Morgunblaðið - 21.12.2021, Side 1

Morgunblaðið - 21.12.2021, Side 1
Glerið endurvarpaði sólargeislunum sem skinu svo fallega á turninn á Höfðatorgi að Reykjavík fékk annan svip eitt stundarkorn. Í dag, 21. desember, ganga nýir tímar í garð með vetrarsólstöðum. Þá kemur sólin í Reykjavík upp kl. 10:03 og sest kl. 15:30. Norðanlands er birtutíminn raunar skemmri. Hinar eiginlegu sólstöður eru svo klukkan 15:59 sem þýðir að frá þeirri stundu fer jörðin aftur að hallast í sólarátt. Lítið þó til að byrja með, en birtu nýtur þó sjö sekúndum lengur á morgun en í dag. Svo fer að herða á – og blessuð sólin elskar allt! Fallega glitrar á vetrarsólstöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg jolamjolk.is Gáttaþefur kemur í kvöld dagar til jóla 3 BYGGIR Á ATBURÐUM ÚR EIGIN LÍFI GÆTI BREYTT STÖÐUNNI SVEINDÍS STÍGUR Á STÓRA SVIÐIÐ Í ÞÝSKALANDI NÝTT BÓLUEFNI NOVAVAX SAMÞYKKT 18 HRÆÐIST EKKI SAMKEPPNI 30FYRSTA SKÁLDSAGA ÁSDÍSAR 33 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson innvið- aráðherra segir ríkisstjórnina líta svo á að skynsamlegt sé að fara varlega á meðan kórónuveirufar- aldurinn er í vexti hér á landi. Seg- ir hann að þrátt fyrir að staðan sé almennt góð verði að líta til Ómík- ron-afbrigðisins, sem er meira smitandi, og reynslunnar í ná- grannalöndum. „Ef við horfum á reynsluna, sér- staklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega. Það er í því ljósi sem við förum á þennan ríkisstjórnarfund og tökumst á við þetta verkefni sem virðist engan enda ætla að taka,“ segir hann. Sóttvarnalæknir hefur afhent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til 20 manna sam- komutakmarkanir og að tveggja metra regla verði tekin upp í stað eins metra reglu. Úr þessu má ráða að líklegt sé að samkomutak- markanir verði hertar um jólin. Minnisblað sóttvarnalæknis verður tekið fyrir á ríkisstjórnar- fundi í dag og mun heilbrigðisráðu- neytið gefa út reglugerð í fram- haldinu eins og vant er. Sjötugur karlmaður lést á Land- spítala á laugardaginn vegna Co- vid-19 en alls liggja 11 sjúklingar á spítalanum með smit og er með- alaldur þeirra 64 ár. Tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. Frá upphafi fjórðu bylgju hafa 233 verið lagðir inn á Landspítala vegna smits. Alls greindust 220 smit innan- lands í fyrradag en tekin voru 3.845 sýni. Hertar aðgerðir fyrir jól - Innviðaráðherra vill stíga varlega til jarðar - 20 manna fjöldatakmörk og tveggja metra regla - Minnisblað sóttvarnalæknis rætt á ríkisstjórnarfundi í dag Fjöldi innanlands- smita frá 4. des. 200 150 100 50 4. 7. 10. 13. 16. 19. Heimild: covid.is81 220 220 ný smit greindust sl. sólarhring MLeggur til 20 manna »4 _ „Ef ekkert verður gert má búast við að eft- irspurn raforku verði meiri en framboð, sem í viðskiptum kall- ast skortur. Fyrirtæki munu ekki fá þá orku sem þau telja sig þurfa, raforkuverð mun hækka og orkuskipti munu ganga hægar en ella,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar, m.a. í aðsendri grein í blaðinu í dag. Kallar hann eftir því að ákvarð- anir verði teknar um auknar fjár- festingar í innviðum, styrkingu flutningskerfis raforku og auk- inni orkuþörf. Allir séu sammála um mikilvægi þess að vanda til verka en það þurfi líka að taka ákvarðanir. » 19 Orkuskortur ef ekk- ert verður að gert Hörður Arnarson _ „Foreldrarnir áttu ekki von á að sjá barnið sitt fyrr en jafnvel eftir mörg ár, þannig að þetta eru mikil gleðitíðindi. Arsalan er jólabarnið í ár! Það er sannarlega á leiðinni,“ segir Irma Erlingsdóttir, forstöðu- maður Jafnréttisskólans, sem hjálp- að hefur fyrrverandi nemendum sínum frá Afganistan að komast til landins. Arsalan varð eftir þegar for- eldrar hans, Zeba Sultani og Khai- rullah Yosufi, komu í ágúst en fjöl- skyldan sameinist nú loks. »2 Lítið jólabarn kemur til landsins Heimferð Arsalan kemur frá Afganistan. .Stofnað 1913 . 299. tölublað . 109. árgangur . Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 2 1 Andrés Magnússon andres@mbl.is „Þetta hafa verið erilsöm ár í borgarstjórninni og það er ekki minni nauðsyn nú en 2018 að koma frá þessum meirihluta með minnihluta atkvæða að baki sér. En ég veit að það verður gríðarlega hörð barátta, sem maður verður að gefa sig allan í. Að vel athuguðu máli komst að því að það er einfaldlega meira en ég hef að gefa. Ég hef fjöl- skyldu að sinna, ég er með fyrir- tæki sem ég þarf að gefa mig meira að en ég get meðan ég er í stjórnmálum,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Eyþór tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði ákveð- ið að gefa ekki kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór segir í yf- irlýsingu sinni að ákvörðunin sé tekin af persónu- legum ástæðum, ekki pólitískum. Hann kveðst vera fullviss að Sjálfstæðisflokkurinn muni vinna góðan sigur í vor. Þá vill hann árétta að ákvörðun þessi sé algjörlega óháð því hvaða fyrirkomulag verði við val á framboðslista flokksins eða hvaða ein- staklingar muni gefa kost á sér í því vali. - Er neistinn farinn? „Nei, alls ekki. Ég hef ástríðu fyrir stjórnmálum og ég hef brennandi ástríðu fyrir því að gera Reykjavík að þeirri borg sem Reykvíkingar eiga skilið. Þess vegna rennur manni til rifja að sjá hvernig borgarstjóri og hans fólk vanrækir borgina og sólundar milljörðum til þess að fóðra eigin gælu- verkefni meðan grunnverkefni sitja á hakanum,“ segir Eyþór. „En ég verð að hugsa um það sem stendur mér næst: börnin mín, konuna og heimilið, atvinnureksturinn og fólkið sem er að vinna fyrir mig. Þar kemur enginn í minn stað, en í pólitíkinni er enginn ómissandi. Í Sjálfstæðisflokknum er nóg til af fólki sem getur tekið við.“ Eyþór gefur ekki kost á sér - Einbeitir sér að fjöl- skyldunni og fyrirtækjum Eyþór Arnalds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.