Morgunblaðið - 21.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 21.12.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn liggur ekki fyrir hvenær við- bygging við hjúkrunarheimilið Skjól- garð á Höfn í Hornafirði verður tekin í notkun. Framkvæmdir hafa tafist, nú síðast vegna þess að of há tilboð bárust í byggingu hússins. Aðstæður eru sagðar óviðunandi í núverandi húsnæði og hafa íbúar, aðstandendur og starfsfólk vakið athygli á því með mótmælum þrjá undanfarna föstu- daga og hyggjast halda því áfram þar til framkvæmdir hefjast. Nú eru rými fyrir 27 heimilismenn á Skjólgarði. Þeir eru allir tveir sam- an í litlum herbergjum nema hvað tveir eru í einbýli. Allir deila snyrt- ingu og baði með öðrum. Eftir að viðbygging sem dregist hefur að byggja kemst í gagnið verð- ur rými fyrir 30 heimilismenn og fá allir rúmgóða aðstöðu í sérbýli. Átti að vera byrjað „Okkur er alltaf sagt að bíða aðeins lengur. Þetta sé alveg að fara að ger- ast, sé í einhverri nefnd eða ráðu- neyti. Ég byrjaði hér fyrir einu og hálfu ári, þá áttu framkvæmdir að fara að hefjast en enn hefur ekkert gerst,“ segir Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Skjólborg. Hún segir einnig að starfsaðstaða starfsfólks sé ekki góð, það aðstoði íbúana oft við erfiðar aðstæður og vinni framúrskarandi gott starf. Hún segir að mótmæli íbúa og að- standenda síðustu þrjá föstudaga hafi verið algerlega að frumkvæði íbúa. „Þau eru ekki að berjast fyrir eigin hag, hugsa kannski að þau komist ekki sjálf í nýtt húsnæði, en berjast fyrir þau sem á eftir koma,“ segir Jó- hanna og vonast enn eftir að þau fái jólagjöfina, að framkvæmdir hefjist. Þegar húsnæði hjúkrunarheimilis- ins var byggt, árið 1996, var það hugsað sem fyrsti áfangi. Annar áfangi er enn óbyggður og þótt hann hafi verið undirbúinn hefur tafist að hefja framkvæmdir. Matthildur Ásmundardóttir, bæj- arstjóri Sveitarfélagsins Horna- fjarðar, segir að framkvæmdir hafi tafist vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Þegar svo bygging hússins var boðin út í sumar hafi aðeins komið tvö tilboð og bæði verið of há. Þeim hafi verið hafnað. Hins vegar hafi Framkvæmdasýsla ríkisins nýtt heimild í lögum til að ræða við hönn- uði og bjóðendur. Segir hún að tillaga um nýtt fyrirkomulag sem eigi að skila sér í lægri kostnaði sé komin til heilbrigðisráðuneytisins. Óska þurfi eftir nýju tilboði frá bjóðanda, sam- kvæmt nýrri hönnun, og málið þurfi að fara fyrir samstarfsnefnd um op- inberar framkvæmdir til að aukið fjármagn fáist. „Ég vona að þetta gangi upp. Hin leiðin er að hefja til- boðsferlið upp á nýtt. Ég tel það ekki koma til greina,“ segir Matthildur. Eldri hlutinn lagfærður Þegar viðbyggingin er risin þarf að flytja heimilisfólkið í hana á með- an verið er að lagfæra eldri hlutann. Þá verður bætt við aðstöðu fyrir lík- hús sem sveitarfélagið kostar. Áætl- ar Matthildur að framkvæmdir taki um þrjú ár. Hún segir að með viðbyggingunni og lagfæringum á núverandi húsnæði fái allir heimilismenn sitt eigið her- bergi og rýmra verði um þá og starfsfólk og aðstaða verði fyrir sjúkraþjálfun, hágreiðslu og aðra persónulega þjónustu við heim- ilisfólk. Ljósmynd/Aleksandra Dobrecevic Mótmæli Heimilisfólk vill fá nýtt hjúkrunarheimili strax. Dregist að hefja framkvæmdir - Heimilisfólk og aðstandendur á Skjól- garði á Höfn vilja nýtt hjúkrunarheimili Stofnvísitala þorsks samkvæmt haustmælingu hefur lækkað töluvert frá árinu 2017 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi haustmælingar og er nú svipuð því sem hún var árin 2008-2009. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun, segir þessar niðurstöður úr haustralli ákveðin vonbrigði. Vöntun sé á milli- fiski 5-8 ára, 35-75 sentimetra fiski, og skýri það einkum lægri vísitölu, en ár- gangar frá 2013 og 2016 eru litlir. Guðmundur segir að niðurstöðurn- ar núna séu í samræmi við það sem var í haustralli fyrir ári. Sú uppsveifla sem varð í mælingum síðasta vor hafi ekki skilað sér í haustrallinu núna. Hann segir niðurstöðurnar ríma við það hvernig þorskveiðar gengu í haust á sama tíma og mælingin var gerð, en þá hafi víða verið mjög tregt. Fæða þorsks var fjölbreytt en magn loðnu, rækju og ísrækju í mögum þorsks hefur minnkað á síðari árum. Minna var af ársgömlum þorski, ár- gangi 2020, en vonast hafði verið til, að sögn Guðmundar. Fyrsta mæling á þessum árgangi í haustralli í fyrra var sú hæsta frá upphafi, en nú er ár- gangurinn metinn vera nálægt lang- tímameðaltali. Ýsan er að sögn Guðmundar á hægri uppleið. Stofnvísitala ýsu hefur almennt farið hækkandi frá árinu 2016 og var mælingin í ár sú hæsta frá 2009. Lítið er af þriggja ára ýsu, en yngstu árgangarnir eru sterkir. Ufsinn hefur gefið eftir Vísitala ufsa hefur farið lækkandi frá 2018, vísitala gullkarfa var svipuð og í fyrra eftir lækkun fyrri ára. Vísi- tala djúpkarfa sýndi jákvæða þróun en vísitölur grálúðu og blálöngu breyttust lítið frá nokkrum fyrri ár- um og eru undir meðaltali tímabilsins. Vísitala gulllax hækkaði og er sú hæsta sem mælst hefur í haustralli. Stofnar hlýra, tindaskötu, sand- kola, langlúru, þykkvalúru, skráp- flúru og hrognkelsis eru í sögulegu lágmarki, segir í tilkynningu Haf- rannsóknastofnunar. aij@mbl.is Þorskur Vöntun er á millifiski. Stofnvísitala þorsks lækkar - Niðurstöðurnar ákveðin vonbrigði - Ýsan á uppleið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.