Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021 Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður í þröngri stöðu eftir að Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíuríki, lýsti yfir á sunnudaginn að hann gæti ekki stutt frumvarp flokks síns um umbætur á ýmsum velferð- armálum í kjölfar heimsfaraldurs- ins. Biden og forsvarsmenn demó- krata á Bandaríkjaþingi höfðu lagt þunga áherslu á að fá frumvarpið samþykkt, en það felur í sér inn- spýtingu á um 1,75 billjónum banda- ríkjadala, eða um 227 billjónum ís- lenskra króna til heilbrigðis- og menntamála auk orkuskipta. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,75 billjónum banda- ríkjadala yrði varið til þessara verkefna, en Manchin hafði sagt að hann gæti ekki fellt sig við pakka sem væri stærri en 1,5 billjónir. Hvíta húsið og leiðtogar demókrata á þingi töldu sig hins vegar hafa náð málamiðlun við Manchin um að pakkinn næði 1,75 billjónum banda- ríkjadala. Hvíta húsið brást hart við yfirlýs- ingu Manchins, en þingmaðurinn gaf hana á Fox-fréttastöðinni, sem sögð hefur verið hliðholl repúbli- könum. Sagði Jen Psaki, fjölmiðla- fulltrúi Hvíta hússins, að Manchin hefði óvænt og af óútskýrðum ástæðum gengið á bak loforðum sínum gagnvart Biden. Chuck Schumer, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, hét því að frumvarpið yrði lagt fram aftur í endurskoðaðri mynd, en stjórn- málaskýrendur vestanhafs telja að án þess muni demókrötum ganga illa í komandi þingkosningum, sem eiga að fara fram í nóvember nk. Manchin sakaður um eiðrof - Frumvarp demókrata um umbætur í velferðarmálum í hættu - Afstaða Manchin sögð áfall fyrir Joe Biden Joe Manchin Gríðarleg fagn- aðarlæti brutust út á götum San- tiago, höfuð- borgar Síle, á sunnudags- kvöldið, þegar ljóst var að vinstrisinninn Gabriel Boric hefði borið sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosninga landsins. Boric, sem er 35 ára gamall, verður með yngstu þjóðhöfðingjum heims þegar hann tekur við emb- ætti í mars á næsta ári. Boric, sem hefur verið sakaður um að vera kommúnisti, hlaut um 56% atkvæða, en keppinautur hans, Jose Antonio Kast, sem þykir afar íhaldssamur, fékk um 44%. Var munurinn meiri en kannanir höfðu gefið til kynna. Boric hét því í sigurræðu sinni að hann myndi stækka velferðarríkið í Síle, en hann myndi gera það á fjár- hagslega ábyrgan hátt, en Boric boðaði meðal annars skattahækk- anir í kosningabaráttu sinni. Kast óskaði Boric til hamingju og hvatti landsmenn alla til að veita hinum nýkjörna forseta virðingu. Kosningabaráttan þótti afar hörð, enda Kast og Boric fulltrúar flokka hvors á sínum enda síleskra stjórn- mála. Sagði Kast að hagsmunir Síle kæmu alltaf fyrst, og því yrði að bera klæði á vopnin. SÍLE Kjörinn forseti 35 ára gamall Gabriel Boric Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt fjarfund í gær með ríkisstjórn sinni og ræddi þar þrjár mismunandi tillögur um hertar að- gerðir gegn Ómíkron-afbrigðinu, sem nú fer sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Töluverð andstaða er innan bresku ríkisstjórnarinnar og Íhalds- flokksins gegn því að herða aðgerðir yfir jólin, þrátt fyrir að Chris Whitty, landlæknir Bretlands, og sir Patrick Vallance, helsti vísindaráð- gjafi ríkisstjórnarinnar, hafi kallað eftir því, en SAGE, vísindaráð rík- isstjórnarinnar, óttast að tilfellum muni fjölga mjög ört á næstu vikum. David Frost, ráðherra Brexit- mála, sagði af sér um helgina í mót- mælaskyni við hertar aðgerðir. Frost lýsti því yfir í gær að afsögn sín væri ekki hugsuð sem atlaga að Johnson, sem þykir í erfiðri stöðu innan þingflokksins, heldur hefði hann ekki getað unað við hertar að- gerðir, þar sem ráðherrar í Bret- landi bera sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Tíu ráðherrar sagðir á móti Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að minnst tíu ráðherrar til við- bótar hefðu lagst gegn hugmyndum um að herða sóttvarnaaðgerðir yfir jólin, en vægasta úrræðið sem rætt var í gær fól í sér að ríkisstjórnin myndi hvetja fólk til þess að tak- marka samskipti sín við aðra innan- dyra yfir jólahátíðina. Johnson mun hins vegar einnig vera að íhuga samkomutakmarkanir milli fólks sem ekki deilir heimilis- fangi og að knæpum og veitingahús- um verði lokað klukkan átta á kvöld- in. Þriðji kosturinn er svo útgöngu- bann, en lítill stuðningur er við slíkt. 82.886 ný tilfelli greindust í Bret- landi á sunnudaginn, og voru flest þeirra í Lundúnaborg. Er það rúm- lega 52% aukning tilfella á einni viku, en Dominic Raab dómsmála- ráðherra, sem jafnframt gegnir embætti varaforsætisráðherra, sagði í gær að 104 hefðu farið á sjúkrahús með Ómíkron-afbrigðið og að minnsta kosti tólf látist af völd- um þess. Raab tók hins vegar fram að erfitt væri að meta gögnin og ekki væri hægt að spá hversu alvarleg staðan yrði. Raab sagðist hins vegar ekki eiga von á að neðri deild breska þingsins yrði kölluð saman á ný fyrir jól, en samþykki þess er forsenda fyrir verulega hertum aðgerðum í Bret- landi. Hvorki Raab né Sajid Javid heilbrigðisráðherra vildu þó útiloka að aðgerðir yrðu hertar fyrir jól, ef smittölur og sjúkrahúsinnlagnir kölluðu á slíkt. Breska þingið samþykkti í síðustu viku að neyða fólk til þess að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvæða niðurstöðu úr hrað- eða PCR-prófi til þess að sækja viðburði. Lögðust 100 þingmenn Íhaldsflokks- ins gegn frumvarpinu og þurfti Verkamannaflokkurinn því að hjálpa ríkisstjórninni að fá það samþykkt. 28 milljónir þríbólusettar Breska ríkisstjórnin hefur sett aukinn þunga í bólusetningarherferð sína, en nú hafa 28 milljónir Breta þegið þriðja skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni. Hefur John- son sett það markmið að milljón manns verði bólusett á dag fram að áramótum, en enn sem komið er hef- ur skort nokkuð upp á að það náist. Herferðin virðist þó vera að ná vopnum sínum, þar sem rúmlega 900.000 manns létu bólusetja sig á laugardaginn samkvæmt opinberum tölum. Deilt um hertar aðgerðir - Breska ríkisstjórnin ræddi þrjár tillögur um aðgerðir gegn Ómíkron-afbrigðinu - Mikil andstaða innan Íhaldsflokksins við að herða aðgerðir yfir jólahátíðina AFP Wembley Bólusetningar fara nú m.a. fram á Wembley-leikvanginum fræga. Stjórnvöld á Filippseyjum lýstu því yfir í gær að 375 manns hið minnsta hefðu farist eftir að „ofurfellibyl- urinn“ Rai fór yfir landið á fimmtudaginn. Um 500 til viðbótar slösuðust í hamförunum og 56 er saknað. Þá þurftu rúmlega 380.000 manns að flýja heimili sín og eru margir enn á vergangi. AFP 375 látnir eftir fellibylinn Rai Höfðabakka 9, 110 Rvk | run.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum – Egilsstöðum • Kram – Stykkishólmi • Fok – Borgarnesi • Versl. Kristall – Neskaupsstað • Verzl. Axel Ó. Vestmanneyjum Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.