Morgunblaðið - 21.12.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.12.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Ég er mjög glöð. Það er búið að vera mikið stress undanfarið og ég hef hvorki getað sofið né borðað nokkuð að ráði í viku,“ segir Zeba Sultani, sem beðið hefur í fjóra mán- uði eftir barni sínu sem varð eftir í Afganistan þegar hún og eiginmaður hennar flúðu þaðan í lok ágúst. Sonurinn kemur í dag Hjónin Khairullah Yosufi og Zeba Sultani flúðu ógnarstjórn talíbana og komu til lands- ins í sumarlok, en neyddust til að skilja tveggja mánaða son sinn, Arsalan, eftir í Afganistan. Arsalan litli, nú sex mánaða, er á leið til landsins í dag, en von er á honum með flugi frá Svíþjóð ásamt fleiri flóttamönn- um sem Ísland mun veita vernd. Hann hóf ferðalagið í Kabúl, en það- an var flogið til Mazar í Afganistan, því næst til Tblisi í Georgíu, svo til Svíþjóðar og loks til Íslands í dag. Svaf ekki dúr nóttina áður Faðir litla drengsins, Khairullah, flaug til Tblisi til að taka á móti drengnum sem hafði þá verið í umsjá Latifu Hamidi, konu sem var hér í námi við Alþjóðlega jafnréttis- skólann við Háskóla Íslands (GRÓ- GEST) líkt og Zeba, og fær hér hæli ásamt manni sínum og tveimur börnum. „Ég fékk að vita í síðustu viku að Arsalan kæmist heim, en það var samt svo mikil óvissa,“ segir Zeba og segist hafa beðið í ofvæni eftir að heyra í manni sínum þegar hann hafði fengið son sinn í fangið í Georgíu. „Ég svaf ekki dúr nóttina áður og það var svo mikill léttir þegar ég loks fékk skilaboðin. Ég er svo spennt að hitta barnið mitt!“ „Ég er svo spennt að hitta barnið mitt“ - Barnið heim frá Afganistan eftir fjögurra mánaða bið Feðgar Arsalan með föður sínum í Georgíu, en von er á þeim til landsins. Zeba Sultani Bifreið sem leitað var að í tengslum við hvarf Almars Yngva Garðars- sonar fannst í gær í Hafnarfjarð- arhöfn og tilkynnti lögregla skömmu seinna að Almar hefði fundist látinn. Almar var 29 ára að aldri og lætur hann eftir sig sam- býliskonu og einn son. Í tilkynningu lögreglunnar í gær- kvöldi kom fram að aðstandandend- ur Almars vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoð- uðu við leitina. Ekki er talið að and- látið hafi borið að með saknæmum hætti. Lögregla óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði í gærkvöldi auk þess sem köfunar- deild Landhelgisgæslunnar var köll- uð til. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var leitinni beint að höfninni eftir ábendingar sem bár- ust lögreglunni samhliða leitinni. Umfangsmikil leit fór fram á svæðinu að Almari, sem ekkert hafði spurst til síðan um aðfaranótt sunnudags. Hátt í tvö hundruð björgunar- sveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær ásamt fjölda sjálfboðaliða og voru björgunarsveitir ræstar út klukkan eitt. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar kembdi ströndina frá Þor- lákshöfn að Straumsvík í gær en varð að stöðva við hafnir vegna lé- legs skyggnis. Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lög- reglustöðvarinnar í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að leitarsvæðið hafi verið ansi stórt og að margir komið að málinu, lögreglumenn, rannsóknarlögreglu- menn og björgunarsveitarmenn. rebekka@mbl.is Umfangsmikil leit að Almari í gær - Fannst látinn - Mikill viðbúnaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjarðarhöfn Mikill viðbúnaður var við höfnina í gærkvöldi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞG Verk stefndi að því að ljúka uppsteypu á tvíbreiðri brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi seint í gærkvöldi. Um 25 manna teymi hefur unnið að verkinu. Þorvaldur Gissurarson, for- stjóri ÞG Verks, segir um 1.300 rúmmetra af steypu fara í brúar- gólfið. Steypumagnið sé 3.500 tonn eða á við lítið fjölbýlishús. „Brúarsmíðin hefur staðið yfir síðan í sumar og nú er verið að steypa brúardekkið. Við reiknum með að það taki 35 klukkustundir. Sú vinna hófst að morgni sunnu- dags og stóð yfir í alla nótt [að- faranótt mánudags]. Það sköp- uðust einstakar aðstæður þessa daga. Þurrt var og hlýtt þrjá daga í röð, sem er afskaplega mikil heppni á þessum árstíma,“ sagði Þorvaldur. Stór á íslenskan mælikvarða „Það er svo stefnt að því taka nýja tvíbreiða brú yfir Jökulsá í notkun í vor. Þetta er dálítið löng brú. Hún er um 165 metrar, sem er stórt brúarvirki á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorvaldur. Ljósmynd/Vefmyndavél ÞG Verk Brúarsmíði á Sólheima- sandi rétt fyrir jólahátíð - Óvenjuhagstætt tíðarfar hefur unnið með ÞG Verki Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.