Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 33

Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum „ÞIÐ HIN SEM SPENNTUÐ BELTIN ÞEGAR LJÓSIN KVIKNUÐU ÞURFIÐ EKKI AÐ HLUSTA Á ÞESSI SKILABOÐ.“ „ALGERLEGA FULLKOMIÐ, VENNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... alheimstungumál. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HRESSTU ÞIG VIÐ, HEPPNI EDDI! EFTIR ORUSTU DAGSINS FÆRÐU ALLT Í HEIMINUM! TILFINNINGAR KATTA … FRÁBÆR HUGMYND ÉG ER SVANGUR SÁLARANGISTOG LÍKAMLEGA VERKI? ÞETTA ER KOMIÐ RÆÐUM UM TILFINNINGAR OKKAR ÉG ER SYFJUÐ eða skreyta of snemma. Frá því að ég fæddist hefur verið haldið upp á afmælið mitt þann 17. desember. Mamma passaði að það yrði alltaf veisla þó að stutt væri í jól og ég hélt því svo áfram, þótt veislan hafi nú verið misstór undanfarin ár. Þess vegna hlakka ég mikið til að halda góða veislu fyrir mitt nánasta fólk á afmælisdaginn. Er ótrúlega fegin að geta gert það þrátt fyrir ástandið.“ Fjölskylda Eiginmaður Önnu Rósar er Páll Þorvaldur Hjarðar, f. 26.4. 1979, stjórnmálafræðingur, hefur mest unnið við sjávarútveg í Vestmanna- eyjum, starfar núna sem sjómaður. Þau búa í Vestmannaeyjum. For- eldrar Páls eru hjónin Guðrún Ósk- arsdóttir, 12.11. 1957, verkakona og Almar B. Hjarðar, f. 28.12. 1954, verkstjóri. Þau búa núna á Selfossi. Börn Önnu Rósar og Páls eru Almar B. Hjarðar, f. 31.10. 2003, framhaldsskólanemi; Ásdís Halla Hjarðar, f. 14.8. 2007, og Ari Páll Hjarðar, f. 25.6. 2011. Systkini Önnu Rósar eru Halla Björk Hallgrímsdóttir, f. 5.9. 1985, fjármálastjóri, býr í Vestmanna- eyjum; Sævald Páll Hallgrímsson, f. 27.8. 1986, framkvæmdastjóri, býr í Vestmannaeyjum; Einar Otto Hall- grímsson, f. 26.9. 1992, stýrimaður, býr í Vestmannaeyjum. Foreldrar Önnu Rósar eru hjónin Ásdís Sævaldsdóttir, f. 5.8. 1962, fjármálastjóri, og Hallgrímur Tryggvason, f. 9.11. 1952, vélvirkja- og plötusmíðameistari. Þau búa í Vestmannaeyjum. Anna Rós Hallgrímsdóttir Ólafur Gísli Vigfússon skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Sigríður Ólafsdóttir fiskverkakona og húsmóðir í Vestmannaeyjum Tryggvi Ágúst Sigurðsson vélstjóri í Vestmannaeyjum Hallgrímur Tryggvason vélvirkja- og plötusmíðameistari í Vestmannaeyjum Klara Tryggvadóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum og Reykjavík Jóhann Sigurður Hjálmarsson húsa- og bifreiðasmíðameistari í Reykjavík Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum og Kópavogi Friðgeir Guðmundsson sjómaður í Vestmannaeyjum Svava Friðgeirsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum Sævald Pálsson skipstjóri í Vestmannaeyjum Þórsteina Jóhannsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Páll Sigurgeir Jónasson skipstjóri í Vestmannaeyjum Ætt Önnu Rósar Hallgrímsdóttur Ásdís Sævaldsdóttir fjármálastjóri í Vestmannaeyjum Skagfirðingarnir Agnar H. Gunnarsson á Miklabæ, Páll Dagbjartsson í Varmahlíð, Jón Gíslason í Miðhúsum og Ingimar Jónsson á Flugumýri heimsóttu þau Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur og Gunnar Rögnvaldsson á Hvamms- tanga, eftir að hafa farið með ull í kaupstað. Gunnar kvaddi vini sína með þessari vísu: Með ull í kaupstað ekið var svo aðeins lengra, vestar. Þar gengu á milli grundaðar gamansögur bestar. Gunnar Rögnvaldsson er ættaður frá Hrauni á Skaga, þar sem m.a. er stunduð blómleg æðarrækt. Um það orti Gunnar: Þig hefur kannski langað lengi í, nú leggja skaltu frá þér allan vafa. Því dúnsængin frá Hrauni er bæði hlý og hentug mjög til eigin nota og gjafa. Kári Elísson kvað, þegar Tómas Tómasson, alþingismaður í Flokki fólksins, sást dotta í þingsal en sjálfur segist hann hafa lokað aug- unum til einbeitingar: Ég dottaði og dreymdi þar draumana harla fína. Hugurinn mig hálfan bar heim í búlluna mína. Á feisbók hefur Hólmfríður Bjartmarsdóttir um skeið birt fal- legar náttúrulífsmyndir dag hvern. Svo var sem endranær á miðviku- daginn. Gylfi Björgvinsson kastaði þá fram fyrri parti: Úlfgrátt hafið hleður fald, hljóðlát eyjan rís í fjarska. Hólmfríður botnaði: Þá dró upp élið, dökkgrátt tjald og drifhvítt löðrið varð sem aska. Út frá þessu spunnust nokkur orðaskipti og Gylfi kastaði fram öðrum fyrriparti: Blessuð vísan vermir sál vekur glóð í hverju hjarta. Hólmfríður botnaði: Inni gleður óðarmál úti bylur élið svarta. Og kastaði síðan fram gátu: Hana oft við himin ber hún er í vasa og mundum. Í sumra munni einnig er auk þess fellur stundum. Spurt var hvort þetta væri kannski sígarettan. Því neitaði Hólmfríður og kom með lausnina: Trjá-krónu hátt við himin ber hef ég krónu í vasa og mundum. Í sumra munni sómir sér en synd að krónur falla stundum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Dúnsængin frá Hrauni og vel kveðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.