Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Í umsögn minnsta lífeyrissjóðs lands-
ins, Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags
Íslands (LTFÍ), um frumvarp til laga
um breytingu á fjárlögum næsta árs
eru gerðar alvar-
legar athugasemd-
ir við breytingar á
eftirlitsgjaldi líf-
eyrissjóða.
Í umsögninni
segir að verði
fyrirliggjandi
frumvarp að lög-
um muni eftirlits-
gjald sjóðsins
hækka um 30% frá
fyrra ári. Þar segir
jafnframt að breytingin hafi langmest
áhrif á LTFÍ, en fram kemur í um-
sögninni að ójafnræðis gæti um skipt-
ingu eftirlitsgjalds milli lífeyrissjóð-
anna ef horft er til stærðarmunar
þeirra. Minni lífeyrissjóðir greiði
hærra hlutfall af hreinni eign í formi
eftirlitsgjalds en þeir stóru.
Aðalástæða ójafnrar skiptingar
ræðst af fyrirhuguðu föstu gjaldi sem
fer úr þremur milljónum í fjórar millj-
ónir hjá LTFÍ. Breytilegt gjald svo-
kallað lækkar hins vegar úr 178 þús-
und krónum í 135 þúsund.
LSR með 36 milljónir
Tekið er dæmi þar sem stærsti
sjóður landsins, LSR, er borinn sam-
an við LTFÍ. Heildareignir LSR í lok
árs 2020 námu 1.167 milljörðum
króna en heildareignir LTFÍ 7,9
milljörðum. Sjóðfélagar LSR eru
nærri 33 þúsund en 363 hjá LTFÍ.
Eftirlitsgjald LSR vegna 2022 á að
vera 36 milljónir en rúmar fjórar
milljónir hjá LT. Það þýðir að eftir-
litsgjald á hvern virkan sjóðfélaga
LSR er 1.097 kr. en 11.391 hjá LTFÍ,
eða meira en tífalt hærra.
Sigurgísli Ingimarsson stjórnar-
formaður LT segir í samtali við
Morgunblaðið að krafa sjóðsins sé að
eftirlitsgjaldið verði lækkað. „Ég hef
starfað á vettvangi lífeyrissjóðsins í
þrjátíu ár og þetta er það versta sem
ég hef fengið í andlitið frá upphafi,“
segir Sigurgísli. „Það er svo mikið
óréttlæti í þessu.“
Eins og Sigurgísli útskýrir þá taldi
hann að málið hefði fengið farsæla
lendingu hjá efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis í fyrra, en þá hafði
Fjármálaeftirlitið, að sögn Sigurgísla,
gefið út erindi um að ekki væri rétt
gefið í málinu. Því skjóti það skökku
við þegar málið er tekið upp núna að
gjaldið sé hækkað enn frekar. Fari
þetta óbreytt í gegn hækki gjaldið um
48% á tveimur árum, að sögn Sigur-
gísla.
Átta mig ekki á röksemdum
„Ég átta mig ekki á röksemdar-
færslunni á bak við þetta. Við gerum
ekki athugasemdir við að vera undir
eftirliti síður en svo. Í starfsemi sem
þessari þarf eftirlit að vera öflugt.
Það þarf hins vegar að gæta jafnræðis
þegar kostnaði við eftirlitið er skipt á
milli aðila. Það er ekki gert í dag.“
Sigurgísli bendir á að lífeyrissjóðir
séu ekki eins og hvert annað fyrir-
tæki. Grunneining lífeyrissjóða séu
sjóðfélagarnir sem séu eigendur sjóð-
anna. Þá geti margir sjóðfélagar ekki
ákveðið hvar þeir séu í sveit settir en
um helmingur launamanna hafi ekki
val um hvar þeir ávaxta sín iðgjöld.
Þegar af þeirri ástæðu sé ótækt að
dreifa byrðunum af eftirlitinu með
jafn óréttlátum hætti og hér sé gert.
Rekinn af Landsbankanum
LTFÍ er rekinn af Landsbankan-
um og hefur skilað afbragðsávöxtun
að sögn Sigurgísla, en einungis sjóð-
félagar, tannlæknar, sitja í stjórn.
„Við þurfum ekki að skammast okkar
fyrir ávöxtunina eða reksturinn að
öðru leyti, enda tileinkum við okkur
einfalda aðferðarfræði við rekstur
sjóðsins þ.e. hagfræði hinnar hagsýnu
húsmóður. Svona álögur vega því
þungt hjá okkur. Þetta er lítill sjóður
en afar vel rekinn.“
Sigurgísli segir að lokum að með
því að festa þetta fyrirkomulag gjald-
töku enn frekar í sessi sé rekstrar-
grundvelli minni lífeyrissjóða ógnað.
Eftirlitsgjald hækkar um 30%
Morgunblaðið/Eggert
Fjármunir Sigurgísli segir að gæta þurfi jafnræðis þegar kostnaði er skipt.
- Minnsti sjóður landsins fær hlutfallslega mestu gjaldaaukninguna - Tíu sinnum hærra á hvern
sjóðfélaga en hjá LSR - Mikið óréttlæti - Grundvelli minni lífeyrisssjóða ógnað - Í eigu félaga
Sjóður tannlækna
» Lífeyrissjóður Tannlækna-
félags Íslands er fyrir tann-
lækna og maka þeirra.
» Stofnaður árið 1959.
» Árið 1999 var honum breytt
í almennan lífeyrissjóð.
» Sjóðurinn er frjáls í þeim
skilningi að enginn er þving-
aður í hann eins og á við um
marga sjóði.
Sigurgísli
Ingimarsson
21. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.21
Sterlingspund 171.81
Kanadadalur 100.78
Dönsk króna 19.687
Norsk króna 14.384
Sænsk króna 14.248
Svissn. franki 140.65
Japanskt jen 1.1413
SDR 180.85
Evra 146.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.8556
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá
Hagstofu Íslands mun íbúafjöldi
landsins innan fárra ára fara í 400
þúsund í fyrsta sinn í sögu landsins.
Annaðhvort árið 2024, samkvæmt
miðspá, eða árið 2023, samkvæmt
háspá, en lágspáin gerir ráð fyrir
sáralítilli íbúafjölgun og verður því
að teljast mun óraunhæfari, í ljósi
íbúafjölgunar frá aldamótum.
Íslendingar senn 400 þús.
- Samkvæmt háspá Hagstofunnar næst sá áfangi 2023
- Hagstofan kynnir mannfjöldaspá fram til ársins 2070
Mannfjöldi 1960-2021 og spá til 2070, þúsundir íbúa
600
500
400
300
200
100
Rauntölur um íbúafjölda
Mannfjöldaspá:
Háspá Miðspá Lágspá
Heimild:
Hagstofa Íslands
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 2060 2070
174
204
227
254
279
318
364
385
460
387
500
382
538
581
466
371
355
476
626
Eins og Morgunblaðið hefur
reglulega fjallað um hefur aðflutn-
ingur erlendra ríkisborgara átt
veigamikinn þátt í íbúafjölgun á Ís-
landi frá aldamótum. Þannig höfðu í
lok þriðja ársfjórðungs í ár 54.183
fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til
landsins en frá því frá árinu 2000 og
31.470 frá árinu 2015.
Úr 330 í 375 þúsund
Þessi aðflutningur á mikinn þátt í
því að landsmönnum hefur fjölgað úr
329.100 í ársbyrjun 2015 í 374.830 á
þriðja fjórðungi í ár.
Samsvarar þessi íbúafjölgun rúm-
lega samanlögðum íbúafjölda
Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar.
Við gerð nýju mannfjölda-
spárinnar hefur Hagstofan fram-
reiknað mannfjöldann fyrir tímabilið
2021-2070 á grundvelli tölfræði-
líkana fyrir búferlaflutninga, frjó-
semi og dánartíðni. Við spána er
meðal annars tekið tillit til hag-
vaxtar, frjósemi og búferlaflutninga.
Hinar þrjár ólíku sviðsmyndir eru
sýndar á grafinu hér fyrir ofan.
Samkvæmt lágspánni verða
landsmenn tæplega 385 þúsund árið
2030, sem yrði fjölgun um rúmlega
10 þúsund frá núverandi fjölda.
Samkvæmt miðspánni verða
landsmenn orðnir um 420 þúsund
talsins árið 2030 eða ríflega 45 þús-
und fleiri en nú. Loks gerir háspáin
ráð fyrir að íbúafjöldinn verði komin
í um 460 þúsund árið 2030 sem yrði
fjölgun um ríflega 85 þúsund íbúa.
355 til 626 íbúar þúsund 2070
Sé horft út spátímann gerir
lágspáin ráð fyrir 355 þúsund íbúum
árið 2070, sem yrði fækkun frá nú-
verandi íbúafjölda, 476 þúsund íbú-
um í miðspá og tæplega 626 þúsund
íbúum í háspá. Ber að hafa í huga að
þegar horft er svo langt fram í tím-
ann geta hægfara breytingar haft
mikil áhrif á lengra tímabili.
Á þessari öld hefur íbúum fyrst og
fremst fjölgað á höfuðborgarsvæð-
inu og í nágrenni. Með sama áfram-
haldi mun íbúafjöldinn á höfuð-
borgarsvæðinu nálgast 300 þúsund á
næstu tveimur áratugum en þeim
íbúafjölda var fyrst náð á landinu
öllu árið 2006.
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Gjafakort Einstök
jólagjöf