Morgunblaðið - 17.12.2021, Page 26
✝
Lóa Guðrún
Gísladóttir,
verkakona og hús-
móðir, fæddist í
Naustakoti á
Vatnsleysuströnd
29. maí 1934. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða 8. des-
ember 2021. For-
eldrar Lóu voru
Gísli Eiríksson
bóndi Naustakoti,
f. 22. apríl 1878, d. 2. janúar
1971 og Guðný Jónasdóttir, f.
24. júní 1893, d. 23. apríl 1976.
Systkini Lóu voru Elín Björg,
f. 1918, d. 2020. Eiríkur Jónas, f.
1920, d. 1997. Guðríður, f. 1924,
d. 2013. Hrefna Kristín, f. 1929.
Gísli Óskar, f. 1932, d. 1940.
Lóa Guðrún giftist 21. nóv.
1953 Geir Valdimarssyni frá
Akranesi, f. 5. júní 1927, d. 20.
mars 2009. Foreldrar hans voru
Fjölnir Örn, Ívar Páll, d. 23.
mars 2005 og Karítas Ósk. 6)
Gísli, f. 1966, barnsmóðir Mar-
grét B. Ólafsdóttir. Börn þeirra
Lóa Guðrún og Gísli Þór. Fyrir
átti Geir Elínu Þóru, f. 1951,
maki Valur Jónsson. Börn
þeirra eru Jón Ásgeir, Marta og
Guðný Maren.
Lóa Guðrún ólst upp í
Naustakoti og fór ung að vinna
fyrir sér sem ráðskona í brúar-
vinnu hjá bróður sínum. Þar
kynntist hún Geir Valdimars-
syni og flutti með honum á
Akranes. Þau byggðu hús á
Sandabraut 10 og bjuggu þar
allan sinn búskap. Lóa var mikil
húsmóðir og sinnti sínum stóra
barnahóp ásamt því að vinna við
síldar- og fiskvinnslu hjá HB og
co. allan sinn starfsaldur.
Útför Lóu Guðrún verður
gerð frá Akraneskirkju í dag,
17. desember 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 13. Vegna sam-
komutakmarkana verða aðeins
nánustu aðstandendur við-
staddir. Streymt verður frá út-
förinni á vef Akraneskirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Valdimar Eyjólfs-
son, f. 1891, d. 1976
og Anna Jónsdótt-
ir, f. 1893, d. 1994.
Lóa og Geir áttu
saman sex börn: 1)
Guðný Elín, f. 1954,
maki Garðar Geir
Sigurgeirsson, áð-
ur gift Herði Jóns-
syni, d. 2015. Börn
þeirra Geir, Harpa
og Hrafnhildur. 2)
Valdimar E., f. 1955, maki Sig-
ríður Ellen Blumenstein. Börn
þeirra Willy Blumenstein, Geir
og Edda Blumenstein. 3) Hrafn-
hildur, f. 1956, maki Ólafur R.
Guðjónsson. Börn þeirra Lóa
Kristín, Karen Lind og Guðjón
Þór. 4) Anna Lóa, f. 1959, maki
Engilbert Þorsteinsson. Dætur
þeirra Berglind Erla og Belinda
Eir. 5) Erla, f. 1961, maki Ár-
sæll Alfreðsson. Börn þeirra
Elsku mamma okkar lést á
Dvalarheimilinu Höfða í faðmi
fjölskyldunnar. Hún átti heima
á Sandabraut 10 þar sem allir
voru velkomnir á heimilið og
börn léku sér á öllum hæðum,
einnig var horft á kanasjónvarp-
ið eins og Bonanza, Roy Ro-
gers, teiknimyndir og fleira.
Enda var mikið slit á innan-
stokksmunum, en ekki var
mamma að kvarta eða fara í
manngreinarálit.
Mamma ól okkur upp í frelsi
og var mjög skapandi, hún
saumaði mikið á okkur börnin
og framkvæmdi strax það sem
þurfti að gera. Hún hvatti okk-
ur til að fara í félagsstörf eins
og skátana, frjálsar íþróttir,
sund, dans og KFUM og K.
Hún hvatti okkur til leikja,
hvort sem var úti eða inni. Við
fórum oft í útilegu á blettinum
með nesti. Fjölskyldan fór oft í
löng ferðalög um landið og við-
kvæðið hjá pabba var að segja
við mömmu: „Lóa, ég sé um bíl-
inn, þú sérð um allt hitt!“ enda
vildi mamma fá að ráða öllu
sjálf og gera á sinn hátt. Það
var mikið flökkueðli í þeim báð-
um og oft farið hringinn og
jafnvel farið á margar útihátíðir
sömu helgina.
Mamma var mikill dansunn-
andi og dansaði línudans í Fé-
lagi eldri borgara og fór í marg-
ar ferðir með þeim. Jólaboðin
voru fjölmenn og oft dansað
undir tónlist eftir Boney M í
eldhúsinu um leið og vaskað var
upp. Mamma og pabbi voru ein-
staklega samrýnd og bóngóð.
Barnabörnin voru ávallt vel-
komin og sóttu mikið í að vera
hjá afa og ömmu. Þau pössuðu
barnabörnin oft og var viðkvæð-
ið alltaf þegar þau voru spurð
hvernig börnin hefðu verið og
hvort þau hefðu verið stillt og
góð: „Þau voru alveg eins og
englar!“
Góða ferð í sumarlandið elsku
mamma.
Systkinin Sandabraut 10,
Guðný, Valdimar, Hrafnhild-
ur, Anna Lóa, Erla og Gísli.
Mér er ljúft og skylt að setj-
ast niður og skrifa kveðjuorð til
tengdamóður minnar Lóu Guð-
rúnar Gísladóttur sem gekk und-
ir nafninu „amma á Sandó“. Allir
töluðu um að kíkja til ömmu og
afa á Sandó. Afi á Sandó var
Geir Valdimarsson, látinn fyrir
nokkrum árum og alltaf sárt
saknað. Heimili þeirra á Sand-
abraut 10 var nánast eins og fé-
lagsmiðstöð enda börnin sex,
Guðný, Valdi, Habba, Anna Lóa,
Erla og Gísli, öll fædd með
stuttu millibili. Allir vinir voru
velkomnir og var oft glatt á
hjalla. Ég fór mjög ung að venja
komur mínar á Sandabrautina að
heimsækja Höbbu en um leið að
líta hýru auga á soninn Valda.
Við erum gift í dag og hafa leiðir
okkar Lóu legið saman í hartnær
fimmtíu ár. Lóa var einstök
kona, alin upp við mikla vinnu-
semi að Naustakoti við Vatns-
leysuströnd. Þar bjó hún sín
uppvaxtarár í stórum systkina-
hópi sem var einstaklega sam-
rýndur. Naustakot er enn þá í
eigu fjölskyldunnar og héldu þau
systkin alla tíð mikla tryggð við
æskuheimilið. Á hverju ári eru
haldin litlu jólin með rammís-
lenskum randalínum, kleinum og
flatkökum.
Líf Lóu var mótað af miklu
annríki og umhyggju fyrir börn-
um sínum og afkomendum
þeirra. Hún byrjaði rúmlega tví-
tug að búa á Sandabraut 10 og
þar ól hún upp öll sín börn og
vildi hvergi annars staðar vera.
Hún dekraði við alla og var alltaf
notalegt í kringum hana. Sand-
abrautin var sveipuð ævintýra-
ljóma fyrir barnabörnin, þar
fengu þau að leika lausum hala
og var háaloftið og leynistaðirnir
með öllu gamla dótinu mest
spennandi staður fyrir krakka að
kanna. Hún fékk oftar en ekki að
passa nokkur barnabörn í einu
þegar systkini og makar þurftu
að skemmta sér. Hún sagði aldr-
ei nei þegar hún var beðin og
fyrir henni voru þau alltaf stillt
og góð, þó svo að raunin hafi oft
verið önnur. Hún fór af Sand-
abrautinni með söknuði þegar
heilsan fór að bila.
Lóa var einstaklega falleg
kona, góðum gáfum gædd, stál-
minnug, fór frekar hljótt en var
ákveðin og þrjósk. Að kvarta var
ekki til í hennar orðabók sama á
hverju gekk og hún tók alltaf
upp hanskann fyrir þá sem
minna máttu sín enda vanmat
hún ekki nokkurn mann. Dóm-
harka var víðs fjarri hennar
huga. Hennar sterki persónuleiki
einkenndist fyrst og fremst af
dugnaði, styrk og sérstöku æðru-
leysi. Lengst af vann hún hjá
HB & co og var hún ætíð stolt af
sinnu vinnu. Hún gekk ákveðin
og rösk til allra starfa og gat allt
í einu horft á sjónvarp, hlustað á
útvarp og lesið blöðin.
Amma og afi á Sandó voru
mjög dugleg að ferðast og oftar
en ekki komu þau með vinahópn-
um okkar í ferðalög. Aldur var
svo afstæður þegar þau áttu í
hlut og öllum þótti vænt um að
hafa þau með.
Elsku Lóa tengdamóðir mín,
hafðu þökk fyrir allar góðu
stundirnar og góðmennskuna í
minn garð. Ég veit að afi á
Sandó bíður spenntur eftir þér
með opna bílhurðina og þið farið
saman á vit nýrra ævintýra.
Dáðrík gæðakona í dagsins stóru
önnum,
dýrust var þín gleði í fórn og
móðurást.
Þú varst ein af ættjarðar óskadætr-
um sönnum,
er aldrei köllun sinni í lífi brást.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kveðja,
Ellen Blumenstein (Lena).
Elsku amma mín.
Nú fylgjum við þér hinsta
spölinn, þau skref verða þung
og erfið.
Það var mikill heiður að fá að
vera alnafna þín – ég hef alltaf
verið svo stolt af því og litið upp
til þín. Þú varst svo mikil
kjarnakona! Ég mun varðveita
allar okkar minningar, þær eru
svo ótrúlega margar og
skemmtilegar. Þar sem jólin eru
að koma þá er mikilvægt að
byrja að minnast á hversu mikið
jólabarn þú varst. Mér fannst
svo gaman að koma til þín og
jólaskreyta. Þú áttir svo mikið
af skemmtilegu jólaskrauti, sem
ég tengdist tilfinningalega í
gegnum árin. Þú bauðst mér
reglulega að koma og föndra,
baka, gera laufabrauð og fleira.
Samveran með þér var alltaf
góð og skemmtilega. Hið árlega
jólaboð á Sandabrautinni, fullt
hús af fólki, var eitt það besta
við jólin. Það fá ekki allir að
alast upp við það að dansa við
Boney M. með fjölskyldunni
sinni við uppvask eftir jólaboð.
Glæstar vonir, amma! Við
horfðum reglulega saman á þær
(e. Bold and the Beautiful) frá
því að ég var níu ára gömul. Ef
við horfðum ekki á þær saman
þá horfði ég á þær svo til á
hverjum virkum degi eða tók
maraþonið á laugardögum, svo
ræddum við saman hvað hefði
gerst.
Ég hugsa mikið til viðtalsins
sem ég tók við þig þegar ég var
í sögu áfanga í Fjölbrautarskóla
Vesturlands. Þú sagðir mér þá
þína sögu og það var svo
skemmtilegt að fá að vinna það
verkefni. Þegar hermennirnir
komu og gáfu ykkur nammi,
þegar þið fréttuð að forseti Ís-
lands yrði á ferðinni og þið fór-
uð upp á veg uppklæddar með
blóm til að sjá hann og veifa til
hans. Forsetinn lét stöðva bíl-
inn, kom út og heilsaði ykkur.
Garðurinn þinn var alltaf svo
fallegur og þú svo dugleg að
hirða hann og rækta. Þú varst
svo stolt af honum sem þú mátt-
ir svo sannarlega. Þið afi áttuð
stóran barnahóp, eignuðust enn
stærri barnabarna hóp og svo
langömmuhópurinn. Ykkur var
svo annt um ykkar fólk og
fannst gaman að fylgjast með
öllum. Gleði, þrautseigja og um-
hyggja einkenndi ykkar heimili.
Sandabrautin var einstök, allir
velkomnir. Ég man svo vel þeg-
ar við fórum upp á háaloft að
skoða allt sem þar var. Að fara
upp á háaloft á Sandabrautinni
var eins og að finna fjársjóð!
Þvílíkar gersemar.
Þú varst viðstödd svo til alla
mína viðburði og stóru stundir í
lífi mínu. Ég mun sakna að hafa
þig ekki í brúðkaupinu. Þú
fékkst þó að sjá myndir af mér í
kjólnum – sem er auðvitað afar
mikilvægt! Ég veit að þú verður
með okkur á þessum degi.
Þú varst svo glæsileg kona
elsku amma mín, falleg og góð.
Það var fátt eins notalegt og að
koma heim á Sandó, í samveru-
stundir – spjall, spil, föndur,
dans og alltaf eitthvað á boð-
stólnum. Þú varst/ert mikil fyr-
irmynd. Ég veit ég fékk frá þér
og þínum systrum, þessi
ákveðnu Naustakots-gen. Það
var alltaf gaman að koma í kot-
ið, þar sem þið systur tókuð
fagnandi á móti fjölskyldunni.
Ég elska þig og mun ætíð
sakna þín. Ég vona að þú og afi
skellið ykkur í gott ferðalag í
sumarlandinu. Hjartans kveðja
og ástar þakkir fyrir samveruna
þessa þrjá áratugi sem við átt-
um saman. Við sjáumst síðar.
Þín alnafna,
Lóa Guðrún Gísladóttir
Elsku amma Lóa er nú fallin
frá. Ég þakka henni fyrir að
vera flott og frábær ættmóðir.
Ættarsvipurinn leyndi sér ekki
og það er oftar en ekki pikkað í
mann og sagt að þú sért greini-
lega af Sandabrautarættinni,
það sést langar leiðir. Amma og
afi byggðu sér hús á Sand-
abrautinni árið 1953 og mamma
mín fæðist 1954, þar bjuggu þau
alla tíð eða þangað til fyrir
þremur árum þegar amma hafði
ekki tök á að hugsa um húsið
lengur. Það var alltaf jólaboð á
jóladag á Sandabrautinni, full-
orðna fólkið á efri hæðinni og
við krakkarnir á neðri hæðinni.
Þetta eru bestu minningarnar
mínar, að vera hjá ömmu og afa
á jóladag. Öll fjölskyldan rúm
50 talsins í dag á Sandabraut-
innni og það var oftar en ekki
að amma og systurnar voru í
eldhúsinu að skræla kartöflur
og bömpa með Boney M. Mér
fannst alltaf svo gaman að hitta
fjölskylduna og finnst það enn.
Ég er þakklát að hafa komið
til þín kvöldið áður en þú lést
og getað kvatt þig.
En ég ætla að hafa þetta
stutt núna og ég bið að heilsa
afa og loksins hittist þið á ný.
Ég man hvað það var erfitt fyr-
ir þig þegar afi dó, að við héld-
um að þú myndir fara líka en þú
náðir þér svo á strik sem var
æðislegt.
Góða ferð, elsku amma,
Hrafnhildur Harðardóttir.
Í dag kveð ég með söknuði
ömmu mína Lóu Guðrúnu.
Hluti af töfrum þess að eiga
unga foreldra er að hafa fengið
að alast upp með ömmum og
langömmum. Ég var annað
barnabarn ömmu Lóu en það
fyrsta hjá ömmu Jónu, en sam-
tals eiga þær afkomendur og til-
heyrandi sem telur á annað
hundrað manns. Sannarlega rík-
ar konur. Ég var skírð í höfuðið
á þeim báðum, Lóa Kristín, og
hef alltaf borið það með stolti
og þakklæti. Enda eiga þær
báðar mikið í mér.
Þegar ég var barn bjuggu
ömmur mínar nálægt hvor ann-
arri þannig að ég gat hlaupið á
milli á nokkrum mínútum. Úti-
hurðin hjá þeim báðum var allt-
af opin, og fannst mér sjálfsagt
að æða inn. Þannig fannst mér
ég líka eiga svo mikið í þeim.
Báðar voru þær miklar ömmur.
Mér fannst ég alltaf örugg og
velkomin, báðar tóku á móti
mér með brosi og hlýju. Og yf-
irleitt einhverju sætu með
mjólkurglasinu, sem seinna varð
kaffibolli. Ömmur mínar
skömmuðust ekki, voru þolin-
móðar og æðrulausar yfir hama-
ganginum í okkur krökkunum.
Fallegar á ég minningar um
ferðalögin, amma Lóa alsæl í
framsætinu og afi Geir við stýr-
ið. Þegar þau voru komin af
stað gátu þau keyrt næstum
endalaust og nutu þess að vera
á ferðinni. Man ég ferðina suður
á Hornafjörð þar sem var
stoppað í einni sjoppu á leiðinni,
en ferðalagið var svo skemmti-
legt að það jafnaði sig fljótt.
Enda höfðu þau einstaklega af-
slappaða og notalega nærveru
hjónin.
Eldhúsið og garðurinn var
ömmu svæði. Lífinu hef ég lýst í
eldhúsinu á Sandabrautinni, það
var öruggur staður þar sem var
notalegt að sitja og lítið breytt-
ist. Hvað væri að frétta og hvar
ég hefði verið, allt um heims-
reisur og stórborgarlíf. Seinna
sagði ég af sonum mínum sem
fylgdu með í heimsóknir og
hann Bergur minn líka. Plönt-
unum og gróðrinum sinnti hún
af natni og alúð, og auðvitað óx
allt vel hjá henni í garðinum líkt
og í lífinu.
Í minningunni, og á gömlum
myndum minnir amma Lóa mig
á ljósmyndir af Ellý á plötu-
umslögum. Hárgreiðslan, svip-
urinn og brosið eitthvað sem
tengist vissu tímabili. Enda
fann hún líka snemma sína
greiðslu, alltaf stórglæsileg.
Í Naustakot var æðislegt að
koma og hitta ömmu með systk-
inum sínum og heyra sögurnar
af lífinu í denn í litla húsinu þar
sem hún fæddist. Sérstaklega á
litlu jólunum sem þau héldu á
hverju ári. Þá var hápunkturinn
þegar kveikt var á alvörukert-
um á litla jólatrénu á sófaborð-
inu. Ógleymanlegt er þegar ég
kom með Berg minn í fyrsta
sinn á Jónsmessuhátíð og
ömmusysturnar komust að því
að ég hefði náð mér í Suður-
nesjamann, því það var nú topp-
urinn.
Ömmu fannst gaman að
dansa og dillaði sér oft við út-
varpið og trallaði með. Fyrir
ekki svo mörgum árum gat ég
montað mig af því að báðar
ömmur mínar væru Íslands-
meistarar í línudönsum í sínum
flokki.
Alla tíð hafa báðar ömmur
mínar haldið jólaboð á jóladag.
En síðustu ár voru þau auðvitað
haldin af börnum þeirra og
barnabörnum, en í þeirra anda.
Mín mesta tilhlökkun um jól var
að koma í jólaboðin. Fá að hitta
allt mitt fólk og fá fréttir, og
leyfa mínum börnum að hitta
ættingja sína. Fá að sjá börnin
stækka og verða að fullorðnu
fólki. Og alltaf stóð amma vakt-
ina í eldhúsinu og kallaði á
krakkana að passa sig í stig-
anum, alveg eins og þegar ég
var krakki.
Á jóladag mun ég hugsa hlýtt
til liðinna jóla, vitandi að amma
Lóa er loksins hjá afa Geir á
jólunum.
Lóa Kristín Ólafsdóttir.
Það er margs að minnast er
ég kveð hana Lóu systur mína.
Hún var fædd og uppalin í
Naustakoti á Vatnsleysuströnd.
Við vorum sex systkinin og var
Lóa yngst af okkur. Áttum við
góða æsku og ólumst upp við
leik og störf. Á veturna var far-
ið á skauta á Gráhellu. Fjaran
var okkar leikvöllur, þar sem
við vorum að vaða í sjónum, og
tíndum skeljar. Á vorin fengum
við nýjan rauðmaga og móðir
okkar bakaði alltaf pönnukökur
á sumardaginn fyrsta. Lóa var
alltaf syngjandi sem barn, og
saumaði og hannaði alls konar
hatta og föt á sig. Hún var
uppáhald allra, alltaf brosandi
og hlæjandi. Ung stúlka flutti
hún upp á Akranes og hóf bú-
skap þar. Eignaðist sex börn og
var dugleg að sauma á þau.
Móðir okkar var fædd um Jóns-
messuna og þá var alltaf farið
suður á strönd. Þessi siður helst
síðan áfram og áttum við systur
margar og góðar stundir við
undirbúning fyrir Jónsmes-
suhátíðina, þar sem fjölskyldan
kom saman í Naustakoti. Það
var farið í alls konar leiki, yfir
og reiptog. Á litlu jólunum var
gamla jólatréð skreytt, drukkið
súkkulaði og sungin jólalög. Við
systur fórum saman í ýmis
skemmtileg ferðalög, heimsótt-
um Lóu á Sandabrautina og
nutum þess að vera saman. Ég
var svo lánsöm að geta verið
með Lóu og átt með henni góð-
ar stundir síðustu ár, þar sem
við rifjuðum upp gamlan tíma
og skoðuðum gamlar myndir og
er ég þakklát fyrir það. Lóa er
og verður alltaf litla stelpan í
Naustakoti, sem söng og saum-
aði, lagaði steina í hleðslum og
tíndi skeljar í fjörunni. Þakka
fyrir öll árin okkar saman.
Þín systir,
Hrefna Kristín.
Er við kveðjum hana Lóu
okkar koma upp í hugann
margar og góðar minningar.
Við minnumst hennar með
hlýju. Lóa hafði létta lund og
fólki leið vel í návist hennar.
Hún naut þess að vera með
fólkinu sínu í Naustakoti, bæði
um Jónsmessuna og á litlu jól-
unum. Það var gaman að vera
með Lóu og systrunum er verið
var að undirbúa þessar hátíðir.
Alltaf var gott að koma á Sand-
abrautina, þar sem Lóa sá út á
sjóinn og gat séð Keili og
Vatnsleysuströndina sína, sem
henni þótti svo vænt um. Við
þökkum Lóu Guðrúnu fyrir all-
ar góðu samverustundirnar,
bæði í Naustakoti og á Sand-
abrautinni. Innilegar samúðar-
kveðjur til allra í fjölskyldunni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guðný Dóra og fjölskylda.
Lóa var ein af systkinunum í
Naustakoti ásamt, Ellu og
pabba okkar Eiríki Jónasi, sem
alltaf var kallaður Jónas, Guð-
ríði sem alltaf var kölluð Gauja
og Hrefnu. Lóa sem nú var að
kveðja var þeirra yngst. Þau
voru ákaflega samrýnd systk-
inin og voru alltaf boðin og búin
til að aðstoða hvert annað ef á
þurfti að halda. Þrjú þeirra,
Hrefna, Gauja og Jónas, bjuggu
nærri hvert öðru í Kópavogi og
var mikill samgangur á milli
þeirra heimila. Við hátíðleg
tækifæri lét Lóa sig ekki vanta
en kom með fjölskylduna þótt
nokkuð langt væri að fara, og
einstöku sinnum fór pabbi með
sína fjölskyldu upp á Skaga.
Við minnumst margra gleði-
stunda með Lóu á seinni árum,
sérstaklega suður á Strönd,
eins og við segjum alltaf um
Naustakot. Löng hefð var fyrir
að hittast þar á Jónsmessunni
og einnig í desember, á litlu jól-
unum. Lóa lét sig ekki vanta,
kom hún þá stundum með
Akraborginni áður en leiðin
styttist með Hvalfjarðargöng-
unum. Lóa var drífandi og víl-
aði ekkert fyrir sér. Hún var
glaðsinna og til í að bregða á
leik með systrum sínum og
yngra fólkinu í stórfjölskyld-
unni. Það var gaman að vera
þar sem hún var.
Við vorum sem krakkar
minna með frændsystkinum
okkar, börnum Lóu, en hinum.
Þegar leiðir okkar liggja saman
eru samt tengslin nokkuð sterk,
kannski er það arfur frá Lóu og
pabba. Nú er aðeins Hrefna eft-
irlifandi af systkinahópnum frá
Naustakoti og næsta kynslóð
þarf að finna það form á sam-
skiptum fjölskyldunnar sem
hentar á breyttum tímum.
Gísli, Björg, Þorleifur,
Ívar, Flosi og Elín.
Lóa Guðrún
Gísladóttir
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021