðlögunar- hæfni, aflaði sér kennsluréttinda með verkfræðina sem bakgrunn og hóf kennslu iðnskólanema. Mér fannst hann yngjast í anda, hann naut sín sem stærðfræðikennari innan um unga fólkið. Guðjón var mikill áhugamaður um þjóðmálin og heimsmálin, list- unnandi, stórfróður og fylgdist vel með, fljótur að greina stöðuna, húmoristi og jafnan tilhlökkunar- efni að spjalla við hann á fjöl- skyldumótum. Hans verður sárt saknað. Kristján Már Unnarsson. Vinir okkar fara fjöld. Nú erum við aðeins orðnir tveir eftir þeirra sem stóðu í eldlínunni í heims- meistaraeinvíginu í skák 1972. Guðjón Ingvi var framkvæmda- stjóri Skáksambandsins á þessum tíma og á honum mæddi öll fram- kvæmd í Laugardalshöllinni. Þar leysti hann allt vel af hendi, við vor- um vissulega heppnir að hafa þar svo ábyrgan mann, verkfræðing. Guðjón hafði trausta skaphöfn. Hann var vandaður við allt sem hann gerði, réttsýnn, orðvar, vin- fastur og virtur. Guðjón var hóg- vær í framgöngu og framkoma hans kom sér vel í því ölduróti sem umlukti einvígið. Aldrei heyrðum við hann tala illa um neinn mann, svo heilsteyptur var hann og sann- gjarn. Á síðustu mánuðum hitt- umst við nokkrum sinnum með Guðjóni og rifjuðum upp þá óð- fluga leysingu sem gekk yfir á þessum tíma 1972. Við vorum svo heppnir að aldrei kom upp ágreiningur í stjórn SÍ á þessum tíma, í rauninni var ótrú- legt hve samstiga við vorum allir og mikið lán var hve hæfir úrvals- menn voru í stjórninni. Það segir nokkuð hve innileg vinátta okkar þriggja var á þessum fundum okkar 50 árum eftir þenn- an minnisverða atburð. Guðjón var glettilega góður skákmaður þótt hann beitti sér ekki mikið á því sviði og athugull á sviði verkfræðinnar. Hann var íþróttamaður á yngri árum, stökk til dæmis 1,70 m í hástökki. Ekki kunnum við að ráða flókn- ar gátur lífsins. En ef gátan er rétt ráðin þannig að líf sé eftir þetta líf munum við hittast aftur á strönd hins ókunna lands þar sem allar öldur brotna. Þar munum við þá raða upp á skákborðið og gleðjast við upprifjun liðinna stunda. Það er mikils virði að eiga í huganum minningar um góðan vin. Við sjáum eftir Guðjóni en munum þó óhryggir með góðan vilja ganga ógengin örfá spor og þakka þær góðu stundir sem lífið hefur fært okkur með samvistum við góðan vin. Við sendum börnum Guðjóns og fjölskyldu allri okkar samúðar- kveðjur. Hilmar Viggósson og Guðm. G. Þórarinsson. Haustið 1965 héldu átta ungir menn til Kaupmannahafnar til þess að ljúka námi í verkfræði að loknu fyrrihlutaprófi frá Háskóla Íslands. Allir luku þeir náminu frá Danmarks Tekniske Höjskole og var Guðjón Ingvi Stefánsson einn þeirra. Guðjón sem var eldri en við hin- ir kom nýr í okkar hóp. Hann var orðinn fjölskyldufaðir svo frelsi okkar var nokkuð meira en hans. Guðjón var fremur seintekinn, heyrði illa og það háði honum í kennslustundum og varð hann að treysta fremur á ritaða orðið. Í tímum tók hann stundum heyrn- artækin úr sambandi og las dag- blöðin frekar en að leggja sig fram við að fylgjast með fyrirlestrunum. Guðjón fylgdist vel með þjóð- málum, var áhugasamur um stjórnmál og eins enska boltann. Hann hafði allt á hreinu um fylgi stjórnmálaflokka frá upphafi og eins vissi hann um úrslit og gengi liðanna í enska fótboltanum langt aftur í tímann. Þessi tölfræði hjálp- aði honum þó lítið þegar kom að því að spá fyrir um úrslit í 1X2 get- raununum. Allt félagsstarf var honum mjög að skapi. Hann tók þátt í öllu sem námsmenn í Kaup- mannahöfn stóðu fyrir, svo sem skákmótum og vikulegum blaða- kvöldum en eftir þau lá leiðin iðu- lega á Nelluna eins og Íslendinga var siður. Eftir lokapróf frá DTH 1968 lá leiðin aftur heim til Íslands. Eftir fá ár sem verkfræðingur á almenn- um vinnumarkaði varð Guðjón framkvæmdastjóri Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi og flutti í Borgarnes með sína fjölskyldu. Starfið átti vel við hann og gegndi hann því fram að starfslokum. Guðjóni lét betur að vinna langt fram á kvöld en að hefja vinnudag- inn snemma og undruðust sumir vinnusemi hans sem urðu þess var- ir hvað hann vann lengi fram eftir. Eftir að við félagarnir vorum komnir heim til Íslands fórum við að hittast árlega með eiginkonun- um á heimilum okkar til skiptis og gera vel við okkur í mat og drykk. Eru þetta hinar fjörugustu sam- komur og oft eru Kaupmannahafn- arárin rifjuð upp og skipst á skoð- unum um hvernig taka eigi á þjóðmálunum. Á 25 ára útskriftarafmæli okkar frá DTH fórum við ásamt mökum í eftirminnilega ferð til Kaupmanna- hafnar og var það upphafið að mörgum ferðum hópsins bæði inn- anlands og utan. Þessi ferðalög hafa verið hvert öðru skemmti- legra og hafa styrkt þau vináttu- bönd sem við hnýttum á námsár- unum í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir skilnað þeirra Guð- rúnar og Guðjóns héldu þau bæði áfram að taka þátt í ferðalögum og árlegu hófi hópsins okkur öllum til ánægju. Við kveðjum Guðjón með þakk- læti og söknuð í huga. Fjölskyldu Guðjóns Ingva vott- um við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. F.h. DTH 68 hópsins, Jón B. Stefánsson. Vestlendingar eiga Guðjóni Ingva Stefánssyni verkfræðingi margt að þakka nú þegar hann er kvaddur hinstu kveðju. Það þekki ég vel eftir að hafa átt samstarf við hann á mörgum sviðum þann tíma sem hann var framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi. Á kveðjustund vil ég minnast hans og þakka vináttu og samstarf á vettvangi margs konar sam- félagsmála á Vesturlandi. Mín fyrstu kynni af Guðjóni Ingva voru þegar ég fundaði með honum á verkfræðistofu þar sem ég vann en hann átti þangað erindi vegna starfa sinna sem nýráðinn fram- kvæmdastjóri SSV. Ég þekkti hann ekki þá nema af afspurn sem framkvæmdastjóra skákeinvígis aldarinnar þegar þeir Boris Spassky og Bobby Fischer áttust við í Laugardalshöllinni með eft- irminnilegum hætti. Það verkefni átti sér ekki hliðstæðu og þar unnu stjórn Skáksambands Íslands og Guðjón Ingvi sem framkvæmda- stjóri einvígisins mikið afrek sem er enn í minnum haft. Guðjón Ingvi var ráðinn sem fyrsti fram- kvæmdastjóri SSV árið 1973. Ári síðar hóf ég störf sem sveitarstjóri Stykkishólms og eftir það varð samstarf okkar mikið og náið. Það er ekki ofsögum sagt að Guðjón Ingvi bar ný vinnubrögð inn á vett- vang sveitarstjórnarstigsins á Vesturlandi. Þar nýtti hann reynslu sína og verkfræðimenntun til þess að takast á við fjölbreytt verkefni sveitarfélaganna. Hann aðstoðaði stjórnendur þeirra á margan hátt, m.a. við flókin út- boðsverkefni vegna mannvirkja- gerðar og margs konar samninga og þá ekki síst við ríkisvaldið. Fyrsta verkefnið sem ég kom að með Guðjóni Ingva voru samning- ar við félagið Olíumöl hf. vegna framleiðslu olíumalar úr efni frá Harðakampi utan við Ólafsvík- urenni þar sem voru miklar stein- efnanámur. Sveitarfélögin Stykk- ishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík og Hellissandur unnu saman að lagningu bundins slitlags á götur bæjanna og buðu út bæði framleiðslu olíumalarinnar og framkvæmdir við gatnagerð sem í raun var stórvirki hjá fámennum sveitarfélögum. Þeir sem leiddu þetta verkefni og nutu samstarfs við Guðjóni Ingva voru sveitar- stjórar bæjanna fjögurra. Annað mikilvægt verkefni sem Guðjón Ingvi tók þátt í var að skipuleggja framkvæmdir við lækkun orku- kostnaðar vegna húshitunar sem fólst í því að bæta einangrun húsa í þorpunum á Snæfellsnesi og breyta upphitun frá olíu í raf- magnskyndingu. Breytingar þess- ar tókust vel og orkukostnaður lækkaði verulega og bætti hag heimilanna í héraðinu. Þá má geta þeirra samninga sem gerðir voru með aðkomu Guðjóns Ingva og varða stofnun fjölbrautaskólanna og eflingu menntunar á Vestur- landi. Þau voru margvísleg verk- efnin sem Guðjón Ingvi vann í þágu íbúanna á Vesturlandi og það var þekkt hversu vel sveitarstjórn- armenn kunnu að meta störf hans. Ég kynntist því vel hversu ráða- góður og hollráður Guðjón Ingvi var og hann var traustur vinur vina sinna og þess naut ég. Að leiðarlok- um vil ég minnast góðs vinar og samstarfsmanns um leið og við Hallgerður vottum fjölskyldu hans samúð. Blessuð sé minning Guð- jóns Ingva. Sturla Böðvarsson. Guðjón Ingvi Stefánsson starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi (SSV) í 27 ár. Hann kom til starfa árið 1973, fjórum árum eftir að samtökin voru stofnuð og var fyrsti framkvæmdastjórinn. Hann var menntaður verkfræð- ingur og hafði áður en hann hóf störf hjá SSV m.a. verið fram- kvæmdastjóri einvígis aldarinn- ar þegar þeir kappar Fischer og Spassky áttust við í Reykjavík. Guðjón flutti í Borgarnes með fjölskyldu sinni þegar hann hóf störf hjá SSV og lét til sín taka í ýmis konar félagsstörfum. Hann spilaði bridds af kappi og var öfl- ugur skákmaður, hann var lengi í stjórn Félags heyrnahjálpar og tók þátt í ýmsum öðru stjórnar- störfum hjá félagasamtökum. Guðjón Ingvi er mörgum Borg- nesingum eftirminnilegur frá þeim tíma sem hann bjó á staðn- um, enda fór hann sínar leiðir og fylgdi sinni klukku. Guðjón Ingvi kom að mörgum verkefnum fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi í starfi sínu. Hann rifjaði upp nokkur þeirra í eft- irminnilegri ræðu á 50 ára af- mæli SSV árið 2019. Sú upprifj- un endurspeglaði þær breytingar sem urðu á tæplega 30 ára starfsferli hans. Þegar Guðjón hóf störf voru sveitar- félögin 39 og eitt af verkefnum framkvæmdastjóra SSV var að vinna uppgjör fyrir minni sveit- arfélögin. Hann fór þá oft og dvaldi nokkra daga hjá oddvitum sveitarfélaganna og vann upp- gjörið með þeim. Í dag eru sveit- arfélögin orðin 10 og fram- kvæmdastjóri SSV kemur ekki lengur nálægt uppgjörsvinnu fyrir sveitarfélögin. Guðjón Ingvi var í fararbroddi, ásamt fleirum, um miðjan áttunda ára- tuginn þegar sveitarfélögin á Guðjón Ingvi Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.