Morgunblaðið - 17.12.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 17.12.2021, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 ✝ Jón Sig- urbjörnsson leikari og óp- erusöngvari fæddist á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði 1. nóv- ember 1922. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu 30. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Ingunn Kristín Einarsdóttir hús- freyja, f. 28.6. 1896, d. 19.9. 1986, og Sigurbjörn Halldórsson verka- maður, f. 19.10. 1873, d. 2.3. 1948. Bróðir Jóns var Halldór Kristinn, f. 17.12. 1920, d. 7.12. 1979. Jón giftist Þóru Friðriksdóttur leikkonu, f. 26.4. 1933, d. 12.5. 2019. Þau skildu árið 1981. Dætur Jóns og Þóru eru: 1) Lára, f. 11.7. 1957. Börn hennar og Jóns Tryggvasonar eru Iðunn, f. 18.9. 1987, og Tryggvi, f. 29.1. 1990. Maki hans er Ragna Margrét Ein- arsdóttir, f. 11.8. 1994, og dóttir þeirra er Bríet Lára, f. 5.2. 2020. 2) Kristín, f. 4.6. 1965. Maður hennar er Sigmundur Jóhann- esson, f. 25.9. 1957. Dætur Sig- mundar eru Tinna Björk, f. 22.9. 1980, og Arna Þöll, f. 9.12. 1988. Jón ólst upp í Borgarnesi og hóf starfsferil sinn sem vega- vinnumaður og mjólkurbílstjóri í Borgarfirði. Hann lauk gagn- hann leikstýrði sjálfur hjá Þjóð- leikhúsinu. Hann var fastráðinn leikari Leikfélags Reykjavikur ár- in 1967-1992. Þar lék hann ótal- mörg hlutverk. Jón var jafnframt mikilvirkur leikstjóri og stýrði ótal sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Síðar meir var hann gerður að heiðursfélaga leik- félagsins. Hann leikstýrði töluvert með áhugaleikfélögum, og þá helst leikfélagi Hrunamanna á Flúðum. Hann var mikill áhuga- maður um kvikmyndir og lék í þeim nokkrum, t.d. Landi og son- um eftir Ágúst Guðmundsson og Magnúsi eftir Þráin Bertelsson. Síðasta kvikmyndahlutverkið var í Síðasta bænum eftir Rúnar Rún- arsson. Árið 1977 kom út hljómplatan Fjórtán sönglög eftir fjórtán ís- lenska höfunda á vegum SG hljómplatna með söng Jóns þar sem Ólafur Vignir Albertsson lék með á píanó. Árið 2003 gaf Rík- isútvarpið út veglegan geisladisk með söng Jóns undir yfirskriftinni Útvarpsperlur. Jón fluttist árið 1992 að Helga- stöðum í Biskupstungum, þar sem hann stundaði sitt helsta áhuga- mál síðustu árin, hestamennsku og hrossarækt. Hann kenndi söng í Tónlistarskólanum á Hellu í nokkur ár eftir að hafa flutt á Helgastaði. Síðustu átta árin tæp bjó Jón á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. fræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Reykvík- inga 1941 og stundaði nám í Leik- listarskóla Lárusar Pálssonar veturinn 1944-45. Hann stund- aði tónlistarnám í Tónlistarskóla Páls Ísólfssonar árin 1943-1946. Síðan fór hann til leiklist- arnáms við The Am- erican Academy of Dramatic Arts í New York og lauk þaðan prófi vorið 1948. Söngnám stundaði hann í New York samhliða leiklist- arnáminu. Jón fór til Ítalíu til að nema óperusöng. Í Mílanó og Róm bjó hann árin 1961-64. Þar með var söngnámi þó ekki lokið, því hann æfði söng hjá Sigurði De- metz árum saman á Íslandi. Jón hóf leiklistarferil sinn sem Hóras í Hamlet hjá Leikfélagi Reykjavikur vorið 1949. Hann lék þar síðan næstu árin og var for- maður Leikfélags Reykjavíkur 1956-59. Jón var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1960-67, að und- anskildum árunum 1964 og 1965, er hann var ráðinn til konunglegu sænsku óperunnar í Stokkhólmi. Þar söng hann m.a. í óperunum Il trovatore, Rigoletto og Aidu. Jón söng einnig hér heima, m.a. hlut- verk nautabanans í Carmen, sem Skilyrðislaus ást, hún er sjald- gæft fyrirbæri. Ég er ekki viss um að maður hafi leyfi til að krefjast hennar af nokkurri manneskju en hún er nú samt það sem við syst- urnar fengum frá pabba. Hann hafði alltaf tíma til að gefa manni. Hann þvingaði ekki skoðunum sínum upp á mann. Hann bauð fram ráð í rólegheitunum og leyfði manni svo að melta þau. Hann var tilbúinn að gefa og ætlaðist ekki til þess að fá neitt í staðinn. Engin heimtufrekja. Og nærgætinn var hann oft við geðvonda unglinginn sem ég held að ég hafi verið. Þegar hann var fluttur austur að Helgastöðum, þá fór hann á kaf í hrossin og vildi þá endilega hafa okkur Löllu með sér í hesta- mennskunni. Hann sökkti sér í hrossarækt, sem gekk oft svo ljómandi vel að út úr henni komu frábær hross. Hagaljómar sem urðu hluti af fjölskyldunni. Aðal- reiðhesturinn hans síðustu árin sem hann var á baki hét Drangur. Stoltur og geðríkur grár höfðingi. Þegar ég sat hjá pabba síðustu dagana hans hér sá ég fyrir mér að Drangur kæmi til að frelsa hann úr þessum skrokki sem var orðinn úr sér genginn, og saman færu þeir á urrandi siglingu upp í eilífðina. Og pabbi auðvitað syngj- andi. Mér fyndist það vera kveðju- stund við hæfi þeirra beggja. En pabbi var ekki alltaf eintómt sólskin, enda ákafamaður. Hann gat líka verið stjórnsamur og stíf- ur. Og það var ekkert alltaf auð- velt að standa í hrossaragi með honum. Hann var haldinn því sem á sumum bæjum er kallað rekstr- arkvíði. Þegar maður hljóp of hægt. Eða of hratt. Hrópaði of hátt eða ekki nógu hátt. Þá gat hvinið í. Og ef stóðinu tókst svo að snúa við og það gusaðist fretandi í öfuga átt við ætlaða stefnu, þá varð fjandinn laus. En á endanum gekk þetta nú yfirleitt og þá varð hann ljúfur sem lamb. Pabbi átti sér mörg áhugamál. Upphaflega var hann bíósjúkur, sem leiddi svo til áhuga hans á leiklist og söng. Hann var líka mikill unnandi góðra bóka, hvort sem það voru skáldsögur eða ljóð. Í eldhúsinu á Helgastöðum sner- ust samræðurnar oft um bækur sem við höfðum lesið, eða langaði til að lesa. Einn slíkan morgun, yf- ir Earl Grey og ristuðu brauði, minntist ég á að ég þyrfti að hætta að æfa með kórnum sem ég var í. Ég ætlaði að sækja fundi í Al- Anon sem voru sömu kvöld og kóræfingarnar. Þetta fannst pabba afleitt. Hann þekkti af eigin raun hvað söngurinn getur verið hollur fyrir sálina. Hann lét álit sitt í ljós og vonbrigði. Síðan var þetta ekki rætt meira. Svo líða ein- hverjar vikur og aftur sitjum við við eldhúsgluggann og horfum á Hekluna í þægilegri þögn. Þá laumar hann út úr sér: „Hvað seg- irðu nú Dinna mín, heldurðu í al- vörunni að þú sért að græða eitt- hvað á þessu þarna … Falun Gong?“ Ég skellti náttúrlega upp úr en hann lét sem ekkert væri. Hans aðferð til að láta vanþóknun sína í ljós. Nú er komið að því að kveðja og þakka fyrir allt. Skilninginn, húm- orinn og hlýjuna. Skilyrðislausi kærleikurinn hans pabba hefur staðið með mér alla ævi og fyrir hann verð ég ævinlega þakklát. Af öllu hjarta elsku pabbi. Kristín Jónsdóttir (Dinna). Elsku hjartans pabbi, nú ertu farinn. Þvílík lukka að hafa átt dásamlegan pabba í öll þessi ár, pabba sem var alltaf hlýr, skemmtilegur, fyndinn og stund- um dálítið ólíkindatól. Það er skrítin tilfinning að pota á blað nokkrum minningarkorn- um um þig, því úr mörgu er að velja. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur Stínu, klæddir okkur á morgnana, keyrðir í leikskólann og leyfðir mömmu að sofa lengur. Þú kvartaðir oft undan því að við skyldum vaxa og stækka, eins og þú værir hræddur um að missa okkur frá þér. Þitt líf varð mér hvatning á svo margan hátt. Hvatning til að gera það sem hugurinn stóð til. Uppeldi okkar systra var þér í blóð borið, fallegt, alltaf hlýlegt og oft bland- að húmor. Þú hafðir verið í útlönd- um og lært bæði leiklist og söng og fannst alveg upplagt þegar ég vildi fara til Ítalíu, aldrei neinar úrtölur frá þér. Alltaf varstu tilbú- inn að ræða við mann, ekki eins og sá sem allt vissi heldur á jafningja- grundvelli. Einu sinni kom ég heim með nýja klippingu í anda pönksins og hafði sett á mig pappahorn til að bæta um betur og þú hafðir aldrei séð neitt eins asnalegt og hlóst þig máttlausan. Þar sýndir þú vissa víðsýni. Þú elskaðir okkur skilyrðislaust og þegar ég átti börnin mín hafðir þú aldrei vitað neitt stórkostlegra og sýndir þeim mikla ást. Þú þreyttist aldrei á því að hafa okkur með þér, hvort heldur sem var á hestaferðalögum, niðri í leikhúsi, tónleikum eða í girðingarstússi á Helgastöðum. Þú gast verið býsna þrjóskur og hvatvís eins og þegar ég gat ekki opnað kringlupoka og þú reifst hann af mér svo innihald pokans þeyttist um allt eldhús. Eða í án- ingarstað á hestaferðalagi þegar mýið ætlaði alla lifandi að drepa. Við fengum malt að drekka og þú varaðir þig ekki á því að stúturinn væri fullur af flugum, þér var nokk sama og skelltir herlegheitunum í þig öllum til hryllings. Þú hafðir heldur aldrei áhyggj- ur af því hvað öðrum fyndist um þig og gafst okkur þess vegna ótal tilefni til að hlæja og skemmta okkur á þinn kostnað, sem þér fannst hið besta mál. Sjálfur sást þú kímnina í því litla og oft hvers- dagslega. Ég held að þér hafi aldrei liðið betur en á Helgastöðum, í hrossa- stússi og –rækt. Þá varstu hættur að vinna í leikhúsinu og gast sinnt þínum áhugamálum af kappi, hrossunum, tónlistinni og lestri. Þegar við hlustuðum á óperur og táruðumst bæði, það voru gæða- stundir sem samveran við þig gaf mér. Svo gastu horft á fótboltann og öll frjálsíþróttamótin í sjón- varpinu eins og þig lysti. Ég sakna þín, en ekki með sorg í huga held- ur þakklæti og gleði yfir að hafa átt þig að. Þín Lára (Lalla). Elsku afi, alltaf svo góður, gjaf- mildur og fús að hjálpa og gefa manni tíma. Það sem kemur helst upp í hugann er hvað þú varst allt- af jákvæð fyrirmynd fyrir alla í kringum þig. Þú fylgdir þínum draumum og fórst þínar eigin leið- ir og ég held þú hafir ekki full- komlega gert þér grein fyrir hversu góð áhrif þú hafðir á fólk í kring um þig. Auðmjúkur enda- laust. Þú kenndir okkur að lifa ekki lífinu í kyrrstöðu. Þú kenndir okkur að draumar eru ekki bara draumar, þeir eru þarna til að fylgja þeim eftir. Á meðan hélst þú í þína einkennandi hlýju, húmor og stríðni. Iðunn Jónsdóttir. Kveðja Ástin er undur sem ódáinslundur hún umvefur mig. Hún er sterk taugin sem ég ber til Jóns Sigurbjörnssonar og ristir djúpt. Leiðir okkar lágu fyrst saman í leiksýningu Þjóðleikhúss- ins á söngleiknum Kysstu mig Kata vorið 1958, ég í statistahlut- verki, þá 11 ára gamall, og Jón í aðalhlutverki, þá 35 ára gamall. Þar og þá myndaði ég samband við hann innra með mér sem aldrei hefur rofnað síðan. Í upphafi leit ég til hans sem föðurímyndar. Það voru miklir tálmar á sambandi við minn eigin föður og Jón með sína karlmannlegu framgöngu og djúpu sterku rödd féll vel að minni heitt þráðu föðurímynd. Ég dróst að honum og dáðist að honum, ég hlustaði á hann gegnum hátalara- kerfið á sýningum og samsamaði mig við persónu hans og tilfinn- ingar í leiknum. Sérstaklega var einn söngur sem hann söng undir lok verksins sem gekk mér beint til hjarta og fyllti mig svo sterkum kenndum að ég táraðist yfirleitt þegar ég hlustaði á hann opnum eyrum gegnum kerfið – heit og ljúfsár ástarjátning til konunnar þegar hún vildi yfirgefa hann. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman, þegar hann varð kennari í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og kenndi okkur leiktúlkun með eftirminnilegum hætti. Síðar meir áttum við svo samleið sem samverkamenn í leik- listinni, á leiksviði, í útvarpi, sjón- varpi og kvikmyndum. Og enn síð- ar minnist ég góðra stunda í heimsóknum til hans í sveitina á Helgastöðum og svo síðustu árin inn á Hrafnistu. Og ávallt svo vel tekið á móti manni með hlýju og ljúfmennsku og glettnin ekki langt undan, ævinlega svo hreinn og beinn. Jón Sigurbjörnsson var og er sterkur áhrifavaldur í þessu lífi með öllum sínum frábæru eigin- leikum sem manneskja og sínum listrænu hæfileikum og innsýn, þar sem mennskan var í fyrirrúmi. Einhvern tíma fyrir þó nokkr- um árum bað ég Jón um að syngja umræddan söng fyrir mig inn á band, svo ég gæti átt hann fyrir mig, en það var of seint. Ég á þó minninguna um sönginn og rödd- ina og tilfinninguna, ævarandi minningu. Þessi söngur sem Jón söng svo fallega og hafði þessi sterku áhrif á eina viðkvæma barnssál ber heitið Ástin er undur (í þýðingu Egils Bjarnasonar; So in love á ensku) og þessar eru línurnar sem hafa lifað innra með mér alla tíð: Farir þú frá mér ég finn þig samt hjá mér sem faðmir þú mig, ó, hve heitt ég elska þig. Ég kveð Jón með þessum orð- um og þeirri tilfinningu sem ég nam úr söng hans. Og ég syng þennan söng til hans fyrir hönd drengsins í mér, fyrir hönd full- orðna mannsins og fyrir hönd gamla mannsins – við allir sem einn elskum þig, Jón Sigurbjörns- son, fölskvalaust. Hafðu þökk fyr- ir allt, yndislegi maður. Sigurður Skúlason. Fallinn er frá mikilhæfur leik- húsmaður, góður félagi og aldinn höfðingi sinnar stéttar, leikari, söngvari og leikstjóri, Jón Sigur- björnsson. Atvik höguðu því þann- ig, að mér auðnaðist að fylgjast með öllum hans mikla ferli, allt frá því hann þreytti eiginlega frum- raun sína sem Hóras í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet 1949, sýningum leikflokksins Sex í bíl, fyrri Þjóðleikhúsárunum (og þeim síðari líka), framlagi hans til Leik- félagsins undir lok sjötta áratug- arins, söng hans við Stokkhólmsó- peruna og síðar Þjóðleikhússins, allt fram til þess ég réð hann til starfa hjá Leikfélaginu 1967, þar sem hann átti síðan mestallan feril sinn. Auk þessa varð hann einnig mjög minnisstæður í nokkrum kvikmyndum á síðustu árum sín- um. Jón var í krafti fjölhæfni sinnar mikill happafengur fyrir Leik- félagið og þann tíma sem við unn- um saman í Iðnó lék hann burð- arhlutverk í flestum uppsetningum mínum, dr. Brack í Heddu Gabler, kónginn í Yvonne eftir Gombrowicz, Kreon í Anti- gónu, dr. Godman Syngmann í Kristnihaldi undir Jökli og Skugga-Svein í Útilegumönnun- um. Auk þess léði hann mér hönd og rödd í Þjóðleikhúsinu sem söngvari og leikstjóri og setti með- al annars upp þá óperusýningu sem enn á metaðsókn á Íslandi, Carmen Bizets, 1975. Áður hafði hann m.a. sungið þar Sarastro í Töfraflautunni eftir Mozart og skrattakollinn með rógsaríuna í Rakaranum í Sevilla, hlutverk sem hann glansaði líka í í Stokk- hólmi. Þessi stutta upptalning segir talsvert um fjölhæfnina. Jón var sterkur og karlmann- legur að burðum, en viðkvæmur og bar ekki sorgir sínar á torg. Hann gat virkað hrjúfur en um leið ærlegur og vammlaus og nýtti þessi eiginleika vel eins og í hlut- verki trúboðans Hans Egede í leikriti Davíðs Stefánssonar Land- ið gleymda, eða bara þegar hann söng Sverri konung. Þetta fölskvaleysi lýsti sér og vel í Equusi Peters Shaffers; allt önnur hlið var þegar hann brá sér í nú- tímasöngleiki, eins og þann fyrsta sem hér var sýndur, Kysstu mig Kata, þar sem hann var Petrucc- hio, og síðar svo ólíkir herrar sem Grettir og Kaífas í Jesú Kristi Of- urstjörnu, að ógleymdum þursin- um Þrymi í óperu Jóns Ásgeirs- sonar. Og ekki held ég við höfum eignast betri Skugga-Svein á allri tuttugustu öldinni en þann sem Jón skapaði, sá ógæfumaður hlaut allra samúð. Svo sakaði ekki að við hans stæðileika bættist léttleiki og glettni sem nýttist honum vel þeg- ar gamanið var annars vegar. Jón var nefnilega spaugsamur gaman- leikari og einn fjölvirkasti leik- stjóri okkar um sína daga og einn af fáum íslenskum leikstjórum sem hafa haft skopleikinn á valdi sínu. Leikhúsfólk veit að þar er vandinn ekki síðri en í alvörunni, en þar átti Jón einnig margar ágætar sýningar. Gaman Jóns var stundum gróft og stórkarlalegt, en stundum hárfínt og nærfærnis- legt. Dýpt sína sem listamaður sýndi hann meðal annars sem Kreon í Antigónu, sem náði goð- sögulegri stærð. Jón var í eðli sínu náttúrubarn og undi sér hvað best á síðustu ár- um með hestunum sínum fyrir austan. En þegar hann hitti gamla félaga úr leikhúsinu færðist kátína yfir og óskert magn af gagn- kvæmri hlýju ríkti. Við Þóra sendum Láru og Kristínu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Sveinn Einarsson. Það leiddist engum í félagsskap Nonna Sibb eins og hann var kall- aður í leikhúsinu. Hann var léttur í lund og mikill húmoristi. En starf- ið tók hann alvarlega, vinnubrögð- in vönduð og skilvirk. Jón var einn af traustustu leikurum Leikfélags Reykjavíkur. Hann þreytti frum- raun sína sem Hóras í Hamlet 1949 og starfaði með félaginu um áratuga skeið en lék líka fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og í kvikmyndum. Urðu hlutverkin vel á annað hundrað á ferlinum. Jón var einnig farsæll leikstjóri og meðal sýninga hans eru mörg af vinsælustu verkefnum Leikfélags- ins: Tannhvöss tengdamamma, Maður og kona, Þið munið hann Jörund, Rommí og ekki síst Fló á skinni en einnig dramatískari verk: Máfurinn, Sex persónur leita höfundar, Nótt yfir Napolí og Skáld-Rósa. Ógerlegt er að telja upp alla hans leiksigra en minna má á að hann lék Skugga-Svein með tilþrifum bæði í Þjóðleikhús- inu og Iðnó, Kúnstner Hansen í Strompleiknum, gamla Mahon í Lukkuriddaranum, sálfræðinginn í Equus og Petrútsíó í Ótemjunni. Jón var myndarlegur á velli og hafði djúpa og fallega bassarödd. Hann stundaði klassískt söngnám og söng í fjölmörgum óperum í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal Sa- rastró í Töfraflautunni, Coline í La Boheme, Don Basilio í Rakaran- um, nautabanann í Carmen (sem hann líka leikstýrði) og Þrym í Þrymskviðu. Í leikritum og söng- leikjum voru það kröfuhörð söng- hlutverk: Makki hnífur í Túskild- ingsóperunni, Petruccio í Kysstu mig Kata og Kaífas í Súperstar. Ég var aðeins tíu ára þegar ég sá Jón fyrst á sviði í Iðnó. Það var í leikritinu Nóa (þess sem byggði örkina) þar sem hann lék elsta soninn, hinn þeldökka Kam. Þetta var svo sannarlega ekki barnaleik- rit en leikur hans hafði sterk áhrif á mig og er mér ennþá eftirminni- legur. Jón starfaði í Iðnó öll leik- hússtjóraárin mín þar á níunda áratugnum og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að leikstýra hon- um í nokkrum sýningum. Hann var skemmtilegur í samvinnu, næmur og hafði sterka sviðsnær- veru. Hann var bráðfyndinn Snikki smiður í Draumi á Jóns- messunótt, ísmeygilegur sem trúarhræsnarinn Mr. Mulleady í Gísl en eftirminnilegastur var hann sem Bogesen í Sölku Völku og Ásmundur, faðir Grettis í sam- nefndum söngleik. Í verkinu starf- ar hann í Álverinu og verður slíkt vinnudýr að hann bókstaflega breytist í apa og ég dáist enn að úthaldi hans í sjóðheitum apabún- ingnum. Síðasta samvinna okkar var í opnunarsýningu Borgarleik- hússins, Höll sumarlandsins, þar sem hann lék föður Vegmeyjar og var sem sé í þeim hópi sem fyrstur sté á hið stóra nýja svið eftir alla áratugina í þrengslunum í Iðnó. Síðari hluta ævinnar bjó Jón að- allega í sveitinni og stundaði hes- tabúskap. Hann gekkst við því að vera sannur sveitamaður en var þó ekki síður heimsborgari, sem ungur hafði sótt sér leikmenntun í New York, lært klassískan söng á Ítalíu og sungið um skeið við Óp- eruna í Stokkhólmi. Hans verður lengi minnst sem eins okkar fremsta leikhúsmanns. Við hjónin og fjölskylda sendum dætrum hans og Þóru, þeim Láru og Krist- ínu, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa öðlings. Stefán Baldursson. Jón Sigurbjörnsson Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi og langalangafi, GEORG FRANZSON, fv. garðyrkjubóndi í Laugarási, síðast til heimilis í Grænumörk 3, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfaranótt föstudagsins 10. desember. Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju mánudaginn 20. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Vegna fjöldatakmarkana verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd, en streymt verður frá athöfninni á skalholt.is og facebook-síðu Skálholts. Jón Þór Þórólfsson Hafdís Héðinsdóttir Erla B. Norðfjörð Hjördís María Georgsdóttir Gunnar Einarsson Ragnheiður Lilja Georgsd. Eiríkur Már Georgsson Heiðrún Björk Georgsdóttir Ólafur H. Óskarsson Íris Brynja Georgsdóttir Steinar Halldórsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.