Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2021, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu 7 kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl. 10.20. Síðasti tíminn fyrir jól. Mætum í jólalegu dressi. Jólabingó kl. 13.30, spjaldið kostar 350 kr. Opin vin- nustofa kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi og yoga með Milan. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411 2600. Boðinn Helgistund kl. 13.30. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi í Sjál. kl. 9.30 komin í jólafrí. Söngstund kl. 11.10 í Jónshúsi fellur niður. Smiðja í Kirkjuhvol opin kl. 13-16 jólafrí. Jólabingó kl. 13 á vegum FEBG í Jónshúsi. Vegna fjöldatakmarka verður að skrá sig á viðburðinn, skráning í Jónshúsi. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Postu- línsmálun er komin í jólafrí - hefst aftur í janúar.Tréskurður er kominn í jólafrí - hefst aftur í janúar. Kl. 14-15 Sögur og fræði - leshópur. Kl. 20-22 félagsvist - síðasta spil ársins! Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl. 9-13, síðasta Bingó fyrir jólafrí kl. 13. Hraunsel Brigdge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleik- fimi kl. 9.45. Handavinna - opin vinnustofa kl. 10.30. Bridge kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Pílukast í Borgum í umsjón Eggerts kl. 9.30, morgunleik- fimi útvarpsins í Borgum kl. 9.45. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað í göngu frá Borgum kl. 10 og inni í Egilshöll á sama tíma, kaffispjall á eftir. Hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og bridgehópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Síðdegsikaffi kl. 14.30-15.30 Minnum á að Vilborg Halldórsdóttir kemur í heimsókn í Borgir kl. 13 á mánudag. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur í handa- vinnustofu kl. 10.30-11.30. Það er opin handavinnustofa kl. 13-16. Jólabingó er í matsal 2. hæð kl. 13-14.30 - spjaldið á 350 kr. Vöfflukaffi í framhaldi af því. Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9. Í salnum á Skólabraut- inni í dag kl. 13 syngjum við jólin inn við undirleik Bjarma Hreins- sonar. Kaffisopi á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 - Kynning tillögu á vinnslustigi Dalabyggð samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember sl. að kynna vinnslutillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032.Til- lagan er sett fram í greinargerð, umhverfis- matsskýrslu og uppdrætti. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin og senda um- sagnir, ef einhverjar eru, til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 18. janúar 2022. Ábendingar má einnig senda á heimilisfangið: Skrifstofa Dalabyggðar, Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, 370 Búðardalur. Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipðulagslaga nr. 123/2010. Unnið verður úr umsögnum sem berast áður en gengið verður frá tillögu og umhverfismatsskýrslu til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þá gefst lögbundinn 6 vikna athugasemdafrestur áður en gengið verður frá nýju aðalskipulagi til loka- afgreiðslu sveitarstjórnar. Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar Tilkynningar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Verð kr. 6.500 Stærð 6 - 24 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Rað- og smáauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is með morgun- "&$#!% ✝ Guðjón Ólason var fæddur á Norðfirði 19. júlí 1951. Hann lést á heimili sínu, Ási í Hveragerði, 5. des- ember 2021. Guðjón var son- ur hjónanna Óla S. Jónssonar, f. 7.7. 1912, d. 3.10. 2003, og Guðlaugar Mar- teinsdóttur, f. 4.9. 1917, d. 10.10. 2008. Systkini Guð- jóns eru Guðbjörg, f. 1.9. 1939, d. 16.11. 1946, María Guðbjörg, f. 26.1. 1955, og Sigurlaug Maren, f. 7.8. 1959. Útför hans fer fram frá Garða- kirkju í dag, 17. desember 2021, klukkan 15. Stærsta hjarta þessarar jarð- ar hefur slegið sitt síðasta slag. Einstaki stóri bróðirinn okkar er farinn á nýjar slóðir. Við sam- gleðjumst honum innilega að hafa háð sína síðustu baráttu hér og trúum við því að lífið hans verði mun léttara a nýjum slóð- um og sjáum við hann fyrir okk- ur teinréttan í baki, hlaupandi hlæjandi um. Hann Gaui bróðir mátti aldrei sjá neitt aumt og hefði viljað geta leyst öll heims- ins vandamál, þess vegna varð lífið honum erfiðara en það hefði þurft að vera. Þegar við vorum yngri mátti ég fá lánaðar allar bækurnar hans, sem ég hafði engan áhuga á, en Maja systir sem var lestr- arhesturinn mátti engar fá lán- aðar, hann eignaðist sinn fyrsta bíl, appelsínugula bjöllu, sem ég fékk oft að taka í stýrið á, en aumingja Maja systir fékk að prófa einu sinni, oft erum við búnar að hlæja að þessu syst- urnar því undir niðri var senni- lega pínulítil afbrýðisemi. Hann kláraði gagnfræðaskóla frá Keflavík og fór síðan á sjó undir verndarvæng pabba í fjöldamörg ár og þar var hann ánægðastur og átti þaðan marg- ar góðar minningar. Gaui bróðir hefur alltaf verið stór hluti af fjölskyldum okkar og hjálpað mikið til og passaði börnin okkar þegar þau voru lítil, enda einstök barnagæla. Þegar við fluttum til Reykja- víkur og pabbi hætti á sjó byrjaði Gaui að vinna á bensínstöð á Háaleitisbrautinni, upp úr því byrjaði heilsu hans að hraka og erfið ár tóku við hjá honum. Hann rauk inn og út af Klepps- spítalanum og geðdeild Land- spítalans og var erfitt að finna góða hjálp handa honum. Hann bjó hjá mömmu og pabba þar til hann flutti að Ási í Hveragerði þar sem honum loksins fannst hann eiga heima. Mikill léttir fyr- ir alla fjölskylduna og erum við starfsmönnum þar eilíflega þakklát. Við systur erum heppnari en flestir, við fengum að alast upp með einstökum bróður og erum við svo þakklátar fyrir það. Hann skilur eftir stórt skarð en óend- anlegar stórkostlegar minningar í hjörtum okkar. Við vitum að það var vel tekið á móti honum á nýjum stað. Lítill drengur ljós og fagur, hjartans þakkir fyrir allt í bili. Við elskum þig. Þínar systur, Sigurlaug Maren Óladóttir og María Guðbjörg Óladóttir. Snemma morguns sunnudag- inn 5. desember fengum við upp- hringingu frá mágkonu minni um að þú værir farinn á nýjar braut- ir, símtal sem við vissum að kæmi fyrr en seinna en áttum þó ekki von á því svona snöggt. Við systir þín höfðum þó talað um það, eftir heimsóknina okkar í sumar til að fagna með þér sjö- tugsafmælinu þínu, að þetta væri nú síðasta sinn sem við sæjum þig á lífi. Kæri mágur, þín verður sárt saknað, gleðinnar þinnar, hlát- ursins og samtalanna síðustu ár- in, svo ekki sé minnst á þau fjöl- mörgu ár á undan og endalausar minningar um góðan dreng. Hógværð þín var einstök og gleymi ég aldrei þegar þú lánaðir mér bílinn þinn og ég skilaði hon- um vel klessukeyrðum nokkrum tímum seinna. Þú ekkert nema rólegheitin; þetta var jú bara bíll sem hægt var að laga! Fæstir ef nokkrir hefðu tekið þessu með þinni ró. Svo ekki sé minnst á all- ar þær stundir sem þú hjálpaðir okkur á meðan krakkarnir voru litlir, þú varst ómetanlegur alla tíð. Kæri mágur, það er svo margs að minnast og lengi væri hægt að skrifa, en ég læt þetta duga í bili. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Himinninn er stórri, skærri stjörnu ríkari. Þinn mágur, Smári Hauksson. Það er með miklum trega sem ég sest hér niður til þess að rita nokkur fátækleg kveðjuorð um hann Gauja frænda. Ég á mínar fyrstu bernsku- minningar tengdar honum Gauja þegar hann kom í heimsókn til okkar eða ég ásamt foreldrum mínum til hans, þá var það oftast þannig að hann hafði ekki nokk- urn tíma fyrir neinn nema mig. Hann var strax kominn á gólfið í leik með mér og sýndi mér þann- ig alla sína athygli, ást og hlýju. Svo líður tíminn og alltaf er Gaui tengdur á einn eða annan hátt. Þarna liggja sumarbústað- arferðir, bílrúntar og spjall sem tengdist tíðarandanum. Það er ekki hægt að segja að lífið hafi alltaf leikið við hann Gauja minn. Honum fylgdi skuggi geðklofa sem hann greindist með á miðjum aldri. Hann fann á endanum góðan samastað í Hveragerði þar sem hann bjó síðustu áratugina. Þrátt fyrir heilsubrest bar hann sig vel og alltaf jafn gaman að heimsækja minn mann. Núna í sumar áttum við fjöl- skyldan frábæran dag með Gauja þegar hann varð sjötugur, „loks- ins orðinn fullorðinn“ sagði hann. Við slógum upp veislu honum til heiðurs á Brúarflötinni hjá mömmu og pabba. Silla systir hans og Smári komu honum á óvart, en þau komu frá Dan- mörku, þar sem þau búa, til að fagna með Gauja. Hún var sér- stök stundin þegar hann kom á Brúarflötina og hitti þær systur. Það var ótrúlega gaman að sjá þau systkinin samankomin. Þarna sá maður vel hversu mikils virði þær systur voru honum Gauja og hversu mikils virði Gaui var þeim. Ég heimsótti Gauja reglulega á Ás í Hveragerði þar sem hann undi hag sínum vel. Rétt um sól- arhring áður en hann kvaddi var ég í einni af þessum heimsóknum mínum hjá honum. Þar datt okk- ur í hug að taka upp jólakveðju á símann til að senda systrum hans og fjölskyldum. Þessi stund er mér afar dýrmæt núna því hún er fyrir mér hans hinsta kveðja. Þarna hlógum við og fífluðumst eins og venjulega því það var ekki annað hægt en að fara í gott skap og hrífast með þegar Guð- jón Ólason fór að hlæja. Umfram allt þá bjuggum við til fallega og skemmtilega minningu sem ég varðveiti um aldur og ævi. Hinn 5. desember, árla morg- uns, kvaddi Guðjón Ólason nán- ast fyrirvaralaust, friðsæll og flottur, á meðan hann beið eftir morgunkaffinu. Þó að síðustu ár hafi verið honum erfið þá kom fréttin eins og þruma úr heiðskíru lofti og ég er ennþá að melta þetta. Ég hugga mig þó við þá tilhugsun að hann hefur fengið hvíldina, því það verður að segjast eins og er að Gaui var orðinn þreyttur og slitinn. Heilsan síðustu árin var farin að segja til sín. Þá er komið að kveðjustund og mikið sem ég á eftir að sakna þín elsku Gaui minn. Þær systur Mæja og Silla syrgja nú stóra bróður. Ég lofa þér því Gaui minn að við sem næst stöndum systrum þínum skulum passa þær fyrir þig og hugga á erfiðum tímum. Hvíldu í friði elsku frændi. Óli Stefán Flóventsson. Heimsins besti frændi hefur kvatt þessa jörð. Hann Gaui frændi var hjarta- stór og yndisleg sál, sem vildi alltaf öllum vel í kringum sig. Það var alltaf stutt í hláturinn hans þó að lífið hafi ekki alltaf leikið við hann. Það eru forréttindi að hafa átt Gauja sem frænda. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar, sem ylja mér um hjartað í sorginni yfir að hjartað þitt hafi slegið sitt síð- asta slag. Fyrstu minningarnar eru úr Garðabænum þar sem þú varst að passa okkur systkinin og hljópst til skiptis með okkur á háhest. Seinna, þegar ég var byrjuð í skóla, hittumst við oft í viku í strætó og settist ég alltaf hjá þér og við töluðum um daginn og veginn eða hlógum okkur mátt- laus að stoppistöðinni á Brúar- flöt. Eftir að við fluttum til Dan- merkur fóru ófá bréfin á milli landa. Þú hélst utan um hversu mörg bréf þú hafðir sent og hversu mörg ég hafði sent, stundum fékk ég í bréfi smá áminningu um að það væri nú ég sem skuldaði bréf. Þessi reikn- ingsdæmi hefur mér alltaf þótt vænt um, og dreif ég mig oft að senda nýtt bréf til að verða skuldlaus. Torben kynntist þér vel í gegnum árin, þið áttuð alltaf vel saman. Kaffi, öl og „damer“ eins og þið sögðuð oft hvor við annan og hlóguð svo á eftir. Á sextíu ára afmælinu þínu komstu í heimsókn til okkar í baunalandið og áttum við ynd- islegar samverustundir. Torben og ég við gleymum seint siglingunni með þér á segl- skútunni okkar til Venö. Þú rifj- aðir upp minningar frá því að þú varst á sjó ungur maður og naust þess svo vel að vera úti að sigla aftur. Við eigum eftir að sakna mikið ferða okkar til Hveragerðis þeg- ar við komum í heimsókn til Ís- lands. Sakna bíltúrsins til Selfoss að fá okkur bita saman, hláturs- ins þíns og að geta knúsað þig. Hvíldu í friði elsku frændi. Kveðja, Guðlaug Kristín Smáradóttir. Heimsins besti Gaui frændi. Þá er komið að kveðjustund. Það var sárt að fá símtalið á sunnudaginn, því ég vildi óska þess að geta knúsað þig bara einu sinni enn. Þín verður sárt saknað hérna á jörðinni, en það er með bros í gegnum tárin vitandi það að þú ert loksins kominn til ömmu og afa. Og við sem erum eftir hérna höfum fengið heimsins besta verndarengil. Takk fyrir allar góðu minning- arnar, góða skapið, hláturinn og knúsin. Þú varst allra manna bestur og ég er svo óendanlega stolt yfir að hafa haft þig sem frænda minn. Guð geymi þig. Þín Þórey Ósk. Guðjón Ólason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.