Morgunblaðið - 17.12.2021, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
U
mfjöllun Þórarins Eld-
járns inniheldur átta
smásögur sem fjalla um
mannlífið í allri sinni
fjölbreytni á tímabilinu frá átjándu
öld til dagsins í dag.
Sögurnar eru mislangar og um
margt fjölbreyttar. Flestar þeirra
eru grípandi og skemmtilegar en
síst er sagan „Af sögu Bobb-
sambandsins“.
Hún lýsir þó
ágætlega nost-
algíu mennta-
skólaáranna sem
við flest könn-
umst við.
Sagan „Þegar
strengurinn
brast“ er sérlega
falleg þar sem
fjallað er um
hverfulleika lífsins. Þá er sagan
„Toffí og Þjolli“ áhugaverð fyrir
þær sakir að hún lýsir vel hve
krefjandi er fyrir foreldra að takast
á við nýtt hlutverki er börn þrosk-
ast og eignast eigin tilveru. Þar er
með spaugilegum en hlýlegum
hætti lýst eldri karlmanni sem hef-
ur misst eiginkonu sína og þarf að
finna sér ný verkefni og tilgang í
lífinu þegar börnin eru vaxin úr
grasi.
Kímnigáfa höfundar er áberandi
í öllum sögunum og kemur fram
með fjölbreyttum hætti. Um-
hverfissinninn í „Hreinsun“ er
hlægilegur og ekki ólíklegt að
margir tengi við forgangsröðun
hans í umhverfisvernd. Þá er
gálgahúmor sterkur í „Hring á
fingri“ og „Mætti skáldskaparins“
þar sem Þórður malakoff er kruf-
inn til mergjar, bókstaflega.
Síðasta saga bókarinnar, „Strind-
berg á Íslandi“, ber af. Þar er á
ferðinni leiftrandi frásögn af ferð
Augusts Strindbergs til Íslands.
Skáldið Strindberg kemur á vegum
sænsks dagblaðs til þess að fylgjast
með heimsókn Kristjáns Danakon-
ungs í tilefni þúsund ára byggðar í
landinu. Lýsingar höfundar á
eymdarlegu menningarstigi Íslend-
inga á þessum tíma eru spaugilegar
en tímaflakk, sem m.a. endar í Ikea
samtímans í Garðabæ, inniheldur
óborganlegar lýsingar á mannlífi
nútímans.
Í heild er Umfjöllun ágæt lesn-
ing og flestar sögurnar prýðilega
áhugaverðar. Kímnigáfa og þægi-
legur og yfirvegaður stíll höfundar
skín í gegn um allar sögurnar.
Morgunblaðið/Eggert
Þórarinn „Kímnigáfa höfundar er áberandi í öllum sögunum og kemur fram
með fjölbreyttum hætti,“ segir rýnir um nýtt smásagnasafn höfundarins.
Mannlífið í allri
sinni fjölbreytni
Smásögur
Umfjöllun bbbmn
Eftir Þórarin Eldjárn.
Vaka-Helghafell, 2021. 160 bls. innb.
PÁLL EGILL
WINKEL
BÆKUR
D
ulspeki og skyggnigáfur
hafa fylgt Íslendingum
um langa hríð og margir
hafa áhuga á dulrænum
fyrirbærum. Í þessari verðlauna-
bók Ólafs Gunnars Guðlaugssonar
eru dulrænir hæfileikar og dular-
full atburðarás rauður þráður í
sögunni. Titill
bókarinnar gefur
ekki mikið upp
um þá flóknu at-
burðarás sem
sagan býður upp
á en skýring á
honum kemur í
lok bókar.
Bókin hefst á
því að höfundur
segir frá því
hvernig hann kynntist skyggnigáfu
fyrst sem ungur drengur en móðir
hans var skyggn. Strax í inngangi
höfundar greip mig löngun til að
lesa meira því hann náði að gera
þessa stuttu frásögn áhugaverða.
Sagan sjálf byrjar á frásögn
Bjarna sem er 15 ára drengur sem
býr í Vesturbænum og er að byrja
í 10. bekk. En Bjarni er ekki
venjulegur drengur því strax á
fyrstu síðunum fáum við þá vitn-
eskju að hann sé skyggn. Hann
hafði nýlega kynnst Hannesi
frænda sínum sem sagði honum
frá þessum dulrænu hæfileikum en
Hannes er líka skyggn og ætlaði
sér að kenna Bjarna allt sem hann
kunni en óvæntir atburðir komu í
veg fyrir frekara nám. Eftir að
hafa kynnst Bjarna lítillega kynn-
umst við öðrum aðalpersónum bók-
arinnar, skólasystkinum hans í 10.
bekk í Hagaskóla, þeim Baldri,
Theódóru og Hildi. Sögupersón-
urnar eru í grunninn venjulegir
unglingar í Vesturbæ Reykjavíkur
en þegar við kynnumst þeim betur
kemur annað í ljós. Þau hafa öll
verið í læri hjá Hannesi frænda
Bjarna og búa yfir fjölbreyttum
dulrænum hæfileikum sem bæði
hefur orðið þeim til góðs og ills á
lífsleiðinni. Þau búa við mjög mis-
munandi heimilisaðstæður því á
meðan Bjarni nýtur ástríkis for-
eldra sinna, sem honum finnst
pirrandi, þá búa þau hin ekki við
eins góðar aðstæður, veikindi for-
eldra og afskiptaleysi.
Sagan er sögð í fyrstu persónu
og sögð út frá þessum fjórum aðal-
persónum til skiptis, hver söguper-
sóna fær sína rödd og um leið fær
lesandinn að vita hvað þeim finnst
hverju um annað. Þetta getur ver-
ið frekar ruglingslegt í byrjun en
höfundur nær að gera þetta vel.
Sagan hefst í lok sumars en
Bjarni hafði verið á ferðalagi allt
sumarið með foreldrum sínum og
misst sambandið við flesta vini
sína. Hann lætur það ekki skyggja
á spennuna því lokaárið í Haga-
skóla er fram undan. Leiðir fjór-
menninganna liggja saman í byrj-
un sögunnar í kjölfarið á voveif-
legum atburðum. Hildur er nýflutt
í hverfið og þekkir engan en
Bjarni kannast lítillega við Baldur,
sem er albínói, en ásamt Theodóru
eða Tótu lenda þau öll saman í
bekk. Þau átta sig fljótlega á því
að Hannes ætlaði þeim ákveðið
hlutverk í heimi dulrænna afla og
þegar Hannes hverfur byrjar hröð
og dularfull atburðarás.
Þau kynnast Reglunni sem
Hannes er meðlimur í og þeir sem
tilheyra henni vita um hæfileika
fjórmenninganna og hvert þeirra
hlutverk er. En eins og í góðum
ævintýrum koma neikvæðu öflin
líka við sögu sem reyna að kné-
setja unglingana og komast yfir
ákveðna leyndardóma og völd.
Þegar ungmennin átta sig á því við
hvaða ofuröfl er að etja setja þau
saman áætlun til að sigrast á þeim.
Þau eru ekki eingöngu að glíma við
drauga og framliðna heldur líka
drauga úr eigin fortíð og að sætta
sig við að lifa með dulrænum hæfi-
leikum sínum.
Bókin er mjög spennandi og
heldur lesandanum vel við efnið
allt til enda, er auðlesin og vel
skrifuð. Það er augljóst við lest-
urinn að um fyrstu bók af nokkr-
um er að ræða. Bókin ætti að
henta vel bókaormum á aldrinum
11 til 16 ára og öllum þeim sem
hafa gaman af dularfullum ævin-
týrabókum með raunsæisívafi.
Ánægjulegt að fá loksins bók eftir
Ólaf Gunnar Guðlaugsson eftir
margra ára hlé en áður hefur hann
skrifað skemmtilegar sögur um
Benedikt búálf. Ljósberi hlaut Ís-
lensku barnabókaverðlaunin nú í
vetur og er vel að því komin.
Ólafur Gunnar „Bókin er mjög
spennandi og heldur lesandanum
vel við efnið allt til enda.“
Glíma við ofuröfl
og eigin fortíð
Barnabók
Ljósberi bbbbm
Eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson.
Vaka-Helgafell, 2021. 290 bls., innb.
RÓSA
HARÐARDÓTTIR
BÆKUR
Þ
riðja skáldsaga Guð-
mundar Steingrímssonar,
Fegurðin ein, er verk um
fegurð eða vill vera það
að minnsta kosti. Aðalpersóna
verksins, dansarinn Anna, hefur
lokið sýningartímabili söngleiksins
um Fríðu og dýrið og óvissan bíð-
ur. Hún veit ekki
í hvorn fótinn
hún á að stíga
þegar kærastinn
Krissi og Adam,
aðalleikari sýn-
ingarinnar sem
hún hefur haldið
við, eru farnir að
berjast um hana.
Þegar henni
býðst að fara til
Tenerife á vegum auglýsingastofu
slær hún til.
Verkefnið er einfalt: Að finna
fallegt fólk, sem er samt nægilega
venjulegt til þess að hinn venjulegi
Íslendingur geti speglað sig í því.
Það á síðan að sitja fyrir í auglýs-
ingu og selja þannig sólarlanda-
ferðir. Á Tenerife taka hins vegar
við óvæntar áskoranir, bæði í
einkalífi Önnu og í vinnunni.
Nú hefur undirrituð ekki gerst
svo fræg að ganga um strendur
Tenerife en það eru eflaust margir
Íslendingar sem munu kannast við
menninguna þar, ljúfa letilífið og
skemmtilega mannflóruna.
Höfundur verksins virðist fá þá
hugmynd að ætla að setja fram
heimspekilegar vangaveltur um
fegurð á bókmenntaformi. Það er
efniviður sem á fullan rétt á sér í
samtímanum þar sem áhersla á út-
lit er farin fram úr öllu hófi, meðal
annars með tilkomu samfélags-
miðlanna.
Guðmundur varpar fram hinni
einföldu spurningu: Hvað er fal-
legt? En svarið við þeirri spurn-
ingu er langt frá því að vera ein-
falt. Hann nær hins vegar ekki að
skila af sér vangaveltum af neinni
dýpt. Hugmyndirnar um hvað feg-
urð sé eru yfirborðskenndar og
verkið fellur þar með um sjálft sig.
Guðmundur má eiga það að les-
andinn flýgur auðveldlega í gegn-
um verkið og segir það sitt um
gæði textans. Gallinn er að að
lestri loknum spyr maður sig hvort
það hafi verið þess virði að verja
tíma sínum í hana, þótt stutt sé,
því hún skilur lítið sem ekkert
eftir.
Verkið hangir illa saman. Fram-
an af er það að mestu byggt upp
af lýsingum á misheppnaðri leit-
inni að því sem stjórnanda auglýs-
ingastofunnar þykir fallegt fólk og
vandræðum í ástarlífi aðalpersón-
unnar. En undir lokin kynnist
Anna gömlum manni sem hefur lif-
að tímana tvenna og kófið er skoll-
ið á. Allt í einu er eins og við séum
stödd í allt annarri sögu. Heildar-
myndin gengur ekki upp þar sem
samfellan milli strandlífsins á Te-
nerife og sambands Önnu við
þessa gömlu rokkstjörnu er lítil.
Fegurðin ein er verk sem veit
ekki hvert það er að fara eða hvað
það vill gera. Það gefur fögur
fyrirheit en uppfyllir ekki vænting-
arnar um heimspekilegar vanga-
veltur um fegurð. Textinn er góður
en söguþráðurinn er slappur og
hugmyndirnar sem fram koma
daufar.
Guðmundur Fegurðin ein „gefur
fögur fyrirheit en uppfyllir ekki
væntingarnar,“ skrifar rýnir.
Hvað er fallegt?
Skáldsaga
Fegurðin ein bbbnn
Eftir Guðmund Steingrímsson.
Bjartur, 2021. Innbundin, 207 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Atvinna