Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
Ljúktu upp
fyrir mér.
Mér er boðið
í himin Guðs.
Og Pétur hefur lokið upp, enda
er himnaríki fyrir boðsgesti Jesú
Krists og Kristbjörg var einn
þeirra.
Blessuð veri minning okkar
elskulegrar Kristbjargar frænku.
Hallfríður Ingimund-
ardóttir og Sigþrúður
Ingimundardóttir.
Komið er að kveðjustund.
Kristbjörg mín kæra trausta vin-
kona er farin í sumarlandið.
Sennilega heim til Patreksfjarðar
þar sem rætur hennar lágu.
Kristbjörgu kynntist ég fyrir
hálfri öld, inni við Þórisós, við vor-
um báðar að vinna þar. Svo líða
árin, en í seinni tíð hefur samver-
an verið meiri. Við höfum farið í
ótal ferðir innanlands og utan
með þeim hjónum. Doddi og Þór,
okkar eiginmenn, eru líka hálfrar
aldar vinir. Unnu saman við Búr-
fellsvirkjun 1968 og líka sem
skákfélagar. Ferðalög okkar lágu
aðallega vestur í berjaferðir, því
Vestfirðir toguðu sterkt í hana.
Hana langaði að koma upp húsi á
Tálknafirði og vera þar á sumrin.
Hún vildi frekar eyða tíma fyrir
vestan heldur en í sólarlandaferð-
um. Sennilega verður hún þar.
Hún var sannkölluð kjarnorku-
kona. Hún útbjó veislur, saumaði,
bjó til skart úr silfri sem ég fékk
að njóta þar á meðal. Við Þór
höfðum oft á orði hversu mikill
nagli hún var í veikindum sínum
og sýndi mikið æðruleysi.
Hún mætti á fótboltaæfingar
hjá barnabörnunum, sem hún
dýrkaði og dáði. Hún vildi fylgjast
með öllu sem barnabörnin voru að
gera.
Mín kæra Kristbjörg, þakka
þér fyrir allt í gegnum árin. Minn-
ingin þín lifir í hjörtum okkar.
Vottum Dodda, Jóhönnu, Óla,
Gísla og fjölskyldu okkar dýpstu
samúð á erfiðum tíma.
Sólrún, Þór, Brynhildur
og Þórdís.
Minningin er mild og góð,
man ég alúð þína,
stundum getur lítið ljóð,
látið sorgir dvína.
Drottinn sem að lífið léði,
líka hinsta hvílu bjó,
dýrð sé yfir dánarbeði,
dreymi þig í friði og ró.
(Bjarni Kristinsson)
Baráttunni er lokið, ein mín
besta vinkona er farin yfir móð-
una miklu. Þú varst ein af perl-
um þessa heims. Alltaf hress og
kát, svo dugleg, sterk og tókst á
við veikindi þín með þvílíkri
reisn og þrautseigju. Elsku
Kristbjörg, mikið sakna ég þín
en ég get þakkað fyrir allar góðu
og skemmtilegu stundirnar okk-
ar. Það ríkti mikil eftirvænting í
hópi ungra stúlkna fyrir 55 árum
sem allar voru á leið í húsmæðra-
skóla vestur á Staðarfell í Döl-
um. Þú vaktir fljótt athygli í rút-
unni, allar vorum við frekar
feimnar en þú varst fljót með
þínum prakkaragangi og kátínu
að koma gleði í hópinn og hefur
það haldist allar götur síðan.
Þessi vetur veitti okkur skóla-
systrunum mikla ánægju og
höfðum við líka bestu kennar-
ana. Það var mikið mallað, saum-
að og ofið.
Já margs er að minnast,
manstu mín kæra eftir sveita-
böllunum og þú stóðst allan dag-
inn og túberaðir hárið og greidd-
ir okkur, því flottar skyldum við
vera. Fimmtudagskvöldin voru
fríkvöld, já spennandi var það
þegar einn og einn landróver
kom akandi upp að húsinu, þar
held ég að þú hafir séð hann
Dodda þinn fyrst.
En allt tekur enda og fórum
við sprenglærðar heim og höfum
alltaf haldið hópinn og hist eins
oft og tækifæri hefur gefist. Síð-
asti hittingur okkar var í sumar
þegar Hjördís, ein af okkur,
bauð í kaffiveislu. Við áttum svo
yndislega og skemmtilega sam-
verustund, en undir niðri vissum
við allar að hún Hjördís okkar
var mikið veik og lést hún nokkr-
um mánuðum seinna, blessuð sé
minning hennar.
Nú rétt um mánuði seinna ert
þú kölluð frá okkur Kristbjörg
mín, þú sem ekkert lést aftra
þér, komst alltaf aftur og aftur
upp úr þínum veikindum. Það
var erfitt að fá svo fréttina um að
þú værir dáin. Það var alltaf í
forgangi hjá þér að hugsa um
aðra, hvernig þeim liði. Ég held
að maður sé aldrei tilbúinn þegar
kallið kemur. Alltaf stóð hann
Doddi þinn eins og klettur við
þína hlið, sagðist þú oft við mig
ekki vita hvernig þú hefðir kom-
ist í gegnum þetta án hans.
En gott er að ylja sér við góð-
ar minningar, alltaf var gott að
koma til ykkar Dodda á fallega
heimilið ykkar. Þú varst alltaf
hrókur alls fagnaðar og ekki
mikil lognmolla í kringum þig. þú
hafðir alltaf nóg um að tala, mikil
listakona, hafðir auga fyrir fal-
legum hlutum og smíðaðir mikið
af fallegum skartgripum sem við
vinkonur þínar fengum óspart að
njóta.
Nú er komið að leiðarlokum
og vil ég biðja góðan guð að taka
vel á móti þinni góðu sál inn í
sumarlandið. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Sárt er vinar að sakna
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna
margar úr gleymsku rakna
svo var þín samfylgd góð
(Höf. ók.)
Elsku Doddi, börn, tengdabörn
og barnabörn, ég bið góðan guð
að varðveita ykkur og veita allan
sinn stuðning og blessun í sorg
ykkar.
Elín G. Magnúsdóttir.
Fallin er frá kær vinkona eftir
erfið og langvarandi veikindi.
Kristbjörg Ólafsdóttir var hetja í
orðsins fyllstu merkingu. Hún
tókst á við fjölda áskorana af full-
um krafti og hafði sigur í margri
orrustunni í veikindum sínum
með reisn og var full bjartsýni.
Kristbjörg var mjög listræn og
hafði næmt auga fyrir fallegum
listaverkum og hönnun. Hún var
skapandi og frjó í hugsun og
hannaði ótal skartgripi og fatnað
sem hún gaf vinum og ættingjum.
Örlæti hennar og gjafmildi var
óendanlegt og eru margar döm-
urnar í vina- og frændgarðinum
sem eiga fallegt skart sem hún
hefur hannað og smíðað úr silfri,
skreytt steinum og perlum. Hún
var óspör á hrós og ávallt urðu
fagnaðarfundir þegar við hitt-
umst. Hún var stórtæk í flestu
sem hún tók sér fyrir hendur,
hvort sem um var að ræða veislur
eða aðra mannfagnaði – alltaf var
pláss fyrir alla.
Kristbjörg hafði sannan áhuga
á fólki, enda var vinahópurinn
stór. Einnig var hún afar fróð og
áhugasöm um ætt sína og upp-
runa vestur á Patreksfirði og
rakti þau tengsl yfir á Rauðasand
og Barðaströnd, þannig að stund-
um var erfitt fyrir þá sem minna
vissu að fylgjast með öllum ætt-
boganum í austur og vestur. Þá
var ætíð mjög gott samband
hennar við tengdafjölskyldu sína
og bar hún alltaf mikið traust til
Gísla og Herborgar. Skýrt dæmi
er kannski að þau keyptu á sínum
tíma hús saman og þær tengda-
mæðgurnar gerðust dagmæður
og urðu mikið og gott skjól fyrir
litlu börnin í hverfinu.
Starfsvettvangur Kristbjargar
var þó lengst af í gleraugnaversl-
un og þar naut hún sín hvað allra
best. Hún var vinsæl af viðskipta-
vinum sínum og hafði þar sem og
annars staðar næmt auga fyrir
því sem fór hverjum og einum
best. Hún var hreinskiptin og
hispurslaus og það var einmitt
það sem viðskiptavinurinn treysti
svo vel á í fari hennar og viðmóti.
Hún umvafði börnin sín,
tengdadætur og barnabörn og
hafði endalausa ánægju og gleði
af samvistum við þau. Þau hjón
keyptu stóran húsbíl með kojum
til þess að það væri örugglega
pláss fyrir barnabörnin í útilegu-
num – það skyldi vera nóg rými
fyrir alla.
Þau hjón ferðuðust mikið bæði
innanlands og utan. Eftirminnileg
er til dæmis frásögn þeirra af
Kúbuferð. Þarna voru þau að
ferðast um framandi slóðir sér til
fróðleiks og ánægju, en jafnframt
létu þau gott af sér leiða því þau
höfðu með sér nær hundrað gler-
augu sem þau tóku að sér að
dreifa til fólks sem ekki hafði tök
á að eignast slíka gripi.
Einstakt hefur verið að fylgj-
ast með umhyggju, ástúð og virð-
ingu Dodda fyrir konu sinni í
löngu og erfiðu veikindaferli
hennar. Þar kom skýrast í ljós
kærleikurinn sem ríkti svo sterk-
ur á milli þeirra.
Kæra fjölskylda. Við minn-
umst Kristbjargar með gleði og
þakklæti og sendum ykkur öllum
innilegustu samúðarkveðjur.
Hrafnhildur og Brynjúlfur.
Elsku vinkona mín hún Krist-
björg er komin á annað tilveru-
stig eftir löng og erfið veikindi.
Ég kynntist henni fyrir rúmlega
tuttugu árum og höfum við meira
og minna unnið saman þann tíma.
Ég man hvað ég varð undrandi
þegar ég byrjaði að vinna með
henni, þá nýkominn úr námi og
störfum frá Kaupmannahöfn.
Hún átti gríðarlega stóran hóp
viðskiptavina sem biðu í röðum til
að fá hana til að þjónusta sig og
velja á sig gleraugu. Þessu hafði
ég ekki áður kynnst og þannig
var þetta alveg fram á hennar síð-
asta vinnudag, svo vinsæl var
hún. Hún fór ekki í manngrein-
arálit og leit á alla sína viðskipta-
vini sem jafningja og gilti einu
hvort á ferðinni voru framámenn,
þeir sem minna máttu sín, gam-
almenni eða börn. Ég held að
þetta hafi verið lykillinn að henn-
ar vinsældum og menn komu til
hennar aftur og aftur og þjónust-
aði hún heilu kynslóðirnar á
starfsferli sínum.
Þegar við unnum saman í
Linsunni í Aðalstræti kom eitt
sinn maður sem var svolítið gef-
inn fyrir sopann. Nú var hann
orðinn þyrstur, en bláedrú.
Hann bað hana um að passa upp
á dýru gleraugun sín því hætta
væri á því að hann færi á smá
drykkjutúr og líklegt að gleraug-
un skemmdust meðan á því
stæði. Hún tók við gleraugunum
og las yfir honum í leiðinni. Svo
liðu dagarnir og hann kom illa á
sig kominn og vildi fá gleraugun.
Hún tók það ekki í mál og hann
fengi þau ekki aftur fyrr en hann
væri búinn að láta renna af sér.
Nokkrum dögum seinna kom
hann í betra ástandi og var þá á
leiðinni inn á Vog. Þá fékk hann
loksins gleraugun sín afhent.
Svona var Kristbjörg, hugsaði
vel um alla viðskiptavini sína og
vildi þeim vel.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast Kristbjörgu
og mun ég alla tíð minnast henn-
ar með hlýju í brjósti. Alltaf hef-
ur hún stutt mig og gefið mér
góð ráð í starfi og einkalífi. Síð-
ustu árin ágerðust veikindi
hennar og starfsþrek minnkaði
en alltaf vildi hún, þegar heilsan
leyfði, koma í Gleraugnabúðina í
Mjódd sem ég rek og fá að þjón-
usta sína viðskiptavini. Þegar
hún lét sjá sig var hún búin að
skipuleggja daginn og viðskipta-
vinir hennar fengu góðan tíma
með henni, einn á eftir öðrum.
Ég vil fyrir mína hönd og allra
starfsmanna Gleraugnabúðar-
innar í Mjódd senda Halldóri
Valdín, eiginmanni Kristbjarg-
ar, börnum þeirra, Jóhönnu
Björgu, Ólafi Valdín, Gísla Elv-
ari og öllum ættingjum og vinum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Jóhannes Ingimundarson.
Fyrsti skóladagurinn hjá ár-
gangi 1948 er runninn upp.
Krakkarnir bíða spenntir og sum-
ir ögn kvíðnir, á ganginum í litla
barnaskólanum á Patreksfirði,
eftir að verða hleypt inn í skóla-
stofuna. Við Charlotta erum bún-
ar að ákveða að sitja saman en
forlögin ákváðu að hafa það öðru-
vísi eða kannski ekki þau heldur
hún Kristbjörg sem kemur og
segir ákveðin: „Þú situr hjá mér.“
„Nei, ég get það ekki, við Char-
lotta ætlum að sitja saman,“ segi
ég.
„Nei,“ segir þessi litla, ákveðna
manneskja, „þú situr hjá mér og
Charlotta situr hjá Diddu.“ Og
þannig varð það alla skólagöng-
una.
Það var ljúft að vera barn á
þessum árum og alast upp í firð-
inum okkar fagra. Upp í hugann
koma leikir á veturna þar sem
krakkaskarinn renndi sér á ma-
gasleðum niður bratt túnið frá
fjárhúsunum hans Þórarins, afa
Kristbjargar, og brunaði á fljúg-
andi ferð alla leið niður á Aðal-
stræti; einnig hópleikir á haust-
kvöldum þegar farið var að
dimma.
Á unglingsárunum flutti fjöl-
skylda Kristbjargar frá Patreks-
firði og í Kópavoginn og seinna
fluttu mörg okkar skólasystkina
einnig suður og ég þar með talin.
Einn daginn hringir Kristbjörg
dyrabjöllunni hjá mér, réttir mér
rauða rós og segir: „Til hamingju
með daginn.“
„Hvaða dag?“ spyr ég og kem
alveg af fjöllum.
„Það er fermingardagurinn
okkar í dag,“ svarar hún, „það eru
tuttugu ár síðan við fermdumst.“
Alltaf með allt svona á hreinu. Við
náðum að halda þrjú fermingar-
barnamót og hittast, hér fyrir
sunnan þegar við áttum 25 ára
fermingarafmæli, og tvisvar fyrir
vestan, 40 og 50 ára. Kristbjörg
var driffjöðrin í þeirri fram-
kvæmd. Allt sem hún tók sér fyrir
hendur gerði hún með stæl, hvort
sem var að tína 100 lítra af kræki-
berjum og safta í tvær frystikist-
ur eða búa til fallegu skartgripina
sem hún elskaði að dunda sér við,
nema hvað það var ekkert dund
heldur heil verksmiðja, eins og við
sáum best þegar hún hélt sýningu
á gripunum sem hún hafði búið til.
Og bæði fjölskylda og vinir nutu
góðs af, því gjafmild var hún með
eindæmum. Við skólasysturnar
sem bjuggum hér syðra fórum að
hittast meira síðari árin, ásamt
eiginmönnum, og úr varð hinn
skemmtilegasti hópur og ljúfar
samverustundir. Í sumar dreif
Kristbjörg í því að við hittumst öll
hjá Charlottu og Magnúsi þegar
var smá covid-pása og mikið get-
um við verið þakklát fyrir þann
hitting núna.
Við illvígan sjúkdóminn barðist
Kristbjörg af fullum krafti og gaf
ekkert eftir. Í desember í fyrra
hringdi hún í mig til að segja mér
að hún hefði hitt Bergdísi dóttur
mína á krabbameinsdeildinni þar
sem þær lágu báðar inni á sama
tíma og fóru að hittast á gang-
inum þar sem starfsfólkið setti
upp lítið borð og þær sátu og
fengu sér kaffi, vínber og súkku-
laði sem Doddi hennar færði
þeim. Þær kölluðu staðinn sinn á
ganginum Kaffi París og þar var
fjör og mikið hlegið.
Elsku Doddi, við Guðni send-
um þér og þínum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, einnig
systkinum Kristbjargar sem sjá
nú á eftir öðru systkini úr hópn-
um sínum. Elsku Kristbjörg, takk
fyrir samfylgdina.
Þín vinkona og sessunautur,
Lilja Bergsteinsdóttir.
Kristbjörg Ólafsdóttir sam-
starfskona okkar til áratuga er
fallin frá. Segja má að gleraugu
og gleraugnaþjónusta hafi verið
sú vinna sem líf hennar hverfðist
um allt frá því að hún hóf störf í
Fókus ung að árum.
Hún hóf störf í Linsunni 1973
og starfaði þar með hléum til árs-
ins 2014. Við minnumst frábærs
vinnufélaga sem við áttum far-
sælt samstarf með alla tíð.
Hún tók á móti öllum við-
skiptavinum með brosi á vör og
hafði einstaka þjónustulund. Öll-
um var heilsað glaðlega; vertu
velkomin/n, má bjóða þér kaffi?
Hún fór aldrei í manngreinarálit,
allir fengu frábæra þjónustu hjá
Kristbjörgu sama hvert erindið
var. Hvort sem þurfti að laga
gleraugu eða kaupa ný, ávallt
var hellt upp á kaffi og landsins
gagn og nauðsynjar rædd af inn-
lifun enda lá Kristbjörg ekki á
skoðunum sínum. Þeir voru líka
ansi margir kaffibollarnir sem
drukknir voru í Linsunni. Hún
var einstaklega persónuleg og
mikil vinkona margra viðskipta-
vina sem skiljanlega mjög oft
vildu aðeins tala við hana. Hún
var hörkudugleg og mjög fram-
takssöm og drífandi, hana mun-
aði ekkert um að vinna fullan
vinnudag og sinna heimili sínu,
það gerði hún án þess nokkurn
tíma að kvarta. Nei, ég hef ekki
tíma, var ekki til í hennar orða-
forða. Hún gekk í öll verk og
fannst oft betra að gera hlutina
sjálf en biðja aðra. Hún var mjög
handlagin, stundum þurfti að
breyta og laga gleraugun svo
þau pössuðu en það var ekkert
mál fyrir Kristbjörgu. Heima
fyrir saumaði hún flottar flíkur
og á seinni árum lærði hún silf-
ursmíði og afköstin voru ótrúleg.
Allt fallegt og smekklegt sem
hún gerði.
Við starfsfólkið fórum saman í
nokkrar ferðir erlendis, til Lond-
on, Stokkhólms og Vínar og alltaf
var Kristbjörg hrókur alls fagn-
aðar.
Þegar hún veiktist tókst hún á
við veikindin með jákvæðni og
bjartsýni eins og henni einni var
lagið.
Við sendum Dodda, Jóhönnu
Björgu, Óla Valdín, Gísla Elvari
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Sigrún, Brigitte og
Ragnheiður.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Þegar ég heyrði af andláti
Kristbjargar, föðursystur eldri
sonar míns, hrökk ég við, mér
hafði svo oft verið hugsað til
hennar síðustu daga. Ég ætlaði
að fara að hringja í hana og
kanna hvernig hún hefði það.
Fyrir nokkrum árum áskotnað-
ist okkur uppskrift af mögnuð-
um töfradrykk þekkts huglækn-
is og frjálsíþróttakappa úr
Hafnarfirðinum og mig langaði
að vita hvort hún værii enn að
búa til og drekka töfradrykkinn.
Eitt af því sem Kristbjörg
sagði mér fyrir margt löngu var
að þegar hún var lítil stúlka á Pat-
reksfirði var hún mjög skyggn,
svo skyggn að það var henni til
verulegra óþæginda – eitt kvöldið
þegar hún var að fara að sofa upp-
lifði hún sjóskaða sem varð í raun-
veruleikanum á sama tíma rétt
fyrir utan Patreksfjörð. Jóhanna,
móðir hennar, ráðlagði henni að
draga sængina yfir höfuð en það
dugði ekki til, til að slökkva á upp-
lifuninni. Á endanum fór Jó-
hanna, sem var mjög trúuð kona,
með hana til Ragnhildar miðils í
Reykjavík, sem var mjög þekkt á
þeim tíma. Þar fékk Kristbjörg
hjálp við að slökkva á þessum ein-
staka hæfileika sínum.
Kristbjörg var húsmæðra-
skólagengin, hafði verið í Hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli.
Það var einmitt þar sem hún
kynntist elskulega Dalapiltinum
sínum sem varð lífsförunautur
hennar. Heimilið þeirra bar þess
ætíð merki að hún hafði verið á
góðum húsmæðraskóla. Hún var
alltaf að búa til mat – alls konar
mat. Og hún var alltaf að baka og
hafði ekkert fyrir því . Þegar gesti
bar að garði var stutt í nýbakaðar
pönnukökurnar eða heitu skúffu-
kökuna sem hún skellti í ofninn. Á
augabragði var hún komin með
veisluborð hvort heldur var fyrir
einn gest eða fleiri.
Kristbjörg starfaði í mörg ár í
sjóntækjaversluninni Linsunni
sem var í Aðalstræti í Reykjavík.
Það var alltaf hressandi að líta við
hjá henni. Hún lifði sig inn í starf-
ið, hafði mikla þjónustulund, tók
glaðlega á móti öllum og naut
þess að gefa góð ráð og hjálpa við-
skiptavinunum að finna bestu
gleraugun.
Ég er þakklát fyrir hálfrar ald-
ar vináttu. Ég er þakklát fyrir all-
ar ómetanlegu, litríku minning-
arnar um hláturmildu
samverustundirnar sem urðu að
ævintýralegum sögustundum við
eldhúsborðið eða grillið úti í
garði. Það er margt sem hefur
verið brallað þau 50 ár sem liðin
eru frá því við kynntumst fyrst á
Digranesveginum í Kópavogin-
um.
Ég sendi Dodda, börnunum,
fjölskyldum þeirra og stórfjöl-
skyldunni allri mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning elsku Kristbjargar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Valgerður Snæland
Jónsdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR SIGURDRÍFAR
HALLDÓRSDÓTTUR.
Starfsfólk Beyki- og Asparhlíðar fær bestu þakkir fyrir hlýja
og góða umönnun.
Daði, Rúnar, Kristján, Brynjar,
Sigurdríf, Ólafía, Rögnvaldur og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN HELGADÓTTIR,
Lögmannshlíð, Akureyri,
lést laugardaginn 11. desember.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Kristín Helga Jörgensdóttir
Níels Jörgensson
Guðrún Jörgensdóttir
og fjölskyldur