Morgunblaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2021
✝
Sigrún Hlöð-
versdóttir
fæddist 7. október
1962 í Reykjavík.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands á Selfossi
15. desember 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Ásgerður
Halldórsdóttir, f.
27.5. 1944 og Hlöð-
ver Magnússon, f.
19.6. 1942. Systkini Sigrúnar eru:
1) Svanhildur Hlöðversdóttir, f.
5.4. 1972, 2) Halldór Hlöðvers-
son, f. 10.10. 1973.
Sigrún giftist Árna Þorvalds-
syni, f. 9.1. 1957, þann 19.6. 1982.
Fyrstu árin bjuggu þau á Selfossi
og fluttu svo að Bíldsfelli 1982.
Foreldrar Árna voru Friðmey
Guðmundsdóttir, f. 15.10. 1917,
d. 1.9. 2005, og Þorvaldur Guð-
mundsson, f. 3.9. 1907, d. 3.4.
1982. Systkini Árna eru:
1) Davíð, f. 1943, d. 1954. 2)
Sigrún fæddist í Reykjavík og
flutti á unglingsárum á Selfoss.
Ung að árum fór hún sem skipti-
nemi til Bandaríkjanna í eitt ár.
Fljótlega eftir heimkomu flutti
hún svo að Bíldsfelli þar sem hún
var bóndi ásamt því að sinna
samhliða fjölbreyttum störfum,
þ. á m. sem leigubílstjóri, vöru-
bílstjóri, skólabílstjóri, matráður,
rekstrarstjóri, bókari, fram-
kvæmdastjóri og kennari. Eitt
það skemmtilegasta sem Sigrún
gerði var að ferðast og meðal
landa sem þau Árni heimsóttu
eru Kosta Ríka, Spánn, Banda-
ríkin, Brasilía, Jamaíka, Tyrk-
land, Grikkland, Þýskaland,
Frakkland, England, Ítalía og
Króatía.
Sigrún var meðlimur í Jóru-
kórnum til fjölda ára og starfaði í
sóknarnefnd Úlfljótsvatnskirkju
og barnaverndarnefnd svæð-
isins. Hún tók þátt í að stofna
Hjálparsveitina Tintron í Gríms-
nes- og Grafningshreppi.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 21. desember 2021,
klukkan 14. Allir eru velkomnir
en sýna þarf neikvætt hraðpróf
(ekki heimapróf) við innganginn.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Örn, f. 1945. 3)
Rannveig, f. 1946. 4)
Ágústa, f. 1944. 5)
Svavar, f. 1950. 6)
Guðríður, f. 1952. 7)
Guðmundur, f.
1953. 8) Sigurður, f.
1954. 9) Pétur, f.
1954. 10) Rósa, f.
1958. 11) Þorsteinn,
f. 1960. 12) Guð-
mundur, f. 1961.
Börn Sigrúnar og
Árna eru: 1) Ása Valdís Árna-
dóttir, f. 30.4. 1982, maki Ing-
ólfur Örn Jónsson. Börn þeirra
eru Þóranna Vala, Árni Tómas
og Víkingur Hrafn. 2) Hlöðver
Þór Árnason, f. 27.2. 1984, maki
Deborah Ines Casalis. Barn
þeirra er Brimir Raphael. 3)
Sævar Andri Árnason, f. 10.12.
1985, maki Hafdís Inga Ingv-
arsdóttir. Börn þeirra eru Hug-
rún Sara og Katrín Telma. 4)
Ingþór Birkir Árnason, f. 21.9.
1993, maki Lorena Seifritz.
Elsku mamma, það er ótrúlegt
að hugsa til þess að þú sért farin.
Þú varst ljósið okkar og áttaviti í
lífinu. Brosið þitt lýsti allt upp í
kringum þig og smitaði út frá sér.
Þú varst fyrirmynd, vinur, miðja
fjölskyldunnar og hetjan mín.
Minningarnar um yndislegar
stundir eru margar en hefðu átt
að vera enn fleiri því lífið er ekki
alltaf sanngjarnt. Þú kenndir okk-
ur þó að æðruleysi og hugrekki er
allt sem þarf í lífinu til að njóta
þess, því lífið er núna. Allt annað
er von um eitthvað sem kannski
aldrei verður.
Krabbameinið bankaði fyrst á
dyrnar um það leyti þegar ég var
að fermast og ég gleymi aldrei
stundinni þegar þið pabbi sögðuð
okkur systkinunum frá því. Þessi
fyrsta orrusta var hins vegar tek-
in á hörkunni og þú fórst í með-
ferð á föstudegi til að geta mætt í
vinnu á mánudegi. Þetta hefur ef-
laust tekið á en þú kvartaðir aldr-
ei og leystir verkefnið. Næsta orr-
usta kom aftan að þér fyrir hátt í
fimm árum. Krabbameinið var
komið aftur og nú í höfuðið en
æðruleysi, hugrekki og jákvæðni
voru enn sem áður þín helstu
vopn. Þessi og önnur orrusta var
aðeins dýrkeyptari fyrir heilsuna
en þú fórst þó með sigur af hólmi
og sjúkdómurinn var ekki virkur
lengur og við fjölskyldan vorum
svo ánægð með að fá að hafa þig
ennþá hjá okkur að ekkert annað
skipti máli. Þriðja og síðasta orr-
ustan kom þó óvænt í febrúar.
Enn sem áður varst þú mætt með
þín vopn á vígvöllinn. Þú nýttir
hvern einasta dag sem þú fékkst
og barðist svo hetjulega fram á
síðustu stundu. Þú ert og verður
ávallt hetjan mín.
Þú ert mín fyrirmynd og gast
gert allt sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þú kenndir mér að fylgja
hjartanu og að elska. Þú kenndir
mér að koma snyrtilega og vel
fyrir en glæsilegri manneskju en
þig er erfitt að ímynda sér. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og
ég gat talað við þig um hvað sem
er, hvenær sem er. Við ferðuð-
umst mikið saman og skemmtum
okkur vel hvar sem við vorum.
Betri ferðafélaga er ekki hægt að
finna og þú varst alltaf til í að
heimsækja nýja staði og prófa
nýja hluti og vildir helst fá alla
fjölskylduna með.
Þú hélst utan um okkur öll og
núna þurfum við að læra að halda
utan um hvert annað. Þú minntir
mann á mikilvægu hlutina eins og
dagsetningar, afmæli og ýmsa
viðburði ásamt því að finna ýmis
tilefni til að fagna og ná fjölskyld-
unni saman til að eiga góðar
stundir. Fólk segir alltaf að fjöl-
skyldan sé í fyrsta sæti en þú lifð-
ir samkvæmt því og það vil ég
taka áfram frá þér.
Þú ert og verður ljósið okkar.
Það var ógleymanleg stund þegar
þú fékkst Brimi Raphael son
minn í fangið í fyrsta skiptið að-
eins eins dags gamlan. Það skein
af þér sama umhyggja og ást og
þú sýndir okkur alla tíð þegar þú
hélst honum í fangi þér. Hann
hefur verið ljósgeisli í öllu þessu
ferli síðustu mánuði og ber þitt
ljós áfram ásamt öðrum barna-
börnum þínum, fæddum og
ófæddum.
Mamma mín og lífsins ljós
leiðir mig og fleiri.
Brosið breiða og hennar hrós
í hug mér ber og heyri.
Við elskum þig öll, mamma
mín. Við söknum þín öll, mamma
mín. Við lifum í þínu ljósi, mamma
mín.
Hlöðver Þór Árnason.
Elsku besta mamma mín, það
er svo sannarlega satt sem sagt
er, að það er sárt að sakna.
Mér finnst svo óraunverulegt
að ég sitji hér og sé að skrifa
minningargrein um þig og að ég
geti ekki lengur tekið upp símann
og heyrt í þér eða kíkt niður eftir
til þín bara til að kanna hvernig
þú hefur það eða spyrja þig ráða.
Mér finnst eins og fótunum hafi
verið kippt undan mér við fráfall
þitt, þú varst nefnilega ekki bara
mamma mín heldur varstu líka
vinkona mín. Ef eitthvað bjátaði á
þá var alltaf hægt að leita til þín,
alveg sama hvað var.
Þú varst ekki bara góð mamma
heldur varstu einnig svo góð við
barnabörnin þín og við fæðingu
þeirra allra varst þú ávallt til stað-
ar og handan við hornið enda
elskaðir þú að vera amma og vild-
ir ekki missa af neinu.
Við brölluðum ýmislegt saman
og má þar nefna mæðgnaferðirn-
ar til London, Parísar og New
York. Við ræddum um daginn að
við þyrftum nú að fara að skella
okkur aftur í slíka ferð. Við náð-
um því miður ekki ferð út fyrir
landsteinana en ferðin okkar
norður á Akureyri á fótboltamótið
hans Árna var góð. Parísarferðin
var tíðrædd hjá okkur í gegnum
tíðina því ég svaf megnið af ferð-
inni hvort sem það var í rútuferð-
unum eða bátsferðinni, þannig að
þér leið oft eins og þú værir ein að
ferðast. Þú gafst þó ekki upp á
mér og við fórum aðra ferð saman
þar sem ég vakti meira af tíman-
um.
Þrátt fyrir veikindin og slæmu
tíðindin fyrir nokkrum vikum þá
gafstu ekki upp heldur varstu á
fullu alveg þar til það var ekki
lengur hægt og þú hélst áfram að
vera jákvæð og sýna aðdáunar-
vert æðruleysi allt fram á síðustu
stundu. Það lýsir persónuleikan-
um þínum svo vel, því þú sýndir
aldrei uppgjöf heldur fannstu leið
til að gera allt betra, hvort sem
var fyrir þig eða fólkið þitt.
Þú, elsku mamma, með þitt fal-
lega bros, jákvæðnina, samvisku-
semina, gleðina, dugnaðinn, hug-
ulsemina, umburðarlyndið,
glæsileikann og hjálpsemina ert
og verður fyrirmynd mín.
Mig langar að kveðja þig með
þessum orðum;
Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn, með söng á vörum þér,
svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi, alla þína ást mér gafst.
Er erfitt ég átti þú studdir mig,
kenndir mér hvernig á að virða sjálfan
sig,
vera góð og heiðarleg,
muna það, virða hvar sem ég dvel.
Ólst mig upp með von í hjarta
mér til handa um framtíð bjarta.
Hamingjusöm ég á að vera
elskuleg móðir sem allt vill gera.
Með þessum orðum vil ég þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem gafst þú
mér.
Ég elska þig mamma og mun ávallt
gera
vil ég þú vitir það hvar sem ég mun
vera.
(Höf. ók.)
Þar til við hittumst á ný.
Þín dóttir,
Ása Valdís.
Elsku mamma mín, þegar ég lít
um farinn veg er svo rosalega
margs að minnast. Minningar um
allar góðu stundirnar okkar sam-
an koma upp í hugann og ylja
manni um hjartarætur. Þú varst
svo góð mamma og enn betri
amma. Við Hafdís og stelpurnar
okkar elskuðum að koma í sveitina
til ykkar pabba í hlýjan og opinn
faðminn. Öll matarboðin, afmælin,
sveitastörfin og aðrar góðar
stundir saman lifa í minningunum.
Þér þótti fátt skemmtilegra og
betra en að ferðast og hitta barna-
börnin. Þú elskaðir að fá stelpurn-
ar í sveitina og sýna þeim lömbin
og fá aðstoð þeirra við þau störf.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig eftir svona stuttan tíma. Ég
veit að þú munt vera með okkur
áfram því að þú ferð aldrei úr
hjörtum okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þinn
Sævar.
Elsku mamma mín, ég sakna
þín svo mikið en á sama tíma er ég
óendanlega þakklátur fyrir að
hafa átt þig að og þessar yndis-
legu stundir.
Ég mun aldrei gleyma öllum
símtölunum sem við áttum eftir að
ég flutti út. Þrátt fyrir að himinn
og haf væri á milli okkar vorum
við nánari en nokkurn tíma fyrr.
Alltaf varstu svo hress og kvart-
aðir aldrei sama hvað, settir for-
dæmi sem ég mun reyna að lifa
eftir.
Þú varst alltaf með svo fallegan
og vel hirtan garð, þrátt fyrir að
vera með heilan fótboltavöll þá var
alltaf best að vera í garðinum.
Mestu áhyggjurnar voru þó alltaf
af hinum fjölskyldumeðlimunum,
dvergunum sjö, þrátt fyrir marg-
ar áminningar um að ég ætti ekki
að vera í fótbolta nálægt þeim var
alltaf freistandi að stelast.
Slysin sluppu að mestu leyti
þangað til einn daginn var spark-
aður niður dvergur beint fyrir ut-
an útidyrahurðina, ég vil samt
meina að það hafi verið Hlöðver
en ekki ég. Hjartað stoppaði við að
sjá dverginn góða detta og ekki
var útlitið gott þegar við sáum að
nefið brotnaði af í heilu lagi, nú
voru góð ráð dýr. Við fundum
kennaratyggjó og límdum nefið
aftur á og lífið hélt áfram. Þangað
til mörgum vikum seinna þegar
dvergarnir voru teknir inn í
hlýjuna fyrir veturinn og nefið
byrjaði að síga rólega niður og
hékk á tyggjóinu. Í stað þess að
reiðast þá fórstu að hlæja að þessu
og skildir ekkert í þessari ráðgátu
þangað til við stigum fram og ját-
uðum glæpinn.
Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var
við það að fæðast.
Barnið snýr sér að Guði og segir:
Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina
á morgun, en hvernig get ég lifað eins
lítill og ósjálfbjarga og ég er?
Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla
og hann bíður eftir þér.
Þessi engill mun sjá um þig.
En segðu mér, hérna á himninum geri
ég ekkert annað en að syngja og brosa
og það er nóg til þess að vera hamingju-
samur.
Engillinn þinn kemur til með að syngja
fyrir þig, hann brosir til þín alla daga og
þú verður umlukinn ást hans og þannig
verður þú hamingjusamur.
En hvernig get ég skilið þegar fólkið tal-
ar við mig þar sem ég þekki ekki tungu-
málið sem mennirnir tala?
Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fal-
legustu orð sem þú hefur nokkurn tíma
heyrt og með mikilli þolinmæði og kær-
leik kennir hann þér að tala.
En hvað geri ég ef ég vil tala við þig? Þá
setur engillinn þinn hendurnar þínar
saman og kennir þér að biðja.
Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir
menn. Hver getur varið mig? Engillinn
þinn mun verja þig, þó svo það kosti
hann lífið.
Á þessu andartaki færðist ró yfir him-
ininn og guðdómlegar raddir heyrðust
og barnið sagði: Kæri Herra, þar sem ég
er að fara segðu mér, hvað heitir engill-
inn minn?
Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar
hann bara „Mömmu“.
(Höf. ók.)
Guð hefur loksins fengið eng-
ilinn sinn til baka og veit ég að þú
munt vaka yfir okkur.
Til að vitna í uppáhaldssöng-
konuna þína þá varstu „Simply
the Best“.
Þangað til leiðir okkar liggja
saman á ný,
Ingþór Birkir Árnason.
Ég man svo vel þegar ég hitti
Sigrúnu í fyrsta skipti. Þá vorum
við Sævar nýbyrjuð að hittast og
ég ætlaði að læðast út snemma að
morgni í sveitinni en ég vissi ekki
þá að Sigrún og Árni voru alltaf
vöknuð fyrir allar aldir og sátu við
eldhúsborðið með kaffibolla. Sig-
rún heilsar mér með fallega bros-
inu sínu og spyr mig hvort ég vilji
ekki setjast niður með þeim og fá
mér morgunmat. Þetta fallega
bros og hennar hlýi faðmur hefur
tekið á móti mér alla tíð síðan.
Sigrún var alltaf vel tilhöfð og
vildi hafa heimilið sitt fallegt og
snyrtilegt. Hún var mikið fyrir
skartgripi og yfirleitt með hring á
hverjum fingri. Henni fannst gam-
an að kaupa fallega muni inn á
heimilið eða fá að gjöf. Á jólunum
var allt húsið skreytt en ég furðaði
mig oft á eljunni að setja allt þetta
skraut upp fyrir hver jól. Í veik-
indum hennar áttum við svo fyrst
eftir að fá að sjá í raun yfir hversu
mikilli þrautseigju og krafti hún
bjó.
Sigrún var mikil húsmóðir og
þegar við Sævar byrjuðum að búa
skildi hann ekkert í því að ég eld-
aði ekki heitan mat bæði í hádeg-
inu og á kvöldin eins og mamma
hans. Sigrún tók afar vel á móti
gestum og alltaf voru á boðstólum
heimabakaðar kökur, kleinur,
muffins og snúðar en muffinskök-
urnar voru í sérstöku uppáhaldi
hjá ömmustelpunum hennar.
Síðustu daga hafa pizzakvöldin
komið oft upp í hugann en áður en
við Sævar byrjuðum að búa var
nánast fastur liður á föstudags-
kvöldum að fara í sveitina í heima-
bökuðu pizzuna hennar Sigrúnar
og horfa saman á bíómynd. Sigrún
og Árni hafa alltaf verið dugleg að
bjóða fjölskyldunni til sín og hafa
matarboðin í sveitinni verið mörg í
gegnum tíðina. Þegar tengdabörn-
unum og barnabörnunum fjölgaði
var ekki lengur pláss við borð-
stofuborðið í stofunni og því var
ekkert annað í stöðunni en að taka
niður vegg og stytta annan til að
stærðarinnar borðstofuborð kæm-
ist fyrir sem rúmaði alla fjölskyld-
una.
Sigrún var einnig einstök amma
og það sást svo vel á gleðinni sem
skein úr andlitinu hennar þegar
hún horfði á barnabörnin sín
hversu vænt henni þótti um þau.
Sigrún og Árni voru afar dugleg að
hafa ömmu- og afadag með barna-
börnunum og þá gjarnan farið í bíó
eða leikhús. Ég veit að Hugrúnu
Söru þykir afar vænt um þessar
samverustundir með ömmu sinni
og afa.
Það var aðdáunarvert að horfa
á Sigrúnu takast á við veikindi sín
en hún gerði það af miklu æðru-
leysi. Í hennar huga var þetta
verkefni sem þurfti að takast á við
og aldrei var kvartað yfir neinu.
En hennar sjúkdómur var óvæg-
inn og þrátt fyrir hetjulega bar-
áttu sigraði hann að lokum. Það er
undarlegt til þess að hugsa að
Katrín Telma og ófædda ömmu-
stelpan munu ekki fá að kynnast
ömmu Sigrúnu en við Hugrún
Sara munum sjá til þess að þær fái
að heyra hversu einstök hún var.
Það verður erfitt að venjast því
að koma í sveitina og fá ekki fal-
lega brosið hennar Sigrúnar og út-
breiddan faðminn á móti sér.
Minning um yndislega tengda-
móður lifir í hjarta mínu.
Hafdís Inga Ingvarsdóttir.
Elsku yndislega Sigrún frænka
mín, núna er hvíldin þín langa
komin eftir erfiða og harða baráttu
við þennan hryllilega sjúkdóm, orð
fá ekki lýst hversu ósanngjarnt
þetta líf er. Takk fyrir allar minn-
ingarnar og stundirnar sem við
áttum saman. Ég minnist þess sér-
staklega þegar þú varst í kór, þér
þótti það svo skemmtilegt. Seinna
fetaði ég í fótspor þín og byrjaði
sjálf í kór. Söknuðurinn er mikill
og þú munt eiga stað í hjarta mínu
um ókomna tíð. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa verið skírð í höfuðið á
þér því þú varst algjör dugnaðar-
forkur, lífsglöð og alltaf svo hress.
Það var auðvelt að elska þig því þú
sýndir þínum nánustu hversu heitt
þú elskaðir okkur öll og ég vona að
ég verði sem líkust þér þegar ég
verð eldri. Það verður erfitt að
venjast því að koma upp í Bíldsfell
og engin Sigrún frænka þar til að
taka á móti manni með fallega
brosið og hláturinn sem fékk
mann alltaf til að hlæja með.
Þú varst sannkölluð gullrós
sem við munum minnast alla ævi.
þín systurdóttir,
Sigrún Alma.
Látin er um aldur fram kær
sveitungi og fjölskylduvinur, Sig-
rún Hlöðversdóttir á Bíldsfelli í
Grafningi.
Sigrún var myndarleg og glað-
vær kona og bauð af sér afar góð-
an þokka hvar sem hún fór.
Það er mikill harmur þegar fólk
í blóma lífsins fellur frá og orð
verða smá og máttvana á slíkri
stundu og hugurinn reikar til
góðra samverustunda.
Það skapaði gleði í sveitinni
eystra þegar Árni kynntist Sig-
rúnu og það fréttist að þau ætluðu
að setjast að á ættaróðali fjöl-
skyldu Árna, Bíldsfelli, og hefja
þar búskap með bróður Árna,
Guðmundi, og fjölskyldu og að for-
eldrar þeirra bræðra, Friðmey
Guðmundsdóttir og Þorvaldur
Guðmundsson, ætluðu samhliða
að eiga þar áfram ævikvöld.
Blessuð sé minning þeirra
heiðurshjóna.
Sigrún var forkur til verka og
afar myndarleg húsmóðir og bar
heimili þeirra hjóna vott um það,
enda samrýnd mjög til verka.
Hún tók meiraprófið og ók
vörubíl og fleiri tækjum inn á milli
hjá fyrirtæki þeirra hjóna meðan
heilsa leyfði.
Sinnti jafnframt hinum ýmsu
störfum varðandi skóla á svæðinu
o.fl.
Það er mikill missir og harmur
þegar fólk á besta aldri fellur frá
og mikið skarð fyrir sveitina sem
hún unni mjög.
Sigrún hafði barist við erfiðan
og skæðan sjúkdóm til langs tíma,
en bar sig alltaf vel þótt á móti
blési á erfiðum tímum.
Bænir til Sigrúnar um bata
léttu hugann á erfiðum veikinda-
tímum hennar.
Inn á milli birti til með von um
bata og nýttu þau hjónin og fjöl-
skyldan þann tíma vel til ferðalaga
og fleiri dýrmætra samveru-
stunda.
Áður höfðu þau verið dugleg að
ferðast víða um lönd sem og inn-
anlands.
Jafnframt rifjast upp margar
góðar stundir þegar Sigrún, Árni
og börnin komu í heimsóknir til
Nesjavalla, en móðir mín og Sig-
rún náðu afar vel saman til hinna
ýmsu samskipta og aðstoðar í sorg
og gleði.
Þau voru ófá skiptin sem móðir
mín minntist þess með miklu
þakklæti.
Mörg önnur samskipti komu til
við Sigrúnu í smalamennskum og
fleiri verkum á svæðinu.
Fjölskyldan þakkar Sigrúnu
þessar góðu samverustundir.
Sveitin verður svipminni til
mannlífsins og fleiri þátta eftir
fráfall Sigrúnar, þar sem hún setti
sterkan svip á umhverfið og verk-
in hvar sem hún fór.
Hennar lífsgöngu verður
minnst með virðingu og þökk um
ókomin ár.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við Sigrúnu fyrir allar
ljúfu samverustundirnar í sveit-
inni okkar eystra sem víðar.
Megi Guð vernda Sigrúnu og
minningu hennar með þökk fyrir
allt og gefa fjölskyldu hennar ljós
og styrk til framtíðar.
Sigrún
Hlöðversdóttir
HINSTA KVEÐJA
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Við söknum þín, elsku
amma.
Þínar ömmustelpur,
Hugrún Sara og
Katrín Telma.