Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 22

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 ✝ Kristbjörg Ólafsdóttir fæddist 25. sept- ember 1948 á Pat- reksfirði. Hún lést 6. desember 2021 á líknardeild Land- spítalans. Foreldrar hennar voru Ólafur Breið- fjörð Þórarinsson bifreiðastjóri, f. 1916, d. 1974, og Jó- hanna Björg Thoroddsen Ingi- mundardóttir saumakona, f. 1921, d. 2006. Systkini Kristbjargar eru Þóra Friðrika, f. 1947, Þórarinn Kristján, f. 1950, Guðjón Breið- fjörð, f. 1952, d. 2014, og G. Sig- urrós, f. 1954. Kristbjörg ólst upp á Patreks- firði til 15 ára aldurs en þá flutti Börn hennar eru: a) Elísa Björk Kjerúlf, f. 1990, sambýlismaður Rúnar Örn Grétarsson, f. 1992, b) Sonja Rut Valdín Sævarsdóttir f. 1996. 2) Ólafur Valdín, f. 1972, sambýliskona Ragnheiður Gló Gylfadóttir, f. 1980. Börn þeirra eru: a) Diljá Salka, f. 2006, b) Kári Valdín, f. 2010, og c) Hekla Karen Valdín, f. 2012. 3) Gísli Elvar, f. 1976, maki Elsa Þóra Jónsdóttir, f. 1979. Börn þeirra eru: a) Breki Freyr, f. 2003, b) Sölvi Rafn, f. 2008, og c) Elvar Andri, f. 2015. Kristbjörg útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli árið 1966. Lengst af starfaði hún í gler- augnaverslunum, fyrir utan árin 1981-1985 þegar þau hjónin ráku efnalaug í Árbæ. Einnig hafði hún mikinn áhuga og metnað í silfur- smíði og bjó til skartgripi undir nafninu KO skart. Útförin fer fram í Grafarvogs- kirkju í dag, 17. desember 2021, klukkan 15. Hlekkir á streymi: https://fb.me/e/4NwkNGBdt https://www.mbl.is/andlat fjölskyldan í Kópa- vog. Kristbjörg giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Hall- dóri Valdín Gíslasyni búfræðingi og bif- reiðastjóra, f. 1945, hinn 30. nóvember 1968. Þau hófu bú- skap á Hringbraut í Reykjavík en lengst af bjuggu þau í Fannafold. Síðustu árin bjuggu þau í Stórakrika í Mosfellsbæ. Móðir Halldórs var Herborg Elv- íra Jóhanna Elísa Hjelm húsmóðir, f. 1924, d. 1986, og kjörfaðir hans var Gísli Breiðfjörð Brynjúlfsson bóndi, f. 1910, d. 1976. Börn Kristbjargar og Halldórs eru: 1) Jóhanna Björg, f. 1970. Fjölskyldan skipti mömmu öllu máli og hún var tilbúin að gera allt fyrir okkur börnin sín. Hvort sem það var að greiða leiðina eða taka upp hanskann fyrir okkur. Hún lifði fyrir barnabörnin sín sem dýrkuðu hana á móti. Hún stjanaði við þau öllum stundum og það fór enginn svangur frá afa og ömmu. Hlátur og gleði einkenndi mömmu og hún elskaði að vera í kringum fólk og á mannamótum. Hún sá alltaf húmor í öllu og við minnumst hennar í góðu skapi og hláturs- kasti. Fyrir henni voru allir jafnir og hún elskaði samræður enda var hún vinamörg og átti einstaklega auðvelt með að muna nöfn og andlit. Það var góður kostur fyrir sölukonu sem seldi gleraugu stærstan hluta ævinnar. Hún þekkti viðskiptavini sem höfðu aðeins komið einu sinni nokkrum árum áður í gleraugnabúðina til hennar. Það gat tekið tímann sinn að fara með mömmu í búðina eða í fjölmenni, hún þurfti alltaf að stoppa og spjalla við fólk sem hún þekkti eða kannaðist við. Við fengum það oft á tilfinninguna að hún þekkti alla. Vinir okkar og barna okkar þekktu allir mömmu vel enda var hún alltaf tilbúin að taka á móti krökkunum heim. Mamma var alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd hvort sem það var að aðstoða við veislur eða hjálpa fólki með hvaða hætti sem var, tími sólarhringsins var auka- atriði. Það gaf henni mikið að gleðja aðra og hún var afskaplega gjafmild enda setti hún sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti. Hún var alltaf að og vildi hafa mikið fyrir stafni. Það var erfitt fyrir hana að setj- ast niður og slaka á enda þurfti sérstaklega að biðja hana um það. Hið sama má segja um ferðalög sem voru henni hugleik- in. Mömmu fannst gaman að ferðast bæði innanlands og utan. Henni fannst fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat eða kaffi í hjól- hýsið. Hugur hennar leitaði líka mikið á æskuslóðirnar vestur á firði. Ég man það elsku mamma mín, hve mild var höndin þín. Að koma upp í kjöltu þér, var kærust óskin mín. Og ennþá rómar röddin þín, svo rík í hjarta mér. Er nóttin kemur dagur dvín, í draumi ég er hjá þér. (Jenni Jónsson) Veikindin hófust árið 2013 og við tók langt tímabil erfiðra lyfjagjafa, geislameðferða og uppskurða. Pabbi stóð henni við hlið sem klettur allan tímann. Hún kvartaði afar sjaldan, lét lít- ið bera á veikindunum og hvern- ig henni leið. Sjaldnast var hægt að sjá í raun hvað hún var að ganga í gegnum. Hún fór ótrú- lega langt á jákvæðni og vilja- styrk. Hún var algjör nagli. Elsku mamma, þú ert hetjan okkar og orð fá því ekki lýst hve mikið við söknum þín. Við eigum sem betur fer ótrúlega mikið af góðum minningum sem lifa með okkur og munum ávallt hugsa til þín með hlýju. Við kveðjum þig hér með bæn ömmu þinnar sem við kunnum öll: Englanna skarinn skær skínandi sé mér nær svo vil ég glaður sofna nú sætt í nafni Jesú (Guðbjörg B. Jóhannesdóttir) Þín Jóhanna Björg, Ólafur Valdín og Gísli Elvar. Við kveðjum ömmu með sökn- uði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Við erum öll svo heppin að hafa fengið að alast upp með ömmu Kristbjörgu sem fyrir- mynd okkar í lífinu. Amma mætti á alla viðburði hjá okkur, hvort sem það voru skólaskemmtanir eða íþróttaleikir, og hvatti okkur áfram. Amma var stærsti aðdá- andi okkar allra. Hún var dugleg að segja okkur að hún væri stolt af okkur og studdi okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Mánudagar voru ömmu dagar og þá komu öll barnabörnin í heimsókn og eyddu deginum með henni. Amma vildi allt fyrir alla gera og passaði upp á að allir fengju jafnt. Þegar allir voru heima vegna faraldursins bakaði amma pönnukökur og keyrði út til allra. Það var ekkert sem hét að gera hlutina á morgun heldur fór amma alltaf strax í verkið. Amma minnti okkur reglulega á hversu mikilvægt það er að fylgja draumum okkar og sýndi okkur að það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt. Við erum svo lán- söm að eiga alla þessa fallegu skartgripi sem hún bjó til fyrir okkur. Svo má ekki gleyma rauða varalitnum á kinnum okkar allra þegar við komum í heimsókn. Elsku amma okkar, það er svo sárt að kveðja þig, við áttum von á því að hafa þig hjá okkur aðeins lengur. Þú varst besta amma sem hægt er að óska sér, svo góð og gjafmild. Seiglan í þér var svo mikil og alltaf varstu jákvæð og sterk þrátt fyrir allt. Þú kenndir okkur að vera sterk, hvernig á að koma fram við náungann og hversu mik- ilvæg fjölskyldan er. Við erum svo heppin að hafa átt þig að og það er svo mikill missir fyrir okkur núna þegar þú ert farin frá okkur. Við vitum að þú fylgist með okkur og passar upp á okkur. Minning þín lifir áfram í hjörtum okkar allra. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín barnabörn, Elísa Björk, Sonja Rut Vald- ín, Breki Freyr, Diljá Salka, Sölvi Rafn, Kári Valdín, Hekla Karen Valdín og Elvar Andri. Lækir kalla: Fram til fjalla fagurt er um vor. Glymur fossins gígja, glampar sólin hlýja, spinnur gull í spor. (Ólína Andrésdóttir) Talið er merkið þróttar þrátt, það að vera sonur, en landið hefur löngum átt, líka sterkar konur. Orð Ólínu frænku okkar eiga vel við Kristbjörgu, hún var sterk, glöð og hláturmild kona, staðráð- in í því að standa sig vel á meðan stætt var í baráttu sinni við Ótuktina (sem Anna Pálína Árna- dóttir nefndi svo), gefa og njóta elsku og ástar fjölskyldu og vina. Við ólumst upp með Krist- björgu í sama húsi í bernsku- byrjun og áfram hélt mikill sam- gangur á milli fjölskyldnanna þegar við systurnar fluttum inn- ar á Aðalstræti. Í þorpi Jóns úr Vör voru margir með búskap, þ.á m. feður okkar með kindur og afi og amma með hænsni. Í ár- vissum vorheimsóknum suður til annarra barna sinna sáum við um hænsnahirðinguna og þá gekk oft á ýmsu. Vorið var alltaf tilhlökkunarefni og þar hafði sauðburðurinn vinninginn á móti skólaslitum því að þá styttist í sumardvölina á Koti, sameigin- legu býli fjölskyldnanna innar í firðinum. Í ljósi minninganna voru sumrin endalaus hamingja hjá okkur frændsystkinunum: Sækja daglega mjólk á næsta bæ, sjá um að þurrka hey af túni með ömmu og mömmu sem pabbi og Óli frændi slógu með orfi og ljá um helgar. Veiða fiska í ánni með dollum eða berhent o.fl. Haustið var einnig annatími. Við vorum send til berja og þá var sultað og saftað liðlanga dag- ana. Pabbi gekk alltaf efstur þegar smalað var en við krakk- arnir röðuðum okkur síðan á hlíðarnar. Óli sá um alla keyrslu á Skjóna sínum. Á haustin var réttað á Rauðasandi. Beygjurn- ar niður Bjarngötudalinn þykja ekki góðar nú en eru hátíð miðað við okkar bernskuár. Krakka- skarinn sat á vörubílspalli Skjóna, sú elsta bar ábyrgð á að allir sætu kyrrir. Í efstu beygj- unni þurfti að bakka, ella komst bíllinn ekki áfram. Við frændsystkinin uxum úr grasi og við tók lífið í sinni marg- breytilegu mynd en alltaf var stutt í bernskuminningarnar þegar við hittumst. Baráttukona er gengin og margir eiga um sárt að binda en sárastur er söknuður hennar kæra Dodda, sterka bakhjarls- ins, og barnanna en „að lifa er að elska og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið“, eins og segir í ljóði Gunnars Dal. Kristbjörg hefur nú fengið nafn sitt skráð í Lífsins bók, hún er farin til Guðs og hefur með sinni alkunnu röggsemi sagt við Lykla-Pétur: Kristbjörg Ólafsdóttir Jæja Ingólfur minn, nú hefur þú kvatt þessa jarð- vist. Ég verð að skrifa um þig nokkrar línur, þar sem við unnum saman í blíðu og stríðu mest af systkinahópnum. Lengi vel sváfum við í sama rúmi, jafnvel eftir að flutt var úr gamla bænum yfir í nýja húsið, þú um 15 ára og ég 12 ára. Þú varst óhemju stríðinn og stríddir okkur systkinunum, sérstaklega mér og Rikku. En aldrei vondur eða í illu. Þegar við vorum í gamla bænum þá flugumst við oft á og endaði oft á því að Ingi- björg amma tók þig inn til sín til Ingólfur Jónasson ✝ Ingólfur Jón- asson fæddist 14. janúar 1943. Hann lést 4. desem- ber 2021. Útför Ingólfs fór fram 14. desember 2021. að skilja okkur að. Árið 1955 voru fjár- húsin byggð heima um haustið, þá vor- um við staddir niðri í fjárhúsum, ég 9 ára og þú 12 ára. Þá kemur pabbi niður í fjárhús og segir við okkur: það er kom- inn maður sem vill tala við ykkur. Þú spyrð strax hver það sé, og pabba verður á að segja hver það sé. Í því neitar þú að fara heim og tala við mann- inn, heldur biðum við niðri á bakkanum neðan við húsið á meðan pabbi næði í manninn. Þetta var sérfræðingur að sunn- an. Þú tekur það loforð af pabba að við bíðum á bakkanum á með- an pabbi nái í manninn. Á meðan pabbi hverfur inn í bæinn, þá stingur þú af og skipar mér að segja ekki neitt. Ég þagði eins og gröfin, en vissi vel hvert þú fórst. Fórst niður fyrir bakkann og yfir ána og faldir þig bak við stóran stein. Þetta var s.s. skóla- stjórinn á Húsabakka og það var búið að vígja skólann og átti að senda okkur í heimavist. Ég fór um haustið, en að mig minnir ekki þú, enda hafðir þú ekkert að gera í hendurnar á þessum manni. Þó að skólaganga þín hafi ekki verið mikil eftir því sem ég man, þá lastu mikið og varst fróður um allt og mjög mikið inni í öllum vélum. Skiptir um bíla bara eins og að skipta um föt þegar þú komst á þann aldur. Í fyrsta sinn sem þú fórst að heim- an fórstu á vertíð suður, alla vega einu sinni ef ekki tvisvar. Vannst mikið heima þess á milli, varst iðinn í heyskap og hafðir gaman af, þó að þú værir ekki mjög búhneigður. Síðan fórstu að vinna á bílaverkstæðinu á Ak- ureyri með Jóhanni á Atlastöð- um, á verkstæðinu hjá Lúlla gamla. Síðan á verkstæði heima hjá Jóhanni á Atlastöðum. Keyrðir meðal annars flutninga- bíl frá Reykjavík á Hellissand og Rif. Þú varst góður félagi félaga þinna, alltaf kátur og hafðir húmor fyrir flestum hlutum. Þó að við höfum hafnað svona mikið saman þegar við vorum ungir heima, þá vorum við ekki beint samrýndir, en eftir á að hyggja þegar litið er yfir farinn veg, þá minnir þetta mig óneitanlega svolítið á konung ljónanna, stjórnsamur svolítið. Þrátt fyrir allt og allt höfnuðum við á sama bæ til að ná okkur í konur, sína á hvorri hæðinni þó. En eftir að ég fluttist vestur urðu samskiptin lítil. Kæra fjölskylda, Gauja, börn og barnabörn. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Halldór Jónasson. ✝ Bragi Óskar Baldursson fæddist í Reykja- vík 17. júlí 1972. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 1. desember 2021. Foreldrar hans eru Anna Maggý Pálsdóttir, f. í Hafnarfirði 3. maí 1943, og Baldur Bárður Bragason, f. 18. júní 1939 í Reykjavík. Bragi Óskar á þrjá bræður: Pál, f. 9. ágúst 1963, Lárus, f. 1. októ- ber 1964, og Ró- bert Badí, f. 16. september 1976. Útförin fór fram 13. desember 2021. Bragi Óskar Baldursson, næst- yngsti bróðir minn, kvaddi okkur mjög snögglega eftir hörmulegt slys á meðferðarheimilinu í Jökla- seli. Ég heyrði í sjúkrabíl og þá fer um mig ónotatilfinning að vonandi hafi ekki einhver sem ég þekki eða skyldmenni lent í einhverju hræði- legu en til allrar óhamingju kom símtalið að hann Bragi Óskar hefði farið í öndunarstopp þegar hann var að borða hvítlauksbrauð og verið hnoðaður í sjö mínútur sem er alveg skelfilega langur tími og innst inni veit ég að það er ekki gott. Ég man þegar við vorum ungir og við lékum okkur og fórum út á róló að leika. Síðan byrjaði Bragi fyrst í leikskóla og var hraustur sterkur strákur og lék sér mikið en það skeði skrítinn atburður þegar Bragi komst í eldfæri og kveikti í rúmgaflinum á hjóna- rúminu. Skilnaður foreldra okk- ar árið 1974 var erfiður og við fluttum með mömmu upp í Árbæ og þau ár voru okkur mjög erfið. Ég man að við vorum leika okkur í hundaleik og geltum og mér fannst það skrítið hvað Bragi tal- aði lítið og ég spurði mömmu hvað gæti verið að. Braga sé ég lítið eftir að hann byrjaði í grein- ingarferli og síðan í daggæslu á Dalbraut, þá sá ég hann bara á kvöldin og um helgar. Hann hef- ur hugsanlega orðið fyrir per- sónuleikaröskun en er greindur einhverfur. Á þessum árum var það þannig að allir voru hræddir við þennan sjúkdóm, ég man að Sigurbjörg amma sagði við mig að við mætt- um aldrei sleppa af honum aug- unum og halda alltaf fast í höndina á honum svo hann færi sér ekki að voða, en eftir að við fluttum aftur í Kópavoginn náði hann að kveikja í herberginu mínu og ég rétt náði að ná í slökkvitæki og slökkva eldinn. Svo kom slökkviliðið og Bragi hló og hafði gaman af. Í eitt skipti fór- um við félagarnir og Bragi að horfa á brennuna við Ægisíðu, þá einhvern veginn tókst Braga að stinga af og allir fóru að leita, meira að segja löggan, en þá hafði Bragi farið upp á Hótel Sögu og pantað sér gosdrykk á barnum. Bestu ár Braga voru á Sæbraut. Bragi Óskar var alla tíð hraustur og stundaði ýmsar íþróttir en eftir að hann flytur í Jöklasel þá verður hann líkamlega fatlaður ofan á andlegu veikindin. Bragi Óskar fór í lífslokameðferð fyrsta desem- ber, á fullveldisdeginum, en hann hélt fast í lífið og var með sterkt hjarta. Ég bið guð að vernda þig þang- að til að við hittumst aftur elsku Bragi minn. Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson) Þinn bróðir, Lárus Baldursson. Í dag kveðjum við í hinsta sinn góðan vin og félaga, Braga Óskar Baldursson. Bragi var einstaklega hlýr, blíður og glettinn. Það hefur myndast djúpt skarð í hópinn okk- ar og er hans sárt saknað úr Iðju- bergi. Við þökkum samfylgdina kæri vinur og góða ferð í sumar- landið. Nótt Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, er aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Við sendum öllum í Jöklaselinu, sem og ættingjum Braga, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd allra í Iðjubergi, Oddrún Ólafsdóttir. Elsku Bragi Óskar. Við kveðjum þig með trega í hjarta en ótrúlega þakklát fyrir allar góðu minning- arnar. Hlátursköst á öllum tímum sól- arhringsins, bústaðaferðir, jólalög- in, sundferðir og auðvitað öll mat- arboðin í Flúðaseli/Hamraborg. Bragi var svo ótrúlega fyndinn og uppátækjasamur einstaklingur. Þú skilur eftir stórt og einmana- legt gat í hjörtum okkar. Takk fyrir öll frábæru árin. Við söknum þín öll elsku vinur. F.h. vina þinna í Jöklaseli 2, Stefanía Smáradóttir. Bragi Óskar Baldursson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, INGIBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 71, Kópavogi, lést 7. desember. Útförin verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. desember kl. 13.oo að viðstöddum nánum aðstandendum og vinum - fjöldatakmarkanir og grímuskylda. Uppl. um streymi frá athöfn verða á vef: kirkja.is og www.streyma.is. Þorkell Guðnason Stefanía Halla Hjálmtýsdóttir Kristín Guðnadóttir Ásbjörn Björnsson og fjölskyldur Salome Þorkelsdóttir, Kristín Þorkelsd. Sigurður Þorkelss.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.