Morgunblaðið - 21.12.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
✝
Fjölnir Geir
Bragason
húðflúrlistamaður,
Fjölnir tattú, fædd-
ist í Reykjavík 5.
febrúar 1965, son-
ur hjónanna Kol-
brúnar Benedikts-
dóttur leikskóla-
kennara, f. 2. sept-
ember 1942, og
Braga Ásgeirs-
sonar myndlistar-
manns, f. 28. maí 1931, d. 25.
mars 2016. Fjölnir lést 11. des-
ember 2021.
Bróðir Fjölnis samfeðra er
Bragi Agnar (Brian), f. 21.
mars 1960, systir Fjölnis sam-
mæðra er Júlía Valsdóttir, f.
26. nóvember 1963, börn henn-
ar eru Júlía Rós, Sara Dís og
Róbert Valur. Systkini Fjölnis
eru Ásgeir Reynar Bragason, f.
22. júlí 1966, unnusta hans er
Helga María, Símon Jóhann
Bragason, f. 14. júlí 1970, börn
hans eru Sóldís Rós, Veronica
Alexandra, Rafael Róbert og
Soffía Gabríela, Kolbrá Þyri
Bragadóttir, f. 18. júlí 1971,
börn hennar eru Bragi Haukur,
Frigg og Askur Ari.
Synir Fjölnis eru Atli Freyr
Fjölnisson, f. 30. júní 1989,
ritgerðin fjallaði um húðflúr.
Fjölnir fór að læra til húðflúrs
hjá Jóni Páli Halldórssyni árið
1995 og starfaði sem húðflúr-
listamaður allt frá því. Hann
vann lengst af á JP Tattoo og
svo síðar á Íslenzku húðflúr-
stofunni.
Fjölnir gat sér gott orð sem
hugmyndaríkur og vandvirkur
flúrari, sem átti verulegan þátt
í að ryðja þeirri listgrein braut
hér á landi og afla húðflúri mun
almennari vinsælda en þar til
hafði tíðkast. Fjölnir tók þátt í
stofnun FO Tatt Fest-há-
tíðarinnar í Færeyjum árið
2012 ásamt Páli Sch. Thor-
steinssyni, en í sumar hélt hann
tattú-blót á Langaholti á Snæ-
fellsnesi og fyrsta IS Tatt Fest-
hátíðin var haldin í Iðnó nú í
október. Nýlega lét hann til sín
taka ásamt fleirum með áskor-
un til borgaryfirvalda um rann-
sókn á starfsemi vöggustofa í
Reykjavík á árum áður, en
hann hafði í æsku verið vist-
aður á einni slíkri um hríð.
Útför að hætti ásatrúar verð-
ur frá Fossvogskirkju í dag, 21.
desember 2021, kl. 13. Gestir
þurfa að framvísa neikvæðu
hraðprófi sem er ekki eldra er
48 klst. við komu.
Í ljósi fjöldatakmarkana og
þess hve Fjölnir var vinamarg-
ur eru vinir hans hvattir til að
safnast saman og fylgjast með
útförinni í streymi:
https://youtu.be/M98ky-QMc0U
https://www.mbl.is/andlat
móðir hans er Agla
Soffía Egilsdóttir,
f. 25. júní 1972.
Börn Atla Freys
eru Fjölnir Myrkvi,
f. 21. febrúar 2011,
Ísabel Dimma og
Indíana Nótt,
fæddar 30. desem-
ber 2013. Móðir
þeirra er Selma
Hrund Kristbjarn-
ardóttir. Fáfnir
Fjölnisson, f. 9. desember 1995,
móðir hans er Þóra Björk
Ólafsdóttir, f. 17. júní 1973.
Fenrir Flóki Fjölnisson, f. 16.
feb. 2013, móðir hans er Kristín
Lilja Gunnsteinsdóttir, f. 4.
mars 1990, d. 14. júlí 2020.
Uppeldisforeldrar Flóka með
Fjölni eru Sólveig Ásgeirs-
dóttir og Bogi Bragason, amma
og afi Flóka.
Fjölnir gekk í Breiðagerð-
isskóla, Réttarholtsskóla og
Hlíðaskóla og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1990. Fjölnir hóf
nám við höggmyndalist við
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands, ásamt því að sinna fleiri
listgreinum. Hann útskrifaðist
með BA-gráðu úr Listaháskól-
anum árið 2000, þar sem loka-
Elsku besti Fjölnir minn.
Hvar skal byrja? Þú tókst mig
undir þinn væng þegar ég var 19
ára gamall, hvað þú sást í mér á
þeim tímapunkti er mér hulin
ráðgáta en sú ákvörðun þín er sú
allra afdrifaríkasta sem á daga
mína hefur drifið. Saman áttum
við óendanlega margar góðar
stundir, yfirdrifnar af nautnum
og óbilandi eftirlátssemi, við átt-
um það sameiginlegt eins og svo
margt annað að þyrsta í stans-
lausa gleði, vellíðan og hamingju.
Á þeirri vegferð eru margir slóð-
ar og sumir hverjir vissulega
hættulegir.
Margar eru sögurnar en flest-
ar teljast varla hæfar til birt-
ingar, enda þykir mér vænst um
að þær séu okkar á milli. Vissu-
lega er þarna líka erfið reynsla
en við minnumst hennar síður.
Ég hef ekki tölu á því hversu
oft fólk hefur sagt mér frá því
þegar það sá þig fyrst, slík var
nærveran að það virtist greypa
sig í minni manna einungis að
berja þig augum. Sjálfur á ég
slíka minningu frá því ég var sjö
ára. Einnig virtist það koma fólki
á óvart hversu blíðlyndur og
góður þú varst, en grófgert ytra
byrðið hafði þann tilgang að
vernda mjúka hjartað.
Þú hafðir alveg gríðarlega
breiða þekkingu og varst einn af
þeim sem geta lagt fram innlegg
í hvaða umræðu sem er, sem oft
á tíðum stoppaði menn, sökum
þess hve öðruvísi þú gast séð
hlutina. Að taka afstöðu sem
gengur þvert á viðteknar venjur
krefst sjálfstæðis og mikils hug-
rekkis, hvort tveggja eiginleikar
sem þú áttir ofgnótt af.
Það er mér bitursætt að
hugsa til seinustu orða þinna til
mín, en þú komst til mín þar sem
ég var að mála og sagðir að þig
langaði að mála þegar þú sæir
hvað ég var að gera, skilja eitt-
hvað eftir sem lifði, þar sem öll
þín listaverk enduðu óumflýjan-
lega í gröfinni, með eigendum
sínum. Ekki fæ ég séð hvernig
það er verra hlutskipti.
Ég verð að trúa því að þessum
orðum hafi verið hent fram í
hálfkæringi því það þarf ekki
vandlega athugun til að sjá að
list þín og andi lifir áfram í ótal
myndum, ein af þeim er arfleifð
þín sem húðflúrara, sem ég get
með stolti sagt að ég sé hluti af
og deili því sæti með merkustu
mönnum íslenskrar húðflúrs-
sögu.
Þú kenndir mér margt, Fjöln-
ir minn, þú kenndir mér und-
irstöður fags sem á þeim tíma
var lokað flestum, þú kenndir
mér að leggja mat á borð barna
minna, í sumum tilvikum
gekkstu svo langt að sýna mér
hvað bæri að forðast, í gegnum
eigin þjáningar, og það voru ef-
laust dýrmætustu lexíurnar.
Ég get vissulega kvatt þig hér
en í sannleika sagt er líf þitt
samofið mínu og mun ávallt
vera, þetta er því aðeins kveðja
til þinnar líkamlegu tilveru, sem,
þótt stórfengleg væri, jafnaðist
aldrei á við þína undurfallegu
sál.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð, með ást og virð-
ingu.
H. Búri Hallgrímsson.
Minn kæri vinur, ég er enn að
átta mig á því að þú sért farinn
til Miðgarðs að skála við hina
víkingana í Valhöll. Það er svo
margt sem við brölluðum saman
og komum í verk, og öll þau æv-
intýri sem við upplifðum saman.
Mér eru minnisstæðastar all-
ar sunnudagsferðirnar sem við
áttum saman í Færeyjum þar
sem við byrjuðum yfirleitt á að
keyra Oyggjarveginn og skoða
okkur um í Norðardal og dást að
útsýninu, eftir það lá leið okkar
eitthvað um þessa fallegu kletta
í leit að fleiri ævintýrum, sem
ávallt urðu á leið okkar.
Um sumarið 2010 á Ólafsvöku
fengum við þá hugdettu að byrja
með FO-TATTFEST, sem varð
síðan að veruleika árið 2012.
Við óðum algjörlega út í óviss-
una þar sem við vissum alls ekk-
ert hvað við vorum að gera og
lentum á alls konar veggjum á
leiðinni en létum það ekki slá
okkur út af laginu og héldum
ótrauðir áfram.
Úr varð að við erum að fagna
10 ára afmæli í maí næstkom-
andi. Eins og þú sagðir svo oft
við mig: „Palli, hversu gott getur
þetta verið“ og svo aftur á
ensku; „how good can it get“!
Svo bættum við bara í og gerð-
um hlutina enn betur á næstu
hátíð ár eftir ár og byrjuðum
fleiri hátíðir saman hér á Íslandi
sem eru orðnar tvær; tattúblót á
Langaholti og IS-TATTFEST
sem var í Iðnó í haust.
Ég get með sanni sagt að þú
varst vinur í raun og ávallt tilbú-
inn að rétta hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Þú varst mér
mikill stuðningur á mínum
verstu og bestu tímum í lífinu og
dróst aldrei af þér. Þú varst allt-
af einlægur við mig og sagðir
mér einnig afdráttarlaust hvað
þér fannst. Skarðið sem þú skil-
ur eftir er stórt og verður aldrei
fyllt. Góða ferð elsku vinur og
takk fyrir allt og að vera alltaf
Fjölnir tattú, minn besti vinur.
Kæru Atli, Fáfnir og Fenrir
Flóki, þið hafið misst mikið og
ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Þið megið vita að hann
elskaði ykkur mjög mikið og var
virkilega stoltur af ykkur og afa-
börnunum sínum þremur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Páll Þ. Sch. Thorsteinsson.
Laugardagurinn 15. júlí 1995
rann upp bjartur og sólríkur,
sveipaður geislum sumarsólar
auk þess sem sól skein í heiði í
sinni rúmlega tvítugs manns er
lagði leið sína úr Garðabænum
niður á Lækjartorg þar sem
húðflúrstofan JP Tattoo var þá
til húsa, vígi Jóns Páls Halldórs-
sonar er á komandi árum átti
eftir að verða einn kunnasti húð-
flúrlistamaður þjóðarinnar.
Garðbæingurinn gestkomandi
iðaði í skinninu, bókstaflega,
fyrsta húðflúrið var að verða að
raunveruleika, þröskuldurinn
hái milli þess er unnendur húð-
listarinnar kalla blekjómfrú, eða
„ink virgin“ á erlendum tungum,
og þess nýja tilverustigs hinna
innvígðu sem hlýtt hafa á óm-
þýtt suð nálarinnar og reynt
ljúfsáran sviðann í hörundinu –
sannarlega er þar sá eldurinn
heitastur er á sjálfum brennur.
Þarna hjá Jóni Páli 1995 var
það sem fundum okkar Fjölnis
bar fyrst saman, heljarmennis-
ins með gullhjartað sem nú hef-
ur kvatt samferðamenn sína
sviplega – svo gapandi skarð er
fyrir skildi. Auðvitað hafði und-
irritaður séð þessu síðhærða
hálftrölli, sem skar sig kirfilega
úr allri mergð, bregða fyrir í
næturlífinu, Fjölnir Geir Braga-
son var jafn samofinn 101
Reykjavík og borgarskáldið
Tómas Guðmundsson eða Jó-
hannes Kjarval, svo höggvið sé
nær myndlistinni.
Fjölnir var stórskemmtilegur
maður og viðræðugóður, víðles-
inn og margfróður um ótrúleg-
ustu kima mannlegs lífs og
dauða. Verður mér lengi í minn-
um teiti nokkur í Gnoðarvogi
sumarið 2006, reyndar nokkuð
liðið á morgun eins og verða
vildi á þeim árum, þar sem
Fjölnir kynnti nýjustu rann-
sóknir sínar á Kóraninum í
löngum fyrirlestri og varpaði
fram ýmsum áleitnum spurning-
um og túlkunaratriðum, við-
stöddum til gagns og allnokkurs
gamans.
Milli þess er hann kastaði
fram fróðleik sínum stökk hon-
um brosgletta og má segja að
sjaldan hafi hin myndræna lýs-
ing skáldsins á Gljúfrasteini á
bóndanum frá Rein sprottið eins
ljóslifandi fram: Jón Hreggviðs-
son hló með glampa í auganu og
það leiftraði á hvítar tennurnar í
svörtu skegginu.
Nú, þegar komið er að leið-
arlokum hérna megin, rifjast
upp fyrir mér þegar Bragi Ás-
geirsson, faðir Fjölnis, kunnur
listmálari og listrýnir Morgun-
blaðsins um áratugi, lést fyrir
fimm árum. Leitaði Fjölnir þá til
mín og treysti mér fyrir því
verkefni að lesa yfir minning-
arorð um föðurinn, verkefni sem
ég taldi mér í senn ljúft og skylt.
Ekki óraði mig þá fyrir að hálf-
um áratug síðar sæti ég yfir öðr-
um minningarorðum, í það sinn-
ið um Fjölni sjálfan. Má þar með
sanni segja að sjaldan verði ós-
inn eins og uppsprettuna dreym-
ir.
Kastaði ég því fram í spjalli
við Fjölni í nóvember, er við
ræddum nýjar reglur Evrópu-
sambandsins um húðflúrblek, að
ég hygðist leggjast að minnsta
kosti einu sinni undir nálina hjá
honum áður en dauðans óvissi
tími vitraðist mér.
Af því verður ekki, alltént
ekki hérna megin, en leynist
framhald handan grafarinnar
býður mér í grun að þar mundi
blekskáldið svipmikla verkfæri
sitt af festu og hvassri einbeitni
og glotti við tönn. Minn eftir-
minnilegi vinur, þú hjartans
beztu óskum kvaddur sért, eins
og listaskáldið góða kvað.
Meira á www.mbl.is/andlat
Atli Steinn Guðmundsson.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ástvina og
aðstandenda Fjölnis við fráfall
hans og læt fylgja þessar ljóð-
línur:
Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá
og brostinn er lífsins strengur.
Helkaldan grætur hjartað ná
því horfinn er góður drengur.
Sorgmædd sit við mynd af þér
og sárt þig ákaft trega.
Herrann helgur gefur mér
huggun náðarvega.
Tekinn var litríkur fífill frá mér
og ferðast einn um sinn.
Í kærleiksljósi leita að þér
og leyndardóminn finn.
Kyrrum klökkum tregarómi
kveð nú vininn hljóða.
Af sálarþunga úr sorgartómi
signi drenginn góða.
Farinn ert á friðarströnd
frjáls af lífsins þrautum.
Styrkir Drottins helga hönd
hal á ljóssins brautum.
Englar bjartir lýsi leið
lúnum ferðalangi.
Hefst nú eilíft æviskeið
ofar sólargangi.
Vonarkraftur vermir trú
og viðjar sárar brýtur.
Ótrúleg er elska sú
sem eilífðinni lýtur.
Í Gjafarans milda gæskuhjúpi
gróa öll mín sár.
Með sólargeisla úr sorgardjúpi
sendi þér kveðjutár.
(Jóna Rúna Kvaran)
Jóna Rúna Kvaran.
Fjölnir Geir
Bragason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRARINN JÓHANNSSON
kennari,
lést sunnudaginn 5. desember.
Að hans ósk fór útförin fram í kyrrþey.
Lára Benediktsdóttir
Þórarinn Þórarinsson Hjördís Ýrr Skúladóttir
Björg Þórarinsdóttir Sævar Sigurðsson
Sigríður Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir mín og föðursystir okkar,
ANNA LAUFEY GUNNARSDÓTTIR,
Sóltúni 5, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 8. desember. Útför hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýju og kærleika
vegna andláts hennar.
Óskar H. Gunnarsson
Gunnhildur Óskarsdóttir og Arnór Þ. Sigfússon
Agnar Óskarsson og Margrét Ásgeirsdóttir
og fjölskyldur
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
VIGFÚS ÆVAR HARÐARSON,
lést á heimili sínu Túngötu á Suðureyri við
Súgandafjörð.
Jarðarför auglýst síðar.
Dætur hins látna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi,
langalangafi og bróðir,
MAGNÚS GUNNAR SIGURJÓNSSON
frá Velli í Hvolhreppi,
síðar til heimilis í Hátúni á Stokkseyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi þriðjudaginn 14. desember.
Bálförin fer fram eftir yfirstaðna kistulagningu.
Vegna aðstæðna verður minningarathöfninni streymt í dag,
þriðjudaginn 21. desember, klukkan 18.
Duftker verður jarðsett síðar í Stokkseyrarkirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Magnúsdóttir Einar Björn Steinmóðsson
Vilhjálmur Magnússon Kristín Þuríður Sigurðardóttir
Gunnar Magnússon Guðrún Rut Erlingsdóttir
Signý Magnúsdóttir Arnar Þór Diego
Bjarni Magnússon
Jónína Guðbjörg Sigurjónsdóttir
Okkar ástkæri
RAFN KONRÁÐSSON
lést fimmtudaginn 16. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur