Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 U M H V ER FI S V Æ N ÍS LE N S K H Ö N N U N GARÐASTRÆTI 2 ASWEGROW.IS Loðnuskipin komu hvert af öðru til hafna frá Þórshöfn til Vestmannaeyja um helgina og eru sjómenn í jólaleyfi til og með 2. janúar. Líklegt er að verksmiðj- urnar verði í gangi fram undir jól þar sem talsverðum afla var land- að síðustu daga. Heildaraflinn á vertíðinni, sem hófst í síðasta mánuði, er orðinn um 60 þúsund tonn. Íslensku skipin mega veiða alls 662 þúsund tonn á vertíðinni og til viðbótar mega erlend skip veiða 240 þúsund tonn. Hlutur Norð- manna er alls rúmlega 145 þúsund tonn og síðasta vetur komu um 60 norsk skip hingað til veiða. Mest mega 30 norsk skip vera að veið- um í einu og þau mega aðeins veiða með nót. Norðmenn hafa ekki heimild til veiða við landið lengur en til og með 22. febrúar og mega ekki veiða fyrir sunnan línu, sem er dregin beint í austur frá punkti sunnan Álftafjarðar. Líklegt er að norsku skipin birt- ist á miðunum undir lok janúar, en eftir er að koma í ljós hvort afli þeirra verði unnin í íslenskum verksmiðjum eða í Noregi. Þá eiga Grænlendingar og Fær- eyingar dágóða kvóta, og einnig skip frá löndum Evrópusambands- ins, og ljóst er að líf og fjör verður á loðnumiðum eftir áramót. Um tólf þúsund tonnum var landað í fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði um nýliðna helgi, um sex þúsund tonnum í hvora þeirra. Á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar er haft eftir verksmiðju- stjórunum, Hafþóri Eiríkssyni í Neskaupstað og Eggert Ólafi Ein- arssyni á Seyðisfirði, að ljómandi vel gangi að vinna loðnuna. Gert er ráð fyrir að vinnslu verði lokið í báðum verksmiðjum fyrir jólahá- tíðina og engin vinnsla fari fram á milli hátíða. Samtals hafa verk- smiðjur Síldarvinnslunnar tekið á móti 21.700 tonnum. aij@mbl.is Loðna brædd í verksmiðjunum fram undir jól Líf og fjör á loðnumiðum eftir áramót Ljósmynd/Smári Geirsson Annir Bjarni Ólafsson, Barði, Blængur og Beitir við bryggju í Neskaupstað í gær. Blængur var nýkominn úr túr í Barentshafið, en hin skipin voru á loðnu- veiðum. Við bryggju verksmiðjunnar má sjá mjölskip. Sólin kitlar fjallstoppana í veðurblíðunni fyrir austan en geislar hennar sjást í bænum seint í janúar. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ýmsar breytingar þarf að gera á fjár- lagafrumvarpi næsta árs við aðra um- ræðu samkvæmt tillögum sem fjár- málaráðherra hefur sent fjárlaga- nefnd fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þær þýða að afkoma ríkissjóðs versn- ar um 9,9 milljarða frá því sem lagt var upp með þegar frumvarpið var lagt fram í lok nóvember. Í stað 169 milljarða halla mun hann aukast í 178 milljarða kr. eða 5% af vergri lands- framleiðslu. Þetta kemur fram í minnisblöðum ráðuneytisins til fjárlaganefndar. Bent er á að ráðherranefnd um rík- isfjármál hefur í umfjöllun sinni sett sér það markmið að breyting á af- komu ríkissjóðs við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið verði í heild ekki umfram tíu milljarða kr. Er nefndinni bent á að lítið svigrúm sé til að taka upp ný og aukin útgjöld eða veita ívilnanir á tekjuhlið án þess að það valdi marktækri röskun á markmið- um um afkomu ríkissjóðs. Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fela í sér að heildarútgjöldin hækki um 13,1 milljarð kr. og endurmetin tekjuáætlun fyrir ríkissjóð hækkar um 3,2 milljarða. Í þeirri hækkun er m.a. hækkun áætlaðra veiðigjalda um 1,3 milljarða kr. á næsta ári sem er sögð tilkomin vegna uppfærslu á út- reikningi veiðigjalds og í samræmi við tillögur skattsins um álagningu veiðigjalda og uppfærða spá um heildarafla á næsta ári. Gert er ráð fyrir um tveggja milljarða kr. hækk- un vaxtatekna vegna greiðslna frá nýju félagi um fasteignir Háskóla Íslands, en þessar tekjur munu vega á móti samsvarandi breytingu á útgjöldum vegna framlaga til félags- ins og því ekki hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs. Tekjur lækka um 700 milljónir vegna niðurfellingar á gisti- náttagjaldi en tekjur af jöfnunar- gjaldi við dreifingu raforku í dreifbýli hækka um 200 milljónir. 1,2 milljarðar vegna vinnutíma Útgjaldatillögurnar fela m.a. í sér 3,4 milljarða kr. hækkun til atvinnu- leysistryggingasjóðs vegna ráðning- arstyrkja í tengslum við átakið Hefj- um störf. Útgjaldaheimild fæðingar- orlofssjóðs hækkar frá upphaflegu frumvarpi um 1.627 milljónir kr. vegna fjölda fæðinga og aukinnar fæðingarorlofstöku feðra. Áætluð út- gjöld til endurgreiðslna vegna rann- sóknar- og þróunarkostnaðar aukast um 1,3 milljarða og gera þarf ráð fyrir 1,2 milljörðum kr. hærri útgjöldum vegna styttingar vinnutíma vakta- vinnufólks en lagt var til í upphaflegu fjárlagafrumvarpi. Þá er gert ráð fyr- ir eins milljarðs kr. hækkun til að styrkja rekstrargrunn hjúkrunar- heimila og einum milljarði kr. til stuðnings rekstraraðilum í veitinga- þjónustu. 200 milljónir í aðgerðir gegn kynferðisbrotum Lagðar eru til 200 milljónir kr. sem verja á í aðgerðir gegn kynferðisbrot- um, 450 milljóna kr. hækkun vegna breyttrar skipunar Stjórnarráðsins og 700 milljóna kr. í stuðning til bænda vegna verðhækkunar á áburði. Horfur eru nú á að skuldir ríkis- sjóðs verði um tólf milljörðum kr. hærri en skv frumvarpinu og muni þá nema 34% af vergri landsframleiðslu í lok næsta árs. Hallinn verði 9,9 milljörðum meiri Morgunblaðið/Eggert Við störf Útgjöld aukast um 3,4 milljarða vegna átaks í atvinnumálum. - Útgjöld í fjárlagafrumvarpi aukast um 13,1 milljarð og tekjurnar um 3,2 milljarða skv. tillögum ríkis- stjórnarinnar til fjárlaganefndar - 1,3 milljörðum hærri veiðigjöld - 3,4 milljarðar vegna atvinnuátaks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.