Morgunblaðið - 17.12.2021, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
✝
Bergþóra
Snæbjörns-
dóttir Ottesen
fæddist á Gjá-
bakka í Þingvalla-
sveit 28. nóvember
1931. Hún lést 11.
desember 2021 á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir.
Foreldrar henn-
ar voru Snæbjörn
Guðmundsson
Ottesen og Hildur Hansína
Magnúsdóttir.
Bergþóra giftist Birni
Guðmundssyni 6.
nóvember 1955.
Börn þeirra eru
Guðmundur, Hild-
ur, Snæbjörn, Pét-
ur, Helgi, Magnea
Lena, Björn Þór
og Benedikta. Af-
komendur þeirra
eru nú fimmtíu og
tveir.
Útförin fer fram
frá Seljakirkju 17.
desember 2021 klukkan 15.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku mamma, kveðjustundin
er runnin upp en ég hefði viljað
setja þessi orð á blað fyrir löngu.
Ég hef dáðst að ykkur pabba fyrir
dugnað, eljusemi og iðni. Margt
gerist og skilur eftir sig mark en
þú bugaðist aldrei. Móðurmissir
aðeins sjö ára. Þremur árum síðar
deyr litli bróðir þinn í fanginu á
ykkur systrum á Þorláksmessu
heima á Gjábakka á meðan Snæ-
björn afi fór ríðandi í vetrarhörku
að sækja lækni í Mosfellssveit.
Slíkt setur mark á börn og fylgir
þeim alla tíð.
Þú hertist við mótlætið og þið
systkinin hjálpuðuð afa við bú-
störfin. Eftir skólagöngu í hús-
mæðraskóla fórstu að vinna á
saumastofu í Reykjavík og þið
pabbi kynntust þegar þú vannst í
sjoppunni hans afa. Þið hófuð bú-
skap í Hlíð í Grafningi með
tengdaforeldrum þínum. Þið
byggðuð myndarlega á spildu úr
jörðinni hans afa á Syðri-Brú. Þú
dugnaðarforkur og rakst stækk-
andi heimili með myndarbrag.
Saumaðir og prjónaðir á börnin,
hélst hænur, endur, nautgripi og
netaveiði í Úlfljótsvatni. Þá var
murtan söltuð á hverju hausti og
gerðum við okkur þetta að góðu.
Með störfum myrkranna á milli
hélduð þið pabbi heimilinu gang-
andi. Árið 1971 var keyptur Mosk-
vich og 1977 gerðist þú útivinn-
andi húsmóðir en slóst þó ekkert
af heima fyrir. Á tímabili hélt ég
að þú svæfir ekki því þú vaktir
okkur á hverjum morgni og þegar
pabbi svæfði okkur á kvöldin með
sögum af álfum, tröllum og öðrum
kynjaverum varst þú vakandi að
baka eða prjóna lopapeysur sem
voru seldar í Rammagerðinni.
1978 var Moskvich skipt út fyrir
Volvo.
Þið voruð metnaðarfull og þú
sérstaklega því þú vildir íbúð í
Reykjavík ásamt því að eiga og
búa á æskuheimilinu okkar í
Grímsnesinu. Við vorum með
þeim fyrstu í plássinu að eignast
litasjónvarp því ekki áttum við að
hanga inni á öðrum til að horfa á
prúðuleikarana í lit.
Þú braskaðir með íbúðir á Sel-
fossi og í Reykjavík. Okkur systk-
inunum fannst þið áhættusækin
og líkaði þetta misvel. Loks kom-
uð þið ykkur fyrir í fallegu íbúð-
inni í Árskógum. Þar unduð þið
ykkur vel og tókuð þátt í fé-
lagsstarfinu – pabbi smíðaði, þú
varst í handavinnu og svo var spil-
uð félagsvist. Guðsþjónustur á
hverjum fimmtudegi. Þið selduð
bílinn en þú taldir ekki eftir þér að
ganga út í Mjódd eftir helstu
nauðsynjum, upp í Seljakirkju og
alla leið upp í Breiðholtslaug og þá
var gjarnan komið við hjá henni
Sjöfn í Vesturberginu.
Þú varst beinskeytt – hikaðir
ekki við að segja þína meiningu
hvernig sem viðmælandanum lík-
aði. Þú varst minn besti samherji
og gat ég alltaf treyst á ykkur
pabba. Þið studduð mig ómetan-
lega í veikindum og fráfalli Pét-
urs. Þið reyndust Hinrik og Jóel
bestu afi og amma sem hugsast
gat. Eins reyndust þið Írenu Huld
vel og þegar við Hallur brugðum
okkur af landi brott fluttuð þið inn
til okkar og gættuð bús og barna
eða lituð eftir kettinum.
Þú varst glettin, tókst fólk
ekkert of hátíðlega, varst fé-
lagslynd, gerðir ekki mannamun,
gerðir mig stundum brjálaða en
fyrst og fremst varstu bara
mamma sem reyndist mér svo
góð og hlý og ég mun elska þig
alla tíð.
Þín elskandi dóttir,
Magnea Lena Björnsdóttir.
Elsku mamma, nú ertu komin
í sumarlandið til hans pabba.
Pabbi hefur tekið glaður á móti
þér ásamt afa og ömmu. Það gott
að vita af þér hjá þeim því ég veit
að þú saknaðir þeirra mikið. Þú
varst dugnaðarforkur og gestris-
in með eindæmum og þegar gesti
bar að garði varstu fljót að fylla
borðið af kökum og öðrum kræs-
ingum sem þú varst búin að baka.
Oft var töluverður gestagangur
heima hjá ykkur pabba, vinir og
ættingjar sóttu í að koma og þá
var kátt á hjalla en það þótti þér
ekki leiðinlegt. Ég er svo þakklát
fyrir að þú og pabbi voruð svona
dugleg í barneignunum því ann-
ars væri ég ekki til í dag enda
númer átta í röðinni. Dugleg
varstu líka, tókst bílpróf þegar
þú varst að verða fertug. Síðan
fórstu að vinna fulla vinnu með
mig og systkinin lítil og vannst
þar til þú varst sjötug. Eftir að
þú hættir að vinna varstu mjög
dugleg í höndunum saumaðir og
prjónaðir marga fallega hluti
sem við eigum til minningar um
þig.
Takk fyrir allar fallegu og
skemmtilegu stundirnar okkar
saman.
Þín
Benedikta (Benna).
Tengdamóðir mín og vinkona
er fallin frá, Bergþóra Snæ-
björnsdóttir Ottesen. Ég kynnt-
ist henni fyrst þegar við Snæ-
björn, sonur hennar og Bjössa,
fórum að rugla saman reytum
fyrir um 40 árum. Ég, rétt rúm-
lega tvítug stelpa, óörugg og
feimin og hún, kynslóðinni eldri,
með svuntuna framan á sér og
fullt hús af fólki. Hún horfði á
mig, rannsakandi augnaráði, eins
og hennar var vani þegar hún sá
fólk fyrst. Við þurftum ekki lang-
an aðlögunartíma til að eignast
samband sem var mjög fallegt í
þau 40 ár sem við áttum samleið.
Þóra, eins og hún vildi láta
kalla sig, var vinnuþjarkur. Hún
var alltaf að, verkefnin voru
endalaus við að annast börn og
bú en hún kom átta börnum á
legg. Eftir að yngstu börnin voru
orðin stálpuð var hún útivinnandi
og var meðal annars í vinnu við
mötuneyti Ljósafossskóla og í
sundlauginni á Ljósafossi. Alltaf
var samt tími til að taka á móti
fólki, sínum nánustu og fólki sem
átti leið hjá, fólki úr nágranna-
sveitum sem ekki komst heim
vegna ófærðar. Allir áttu athvarf
hjá Þóru og Bjössa og gestrisni
þeirra gífurleg.
Þegar ég flutti í sveitina kunni
ég nánast ekkert til verka hvað
varðar matseld og bakstur og
Þóra tók að sér að taka mig í læri.
Hún kenndi mér mikið og stelp-
an, nýkomin af malbikinu, var
orðin nokkuð góð í að taka slátur,
búa til kæfu og baka jólaköku svo
eitthvað sé nefnt, nokkrum árum
seinna. Börnin okkar Snæbjörns
tók hún að sér hvenær sem á
þurfti að halda, í lengri og
skemmri tíma og skúffukaka og
mjólkurglas hjá ömmu Þóru er
hluti af þeirra fyrstu minningum.
Þegar haldið var upp á afmæli
kom amma Þóra iðulega með
pönnukökur, ananasrjómatertu
og flatkökur með hangikjöti.
Þóra var mín fyrirmynd að svo
mörgu leyti. Ég reyndi að temja
mér vinnusemi hennar sem fólst
meðal annars í því að eiga fulla
frystikistu af mat fyrir veturinn,
sultukrukkur í búrinu og hvers-
dagskökur með kaffinu. Hún
mun alltaf eiga stóran stað í mínu
hjarta. Mér þótti óskaplega vænt
um hana og á okkar samband bar
aldrei skugga þó svo að leiðir
okkar Snæbjörns hefði skilið.
Saga Þóru verður kannski aldrei
skráð í bók en hún var sannkölluð
hversdagshetja, kona sem hafði
lent í áföllum í æsku og fékk litla
menntun. Hún barðist fyrir því
að fá að fara í Húsmæðraskólann
á Laugarvatni og þaðan átti hún
góðar minningar sem hún rifjaði
gjarna upp. Það var fjarri Þóru
að leggjast í sjálfsvorkunn og
hún lagði metnað sinn í að annast
fjölskyldu sína, aðstoða þá sem á
þurftu að halda og að taka opnum
örmum á móti gestum og gang-
andi. Endalaus gjafmildi og allt
svo sjálfsagt og eðlilegt.
Síðasta skiptið sem ég sá Þóru
var þegar ég og dóttir mín og
nafna hennar heimsóttum hana á
Eir þar sem hún dvaldi síðustu
misseri þessa lífs. Við fengum
okkur ferskt loft í garðinum og
haustsólin skein á vanga. Hún
rifjaði upp sögur úr bernsku
sinni í Þingvallasveit, sveitinni
hennar sem var henni svo hjart-
fólgin og stríðnislega hlátrinum
hennar brá fyrir. Þetta var nota-
leg stund og þannig mun ég
minnast hennar.
Hvíl í friði, elsku Þóra mín.
Takk fyrir allt og allt.
Margrét Sigurðardóttir.
Amma Þóra var allt og svo
miklu meira. Frá því ég man eftir
mér var ég með annan fótinn hjá
ömmu og afa í sveitinni. Við átt-
um ófáar góðar stundir saman og
bjuggum til ómetanlegar minn-
ingar.
Hlýjan sem ég fann var sönn
og það var ömmuástin líka.
Ég kúrði hjá þér þegar ég kom
til þín. Þú kúrðir hjá mér þegar
þú komst til mín.
Þinn
Jóel Pétursson.
Elsku amma, þú varst góð-
hjörtuð og áttir endalaust rými
fyrir okkur systkinin. Þú varst til
staðar og tilbúin að veita okkur
athygli. Við áttum ófáar sam-
verustundir þegar við heimsótt-
um þig í sveitina þar sem alltaf
var nóg að starfa. Við bræðurnir
fórum út á vatn með afa að vitja
um fisk og komum klyfjaðir til
baka með afla úr 20 netum. Þú
tókst aflann og slægðir af stakri
snilld um leið og þú kenndir okk-
ur handtökin. Við lærðum vinnu-
semi af þér enda féll þér aldrei
verk úr hendi. Ef þú varst ekki
að vinna í sundlauginni, taka
vaktir í Arnarholti eða skúra
Ljósafossskóla varstu með
prjónana á lofti. Ég varð ríkari af
því að eiga þig að og fá að kynn-
ast ykkur afa.
Þegar við fórum upp í skóla til
að skúra vorum við bræður í
Tarzanleik og boltaleik í salnum
á meðan þú sveifst um með kúst-
inn. Seinna þegar við vorum
komnir í hús aftur og komnir of-
an í rúm léstu okkur halda að við
hefðum hjálpað til við öll verkefni
dagsins.
Seinna þegar við stækkuðum
fengum við að taka til hendinni,
hvort sem það var að tína grjót
fyrir innkeyrsluna við bústaðinn
í Miðfelli, mála herbergin í Þór-
ufelli eða slá grasið. Á móti
gafstu okkur að borða, laumaðir í
okkur ís og rjóma og gnótt af got-
teríi.
Ég mun varðveita minning-
arnar um gistinæturnar hjá ykk-
ur og afa í Hlíð (Þórufell eftir
sameiningu hreppanna). Minn-
ingar um stundirnar með afa í
bílskúrnum að tálga, smíða og
renna að vild, hvort sem það voru
sverð, byssur eða bílar.
Á unglingsárum þegar ég
vann hjá Landsvirkjun kom ég í
mat í hádeginu og á seinni árum
þegar þið voruð flutt í Árskóga
og ég að vinna á Smiðjuveginum
þá tókst þú iðulega á móti mér í
hádeginu, tilbúin með matinn
fyrir okkur afa og Jóel var stund-
um með. Ég held raunar að þér
hafi þótt það jafn verðmætt og
okkur að fá þessar heimsóknir.
Þannig talaðar þú a.m.k. alltaf og
sagðir mér hvað þér þætti vænt
um það.
Elsku amma, þú varst sterk og
dugleg en liðið ár var þér ekki
auðvelt. Ég hugsa að þú munir
vera fegin því að vera komin aft-
ur til afa þar sem þið haldið
áfram iðjuseminni sem þið voruð
þekkt fyrir hérna megin.
Takk fyrir samverustundirnar
og mikilvægu lærdómana.
Þinn
Hinrik Pétursson.
Bergþóra
Snæbjörnsdóttir
Ottesen
✝
Jónína Jak-
obsdóttir fædd-
ist í Kvíum í Jökul-
fjörðum 18. maí
1926. Hún andaðist
7. desember 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Guð-
bjargar Jónsdóttur,
f. 15. des. 1898, d.
8. apríl 1972,
húsmóður í Kvíum,
og Jakobs Fals-
sonar, f. 8. maí 1897, d. 24. okt.
1993, bónda og skipasmiðs í Kví-
um.
Systkini Jónínu eru Guðrún
Rebekka, f. 28. mars 1925, d. 8.
júní 2011, Þóra Lilja, f. 24. apríl
1928, d. 31. mars 2013, Þórarinn
Sveinbjörn, f. 24. des. 1929, d. 2.
sept. 2012, Óli Aðalsteinn, f. 20.
júlí 1935, og Hörður, f. 13. maí
1938.
Jónína og Garðar Guðmunds-
bú- og heimilisstörf í Kvíum til
tvítugs. Hún fór þá til náms við
Handíðaskóla Íslands og lauk
þaðan kennaraprófi. Hún
kenndi handavinnu við Gagn-
fræðaskólann á Ísafirði og Hús-
mæðraskólann Ósk frá árinu
1951. Jónína giftist Garðari
Guðmundssyni íþróttakennara
árið 1960 og frá miðjum áttunda
áratugnum sinnti hún kaup-
mennsku í Björnsbúð á Ísafirði
ásamt Garðari og Aðalbirni
bróður hans. Saman ráku þau
verslunina ásamt sonum sínum
til ársins 1997. Þar með lauk 103
ára verslunarsögu fjölskyldunn-
ar í Björnsbúð við Silfurgötu.
Jónína tók virkan þátt í starfi
Kvenfélagsins Óskar um langt
árabil og var formaður þess um
tíma. Hannyrðir voru henni alla
tíð hugleiknar og liggur eftir
hana mikið af fallegum útsaumi
og öðru handverki.
Jónína bjó sín síðustu ár á
hjúkrunarheimilinu Eyri.
Útför hennar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 17. des-
ember 2021, klukkan 14.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
son, f. 26. jan. 1926,
d. 7. júlí 2019,
gengu í hjónaband
17. september
1960.
Synir þeirra eru:
1) Björn, f. 12. júní
1962, maki Margrét
Sverrisdóttir, f. 10.
feb. 1965. Börn
þeirra eru Sverrir
Falur, f. 22. mars
1989, í sambúð með
Önnu Fríðu Gísladóttur, f. 9.
maí 1990, og eiga þau soninn
Björn Helga, f. 18. júlí 2019, og
Kristín Björg, f. 27. mars 1991, í
sambúð með Jóni Árna Sigurðs-
syni, f. 23. feb. 1991. 2) Jakob
Falur, f. 6. júní 1966, maki Vig-
dís Jakobsdóttir, f. 25. jan. 1970.
Börn þeirra eru Dagur, f. 22.
okt. 1997, og Júlía, f. 24. ágúst
1999. 3) Atli, f. 5. júní 1974.
Jónína vann við hefðbundin
Harðangur og klaustursaum-
ur er einstaklega fagurt hand-
verk sem krefst nákvæmni og
þolinmæði. Hvert spor skiptir
máli, telja þarf þræðina rétt og
sporin þurfa að ganga fullkom-
lega upp í munstrið. Tengda-
móðir mín, Jónína Jakobsdóttir,
sem nú hefur kvatt þessa jarð-
vist, lifði lífi sínu jafn fallega og
hún saumaði dúkana sína. Við-
mót hennar og allt sem hún tók
sér fyrir hendur einkenndist af
djúpri virðingu fyrir öðru fólki,
vandvirkni og getunni til að
koma auga á fegurðina í hinu
smáa. Hún var hæglát en stað-
föst, kærleiksrík og hlý, skarp-
greind og viðræðugóð. Sína eigin
harma bar hún í hljóði en var
næmur hlustandi sem dásamlegt
var að geta leitað til.
Jökulfirðir hafa verið kaldr-
analegur staður að alast upp á,
ekki síst á löngum vetrum á
fyrri hluta 20. aldar. Þó heimilið
í Kvíum hafi verið fjölmennt og
húsakostur góður, var einangr-
unin mikil. Slíkt mótar unga
manneskju. Þegar heimsfarald-
urinn brast á var Jónína á tíræð-
isaldri komin á hjúkrunarheimili
á Ísafirði. Þar þurfti, líkt og ann-
ars staðar, að skella í lás gagn-
vart umheiminum. Þá bar Jónína
sig vel. Hún sagði þessar að-
stæður ekki ólíkar því umhverfi
sem hún ólst upp við. Hún fann
hins vegar til með unga fólkinu
og óskaði þess að þau gætu sem
fyrst fengið notið þess frelsis
sem þau væru vön.
Jónína og Garðar fundu hvort
annað, bæði komin yfir þrítugt.
Tvær sjálfstæðar manneskjur
sem höfðu menntað sig og
ferðast og störfuðu við það sem
þeim var kærast. Þegar ég
spurði Jónínu að því hvort hún
hefði aldrei fundið fyrir þrýst-
ingi sem ung kona á fimmta og
sjötta áratugnum að fara að
festa ráð sitt, sagðist hún hafa
hundsað allt slíkt. Hún kvaðst
hreint og beint hafa vorkennt
stöllum sínum með barnavagn-
ana sem ekkert frelsi höfðu. Hin
unga Jónína naut þess frelsis
sem hún hafði og nýtti sér það
til hins ýtrasta. Hún fór til náms
í Handíðaskólanum í Reykjavík,
starfaði sem handavinnukennari
og ferðaðist um Evrópu með
Lilju systur sinni.
Þegar Jónína gekk í hjóna-
band, komin vel á fertugsaldur,
var það ákvörðun sem hún fylgdi
alla leið. Samband Jónínu og
Garðars var einstaklega fallegt
og einkenndist af mikilli gagn-
kvæmri virðingu. Þau eignuðust
þrjá syni á sjöunda og áttunda
áratugnum og ákváðu í samein-
ingu að stíga inn í fjölskyldu-
reksturinn í Björnsbúð og fórna
þar með starfsferlum sínum sem
íþróttakennari og handavinnu-
kennari. Ég varð aldrei vör við
að þau litu um öxl með trega.
Kaupmennskunni sinntu þau af
mikilli natni samhliða og sam-
stiga þar til versluninni var lok-
að árið 1997.
Við Jónína deildum ást á fag-
urbókmenntum og við fáa hef ég
átt jafn áhugaverð og ítarleg
samtöl um bókmenntir og hana.
Oft vorum við að lesa sömu bæk-
urnar á svipuðum tíma og gátum
borið saman upplifun okkar.
Þeir rúmir fjórir áratugir sem
skildu okkur að skiptu engu.
Tengdamóðir mín var einstak-
lega stolt af barnabörnum sínum
og langömmubarni og gladdist
einlæglega yfir hverjum áfanga í
lífi þeirra. Þau nutu samvista við
hana og báru óendanlega virð-
ingu fyrir henni. Hún veitti þeim
þá tegund af athygli sem nærir
og styrkir hjartarætur. Þau
munu ætíð búa að því atlæti.
Sporin gengu svo sannarlega
upp í munstrið í lífi Jónínu Jak-
obsdóttur þó það hafi ekki alltaf
verið einfalt. Hún lifði fallega
allt til enda og hlaut hægt andlát
á stjörnubjörtu vetrarkvöldi.
Þvílík forréttindi að hafa þekkt
og tengst slíkri konu.
Vigdís Jakobsdóttir.
Nú kveð ég Jónínu, tengda-
móður mína, sem var einstök á
margan hátt og mikil fyrir-
mynd.
Jónína var einstaklega kær-
leiksrík, vönduð og heilsteypt,
vandvirkari manneskju hef ég
ekki kynnst. Allar hennar hann-
yrðir eru listaverk og allt sem
hún kom nálægt var fagurlega
gert, meira að segja þvotturinn
var brotinn fullkomlega saman.
Jónína dæmdi aldrei. Hún var
réttsýn og studdi alla í kringum
sig eftir fremsta megni. Hún
var afar stolt af fólkinu sínu og
ekki síst barnabörnunum og
barnabarnabarninu sem öll
voru henni afar kær.
Börnin mín, Sverrir Falur og
Kristín Björg, voru svo lánsöm
að búa í sama húsi og amma
þeirra og afi fyrstu árin. Þetta
voru ár sem voru okkur ein-
staklega dýrmæt. Betri ömmu
var ekki hægt að eignast. Þau
voru ævinlega velkomin í hlýjan
faðminn. Hún hafði alltaf tíma
til að spjalla við þau, segja þeim
sögur, lesa, spila, púsla eða
leika. Það voru ófá skiptin sem
þau höfðu stungið sér í heim-
sókn til ömmu þar sem hún
dekraði við þau og talar Kristín
Björg enn um brauðið sem
amma gerði handa henni, en þá
reif hún súkkulaði yfir það og
síðan var það hitað í örbylgju-
ofni, það var bara amma sem
leyfði svoleiðis brauð. Hún
gerði líka besta rabarbar-
agrautinn, steikta fiskinn og
allir elskuðu pönnukökurnar
hennar. Sverrir Falur var ekki
hár í loftinu þegar hann var
kominn með fullorðinslegan
orðaforða og bar þess merki að
mikið var talað við hann, má
þakka það ömmu og afa. Þegar
börnin voru veik, tók amma sér
frí til að vera með þeim eða hún
sá til þess að Atli frændi þeirra
gæti verið hjá þeim, hún tók
ekki í mál að við foreldrarnir
tækjum frí. Hún hvatti þau ætíð
til að vera sjálfstæð og sjálfum
sér trú í því sem þau tækju sér
fyrir hendur.
Ég á margar minningar um
samverustundir með Jónínu.
Oft spjölluðum við, en við gát-
um líka setið saman í þögninni,
hvor með sína handavinnu. Það
þurfti ekki alltaf að tala. Við
áttum stundir þar sem hún
sagði frá æskuárunum í Kvíum,
árunum í Reykjavík og hvernig
þau Garðar kynntust eða við
ræddum okkar sameiginlega
áhugamál sem voru hannyrðir
Jónína Kristín
Jakobsdóttir