Morgunblaðið - 17.12.2021, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
✝
Sigurjón Stef-
ánsson fæddist
í Neskaupstað 4.
ágúst 1947. Hann
lést 5. desember
2021.
Foreldrar Sig-
urjóns voru Guðrún
Sigurjónsdóttir, f.
30.5. 1925, d. 19.12.
2013, og Stefán
Þorleifsson, f. 18.8.
1916, d. 14.3. 2021.
Sigurjón „Sjonni“ Stefánsson
var annar í röð fjögurra systk-
ina, þeirra Elínbjargar Stef-
ánsdóttur, Þorleifs Stefánssonar
og Vilborgar Stefánsdóttur og
lifa þau öll bróður sinn. Sigurjón
var alinn upp í Neskaupstað og
sleit þar barnsskónum. Hann var
við nám á Eiðum á árunum 1962-
1964 og síðan í námi í Snoghoj í
Danmörku árin 1964-1965.
Snemma átti flugið hug Sig-
urjóns allan og hóf hann flugnám
haustið 1966 og lauk því námi ár-
ið 1969. Eftir flugnámið hefst
fjölbreyttur og merkilegur flug-
ferill en Sigurjón starfaði m.a. í
Afríku, Mið-Austurlöndum,
Norður-Ameríku, Suður-
Ameríku og Asíu. Sigurjón átti
farsælan 30 ára
starfsferil, fyrst
sem flugmaður og
síðar flugstjóri.
Sigurjón kvænt-
ist Raquel Maria
Pfeiff þann 20.3.
1981 í Úrúgvæ.
Bjuggu þau saman í
Úrúgvæ, Lúx-
emborg, Mallorca
og Sádi-Arabíu.
Sigurjón og Raquel
skildu árið 1990.
Börn Sigurjóns eru: 1) Hörður
Steinar, f. 8.10. 1975, kvæntur
Sólveigu Friðriksdóttur, f. 26.9.
1976, börn þeirra a) Sóley Birta,
f. 1999, b) Ásdís Guðfinna, f.
2006, c) Hrafnhildur Sara, f.
2012. 2) Christine Stefansson, f.
21.8. 1983, gift Gary C. Kagel-
macher, f. 1988, börn þeirra a)
Ava S. Kagelmacher, f. 2014, b)
Amélie Kagelmacher, f. 2018. 3)
Karina Stefansson, f. 12.7. 1986,
unnusti Sebastian Carnelli, f.
1982.
Útför Sigurjóns fer fram í
Norðfjarðarkirkju í dag, 17. des-
ember 2021, klukkan 14.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Pabbi minn Sigurjón Stefánsson
er látinn og lauk þar með ævi mikils
heimshornaflakkara.
Hann ólst upp í Neskaupstað og
sótti nám bæði á Austurlandi sem
og erlendis. Áhugi pabba á flugi
kviknaði snemma og hóf hann flug-
nám 1966, 19 ára gamall, sem hann
lauk 1969. Heimurinn togaði fljót-
lega pabba til sín og árið 1970 hóf
hann störf í Kanada hjá Bareskin
Air Services. Í Kanada flaug pabbi
meðal annars með vistir til inn-
fæddra, oft með labradorhund sem
„vængmann“. Lýsingar og myndir
frá árunum 1970-1972 í Kanada eru
eins og úr sjónvarpsþáttaröð –
ótrúlegar. Eftir dvölina í Kanada
hélt pabbi aftur til Íslands og starf-
aði á árunum 1974-1977 bæði hjá
Vængjum og Eyjaflugi. Heimurinn
hafði ekki sleppt takinu á unga
flugmanninum og árið 1977 var aft-
ur haldið á vit ævintýranna. Pabbi
starfaði á erlendri grundu frá árinu
1977 þar sem hann starfaði lengst
af sem flugstjóri, m.a. í Evrópu,
Afríku, Mið- Austurlöndum, Norð-
ur-Ameríku, Suður-Ameríku og
Asíu. Pabbi bjó um skamma hríð í
Úrúgvæ og árið 1980 flaug ég frá
Íslandi með ömmu og afa, til Lúx-
emborgar þar sem við hittum
pabba. Ferðinni var heitið til Úrú-
gvæ og flaug pabbi með okkur frá
Lúx til Suður-Ameríku, afar minn-
isstæð ferð. Árið 1981 flutti pabbi
til Lúxemborgar og bjó þar í fjögur
ár eða til ársins 1985. Palma á Mal-
lorca var næsti áfangastaður og bjó
pabbi þar, með stuttri dvöl í Sádi-
Arabíu og Malaga, uns hann sneri
aftur heim í Neskaupstað. Árin á
Mallorca eru mjög minnisstæð og
ófáar heimsóknirnar. Hann kom
sér vel fyrir á Mallorca og bar
heimilið merki um heimshornaf-
lakkið. Pabbi var smekkmaður og
vildi hafa hlutina í röð og reglu, en
var ófeiminn við að breyta til, hann
hafði stíl. Þegar við pabbi dvöldum
saman á Mallorca vildi hann slaka á
og njóta lífsins, enda oft á tíðum
langar tarnir. Við fórum í golf, bíl-
ferðir á fínu bílunum hans og
skútusiglingar – nutum lífsins. Á
skútusiglingunum lifnaði yfir
pabba, hann naut þess mikið að
sigla og talaði oft um hve mikið það
gæfi honum. Ég skildi það alveg, en
samt ekki. Hvað heillaði pabba
svona mikið við að sigla? Jú það var
siglingafræðin, lesa í aðstæður og
veður. Eftir rúmlega 30 ára farsæl-
an feril á erlendri grundu sneri æv-
intýramaðurinn aftur til Íslands og
flutti heim í Neskaupstað. Hann
bjó með pabba sínum, Stefáni.
Nokkru eftir heimkomu varð pabbi
þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa
sem leiðsögumaður. Pabbi kunni
ótal tungumál og hafði mikinn
áhuga á sögu Austfjarða. Þessi tími
gaf pabba mjög mikið, hann naut
sín í nýju starfi. Pabbi var alla tíð
heilsuhraustur og missti varla úr
vinnu á sínum starfsferli. Eftir frá-
fall pabba hans fór þó að halla und-
an fæti og síðla árs 2021 hrakaði
heilsu Sigurjóns mikið. Pabbi sakn-
aði félagsskapar og nærveru afa
Stefáns óskaplega mikið. Í lok nóv-
ember 2021 hófst síðasta flugferð
flugstjórans Sigurjóns Stefánsson-
ar. Flugið var stutt en erfitt og lauk
þann 5. desember með mjúkri og
átakalausri lendingu.
Minning þín lifir, Capt. Sonny
Stefannson.
Hvíldu í friði, elsku pabbi.
Hörður Steinar.
Þá ertu floginn í þína hinstu og
jafnframt lengstu ferð elsku Sjonni
okkar.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér betur þessi
seinni ár eftir að þú fluttir aftur
heim í fjörðinn okkar fagra, Norð-
fjörð. Einnig erum við þakklát fyrir
hvað þú jókst á lífsgæði elsku afa
þannig að hann gat búið heima nán-
ast allt sitt líf til 104 ára aldurs. Þið
voruð góðir saman og nú hafið þið
sameinast á ný þó svo að okkur
finnist ferðin þín hafi komið allt og
fljótt en við það var ekki ráðið.
Í minningu minni (Gunnu litlu
frænku) var alltaf ævintýraljómi
yfir lífi þínu, þú flaugst um allan
heim á litlum sem stórum flugvél-
um, talaðir og skildir mörg tungu-
mál og varst eins og þú sagðir sjálf-
ur „bara svo mikill útlendingur“.
Þú varst eflaust einn víðförlasti
sonur sem Norðfjörður hefur alið.
Heimsborgari sem upplifað hafðir
hluti sem við hin höfum bara séð í
sjónvarpinu eða lesið um í bókum.
Það líður að jólum og samveru-
stundum fjölskyldunnar sem þú
kunnir svo vel að meta. Við minn-
umst þess að á haustdögum
hringdir þú og sagðir að nú væri að
koma að síðasta í grilli og við yrð-
um að hittast áður en vetur skylli á.
Það gerðum við heima hjá okkur í
Valsmýrinni en ekki grunaði okkur
að þetta væri allra síðasti í grilli
með þér elskulegur en svona er líf-
ið, óútreiknanlegt.
Við verðum tveimur færri við
matarborðið á aðfangadag sem er
sorglegt. Við eigum eftir að sakna
ykkar afa.
Megi guð og góðir vættir geyma
þig og hugga börnin þín, barna-
börnin og okkur öll.
Stór koss til þín elsku Sjonni.
Guðrún Smáradóttir
og fjölskylda.
Sigurjón
Stefánsson
✝
Sigrún Aðal-
björg Sigur-
jónsdóttir fæddist í
Hafnarfirði 25.
október 1938. Hún
dó á sjúkrahúsi í
Bad Sigenberg í
faðmi fjölskyld-
unnar 10. nóv-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Magdalena Ágústs-
dóttir, f. 19.3. 1907, d. 24.3.
1991, og Sigurjón Sigurjónsson,
f. 17.6. 1906, d. 11.8. 1992.
Systkini hennar: Kristín Sig-
ríður, f. 20.10. 1931, d. 8.3. 2015,
Sigrún, f. 16.7. 1935, d. 28.8.
1935, Hrafnhildur, f. 25.11.
1941,
Ágúst Hjalti, f. 19.4. 1943,
Gunnar Ágúst, f. 26.12. 1944,
Borgarfirði. Að námi loknu
starfaði hún eitt ár í Slesvik
Holstein. Hún vann síðan skrif-
stofustörf hjá Kaupfélaginu
Dagsbrún í Ólafsvík og hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
(SÍS) í Reykjavík.
Árið 1963 gerðist hún flug-
freyja hjá Loftleiðum í eitt ár,
1964 fer hún til starfa hjá Luft-
hansa í Hamborg.
Tungumál lágu alltaf vel fyr-
ir henni og vann hún um eins
árs skeið á Spáni til að ná betri
tökum á spænskunni. Hún var
löggildur skjalaþýðandi á
ensku.
Eftir að hún kom aftur til
Þýskalands vann hún skrif-
stofustörf.
Útförin fer fram í Frieden-
wald í Kisdorf í dag, 17. desem-
ber 2021.
Brynhildur, f. 5.11.
1946.
Eiginmaður Sig-
rúnar er Just Bo-
rack, f. 8.8. 1946,
synir þeirra eru 1)
Claus, vélaverk-
fræðingur hjá
BMW í München, f.
9.6. 1970, maki
Bettina, sonur
þeirra er Tim, f.
20.4. 2002. 2) Mart-
in, yfirlögregluþjónn í Hamborg
Altona, f. 15.9. 1971, maki Britt,
þau skildu, þeirra dóttir er Maja
Lena, f. 29.9. 2004, sambýlis-
kona Martins er Jelka.
Sigrún ólst upp í Ólafsvík, að
loknu skyldunámi tók hún
landspróf frá Reykjaskóla í
Hrútafirði. Þaðan lá leiðin í
Samvinnuskólann á Bifröst í
Það kom ekki alveg á óvart þeg-
ar fréttin um andlát Sigrúnar
barst. Hún hafði átt við erfið veik-
indi að stríða undanfarin ár.
Þau hjónin voru einstaklega
samhent og annaðist hann hana af
mikilli ást til hinstu stundar.
Meðan drengirnir voru litlir var
hjá þeim stúlka frá Vestmanna-
eyjum, sem hefur haldið tryggð
við fjölskylduna alla tíð og verið
þeim stuðningur í erfiðum veik-
indum. Ásamt eiginmanni sínum
heimsótti hún þau nú í október á
afmæli Sigrúnar og áttu þær sam-
an góðar stundir.
Þau höfðu alla tíð yndi af ferða-
lögum og fóru vítt og breitt um
heiminn. Þar kom tungumála-
kunnáttan sér vel. Síðastliðin ca.
tuttugu ár ferðuðust þau mikið á
húsbíl og komu til Íslands og
eyddu sumrinu hér heima nokkur
undanfarin sumur meðan heilsan
leyfði. Þau komu árlega til lands-
ins í gegnum árin og héldu góðu
sambandi við fjölskyldu og vini.
Skólafélagarnir frá Bifröst
héldu einkar vel saman í gegnum
árin þetta var mjög góður hópur.
Ættingjar og vinir voru alltaf
velkomnir á heimili þeirra um
lengri eða skemmri tíma.
Sigrún sem fleiri þekkja sem
Allý var einstaklega bókhneigð
sem barn og unglingur og reyndar
alla tíð og góður námsmaður.
Æskunnar minnumst við með
gönguferðum og mörgum ánægju-
stundum við leik og störf. Þá voru
börn yngri þegar þau tóku þátt í
ýmsum störfum svo sem barna-
pössun, bera út póstinn o.fl.
Við minnumst ástríkrar systur
með þakklæti fyrir samfylgdina.
Megi guð blessa hana.
Hugur okkar er hjá Just, Claus,
Martin og þeirra fjölskyldum.
Með kærleikskveðju,
Hrafnhildur, Hjalti,
Gunnar og Brynhildur.
Ég sit hér og læt hugann reika
um hvað ég er rík og heppin, sum-
ir eiga enga fjölskyldu en ég á
tvær. Þegar ég var 19 ára var ég
svo lánsöm að fara út í heim til
Þýskalands, Eyjapæjan ég fór
sem au pair til Borack-fjölskyld-
unnar í Stuvenborn. Þar hugsaði
ég um og passaði tvo yndislega
drengi ásamt því að huga að heim-
ilinu og dýrum drengjanna, en
þeir áttu tvær geitur, hund og
kött. Þetta var dásamlegur tími
sem ég átti með Borack-fjölskyld-
unni minni og á ég margar dýr-
mætar minningar um þau. Hún
Sigrún var mér svo góð, besta vin-
kona sem gaf mér góð ráð og ég
gat alltaf leitað til. Hún var svo
hjartahlý og fróð, hún gat rætt allt
við alla. Ég get ekki lofsamað hana
Sigrúnu vinkonu mína nógu mikið
en hún var mjög stolt af fólkinu
sínu og uppruna. Það var mjög
kært á milli hennar og systkina
hennar fram á síðasta dag og fjöl-
skyldan var henni svo mikilvæg.
Sigrún var að vinna hjá Luft-
hansa í Hamborg og kynntist
manninum sínum þar, kokkinum
Just. Síðan lá leið Sigrúnar til
Spánar því draumurinn var að
læra spænsku og flytja svo til Jó-
hannesarborgar. Eftir fjögurra
mánaða dvöl á Spáni fannst Just
nóg komið og náði í sína konu og
þau giftu sig. Þau byggðu sér hús
og komu foreldrar og Hjalti bróðir
Sigrúnar til Þýskalands til þess að
aðstoða í framkvæmdunum.
Þegar ég kom til sögu var Sig-
rún að undirbúa opnun fyrstu ís-
lensku búðarinnar í Grömitz við
austursjó, verslanirnar urðu alls
fjórar og voru reknar á öðrum
staðsetningum og á fjögurra ára
tímabili. Verslanirnar voru með
vörur frá Hildu, Handprjónasam-
bandinu, Gliti og Jens. Mikið var
maður stoltur, það voru allir svo
hrifnir af íslenskum vörum. Sig-
rún var besta landkynningin, landi
og þjóð til sóma. Stundum var
vöntun á lopavörum, þá var mér
kennt að prjóna húfur en Sigrún
prjónaði lopapeysur.
Þau hjónin sáu oft um þorra-
blótin fyrir Íslendingafélagið í
Hamborg, Just sá um þorramat-
inn. Eitt skipti tók Sigrún sig til
þegar þorrablótið var haldið um
borð í skipi og var með tískusýn-
ingu með íslenskum fatnaði og
fylgihlutum á meðan siglt var um
Elbu. Þetta er enn þá haft í minn-
um.
Ævi Sigrúnar var ævintýri lík-
ust, hún talaði mörg tungumál og
var yndisleg kona. Þau áttu fallegt
hjónaband og ferðuðust saman um
allan heim. Í seinni tíð ferðuðust
þau mikið á húsbílnum og við
hjónin fórum stundum með þeim.
Fyrir um 20 árum greindist
Sigrún með parkinson og lagðist
það þungt á hana því sjúkdómur-
inn fór illa með augun og gat hún
því ekki lesið sér til gamans leng-
ur. Just hugsaði alla tíð vel um
Sigrúnu sína allt fram á síðasta
dag.
Ég þakka samfylgdina í gegn-
um árin, fyrir hönd fjölskyldunnar
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur og finnst sárt að
fá ekki að fylgja henni Sigrúnu
okkar á þessum Covid-tímum.
Kær kveðja,
Katrín G. Hilmarsdóttir
og fjölskylda.
Sigrún Aðalbjörg
Sigurjónsdóttir Borack
Kæru systkin
Braga og Heiðar
(Ragnheiðar), börn
og aðrir vandamenn.
Nú þegar faðir ykkar og móðir eru
farin frá okkur vil ég minnast sam-
fylgdar við þau í nokkrum orðum.
Hvernig verður vinahópur til?
Árið 1955 útskrifuðust nokkrar
stúkur ásamt öðrum nemendum úr
framhaldsskóla. Við vorum 16 ára
þá. Að hausti þess árs kallaði ein
stúlknanna okkur fimm saman og
við ákváðum að hittast áfram.
Smám saman stækkaði hópurinn
og urðum við níu í allt og komum úr
ýmsum áttum. Á næstu árum fóru
nokkrar okkar í framhaldsnám en
aðrar héldu út á vinnumarkaðinn.
Síðan hittum við eiginmenn okkar,
stofnuðum heimili og eignuðumst
börn. Þannig kom Bragi hennar
Heiðar inn hópinn, sá sómamaður;
traustur, glaðlyndur og hjálpsam-
ur og gaf sér alltaf tíma til að sinna
ýmsu kvabbi okkar. Vinskapurinn
styrktist, eiginmenn okkar náðu
vel saman, hópurinn gerði margt
skemmtilegt saman, s.s. að halda
samkvæmi og fara í leikhús og ým-
is ferðalög innan lands og utan í
gegnum árin. Allir voru tilbúnir að
vera með.
Þannig liðu árin hjá vinahópn-
um. En nú er komið að kveðju-
stund. Það er margs að minnast
eftir 60 ára samfylgd í gegnum
Bragi Sigurjónsson
✝
Bragi Sig-
urjónsson var
fæddur 17. júní
1936. Hann lést 25.
nóvember 2021.
Útför Braga fór
fram 16. desember
2021.
gleðistundir og erfið-
leika lífsins. Þessar
vikurnar kveðjum við
tvo úr hópnum með
trega. Megi minning-
in um góða félaga lifa
meðal okkar.
Kæru systkini og
vandamenn, við
sendum ykkur öllum
hlýjar kveðjur á
þessum tímamótum,
er við kveðjum góðan
vin og félaga. Blessuð sé minning
Braga Sigurjónssonar. Hugheilar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Katrín H. Ágústsdóttir,
Stefán Halldórsson.
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann varðandi Braga er góð
nærvera. Hann hafði þetta rólega,
trausta og elskulega yfirbragð,
okkur leið alltaf vel í návist hans.
Alltaf stutt í brosið og dillandi hlát-
ur.
Kynni okkar Braga hófust 1991
þegar við leituðum eftir tilboði í
jarðvegsvinnu fyrir fyrirtækið okk-
ar í Grafarvoginum. Við vorum ná-
grannar á Kársnesinu í Kópavogi á
þessum tíma, fyrirtæki okkar stóðu
hlið við hlið en við þekktumst ekk-
ert, dæmigert fyrir Braga að hafa
sig lítið í frammi. Við afhentum
honum útboðsgögnin sem var helj-
arinnar doðrantur og óskuðum eft-
ir tölum í verkið. Eftir yfirlesturinn
kom hann með tölurnar og sagði:
„Elskurnar mínar, þetta er engin
smá lesning en hér eru tölurnar.“
Okkur leist vel á tilboðið og báðum
hann að undirrita svo hægt væri að
hefjast handa. Þá kom þessi gull-
væga setning: „Hjá mér hefur
handsalið alltaf dugað.“ Það fór því
þannig að ekkert var undirritað og
allt var 100% frá Braga. Eftir þetta
vann Bragi allt fyrir okkur ef hann
mögulega komst í verkið og alltaf
dugði handsalið sem var bæði
traust og hlýlegt.
Hann vann líka fyrir börnin okk-
ar og þá lét Bragi þau orð falla þeg-
ar við þökkuðum honum fyrir að
halda utan um þau, það er mér
heiður að fá að vinna fyrir þau.
Svona var Bragi.
Við eignuðumst þarna tvo
trausta vini þau hjónin Braga og
Heiði (Ragnheiði Dóróteu Árna-
dóttur) en Heiða konan hans Braga
var ekki síður einstök og gefandi.
Hún lést 2013.
Við deildum ýmsu saman, sér-
staklega því sem viðkom barna-
börnunum, við sóttum í þeirra
viskubrunn og þau einstaka sinn-
um í okkar. Bragi var óspar á
hvatningu og ráðleggingar er við
vorum að framkvæma eitthvað og
átti til að kíkja við. Ein setning er
okkur minnisstæð þegar við hugs-
um til Braga: „Já er það teiknað
svona, þetta mun ekki gera sig.“
Við fórum auðvitað að ráðum hans
sem oftar.
Árið 2005 á Þorláksmessu kom
Heiður til Elínar og gaf henni biblí-
una og í hana ritaði hún: „Þessi bók
er gefin í kærleika og fullvissu um
blessun og náð Drottins Jesú
Krists af lestri hennar.“ Síðan vitn-
ar Heiður í sálminn 91:2 sem hljóð-
ar þannig: „Sæll er sá er situr í
skjóli hins hæsta, sá er gistir í
skugga hins almáttka, sá er segir
við drottin, hæli mitt er háborg
Guð minn, er ég trúi á.“ Undir
þetta ritar Heiður nöfn þeirra
hjóna.
Það er ekki hægt að eignast
betri vini en Braga og Heiði. Takk
fyrir samfylgdina elsku Bragi og
elsku Heiður, blessuð sé minning
ykkar.
Börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Elín og Hrafn.
Þakklæti kemur fyrst upp í hug-
ann þegar ég kveð Braga hennar
Heiðar.
Bragi og Heiður frænka mín
tóku á móti mér unglingsstúlku
sem vissi hvorki hvort hún var að
koma eða fara. Þau opnuðu heim-
ilið sitt í Bræðratungu 2 í Kópavogi
og breiddu út faðminn fyrir mig.
Bragi og Heiður ásamt Árna
Brynjari og Helgu Björk börnum
þeirra gerðu allt fyrir mig. Þau
meira að segja fórnuðu stofunni
fyrir mig þar sem ég fékk sérher-
bergi.
Fyrsta árið mitt í framhalds-
skóla gerðu Bragi og fjölskylda allt
til að auðvelda mér að stíga fyrstu
sporin að heiman. Það var þeim
örugglega ekki létt verk en þau
gerðu það. Þau gerðu það með
gleði og ég botna ekkert í hvernig
þeim tókst að láta heimilislífið
ganga með mig innanborðs. Takk.
Minningar tengdar Braga og
Heiði ylja.
Sterk tengsl pabba við fjölskyld-
urnar í Bræðratungu og á Digra-
nesveginum eru mér afar kær. Það
var svo gaman að koma og einnig
að fá þau öll í heimsókn til Ólafs-
víkur. Þau voru öll svo „ekta“. Vin-
áttan og tengslin sem þau áttu eru
dýrmæt. Samstaðan og kærleikur-
inn klikkaði aldrei. Sú bæn er mín
að mér takist að koma einhverju af
þessu áfram til afkomenda minna.
Að ég hafi lært hvað skiptir máli.
Þau voru með það á hreinu.
Takk Bragi fyrir hláturinn, um-
burðarlyndið og mildina. Takk öll
hin sem tengjast Braga Sigurjóns-
syni.
Ég hneigi mig og þakka.
Maggý Hrönn Hermannsdóttir.