Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 Forstöðumaður farsóttarhúsa telur að búast megi við miklu álagi næstu daga og vikur, miðað við þróunina í nágrannalöndunum. Gylfi Þór Þor- steinsson vonast þó til að sú aðstaða sem Rauði krossinn hefur til afnota dugi fram yfir jól. Um 180 gestir voru í farsóttarhús- um landsins í gærmorgun. Gylfi Þór sagði þá að um 50 herbergi væru laus og vitað að einhver herbergi til viðbótar myndu losna síðar um dag- inn. Aftur á móti væri plássið fljótt að fyllast og nefndi að 55 gestir hefðu bæst við um helgina. „Við sjáum til í kvöld og fyrramálið en vonandi sleppur þetta fram yfir jól- in,“ segir Gylfi Þór. Rauði kross Íslands hefur fjögur hótel til afnota til að reka farsóttar- hús. Það eru Fosshótel Lind og Rauðará, Reykjavík Lights við Suðurlandsbraut og Hótel Akureyri. Þungir dagar fram undan Gylfi Þór segir að smittölur sem birtar voru í gær bendi til þess að næstu dagar verði þungir. „Nú verð- ur hver og einn að gæta sín, eins vel og hægt er.“ Hann segist stöðugt vera að meta stöðuna til að geta haldið stjórnvöld- um upplýstum, það er að segja Sjúkratrygging- um Íslands og heilbrigðisráðu- neytinu. Búast má við fjölgun smita vegna Ómíkron- afbrigðisins sem breiðist hratt út um nágrannalöndin. „Ef þetta raungerist hér má búast við enn þyngra ástandi í allri heil- brigðisþjónustunni. Við erum fyrstu varðmenn Landspítalans, tökum til okkar fólk sem annars þyrfti að leggja þar inn og tökum líka frá þeim Covid-sjúklinga eins hratt og mögu- legt er þeirra vegna. Ég tel ljóst að ef ekki á illa að fara þá þarf að bregð- ast hratt við, jafnvel harkalega. Þeg- ar daglegar smittölur fara yfir 200 á dag, nokkra daga í röð, fer að hrikta allverulega í kerfunum okkar. Við erum ekki stórt land og ekki margir að vinna í þessu allan sólarhringinn og hafa gert í tvö ár. Við þurfum að verja það fólk,“ segir Gylfi Þór. helgi@mbl.is Ætti að sleppa fram yfir jól - Staðan í farsóttarhúsum metin daglega Gylfi Þór Þorsteinsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Urður Egilsdóttir Sóttvarnalæknir leggur til 20 manna samkomutakmarkanir í minnisblaði sem hann afhenti heilbrigðisráð- herra í gær. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Þá er einnig lagt til að tveggja metra regla leysi núgild- andi eins metra reglu af hólmi. „Virðist engan enda ætla að taka“ Minnisblaðið verður tekið til um- ræðu á ríkisstjórnarfundi í dag en spurður hvernig aðstæður horfi við ríkisstjórninni segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra: „Þetta horfir þannig við okkur að þrátt fyrir að staðan sé almennt góð hefur smitunum verið að fjölga og þetta nýja afbrigði greinilega meira smitandi. Ef við horfum á reynsluna, sérstaklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega. Það er í því ljósi sem við för- um á þennan ríkisstjórnarfund og tökumst á við þetta verkefni sem virðist engan enda ætla að taka.“ Alls greindust 220 smitaðir innan- lands í fyrradag en tekin voru 3.845 sýni. Thor Aspelund, prófessor í líf- tölfræði við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við mbl.is í gær að búast megi við því að smittölur nái upp í 300 á einum degi fyrir jól. Þá lést sjötugur karlmaður á Landspítala á laugardaginn var vegna Covid-19 en alls liggja 11 sjúklingar á Landspít- ala og er meðalaldur þeirra 64 ár, en tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagðist í samtali við mbl.is í gær taka frekar mið af stöðunni á Landspítala heldur en smittölum hvers dags þegar kemur að því að meta stöðuna í samfélaginu. Mik- ilvægt sé að fólk láti bólusetja sig með örvunarskammti til þess að vinna gegn Ómíkron-afbrigðinu en ekki sé endilega ástæða til það stytta tímann milli bólusetninga. Spurður hvort algengt sé að fólk sé að smitast aftur af veirunni sagði Þórólfur að nokkuð sé um það. „Það er greinilegt að bólusetn- ingin og fyrri smit eru að vernda ágætlega gegn Delta-afbrigðinu. Síðan kemur þetta Ómíkron-afbrigði með nýtt landslag sem við höfum fyrir framan okkur. Það virðist vera að fyrri Covid-sýkingar séu ekki að vernda neitt sérstaklega vel heldur gegn þessu afbrigði,“ sagði hann. Viðburðum hefur þegar verið af- lýst í einhverjum mæli vegna fjölg- unar smita í samfélaginu en engar áramótabrennur verða haldnar á vegum Akureyrarbæjar þessi ára- mót. Þá hefur Reykjavíkurborg orð- ið við beiðni ríkislögreglustjóra þess efnis að loka götum á Þorláksmessu til þess að skapa rými vegna mann- fjölda. Verður Laugavegur lokaður frá Ingólfsstræti að Barónsstíg auk kafla af aðliggjandi götum á því svæði. Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSH með Covid-19 frá áramótum 150 125 100 75 50 25 0 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 220 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 206 220 179 11 24 154 32 318 eru í skimunarsóttkví 1.817 erumeð virkt smit og í einangrun 2.806 einstaklingar eru í sóttkví 11 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu, annar í öndunarvél 90% landsmanna 12 ára og eldri eru fullbólusettir 287.229 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt H ei m ild :L S H o g co vi d .is kl .1 3 .0 0 íg æ r20.890 smit hafa verið staðfest 572 einstaklingar hafa verið lagðir inn á sjúkrahús, þar af á 96 á gjörgæslu 1,3 milljón sýni hafa verið tekin 37 einstaklingar eru látnir, þar af 80% 70 ára og eldri Heildartölur frá 28. febrúar 2020 Innanlandssýni 60% Landamærasýni 1 31% Landamærasýni 2 9% 1.807 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH, þar af 654 börn Leggur til 20 manna fjöldatakmörk - Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir fyrir jól - 20 manna fjöldatakmörkun og 2 metra reglu - Sigurður Ingi telur skynsamlegt að fara varlega - Smitin geti hæglega farið upp í 300 á dag Þórólfur Guðnason Sigurður Ingi Jóhannsson ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.