Morgunblaðið - 17.12.2021, Síða 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
_ Jóhanna Elín Guðmundsdóttir er
eini íslenski keppandinn á heims-
meistaramótinu í sundi í 25 metra
laug sem hófst í Abu Dhabi í gær. Hún
keppir í fyrri grein sinni, 100 metra
skriðsundinu, í dag og í þeirri sinni, 50
metra skriðsundi, á mánudaginn. Jó-
hanna hefur ekki áður keppt á HM.
Anton Sveinn McKee og Snæfríður
Sól Jórunnardóttir unnu sér einnig
inn keppnisrétt á mótinu en ákváðu að
taka ekki þátt vegna annarra verkefna.
_ Sveindís Jane Jónsdóttir, leik-
maður Kristianstad í ár og Wolfsburg
frá áramótum, var í gær útnefnd
knattspyrnukona ársins 2021 hjá KSÍ
og Kári Árnason, landsliðsmaður úr
Víkingi, var útnefndur knatt-
spyrnumaður ársins. Glódís Perla
Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir
voru í öðru og þriðja sæti hjá konunum
og þeir Birkir Bjarnason og Jóhann
Berg Guðmundsson í öðru og þriðja
sæti hjá körlunum.
_ Aldís Kara Bergsdóttir fer fyrir
hópi fimm íslenskra stúlkna sem hafa
verið valdar til keppni á Norð-
urlandamótinu á listskautum sem fer
fram í Hörsholm í Danmörku í janúar.
Þangað mætir Aldís beint af Evr-
ópumeistaramótinu. Hún er sú eina í
fullorðinsflokki en í yngri flokkum
keppa Júlía Rós Viðarsdóttir, Júlía
Sylvía Gunnarsdóttir, Freydís Jóna
Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba
Guðmundsdóttir.
_ Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, var borinn
af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar
lið hans, OH Leuven, tók á móti Club
Brugge í belgísku A-deildinni í fyrra-
kvöld. Hann fékk högg á andlitið í sam-
stuði við mót-
herja og
stóran skurð
sem blæddi
mikið úr. Rún-
ar sagði á
In-
stagram
að hann
væri í
lagi og
yrði
mættur
aftur á
völlinn
fljótlega.
Eitt
ogannað
ÞJÓÐADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Seint verður hægt að segja að karla-
landslið Íslands í fótbolta hafi fengið
spennandi andstæðinga í gær þegar
dregið var í riðla fyrir Þjóðadeild
UEFA sem leikin verður á næsta
ári.
Ísland var í efsta styrkleikaflokki
B-deildar og fékk með sér í riðil
Rússland úr öðrum flokki, Ísrael úr
þriðja flokki og Albaníu úr fjórða
flokki. Þrjú löng ferðalög en á móti
kemur að þessi riðill gæti hæglega
orðið jafn og stigin dreifst talsvert á
milli liðanna.
Ef litið er á heimslista FIFA eins
og hann var í gær eiga Rússar að
vera sterkastir í riðlinum en þeir eru
í 34. sæti. Ísland er í 62. sæti, Alban-
ía í 66. sæti og Ísrael í 79. sæti.
Sigurlið riðilsins fer upp í A-deild
en neðsta liðið fellur niður í C-deild.
Leikirnir fara fram næsta sumar og
haust, fjórar umferðir eru leiknar
fyrri hluta júnímánaðar en tvær síð-
ustu umferðirnar í lok september.
Fyrstu mótsleikir við Ísrael
Ísland mætir Ísrael í fyrsta skipti
í mótsleik og þjóðirnar hafa aðeins
þrisvar áður mæst í vináttulands-
leikjum, árin 1992 og 2010.
Fyrst gerðu liðin jafntefli 2:2 í Tel
Aviv árið 1992 þar sem bræðurnir
Sigurður og Arnar Grétarssynir
skoruðu mörk Íslands.
Seinna sama ár léku liðin á Laug-
ardalsvellinum en þá unnu Ísr-
aelsmenn 2:0.
Loks mættust þjóðirnar í vináttu-
leik í Tel Aviv í nóvember 2010. Ísr-
aelsmenn unnu 3:2 þar sem Alfreð
Finnbogason og Kolbeinn Sigþórs-
son skoruðu fyrir Ísland.
Rússar ekki unnið á Íslandi
Ísland hefur sex sinnum mætt
Rússum, fjórum sinnum í móts-
leikjum. Ísland vann Rússland, 1:0,
árið 1998 í undankeppni EM á Laug-
ardalsvellinum, á sjálfsmarki, og
þjóðirnar gerðu jafntefli, 1:1, í und-
ankeppni HM árið 1993 þar sem
Eyjólfur Sverrisson skoraði fyrir Ís-
land. Rússar hafa unnið hina fjóra
leikina en aldrei sótt sigur til Ís-
lands.
Mættu Albönum tvisvar 2019
Albanía var mótherji Íslands í síð-
ustu undankeppni EM árið 2019. Ís-
land vann heimaleikinn 1:0 þar sem
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði
en tapaði 2:4 í seinni leiknum í El-
basan þar sem Gylfi Þór Sigurðsson
og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu
mörkin.
Ísland og Albanía hafa mæst sjö
sinnum og Ísland hefur unnið fjóra
leikjanna en Albanía þrjá.
Rússar gætu komist á HM
Rússar eru eina þjóðin í riðlinum
sem gæti leikið á HM í Katar í árs-
lok 2022. Rússar urðu í öðru sæti í
sínum riðli, stigi á eftir Króötum, en
þeir unnu sjö leiki af tíu í und-
ankeppninni og töpuðu útileikjunum
gegn Króatíu og Slóvakíu.
Albanar stóðu sig vel í und-
ankeppninni og unnu sex leiki af tíu.
Þeir lögðu Ungverja bæði heima og
heiman, 1:0 í bæði skiptin, og voru
líka með fullt hús gegn Andorra og
San Marínó, en töpuðu fjórum leikj-
um sínum gegn Englandi og Pól-
landi.
Ísrael varð í þriðja sæti í sínum
riðli, á eftir Danmörku og Skotlandi,
en á undan Austurríki (á markatölu),
Færeyjum og Moldóvu. Ísrael vann
heimaleikina við Austurríki (5:2),
Færeyjar (3:2) og Moldóvu (2:1) og
útileikina við Færeyjar (4:0) og Mol-
dóvu (4:1). Þá gerðu Ísraelsmenn
jafntefli heima við Skota, 1:1, en töp-
uðu 2:3 í Skotlandi og það réð úrslit-
um um að Skotar fóru í umspilið.
Riðillinn gæti orðið tvísýnn
- Ísland mætir Rússlandi, Ísrael og
Albaníu í Þjóðadeildinni árið 2022
Morgunblaðið/Eggert
Sigurmark Jóhann Berg Guðmundsson í þann veginn að skora markið sem
réð úrslitum í síðasta leik Íslands og Albaníu sumarið 2019.
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Á Íslandi spilum við sextán til tutt-
ugu leiki á hverri leiktíð sem er svo
dreift yfir sjö til átta mánaða tímabil
og mér finnst þessi uppsetning ekki
alveg sú hentugasta,“ sagði Úlfar
Jón Andrésson, leikmaður Fjölnis og
landsliðsmaður í íshokkí, í Dag-
málum, frétta- og menningarlífs-
þætti Morgunblaðsins.
Úlfar Jón, sem er 33 ára, byrjaði
að æfa íshokkí með Skautafélagi
Reykjavíkur þegar hann var sex ára
gamall en alla sína tíð hefur hann
verið búsettur í Hveragerði. Hann
lék sinn fyrsta landsleik þegar hann
var sextán ára gamall og hefur verið
lykilmaður í íslenska landsliðinu
undanfarinn áratug. Þá hefur hann
þrívegis orðið Íslandsmeistari.
„Við eigum leik á laugardaginn en
það er sirka mánuður síðan við spil-
uðum síðast,“ sagði Úlfar. „Næsti
leikur eftir það er svo í lok janúar
þannig að það segir sig sjálft að það
er erfitt að vera í góðu leikformi
þegar tímabilið er sett upp svona.
Þetta kemur líka niður á landsliðinu
því við erum í raun aldrei í leikformi
þegar kemur að landsliðsverk-
efnum. Ég myndi vilja sjá róttækar
breytingar á fyrirkomulaginu þar
sem leikjunum væri til dæmis þjapp-
að saman yfir þriggja mánaða tíma-
bil,“ sagði Úlfar meðal annars.
Vill sjá róttækar breytingar
Ljósmynd/Stefán Örn Sigurðsson
108 Úlfar Jón er á meðal reynslu-
mestu landsliðsmanna Íslands.
Olísdeild karla
Selfoss – Fram...................................... 28:27
Staðan:
FH 12 8 2 2 340:305 18
Haukar 12 8 2 2 358:324 18
ÍBV 12 8 1 3 367:355 17
Stjarnan 12 7 2 3 356:349 16
Valur 11 7 2 2 312:280 16
Selfoss 13 7 1 5 342:335 15
Afturelding 12 4 4 4 342:335 12
KA 12 5 0 7 336:353 10
Fram 12 4 2 6 339:343 10
Grótta 11 3 1 7 293:301 7
Víkingur 12 1 0 11 271:338 2
HK 11 0 1 10 289:327 1
Þýskaland
Flensburg – Lemgo ............................. 27:19
- Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk
fyrir Flensburg.
- Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir
Lemgo.
Svíþjóð
Ystad IF – Skövde ............................... 28:24
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 2
mörk fyrir Skövde.
.$0-!)49,MEISTARADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Breiðablik lauk keppni í Meist-
aradeild kvenna í fótbolta í París í
gærkvöld og náði ekki að skora
mark frekar en í fimm fyrstu leikj-
unum.
Hið firnasterka lið París SG vann
stórsigur, 6:0, og vann þar með rið-
ilinn með fullu húsi stiga og marka-
tölunni 25:0. Það lá ljóst fyrir áður
en kom að lokaumferðinni í gær að
PSG og Real Madrid færu í átta liða
úrslitin úr B-riðlinum en fyrir
Breiðablikskonur lá helsti metn-
aðurinn í því að reyna að skora sitt
fyrsta mark.
Eins og í fleiri leikjum í keppninni
fengu þær færi til þess. Agla María
Albertsdóttir hefði getað jafnað
metin seint í fyrri hálfleik þegar hún
skallaði beint á markvörð PSG úr
opnu færi á markteig eftir fyrirgjöf
Ástu Eirar Árnadóttur.
Þá slapp Ramona Bachmann vel í
byrjun síðari hálfleiks þegar hún sló
til Selmu Sólar Magnúsdóttur. Ein-
hver hefði lyft rauðu spjaldi í stað
þess gula sem sú svissneska fékk og
þá er eins víst að seinni hálfleikurinn
hefði orðið aðeins jafnari.
Jordyn Huitema skoraði tvö
marka PSG, Ramona Bachmann,
Kadidiatou Diani, Sandy Baltimore
og Luana eitt hver en tvö markanna
komu á lokamínútunum þegar
Breiðablikskonur voru að þrotum
komnar eftir að hafa varist og elt
leikmenn PSG í níutíu mínútur.
Þar með er Breiðablik komið í
vetrarfrí, þremur mánuðum eftir að
Íslandsmótinu lauk, og lengsta
keppnistímabili íslensks félagsliðs er
því lokið.
Riðlakeppninni er lokið og það eru
Wolfsburg, Juventus, París SG, Real
Madrid, Barcelona, Arsenal, Lyon
og Bayern München sem eru komin
í átta liða úrslit og slást um Evr-
ópumeistaratitilinn í útsláttarkeppn-
inni á vormánuðum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Annríki Telma Ívarsdóttir hafði í nógu að snúast í marki Breiðabliks í París
því lið PSG átti tuttugu skot sem hittu á markið hjá henni í leiknum.
Leitin að marki
bar ekki árangur
- PSG vann Breiðablik 6:0 í lokaleik