Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 10
FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Íslensk yfirvöld mega hvetja neytend- ur hérlendis til þess að kaupa sumar ís- lenskar vörur á grundvelli uppruna þeirra en ekki aðrar og enga íslenska þjónustu. Þetta má lesa úr svari Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) við fyrir- spurn blaðamanns í tilefni af rök- studdu áliti sem ESA sendi íslenskum stjórnvöldum 15. desember. Þar voru stjórnvöld sögð brotleg gegn ákvæðum EES-samningsins vegna þátttöku í herferðinni „Íslenskt, láttu það ganga“ sem hrint var af stað í september 2020. Vísar ESA í álitinu til dóms Evr- ópudómstólsins í máli framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins gegn Epla og peru-nefndinni á Írlandi. Þar segir að hverju aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins beri skylda til að „taka ekki þátt í neinum auglýsingum sem ætlað er að hindra kaup á vörum annarra aðildarríkja eða að gera lítið úr þeim vörum í augum neytenda. Það má heldur ekki ráðleggja neytendum að kaupa innlendar vörur eingöngu vegna uppruna þeirra.“ Íslensk yfirvöld hvöttu með herferð- inni innlenda neytendur til viðskipta við íslenska aðila í þeim tilgangi að styðja við hagkerfið á tímum kórónu- veirufaraldurs, en ESA telur efna- hagslegar afleiðingar faraldursins ekki falla undir undanþágur frá ákvæðum EES-samningsins sem útlistaðar eru í honum. Álitið er annað skref í form- legum málaferlum ESA gegn íslenska ríkinu vegna málsins og hefur stjórn- völdum verið gefinn þriggja mánaða frestur til þess að bregðast við álitinu. Ekki öll matvæli „Þegar vísað er til frjálsra vöru- flutninga nær brot íslenskra stjórn- valda í þessu tilviki eingöngu til vara sem falla undir vörusvið EES-samn- ingsins. Almennt falla sjávarafurðir og að miklu leyti landbúnaðarvörur utan gildissviðs EES-samningsins,“ segir í svari Jarle Hetland, sam- skiptastjóra ESA, við spurningu blaðamanns hvort álitið taki til slíkra afurða. Virðist því hluti innlendrar matvælaframleiðslu ekki falla undir þær takmarkanir EES-samningsins. Spurður hvort draga megi þá álykt- un á grundvelli málsins að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að taka þátt í markaðssetningu íslenskra vara á öllu EES-svæðinu, svarar Hetland: „Í rök- studda álitinu er eingöngu fjallað um aðkomu íslenskra stjórnvalda að kynn- ingarátaki sem hófst á grundvelli sam- komulags milli ríkisstjórnar Íslands og átta samtaka í atvinnulífinu sem nær aftur til 24. apríl 2020. Samkvæmt samkomulaginu lögðu samtökin til efni sem þegar var til und- ir slagorðinu „Íslenskt, gjörið svo vel“ og var það grundvöllur sameiginlegs kynningarátaks. Átakið var sett af stað í september 2020 undir slagorðinu „Íslenskt, láttu það ganga“ og var efn- ið í þann hluta styrkt af íslenska rík- inu.“ Einnig ferðaþjónusta Athugasemdir vegna hvatningar herferðarinnar til kaupa á innlendri þjónustu ná einnig til innlendrar ferðaþjónustu, að sögn Hetlands. „Herferðinni, sem rökstudda álitið nær til, er beint til neytenda á Ís- landi og þeir hvattir til að velja ís- lenska þjónustu almennt þannig að ferðaþjónusta fellur undir það hug- tak. Fram kemur í álitinu að ein af röksemdum íslenskra stjórnvalda, sem að þeirra mati réttlætir þátt- töku í átakinu, sé samdráttur í ferðaþjónustu vegna Covid-19- heimsfaraldursins. Jafnframt kem- ur fram að ein af samtökunum sem áttu aðild að samningnum frá apríl 2020 séu Samtök ferðaþjónustunn- ar.“ Spurður hvort þetta merki að ís- lenskum yfirvöldum sé óheimilt með beinum eða óbeinum hætti að taka þátt í markaðssetningu íslenskrar ferðaþjónustu á evrópska efnahags- svæðinu, svarar hann að ekki sé tek- in afstaða til þess í álitinu. Engin ferðalög Í álitinu er lögð töluverð áhersla á að stuðningur við innlenda fram- leiðslu megi ekki vera á kostnað framleiðslu annarra aðildarríkja. Vekur það athygli í ljósi þess hve fá- tíðar millilandaferðir voru orðnar í september eftir að ný bylgja farald- ursins var hafin í Evrópu haustið 2020. Á þessum tíma höfðu fleiri ríki lokað landamærum sínum gagnvart öðrum EES-ríkjum með sérstakri heimild vegna faraldursins. „Það kom verulega á óvart að ESA væri að fetta fingur út í þetta. Svona átök eru þekkt um alla Evrópu og þau eru kannski mismunandi fjármögnuð og það er mögulegt að ESA sé að gera athugasemd vegna þess að fjármögn- unin sé bein. En það er engum blöðum um það að fletta að stjórnvöld í álfunni styðji við svona átök, það er löngu þekkt. Mér finnst þetta óþarfa kropp, tala nú ekki um þegar ástandið er eins og það er í álfunni, við höfum séð ríkis- aðstoðarreglur Evrópusambandsins stórlega víkkaðar út,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir ljóst að Evrópusam- bandið hafi sjálft viðurkennt að þessir tímar kalli á sveigjanlegri reglur og að herferðin hafi eingöngu verið að stuðla að því að hvetja til innlendrar neyslu í stað þeirrar sem tapaðist í faraldrin- um. Telur Jóhannes ljóst að sömu sjónarmið liggi að baki herferðinni hér á landi og útvíkkun ríkisaðstoðar- reglna í Evrópu. Segja stuðning á kostnað annarra Herferð Ekki var talið heimilt að hvetja til neyslu á innlendum varningi. - Athugasemd ESA vegna „Íslenskt, láttu það ganga“ nær ekki til sjávarafurða en einhverra matvæla - Nær til ferðaþjónustu þrátt fyrir faraldur - Framkvæmdastjóri SAF segir málið koma á óvart Jarle Hetland Jóhannes Þór Skúlason OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.