Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 21.12.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 Í frétt sem birtist í gær um hækk- andi verð á áburði sagði að verð á köfnunarefni hefði hækkað um 211 prósent á nýbirtum verðlista Slátur- félags Suðurlands. Rétt er að hækk- unin var 98 prósent ef nýr verðlisti er borinn saman við þann sem gefinn var út í júní 2021. Er beðist velvirð- ingar á þessu. Hækkaði um 98% LEIÐRÉTT Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið grænt ljós á að innréttað verði kaffihús og vínbar í húsinu á lóð nr. 12 við Skólavörðu- stíg, Bergstaðastrætismegin. Ætlunin er að bæta þjónustu við viðskiptavini Kramhúss- ins, sem er í bakhúsi á sömu lóð. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfull- trúa 19. nóvember síðastliðinn var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. um að breyta notkun rýmisins. Áður var þar starfrækt verslun Rauða krossins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Fram kemur í greinargerð hans að húsið á lóð nr. 12 við Skólavörðustíg sé steinsteypt verslunar-, skrifstofu- og íbúð- arhús á fjórum hæðum, byggt árið 1942 skv. fasteignaskrá. Samkvæmt aðalskipulagi er lóðin og byggingin á Skólavörðustíg 12 á svæði með takmarkaðar veitingaheimildir. Í því felst að það má heimila veitingastaði, kaffihús og krár í flokki I-II með almennum þjónustutíma til kl. 23 helgar/frídaga. Í rekstrarleyfi má heimila útiveitingar, þó aldrei lengur en til kl. 22. Kaffihús á þessum stað rúmist innan takmarkana um 50% sömu starfsemi. Ekki eru gerðar skipulagslegar athuga- semdir við veitingu rekstrarleyfis fyrir kaffi- hús/vínbar á jarðhæð Skólavörðustígs 12 sem snýr að Bergstaðastræti, segir í greinargerð verkefnastjórans. Sækja þurfi um bygging- arleyfi fyrir breytingum á innra fyrir- komulagi rýmisins. Byggingarleyfisumsóknin gæti falið í sér að afla þurfi samþykkis með- eiganda ef breytingarnar eru miklar. Kramhúsið hefur starfað um áratuga skeið. „Kramhúsið er orkustöð miðbæjar Reykjavíkur þar sem dansinn dunar og ork- an rís. Þau sem þangað koma vilja aldrei fara aftur! Fjölbreytnin er ótrúlegt, allt frá pilates, til Beyoncé, til burlesque, til afró og svo mikið meira!“ segir m.a. á heimasíðu hússins. sisi@mbl.is Leyft að opna vínbar og kaffihús - Bæta á þjónustu við viðskiptavini Kramhússins - Orku- stöð miðbæjarins Morgunblaðið/sisi Kaffihúsið Veitingar verða þar sem áður var verslun Rauða krossins. Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Íslandsstofa og Markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Íslandsstofa og Markaðs- stofurnar hafa lengi unnið náið saman en nú hefur samstarfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfangastaðastofa sem Markaðsstofurnar sinna í sín- um landshlutum, segir í frétta- tilkynningu. Samningurinn er til þriggja ára, frá 2021 til og með 2023. Unnið er eftir stefnumótun stjórnvalda um að tryggja sjálf- bæran vöxt ferðaþjónustu um allt land í krafti gæða og fagmennsku og að Ísland verði leiðandi í sjálf- bærri þróun árið 2030. Meðal verk- efna eru upplýsingamiðlun, sam- skipti við fjölmiðla og áhrifavalda, ráðgjöf um efni á vef og markaðs- verkefni, uppbygging á sameigin- legum myndabanka og fleira. Samstarf Arnheiður Jóhannsdóttir og Pétur Óskarsson handsöluðu sam- starf Íslandsstofu og Markaðsstofa landshlutanna um landkynninguna. Fara í samstarf um markaðssetningu Skráð voru 677 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóv- ember síðastliðinn. Tilkynningum um þjófnaði fækk- aði á milli mánaða sem og tilkynn- ingum um um innbrot. Það sem af er ári hafa borist um átta prósent færri tilkynningar um innbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan. Minna um þjófnað og önnur lagabrot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.